Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1983 21 Sprengingar í Frakklandi Franskir lögreglumenn kanna verksummerki eftir sprengingu í farangursgeymslu á járnbrautarstöðinni í austurhluta Parísarborgar í morgun. AIIs sprungu fjórtán sprengjur víðsvegar um borgina í gærkvöld og einnig sprungu sprengjur í Marseille og Aix-en-Province í Suður-Frakklandi. Engin slys urðu á mönnum, en miklar skemmdir urðu. Aðskilnað- arsinnar á Korsíku hafa lýst sig ábyrga fyrir sprengingunum. Ummæli háttsetts ísraelsks embættismanns: Segir Bandaríkjamenn tefja fyrir samningaviðræðunum Jcrúsalem og Beirút, 29. apríl. AP. GEORGE P. Schultz, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag, að tilraunum til þess að leysa ástandið í Líb- anon miðaði hægt í rétta átt og mætti þakka það aðild Bandaríkjamanna að viðræð- unum. „Okkur hefur þokað áfram um þumlung, kannski hálfan annan,“ sagði hann. Hins vegar var hann ekki reiðubúinn til að skýra frá í hverju framfarirnar fælust. Háttsettur ísraelskur embættis- maður sagði þarlenda ráðamenn hins vegar þeirrar skoðunar, að Bandaríkjamenn flæktu málið að- eins og tefðu fyrir framgangi þess. „Frá sjónarhóli okkar Israela hefur hlutverk Bandaríkjamanna verið allt annað en jákvætt í þess- um viðræðum," sagði embættis- maðurinn, sem óskaði nafnleynd- ar. Hann sagði ennfremur, að sú ákvörðun Bandaríkjamanna að Fjórir bræður sitja í fangelsi — allir sakaðir um morð Lundúnum, 29. apríl. AP. FRÚ MARY O’Driscoll hróp- aði upp yfir sig í Old Bailey, sakadómstóli Lundúnaborg- ar, þegar fjórði sonur hennar var dæmdur í fangelsisvist í gær fyrir morð. Þessi 47 ára gamla móðir féll saman eftir að dómarinn James Miskin missti út úr sér: „Þvílík fjölskylda." Dómarinn dæmdi Danny O’Driscoll, 22 ára gamlan, í tólf ára fangelsi fyrir að stinga mann til bana, eftir að hafa elt hann uppi á götu í suðurhluta Lundúna- borgar. Þrír bræður hans voru settir í fangelsi árið 1981 fyrir að myrða mann með því að skera hann á háls á veitingahúsi. Fimmti bróð- irinn er í fangelsi fyrir óleyfilegan vopnaburð. Frú O’Driscoll sagði við frétta- menn eftir að dómurinn hafði ver- ið kveðinn upp: „Það getur vel ver- ið að fólk trúi mér ekki, en synir mínir voru allir yndislegir litlir drengir og mér þykir vænt um þá alla. Við erum vönd að virðingu okkar." hindra útflutning á 75 F-16-orr- ustuflugvélum til fsrael gerði ekki annað en styrkja Líbani í þeirri skoðun, að Bandaríkjamenn styddu þá í málinu. Schultz hyggur á ferð til Beirút á morgun til þess að ræða frekar við Amin Gemayel, forseta Líban- on. Hann tjáði fréttamönnum í dag, að enn hefðu ekki verið lagð- ar fram neinar tillögur Banda- ríkjamanna til lokasamkomulags. Á hinn bóginn sagði ísraelski Myndin af Chernenko og hinum ellefu sem skipa stjórnmálaráðið, voru settar upp í dag í tilefni há- tíðahalda sem fram eiga að fara á sunnudag, 1. maí. Sú hefð ríkir að myndir af fulltrúum stjórnmála- ráðsins eru settar upp fyrir 1. maí og einnig 7. nóvember, en hann er haldinn hátíðlegur vegna bylt- ingar bolshévika 1917. Chernenko, sem er 71 árs gam- all, er talinn vera einn helsti and- embættismaðurinn, að Schultz hefði ákveðin skilaboð frá Begin að færa Gemayel og væri þar um vissa málamiðlun að ræða. ísraelskur hermaður lést og þrír særðust er bifreið, sem þeir voru í, ók yfir jarðsprengju snemma í morgun. Slysið varð skammt frá einni af varðstöðvum ísraela í suðurhluta Líbanon. Þá særðust þrír í Beirút í skærum á milli her- manna kristinna hægrimanna og drúsa í borginni. stæðingur Yuri V. Andropovs í stjórnmálum og fjarvera hans að undanförnu hefur vakið upp get- gátur þess eðlis að hann sé annað hvort sjúkur eða ekki lengur í náð- inni. Vestrænir fréttaskýrendur telja, að mynd af honum hefði ekki verið hengd upp nú, ef hann hefði tapað valdatafli við Andr- opov. „Leitið að fingraförum“ — Wiesenthal leggur orð í belg um dag- bækurnar sem taldar eru vera eftir Hitler Vfn, 29. aprfl. AP. FINGRAFÖR eru heillavænlegust til að sanna hvort dagbækur þær sem nú eru í sviðsljósinu eru ritaöar af Adolf Hitler, sagði Simon Wiesenthal í dag. „Stundum er einfaldasta leiðin stungið þar í fangelsi eftir einnig sú besta," sagði Wies- enthal, sem er frægur fyrir að hafa uppi á stríðsglæpamönnum nasista. Hlutar úr dagbók þess- ari hafa birst í blöðum í Vestur- Þýskalandi og Bretlandi, en sér- fræðingum ber ekki saman um það hvort þær eru ófalsaðar. Sjálfur dregur Wiesenthal 1 efa að dagbækur þessar séu ritaðar af Hitler. Fingraför Hitlers eiga að vera til á skrá hjá lögreglunni í Bæj- aralandi, þar sem Hitler var Bjórkjallarauppreisnina 1923. „Þegar verið var að reyna að ákvarða hvort þessar dagbækur eru ófalsaðar, þá segir einn rit- handarsérfræðingur að þær séu ekta og annar að þær séu falsað- ar ... Svikarar geta einnig not- að gamlan pappír og gamalt blek," sagði Wiesenthal í síma- viðtali í dag. Hann bætti því við að það væri sín skoðun að fingraför þyrftu ekki að finnast nema á einum stað eftir Hitler á bókunum til að líklegt væri að þær væru ekta og eftir hann. Mynd af Chernenko hengd upp í Moskvu Moskvu, 29. apríl. AP. STÆRÐAR mynd af Konstantin U. Chernenko, sem ekki hefur komið á þrjár meiriháttar samkundur kommúnista í þessum mán- uði, var sett upp í miðborg Moskvu í dag og dró þá úr getgátum þess eðlis að honum hefði verið vikið úr stjórnmálaráðinu. Umboðsmaður — rennilásar Óskum eftir að komast í samband við einstakling eða fyrirtæki, sem getur tekiö að sér sölu á belgískum rennilásum á íslandi. Æskilegt er að viökomandi hafi tengsl viö íslenskan fatamarkaö eða þekkingu á hon- um. Góð kjör í boöi. Milliliöalaus viðskipti. Þeir sem áhuga hafa skrifi á ensku eöa þýsku til: Firma Hans Poulsens EFTF, Krákás, N-3200 Sandefjord, Norge. ítölsk sófasett 15 geröir — Tau- og leöuráklæði. Verö frá kr. 24.900.- Húsgögn oa , . , . Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simí 86-900 Gerið verösamanburö Vörumarkaðsverð Egg, 1 kg. kr. 55,00 Kjúkl. 5 stk. í poka kg. kr. 117,00 Þykkvabæjar franskar kartöflur, 750 gr. kr. 37,50 Kelloggs kornflex, 500 gr. kr. 52,00 Haframjöl Solgryn 1.900 gr. kr. 59,10 River hrísgrjón 1 Ibs. kr. 16,95 Grænar baunir V2 dós kr. 15,70 Jacobs tekex kr. 10,90 Frón matarkex kr. 23,40 Hveiti 5 Ibs. Pilsb. Best kr. 34,90 Sykur 1 kg. kr. 10,50 WC pappír Eded, 4 rúllur kr. 22,35 Vex þvottaefni 5 kg. kr. 141,45 Dilkakjöt í heilum skrokkum. Kynnum í dag kryddlegið lambakjöt Opið til kl. 4 í dag. Armúla 1A. Sími 86111.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.