Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1983 \' 1 V ' >-***• ' ------- •«'* - « *.■ V ______________V' - vrxV TkíýA Ólafsfirfti, 29. aprfl. HÉR í Ólafsfirði hefir verið með eindæmum stirð veðrátta seinni hluta marz og í apríl. Norðan stórhríðar með mikilli snjókomu. Eru þetta fyrstu dagarnir, sem við sjáum að vorið sé í nánd. I þessum veðrum féllu stór snjóflóð á Burstabrekkudal og lentu þau á háspennulínunni sem liggur milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur, með þeim afleiðingum að fjórar staurasamstæður brotnuðu, hefir því Skeiðsfossvirkjun séð Ólafsfirði fyrir raforku að undanförnu en háspennulínan milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur tengir Skeiðsfossvirkjun við Byggðalínuna. Meðfylgjandi mynd er tekin af Svavari Magnússyni þegar starfsmenn Rafmagnsveitna ríkisins voru að kanna skemmdir á línunni. Jakob Skagafjörður: Snjóþilja yfir allt til sjávar B** á llöfdaströnd. 28. aprfl 1983. ÞÓ AÐ þýtt sé um hádaginn og nokkuð hafi sigið, þá má segja að enn sé snjóþilja yfir allt til sjávar. Frost hefur verið á hverri nóttu. Skynjum við þó að vorið sé að koma. í gær fór ég út í Fljót og varð satt að segja undrandi að sjá þá sjóþilju sem þar er. Á vegum þar sem búið er að moka eru snjó- göng mikil, og þó sögðu Fljóta- menn að nokkuð hefði sigið. Þeir eru vanir þessu og segjast hafa séð það verra, minnsta kosti þeg- ar unnt hafi verið að ganga á skíðum yfir símalínur. En mikið vantar á að svo sé nú, og bjart- sýnir eru þeir um framtíðina, þar sem engin svell eru undir fönn- inni nú í vor. Ekki er hrognkelsaveiði komin að landi, og er það líklega vegna sjókulda. I gær vitjaði Jón í Haganesi um 16 net, og fékk 23 grásleppur og engan rauðmaga, sem hann sagði ekki vera neitt. í Hofsós er eitthvað að glæðast, en á djúpu vatni. Þorskafli er eng- inn í net og tregt á línu. Þegar vitavörður í Málmey ætlaði að vitja um vitann einn daginn, komst hann ekki upp í eyna fyrir snjóhengjum. En selur var hvert sem litið var í kringum eyna. Mjólkurframleiðsla er nú mjög að aukast og hafa mjólkurflutn- ingabílar mikið að gera. Nokkur óhreysti gengur um héraðið, hálsbólga og fleiri kvill- ar. Björn í Bæ Alþýðuflokkur: Minnkandi líkur á við kvennalista eða samstarfi Bandalag Selfoss: Þór Vigfússon settur skóia- meistari Fjöl- brautaskólans Menntamálaráðuneytið hefur sett Þór Vigfússon, menntaskólakenn- ara, skólameistara Fjölbrautaskól- ans á Selfossi um eins árs skeið frá 1. ágúst 1983 að telja. Um skólameistarastöðuna sóttu auk Þórs, Björn Pálsson, fjöl- brautaskólakrnnari, Guðjón Sig- urðsson, skólastjóri, sr. Haukur Ágústsson, skólastjóri, Jón Hann- esson, menntaskólakennari, og Þorlákur Helgason, aðstoðar- skólastjóri. Einn umsækjandi óskaði nafnleyndar. INNAN Alþýðuflokksins eru taldar minnkandi líkur á, að Alþýðuflokk- urinn geti náð saman með kvenna- listakonum og samstarf við Banda- lag jafnaðarmanna er talið fjarlægt samkvæmt heimildum Mbl. En eins og Mbl. hefur skýrt frá hafa ýmsir forystumenn innan Alþýðu- flokksins haft áhuga á myndun rík- isstjórnar með Sjálfstæðisflokki og fulltrúum kvennalista. Fulltrúar Alþýðuflokksins hafa átt viðræður við fulltrúa kvennalista, en í þeim hefur komið fram, að þær halda fast við andstöðu sína við stóriðju. Þá hafa þær í hyggju að stofna ráð sem taka mun afstöðu til ein- stakra þingmála. Alþýðu- flokksmenn sjá því fram á, að kvennalistakonur á Alþingi gætu orðið fjarstýrt afl óþekktrar stærðar. Einnig bera menn efa- semdir í brjósti um að kvennalistakonur treysti sér til samstarfs í ríkisstjórn þegar á mundi reyna. Varðandi samstarf við Banda- lag jafnaðarmanna telja ýmsir Alþýðuflokksmenn reynsluna af samstarfi við Vilmund Gylfason ekki þess eðlis, að unnt verði að taka upp ríkisstjórnarsamstarf við hann og einnig virðist alls ekki gróið um heilt á milli hans og margra fyrrverandi sam- flokksmanna. íslenskir tómatar á markað 10. maí — agórkur lækka enn í verði Hafnarfjörður: Fernt á slysadeild FERNT var flutt á slysadeild Borg- arspítalans eftir umferðaróhöpp í Hafnarfirði í gær. í fyrra tilvikinu var bifreið ekið á ljósastaur í Fjarðargötu í gær- morgun með þeim afleiðingum að kona og tvö börn voru flutt á slysadeild. í seinna tilvikinu skullu saman drengur á hjóli og bifreið á Suður- braut. Drengurinn var fluttur á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Hafnarfirði voru árekstrar þar í bæ óvenju margir í gær. NÝIR íslenskir tómatar munu væntan- lega kom á markaðinn um 10. maí næstkomandi, að því er Níels Mart- einsson hjá Sölufélagi garðyrkjumanna tjáði Morgunblaðinu f gær. Níels sagði fyrstu tómatana koma úr Hreppunum, en síðan ræki hver staðurinn annan uns tómatar kæmu frá öllum garð- yrkjusvæðum landsins. Ágúrkur halda nú áfram að lækka í verði eftir því sem framboð eykst. Upphaflega var verðið 70 krónur, snemma í vor, það lækkaði síðan í 50 krónur hvert kílógramm, en hefur nú lækkað í 35 krónur kg í heildsölu. Þorskveiðibann Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð, sem bannar þorskveiðar togbáta frá og með 1. maí til og með 7. maí nk. Reglugerð þessi tekur til þeirra togskipa, er falla ekki undir „skrapdagakerfið". Á því tímabili, sem þorskveiðar eru togskipum bannaðar, má hlutur þorsks í heildarafla hverrar veiðiferðar ekki nema meiru en 15%. Leifur Breiðfjörð í úrslit alþjóðlegrar glerlistarsamkeppni Leifur Breiðfjörð, glerlistamaður, hefur verið valinn til að taka þátt í úrslita- keppni alþjóðlegu glerlistarsamkeppninnar „Fragile Art 1983“. Leifur er einn nítján listamanna, sem hlotnast þessi heiður. Verða verk listamannanna sýnd á sýningu er nefnist „PORTCON ’83“ og fer fram í San Diego í Bandaríkjunum dagana 6.-8. maí nk. I lok þessarar sýningar verða úr- slit tilkynnt og vinningshöfum af- hent verðlaun sín og þau sýnd sér- staklega. Til viðbótar nefndum verð- launum verða 10.000 Bandaríkjadal- ir veittir til sigurvegaranna í hverj- um hinna fimm flokka glerlistar. „Fragile Art“ er stærsta sam- keppni sinnar tegundar í heiminum. Hefur áhugi á þessari samkeppni farið mjög vaxandi á undanförnum árum og í ár voru þátttakendurnir 366. Er það 70% aukning frá því fyrir fimm árum. Til marks um hversu víða að þátt- takendurnir í úrslitakeppninni koma má nefna, að átta þeirra koma frá löndum utan Bandaríkjanna. Leifur er eini íslendingurinn, en auk hans má nefna listamenn frá Bretlandi, Japan, V-Þýskalandi og Mexíkó. I frétt frá aðstandendum sam- keppninnar er þess getið, að Leifur hafi skapað sér nafn í glerlist og sé nú orðinn þekktur um heim allan fyrir verk sin. Er ýmissa verka hans og sýninga hér heima getið, auk þess sem minnst er á stóran glugga, sem hann vann að í High Kirk í Skot- landi. Akureyri: „Tími til kominn að ég fari að hvfla mig“ - segir Eyþór í Lindu „Æ ég veit það ekki. Maður er orðinn þreyttur, ég er búinn að berj&st við þetta á ýmsan hátt frá 1929. Það eru takmörk fyrir öllu. Ég er orðinn 76 ára og það er tími til kominn að ég fari að hvfla mig,“ sagði Eyþór Tómasson, sem kenndur er við súkkulaðiverk- smiðjuna Lindu á Akureyri, er hann var spurður hvort hann væri að því kominn að draga sig í hlé. „Það er eðlilegt þegar maður er orðinn þetta fullorðinn að maður þreytist á þessu basli, ekki sízt núna, meðan ástandið er eins og það er. Það kemur að því að ég selji, en það er samt ekki nein alvara í þessu hjá mér ennþá, og ég er ekki farinn að hugsa mér til hreyfings. Ríkissjóður hefur alveg eyði- lagt mann, eins og reyndar önn- ur fyrirtæki, það leynir sér ekki. Það eru settir skattar á skatta ofan. Mér er til efs að mörg fyrirtæki gangi til lengdar með 39% vörugjald á alla hluti. Það var að vísu lækkað á síðasta þingi niður í 32%, og það er Vilmundi að kenna að það var ekki afnumið, eins og sjálfstæð- ismenn og alþýðuflokksmenn vildu, því hann stóð með ríkis- stjórninni. Það eru erfiðleikar i öllum iðnaði hér á Akureyri, það er ekki frekar ég en aðrir. Við sitj- um ekki við sama borð og sjávar- útvegur og bændastéttin. Ef peninga vantar í ríkissjóð, þá eru þeir teknir af iðnaðinum. Og það er talað um að ekki megi vera atvinnuleysi, en aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru á þá lund að því verður ekki forðað, og því er ekkert samræmi í hlutunum. Ekki get ég skilið þessi fræði, sem þeir prédika. Ég er hræddur um að það verði erfitt að selja verksmiðj- una, þegar að því kemur, þótt hún sé að mínu viti sú fullkomn- asta sinnar tegundar hér á landi. Og ég hef ekki hugmynd um hvað hægt er að fá fyrir hana,“ sagði Eyþór. Hjá Lindu vinna um 40 manns að sðgn Eyþórs, sem er aðaleig- andi súkkulaðiverksmiðjunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.