Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983
■ Tomas Ledin er aö slá í
í gegn eftir áratugarstrit
46
Strékarnir í icelandic Seafood Corporation.
Morgunblaðiö/KÖE.
Sænski tónlistarmaöurinn
Tomas Ledin hefur verið á
hraðri uppleið aö undanförnu.
Hann er þó síður en svo neinn
nýgræðingur á tónlistarsvið-
inu. Ferill hans nær í rauninni
alla leiö aftur á sjöunda áratug-
inn, er hann hóf að æfa sig og
spila á kaffihúsum með skóla-
félögum sínum í Nebraska í
Bandaríkjunum.
Áriö 1970 fluttist hann til Sví-
þjóöar eftir nokkurra ára dvöl í
Bandaríkjunum. Fljótlega eftir
heimkomuna tók hann þátt í hæfi-
leikakeppni og vann hana. Sigur-
launin voru ferö til Bandaríkjanna!
Þessi keppni varö annars til þess,
aö Tomas Ledin fékk tækifæri til
aö hljóðrita sína fyrstu plötu. Hún
nefndist „Restless Mind“ og haföi
aö geyma lög eftir Ledin meö
enskum textum.
Áriö 1980 komst hann í fimmta
skiptiö í úrslit í undankeppni Euro-
vision. Hann sigraði heima og lenti
í tíunda sæti í lokakeppninni i
Haag í Hollandi. Lag hans, „Right
Now“, var gefiö út víöa um Evrópu
í kjörfar velgengninnar í Hollandi.
Þá um vorið fór hann meö ABBA í
hljómleikaferð til Japan og um
sumariö feröaöist hann um Sví-
þjóö meö eigin hljómsveit. Þá um
haustiö kom út platan „Looking
For A Good Time“. Nú varö hlé á
plötuútgáfu til vorsins 1982, er
„Gránslos“ kom út. Þar var meöal
annarra laga „Sommaren er kort“,
sem heyröist nokkrum sinnum í ís-
lensku útvarpi í fyrra. Þaö varö
feikivinsælt í Svíþjóö og geröi þaö
einni gott í Finnlandi. lagiö „Open
Up“ af plötunni „Looking For A
Good Time“ kom einnig út í Pól-
landi í fyrra og seldist í um fimmtíu
þúsund eintökum. Og um haustiö
sendi Tomas Ledin frá sér LP plöt-
una „The Human Touch“. Nokkur
laga hennar voru af plötunni
„Gránslös", en fimm þeirra höföu
ekki verið gefin út áöur. Þar á
meöal var legiö „Never Again“,
sem Agnetha Fáltskog syngur meö
Ledin. Einnig var á plötunni lagiö
Stundum er svo gaman á æfing
unum að við getum ekkert æft
— segja strákarnir í lcelandic Seafunk Corporation í Járnsíðuspjalli
Nú á þessum tímum stórkostlegr-
ar velgengni Mezzoforte í Englandi
reynist mönnum kannski erfitt að
leggja trúnaó á það, aö hér á landi
sé að koma upp önnur hljómsveit
ungra snillinga með tónlist, sem
þegar öllu er á botninn hvolft, líkist
Mezzo dálítið stundum, en er að
öðru leyti bara bræðingssveit (fus-
ion-flokkur ef menn vilja heldur).
Þetta er hljómsveitin lcelandic Sea-
funk Corporation. Járnsíðan rabb-
aði við þá í vikunní.
sem þeim var mjög vel tekið. Reynd-
ar var þeim einnig mjög vel tekiö á
Borginni þegar þeir komu fram með
Mezzoforte fyrir nokkru, klappaöir
upp meira aö segja en tóku ekkert
aukalag.
Þessir strákar eru allir mjög ungir
aö árum. Tveir eru 15 ára, tveir 16 og
einn 17. Þótt ungir sóu að árum eru
þeir ekki neinir nýgræöingar í tónlist-
inni og hafa allir lært tónlist í skóla,
meira eöa minna. Styrmir m.a. eytt 7
árum í klassískan píanóleik, en hinir
allir komið viö sögu í FÍH-skólanum.
En hvaö er þaö sem gerir þaö aö
verkum aö strákar á þessum aldri
taka til viö aö leika bræöing þegar
öldur nýbylgju og þungarokks dynja
á landinu?
„Viö vorum búnir að reyna allt og
þegar viö komum saman var þaö
staöreyndin að þetta var eina tónlist-
in, sem viö gátum allir fellt okkur viö
aö leika saman. Þrír okkar eru reynd-
ar mjög hallir undir „fusion/funk“, en
það leynist líka eitt „heavy-metal-
frík“ í bandinu ef veriö er aö spá í
þaö.“
— Fáið þiö ekki aö heyra það, að
þiö séuö aö stæla Mezzoforte?
„Jú, mikil ósköp, það vantar ekki.
En viö erum ekkert aö stæla Mezzo-
forte. Þeir eru frábærir og það er
kannski ekki nema von aö okkur sé
líkt við þá, þvi fólk þekkir svo lítið tll
þessarar tónlistar hér á landi og
Mezzoforte er eina hljómsveitin, sem
fólk kannast almennt viö sem spilar
þessa tónlist. Okkar aöaláhrifavaldar
eru þó sennilega þeir ásamt Jakobi
Magnússyni og Spyro Gyra.“
Fimmmenningarnirí Seafunk (viö
köllum sveitina þaö til styttingar)
unnu 20 tíma í stúdíói á vegum SATT
i tengslum viö Maraþontónleikana,
sem haldnir voru í Tónabæ í des-
ember, en þá hét sveitin Friðbjörn og
fiskiflugurnar. Þeir hafa leitaö eftir
útgefanda aö tónlist sinni og þegar
þetta var skrifaö var Steinar Berg
með upptökur frá þeim til athugunar.
Þeir fara í stúdíó um helgina og von-
ast til þess aö dvölin þar getl oröiö
kveikjan aö hugsanlegri plötuútgáfu.
Þeir eru þó raunsæir og segjast bara
muna æfa betur ef ekki fáist einhver
til aö gefa lög þeirra út.
„Það er fínn mórall í hljómsvelt-
inni,“ sögöu strákarnir og voru ekki
smeykir þótt einhverjir erfiöleikar
kynnu aö koma upp vegna leitarinnar
aö útgefanda. „Stundum er svo gam-
an hjá okkur á æfingum aö viö getum
bara ekkert æft. Þaö er nefnilega
einn okkar, sem er svo hláturmildur
aö hann smitar allt gengiö þegar
hann fer að gretta sig.“
Lárus Árni lítur skyndilega upp úr
bók, sem hann var aó lesa og segir:
„Þú mátt hafa þaö eftir mér, aö Ást-
ríkur er helvíti góöur.“
Eins og gefur aö skilja gengur
strákunum ekki alltaf of vel aö stilla
tíma sinn saman þar sem þeir eru
allir hver i sínum skólanum. Sem
dæmi um atorku þessara ungu
manna má nefna Einar Braga. Auk
þess aö vera í Seafunk-sveitinni er
hann í Bigbandi FÍH, Lúörasveit
Reykjavíkur, kór, og rótar hjá Pónik,
auk þess aö vera í skólanum. Rótara-
starfiö segir hann vera til þess aö
eiga fyrir bensíni á bílinn, sem félag-
arnir nefna „gulu hættuna".
Viö spjölluöum saman í lengri tíma
um allt og ekkert. Komiö var inn á
starfsemi SATT, sem þeir félagar
voru sammála um aö væri allt of
óskipuleg og veriö væri aö byrja á
öfugum enda, plötudómar voru
krufnir til mergjar, rætt var um að
illilega vantaöi staöi til þess aö spila
á og þá vantaði um leiö bjór og guö
má vita hvaö, en viö höföum ekki
takmarkalausan ti’ma og þaöan af
síöur endalaust pláss í blaöinu.
i lokin báöu strákarnir um aö þvi
yröi komiö á framfæri, aö hljómsveit-
in væri ekki úr Fjölbrautaskólanum i
Garöabæ, né þá heldur úr FÍH-
skólanum, þótt allir tengdust þeir
þeim skóla aö meira eöa minna leyti.
Þá létu þeir þess getiö, aö væntan-
lega myndu þeir efna til tónleika I
Bæjarbíói í Hafnarfirði um miöjan
apríl meö Singultus og einhverri
hafnfirskri sveit, þaö kæmi í Ijós síö-
ar.
„Viö færum á vikulangt fyllirí af
einskærri gleöi ef viö fengjum Steina
hf. til aö gefa tónlist okkar út,“ sögöu
strákarnir hlæjandl er ég kvaddi þá.
Þegar ég var aö ganga út spuröi einn
þeirra: „Heyröu, þaö má kannski
bjóöa þér te?“ Ég afþakkaöi pent,
enda klukkan komin langt framyfir
miönætti.
— 3Sv.
Bergþóra og
Pálmi saman
meö tónleika
Bergþóra Árnadóttir og Pálmi
Gunnarsaon halda ( dag kl. 15,
sunnudaginn 27. mars, tónlsika (
Dalabúð ( Búðardal. Þau héldu
tónleika á Akranesi í gær og í
Borgarnesi á fimmtudag. Þetta er í
fyrsta sinn, sem þau slá saman á
opinberum tónleikum, en þau hafa
starfaö nokkuö saman áöur, m.a.
á plötu Bergþóru, Eintaki, svo og
plötu Vísnavina, sem Bergþóra átti
þátt í, sem út kom fyrir tveimur
árum.
„I’ve Got Something“, sem Frida
úr ABBA valdi á sína fyrstu sóló-
plötu. „The Human Touch“ var
gefin út víöa um lönd — þar á
meðal á íslandi — og hefur átt
drjúgan þátt í aö kynna efnilegasta
poppara Svía um þessar mundir,
lagasmiöinn, söngvarann og hljóð-
færaleikarann Tomas Ledin.
Enski vin-
sældalistinn
Þannig Ktur enaki „topp-20“-
liatinn út tyrir þaaaa vikuna:
1 (—) There’s Somethlng I Should
Know/DURAN DURAN
2(1) Total Eclipse Of The
Heart/BONNIE TYLER
3 ( 2) Sweet Dreams/
EURYTHMICS
4 ( 6) Speaks Like a Child/
STYLE COUNCIL
5 (—) Let’s Dance/
DAVID BOWIE
6 ( 4) Rock the Boat/FORREST
7 ( 5) Na Na Hey Hey Kiss Him
Goodbye/BANANARAMA
8 ( 3) Billie Jean/
MICHAELJACKSON
9 (10) Rip It Up/
ORANGE JUICE
10 ( 8) Highlife/
MODERN ROMANCE
11 (28) DropThe Pilot/
JOAN ARMATRADING
12 (36) Don’t Talk To Me About
Love/ALTERED IMAGES
13 (16) You Can’t Hide Your
Love/DAVID JOSEPH
14 (21) Run For Your Life/
BUCKS FIZZ
15 (30) Visions In Blue/
ULTRAVOX
16 ( 9) She Means Nothing To Me/
CLIFF RICHARD
OG PHIL EVERLY
17 (29) Garden Party/
MEZZOFORTE
18 (11) Baby, Come To Me/
PATTI AUSTIN OG
JAMES INGRAM
19 (19) Waves/BLANCMANGE
20 (13) Communication/
SPANDAU BALLET
j samtalinu við þá kom fram, aö
hljómsveitin heföi veriö stofnuð þann
6. nóvember i Villta Tryllta Villa á
einhverju nánar tilteknu boröi, sem
ég náöi aldrei aö festa á blaö. Þaö
voru þeir Styrmir Sigurðsson/
hljómborö, Óskar Sturluson/gítar,
Lárus Árni Wöhler/bassi, og Þor-
steinn Gunnarsson/trommur, sem
stofnuöu sveitina, en mánuöi síóar
gekk Einar Bragi Bragason/saxófónn
og þverflauta til liös viö fjórmenn-
ingana. Þannig hefur sveitin veriö
skipuö frá því um miöjan desember.
Aö eigin sögn hafa þeir ekki komið
fram mjög oft, en fengiö ágætustu
móttökur, sérstaklega í Ármúlaskól-
anum og Verslunarskólanum, þar
Roger Hodgson yfirgefur
hljómsveitina Supertramp
mörg af bestu lögum Supertramp á
undanförnum árum, eins og t.d. The
Logical Song, Breakfast In America,
Fool’s Overture og It’s Raining Ag-
ain svo nokkur séu nefnd, ætlar aö
leggja fyrir sig sólóferil aö tónleika-
feröalaginu loknu.
Fyrstu mannabreytingar í röðum
Supertramp frá þvt 1974 áttu aér
stað nú fyrir skemmstu er önnur
aöalsprauta sveitarinnar, Roger
Hodgson sagöi skiliö við sveitina.
Brottförin er þó ekki verulega
skyndileg því hann heldur í heljar-
ins tónleikaferðalag með Super-
tramp áður en hann kveöur.
Tónleikaferöalag þetta er hið tyrsta
hjá Supertramp í hálft fjórða ár.
Hodgson, sem er þekktur fyrir
Síóasta plata sveitarinnar hét eins
og mörgum er enn i fersku minni,
Famous Last Words, og hefur sá titill
vafalítiö veriö vallnn af þessu tilefni.
Hljómsveitin Supertramp eins og hún Ktur út (dag.
Surprise, Surprise nappað
Aldrei fór það svo, aö strákarn-
ir í Mezzoforte fengju að halda
nafninu á plötu sinni Surprise,
Surprise lengi einir. Járnsíðan
rakst í vikunni á frétt í einu ensku
poppritanna, þar sem segir aö
einhver TV Smith, fyrrum í sveit-
inni Adverts, sé að gefa út plötu
með þessu nafni.
Þaö sem svosem ekkert nýtt, aö
margir notiö sama nafniö á plötum
sínum. Nægir þar aö nefna plötur,
sem allar eru tiltölulega nýlega
komnar út meö Toto, Mezzoforte,
Foreigner og Peter Gabrlel. Þær
hétu allar einfaldlega 4, nema hvaó
plata Toto var einkennd meö
rómverskum stöfum, IV.
Slíkt er kannski ekki alveg
mrktækur samanburöur þar sem í
öllum þessum tllvikum var um aö
ræöa fjóröu plötu viðkomandi og
því dulítiö annar handleggur.