Morgunblaðið - 20.04.1983, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 20.04.1983, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 71 landinu, hefur Reykjavíkurborg ákveðið að ganga á undan með góðu fordæmi. Samþykkt hefur verið í fræðsluráði borgarinnar að stefna að því að skólatími sex ára barna verði tvær og hálf klukku- stund frá næsta hausti. Einnig er ætlunin að bjóða upp á fjögurra stunda viðvist sex ára barna í skólunum og gæti fóstrur þeirra utan kennslustunda. Óréttlát skattalög Að lokum verður vikið að atriði, sem snertir atvinnumálin aðeins óbeint, en það er misréttið, sem nú ríkir í skattamálum heimilanna. Ef einn aðili vinnur fyrir tekjum heimilisins eru þær skattlagðar hærra en sama upphæð, sem tveir vinna fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn vill leiðrétta þetta misrétti og fluttu þingmenn flokksins: Friðrik Sophusson, Birgir Isleifur Gunn- arsson og Albert Guðmundsson frumvarp til úrbóta fyrir skömmu, en það hlaut ekki afgreiðslu. Það er vissulega mikilvægt, að foreldrar þurfi ekki að velja milli starfs síns og viðunandi umgengni við börn sín, en það er alveg jafn mikilvægt, að foreldrum sem vilja vera heima sé ekki refsað fyrir það af yfirvöldum. í þjóðfélagi þar sem fáum tekst að lifa af tekjum einnar fyrirvinnu, mætti jafnvel hugsa sér, að foreldrar, sem kysu að vera heima, fengju styrk til þess meðan börnin eru ung, t.d. sem næmi rekstrarkostnaði dag- vistunarstofnunar fyrir barn á ári að viðbættum hluta stofnkostnað- ar slíkrar stofnunar. Þau atriði, sem hér hafa verið nefnd, og Sjáifstæðisflokkurinn vill að nái fram að ganga, auka frelsi einstaklingsins til þess að ráða eigin lífi, treysta stöðu fjöl- skyldunnar og tryggja börnum þroskavænleg uppvaxtarskilyrði á heimili þar sem annað foreldra er oftast við til þess að veita öryggi og skjól. Sólrún B. Jensdóttir sagnfræðingur er í 15. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. löggjafarvalds og framkvæmda- valds, án þess að leggja niður rótgrónar hefðir þingræðisins. Við teljum það meginhlutverk löggjaf- arvaldsins að setja lög, móta stefnu og annast eftirlit með framkvæmdavaldinu. Þess vegna m.a. hefur þing- flokkur Alþýðuflokksins ekki til- nefnt neinn mann úr þingliði sínu til þess að sitja í bankaráðum sl. fjögur kjörtímabil. Eina undan- tekningin er Benedikt Gröndal í bankaráði Seðlabankans skamma hríð. Seðlabankinn er líka fyrst og fremst upplýsingabanki um hag- stjórn, ekki venjulegur viðskipta- banki. Við sjáum heldur ekki fídusinn í því að Albert Guðmundsson alþm. hafi eftirlit með Albert Guð- mundssyni, bankaráðsformanni. Við höfum flutt fjölda tillagna á Alþingi og í stjórnarskrárnefnd um að Alþingi gegni betur eftir- litshlutverki sínu með fram- kvæmdavaldinu. Það er athyglis- vert, að sá tillöguflutningur hefur hlotið litlar undirtektir hjá þeim flokki, sem kennir sig öðrum fremur við einkaframtak og lýsir sig andvígan ríkisforsjá. Þessi dæmi verða að nægja til að sýna fram á, að Alþýðuflokkur- inn er ekki það, sem hano er stundum sakaður um að vera: Varðhundur þröngra sérhags- munahópa. Einmitt þess vegna hef- ur hann iðulega reynzt vera fulltrúi heilbrigðrar skynsemi í deilum um stjórn efnahagsmála. Einmitt þess vegna er hann skynsamlegur val- kostur fyrir þá kjósendur, sem vilja með atkvæði sínu í komandi kosn- ingum gera tvennt: Hafna óbeyttu ástandi, kveða upp dóm yfir árangurslausu stjórnarfari verð- bólguáratugarins, og lýsa stuðn- ingi sínum við myndun ríkis- stjórnar, sem hefði burði til að koma fram gerbreyttri efna- hagsstefnu. Til þess þarf að tryggja Alþýðuflokknum oddaaðstöðu á þingi. Án slíkrar lykilstöðu jafnaðarmanna benda flestar líkur til þess, að við upp- skerum óbreytt ástand. Herferð Amnesty International um allan heim gegn pólitískum drápum að undirlagi stjórnvalda Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi frá Amnesty International. Miðvikudaginn 23. mars sl. hófst um allan heim herferð Amn- esty International gegn pólitísk- um manndrápum, sem ríkisstjórn- ir eiga sök á. Þennan sama dag afhentu stjórnir Amnesty-deilda á Norðurlönum utanríkisráðherrum landa sinna samhljóða ávarp, þar sem farið var þess á leit við þá, að þeir hefðu samstarf um að hefja umræður á alþjóðavettvangi um málið og leggja fram raunhæfar tillögur sem stuðluðu að því að þessum mannréttindabrotum linnti. Amnesty International til- kynnti þennan dag, að samtökin hefðu vitneskju um ólögmæt póli- tísk manndráp, sem framin hefðu verið af stjórnarherjum eða dauðasveitum undir verndarvæng stjórnvalda í meira en tuttugu löndum síðan 1980. Samtökin eru nú að hefja her- ferð um allan heim til að svipta hulunni af þessum manndrápum og beita almenningsálitinu til þess að stöðva þau. Með herferðinni vill Amnesty International benda á ljót dæmi frá jafn ólíkum löndum sem Filippseyjum, Sýrlandi og E1 Salvador. Fulltrúi hreyfingarinn- ar lagði áherslu á, að hér væri að- eins um dæmi að ræða, og síðan sagði hann: „Fréttir berast úr flestum heimshlutum um pólitísk morð, sem ríkisstjórnir verða að teljast bera ábyrgð á.“ Þar er um að ræða morð af ýmsu tagi, allt frá fjöldamorðum á þorpsbúum í Guatemala til morða á Libýu- mönnum fjarri heimalandi sínu. Amnesty International segir í nýrri skýrslu (131 bls.), Pólitísk manndráp ríkisstjórna, sem gefin var út í tilefni herferðarinnar: „Hundruð þúsunda manna hafa á sl. áratug verið drepin af stjórn- völdum eigin lands." í öllum þessum tilvikum var fórnarlömbunum neitað um nokkra Iagavernd og þau ráðin af dögum vegna raunverulegra eða meintra skoðana sinna, starfsemi eða vegna uppruna síns. í skýrsl- unni er lýst morðum á ótöldum þúsundum í Úganda og Kamp- útseu á áttunda áratugnum og nýjum aðferðum, sem notaðar eru við fjöldaútrýmingar og morð, og tilraun yfirvalda í öðrum löndum til að breiða yfir slíkt. Það hafði oft erfiðleika í för með sér fyrir alþjóðlega aðila að ákvarða hver bæri ábyrgð á póli- tískum drápum, svo sem á Ind- landi, þar sem stjórnin hefur sí- fellt látið undir höfuð leggjast að rannsaka pólitísk dráp á meintum stjórnarandstæðingum, eða í Líb- anon meðan á ísraelska hernám- inu stóð, og fjöldamorð voru fram- in á flóttamönnum í Sabra og í Chatilla-búðunum 1982. í inngangi nýju skýrslunnar er vitnað í frásagnir af pólitískum manndrápum, allt frá 1970, í 27 löndum, þar á meðal Afganistan, Argentínu, Bolivíu, því sem áður hét Mið-Afríska keisaradæmið, Chile, Kolumbíu, Eþíópíu, Mið- baugs-Gíneu, íran, Mexíkó og Namibíu. f sumum tilvikum voru hinir grunuðu hafir í varðhaldi og síðar sagðir hafa fallið í „vopnuðum átökum". Þá kom fyrir að her- menn æddu í gegnum borgar- hverfi eða þorp og drápu þá sem fyrir urðu. Enn voru þess dæmi, að óeinkennisklæddar sveitir gripu fórnarlömbin á heimilum sínum eða vinnustöðum. Amnesty International leggur áherslu á, að samtökin vilji beina athygli manna að vísvitandi manndrápum, en ekki að mann- drápum vegna slysni, jafnvel við pyntingar, né vegna brota gegn tilskipunum stjórnvalda. Þá væri heldur ekki ætlunin að þessu sinni að mótmæla aftökum samkvæmt úrskurði dómstóla, þó að hreyfing- in vinni annars að því að binda enda á allt slíkt, eða fjalla um mannfall í bardögum. Fulltrúi hreyfingarinnar sagði: „Þær upplýsingar sem fyrir hendi eru, sýna ekki endilega að pólitísk- um morðum af völdum ríkis- stjórna fari fjölgandi, eins og stundum er gert ráð fyrir. Hér er um að ræða meiri upplýsingar um morðin og gleggri vitund almenn- ings. Þrýstingur frá almennings- álitinu í heiminum getur gefið ein- stökum föngum von um sanngjörn réttarhöld eða lausn úr haldi í staðinn fyrir voveiflegan dauð- daga.“ Markmið hinnar nýju herferðar Amnesty International er að auka þennan þrýsting. Margir félagar og stuðningsmenn samtakanna, sem eru rúmlega 350.000 í meira en 150 löndum, munu taka þátt í kynningarstarfsemi, næturvökum, andófi eða áskorunum til ríkis- stjórna landa, þaðan sem fréttir hafa borist af manndrápum, og til annarra ríkisstjórna, sem beðnar verða að beita áhrifum sínum til að unnt verði að koma í veg fyrir fleiri morð. Burberrysfrakkar eða kórónaföt Vinarkveðjur til Gulla frá viðskiptavini Karnabæjar — Athugasemd frá Ólafi Ragnari Grímssyni við kosningasögu Ætli það séu ekki um tuttugu ár síðan ég byrjaði að versla við Karnabæ. Þá var búðin bara í lít- illi hornkompu á Skólavörðustígn- um og „Gulli" eins og við strák- arnir kölluðum hann var hressi- legur poppgæi, sem fínu kerfis- karlarnir í Sjálfstæðisflokknum litu heldur betur hornauga. Við strákarnir héldum hins vegar áfram að versla við Karnabæ — líka þegar hann flutti á Laugaveg- inn og niður í Austurstræti. Ætli nokkur alþingismaður hafi verslað jafnlengi og vel við Karnabæ eins og ég — nema ef vera skyldi Ragn- ar Arnalds! Vanþakklátur kaupmaður — Lygafrétt En ósköp er Gulli í Karnabæ vanþakklátur kaupmaður. Nú er hann farinn að stíga stríðsdans gegn gömlum og góðum viðskipta- vini á breiðsíðum Morgunblaðsins, sem ávarpar hann hátíðlega „Guð- laugur Bergmann forstjóri Karna- bæjar". Á föstudaginn birti Morgun- blaðið í Staksteinum frásögn af kosningafundi sem átti að hafa verið í Karnabæ. Þar átti ég að hafa mætt. hlotið háðuglega út- reið í orðaskiptum við Guðlaug kaupmann um framleiðsluland jakka míns og rokið síðan sneypt- ur á dyr. Öll var þessi saga algjört skrök. Uppspuni frá rótum. Ég hef ekki komið á neinn fund í Karna- bæ í þessari kosningabaráttu. Ég hringdi í Styrmi Gunnarsson á laugardagsmorguninn og sagði honum að sagan væri bull og skrök. Bað hann síðan um að hún yrði leiðrétt. Ritstjórinn gerði það næsta dag en heldur fór nú lítið fyrir leiðréttingunni. Það væri hins vegar gaman að fá að vita hver var heimildarmaður Morgun- blaðsins að þessari lygi. En auð- vitað er Morgunblaðið svo „vand- aður“ fjölmiðill að það birtir ekki nöfn þeirra sem ljúga að blaðinu, sérstaklega ekki þegar hægt er að nota lygina til að koma höggi á pólitískan andstæðing. Gamanmál í anddyri Morgunblaðshallarinnar í samtalinu á laugardagsmorg- uninn við Styrmi Gunnarsson sagði ég í leiðinni að ég hefði hitt Guðlaug Bergmann í anddyri Morgunblaðsins fyrir skömmu þegar ég var að koma frá því að afhenda grein um Vilmund Gylfa- son. Hefðum við Guðlaugur þá gantast um úlpurnar sem við vor- um í og útlendu risabullurnar sem skrýddu fætur Guðlaugs kaup- manns í heimsókn hans til Morg- unblaðsins. Greinilegt er að Morgunblaðinu og Guðlaugi kaupmanni hefur lið- ið frekar illa yfir lygasögunni um fundinn í Karnabæ. Og í dag, mið- vikudaginn 13. apríl, reyna þessir bandamenn að klóra í bakkann. Svo mikið liggur við að klórið er birt við hliðina á leiðaranum. Reynir Guðlaugur enn að leika hetju og segir að orðaskipti okkar hafi gerst „nokkrum dögum" eftir að við Guðmundur J. Guðmunds- son komum í Karnabæ í nóvember 1979. Gamanmálin úr anddyri Morgunblaðsins fyrir fáeinum vikum eru nú orðin að hetjudáð Guðlaugs kaupmanns fyrir nokkr- um árum!! Morgunmblaðið lætur svo eins og um frétt sé að ræða, þótt ég hafi sjálfur sagt Styrmi ritstjóra frá þessum nýlegu gamanmálum okkar Guðlaugs í anddyri Morgun- blaðshallarinnar áður en Morgun- blaðið leiðrétti lygafréttina í Staksteinum. Geir og Friðrik Fyrst Morgunblaðið og Guð- laugur forstjóri hafa svona mik- inn áhuga á fötum mínum er rétt að þeir fletti upp í Morgunblaðinu frá því fyrir páska. Þá voru birtar myndir af mér og Geir Hall- grímssyni á vinriustaðafundi í ís- birninum. Forstjóranum til fróð- leiks skal upplýst að ég var í inn- lendum Kórónajakka og íslensk- um buxum. Að vísu er hinn inn- lendi framleiðandi keppinautur Karnabæjar en hann verslar nú samt við hliðina á Morgunblaðinu. Væri nú ekki gaman ef Styrmir og Guðlaugur kaupmaður könn- uðu í sameiningu í hvaða fötum Geir Hallgrímsson var á þessum fundi og gjarnan mættu þeir kanna meira. Hvað um framleið- endurna á fatnaðinum sem notað- ur var í tískusýningarþætti Sjálfstæðisflokksins í sjónvarpinu sl. mánudag? Það sáu að vísu allir að Friðrik Sophusson, sá fyrsti sem birtist á skerminum, var klæddur í glæsi- legan Burberrysfrakka, frægasta tískufrakka heims. Friðrik var líka með Burberrystrefil svo ekki færi fram hjá neinum sem ætti litastjónvarp hvað Friðrik væri mikill heimsmaður í klæðaburði. Vonandi veröur Guðlaugur mættur Um leið og ég bið Morgunblaðið að birta þessa athugasemd — og hver veit nema hún komi líka við hliðina á leiðaranum — sendi ég Guðlaugi fornvini mínum í Karna- bæ bestu kveðjur. Ég bið hann að hugleiða að gaman hefði það nú verið fyrir Karnabæ ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu verslað jafnlengi og vel við fyrirtækið og við Ragnar Arnalds. Jafnframt bið ég að heilsa starfsfólkinu í Karnabæ. Það er ekki víst að Guðlaugur hafi frétt að ég heimsótti fyrirtækið í sept- ember í fyrra og átti þá ágætan fund með starfsfólkinu. Guðlaug- ur var nefnilega þá ekki mættur í vinnunni. Allir hinir tóku gömlum viðskiptavini vel. Kannski kem ég aftur á fund með starfsfólkinu í Karnabæ. Vonandi gefur Guðlaugur for- stjóri sér þá tíma til að vera mættur á vinnustað ásamt hinum ágætu starfsmönnum sínum. Því auðvitað er það starfsfólkið og viðskiptavinirnir sem skapa kaup- manninum auðinn. Ekki satt?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.