Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1983 27 Kjaftfullur af fiski I>t-gar Sigurey SI 71 var á togveiðum á 270 fadma dýpi norður af Víkurál á dögunum, kom þessi myndarlegi hákarl í vörpuna. Hann var kjaftfullur af físki, eins og myndin ber með sér. l>að er Ómar Eysteinsson, sem hér sést lyfta hákarlinum upp. Nokkrir skipverjar ætluðu að verka hákarlinn og í fyllingu tímans verður hann orðinn herramannsmatur á borðum þeirra. Morgunblaðið/J6n Páll. Hringskonurnar afhenda lessjónvarpið og blindraletursfjölritarann. Ljósmynd: KÖE. Hrepphólakirkja og nýja safnaðarheimilið á vígsludaginn. Ljósm. Sig. Sigm. Hrunamannahreppur: Vígt safnaðar- heimili við Hrepphólakirkju ^ Syðra Langhoiti, 25. apríl. Á SUMARDAGINN fyrsta var vígt safnaðarheimili við Hrepphólakirkju. Það er næsta fátítt ef ekki einsdæmi að safnaðarhcimili séu byggð í sveitum þar sem íbúðarhús á kirkjujörðunum hafa á margan hátt gegnt sama hlutverki og safnaðarheimili og skrúðhús í bæjum. Fyrir nokkrum árum var byggt nýtt íbúðarhús að Hrepphólum og stendur það allfjarri kirkjunni en gamla húsið sem nú hefur veriö rifíð stóð rétt við kirkjuna. Söfnuðurinn ákvað því að reisa lítið safnaðarheimili á svo til sama stað og íbúðarhúsið í Hrepphólum stóð og var byrjað að byggja það 20. júní í fyrra en lokið frágangi þess að fullu fyrir skömmu og tekið í notkun sem fyrr sagði á sumardaginn fyrsta. Húsið er 60 fermetrar að flat- ir en kirkjan tekur aðeins um 100 armáli, timburhús en járnklætt hið ytra og stendur á steyptum grunni. f því er salur þar sem 50—60 manns geta setið, herbergi, snyrting og geymsla. Guðmundur Magnússon á Flúðum var bygg- ingameistari hússins en fólk í sókninni vann geysimikið sjálf- boðastarf við byggingu þess eða rúmlega 800 tíma vinnu. Konur í sókninni unnu mikið og óeigin- gjarnt starf við fjáröflun s.s. við blómasölu og sölu á ýmsum varn- ingi á Lækjartorgi í Reykjavík í nóvembermánuði. Þá hefur heim- ilinu borist margar góðar gjafir þar á meðal gaf burtflutt fólk úr sókninni hátalarakerfi í húsið en einn meigintilgangur með bygg- ingu þess er að hægt sé að hýsa kirkjugesti við fjölmennar athafn- manns í sæti. Eftir guðsþjónustu á sumardag- inn fyrsta þar sem sóknarprestur- inn séra Sveinbjörn Sveinbjörns- son í Hruna messaði, vígði vígslu- biskup Skálholtsstiftis, séra Sig- urður Pálsson, safnaðarheimilið og Sigurður Ágústsson formaður sóknarnefndar sem jafnframt er kirkjuorganisti flutti ávarp og rakti byggingarsögu hússins, safn- aðarkonur önnuðust kaffiveit- ingar. Gjaldskyldir íbúar í Hrepphólasókn eru 95. í sóknarnefnd eru Sigurður Ágústsson Birtingaholti formað- ur, Brynjólfur Pálsson Dalbæ og Stefán Jónsson Hrepphólum sem jafnframt er kirkjubóndi. — Fréttaritari Verzlunarskólinn hefur byggingu nýs skólahúss VERZLUNARSKÓLI fslands er nú Hringskonur gefa kennslu- tæki fyrir blindrakennslu að hefja byggingu nýs skólahúss á lóð sem honum hefur verið úthlutað við Ofanleiti, í svokölluðum nýjum miðbæ. Davíð Oddsson borgarstjóri tók fyrstu skóflustunguna að þess- ari byggingu í gærdag. í hinu nýja skólahúsi verða 35 kennslustofur, hátíðarsalur, bókasafn, skólaverzlun, íþrótta- salur, stórbætt vinnuaðstaða fyrir kennara ásamt góðri að- stöðu fyrir félagslíf nemenda. Alls verða gólffletir yfir 7.600 fermetrar að flatarmáli og kennslurými skólans þrefaldast. Byggingartími er áætlaður 4 ár og byggingarkostnaður rúmar 100 milljónir króna talið á verð- lagi dagsins í dag. Verzlunarskóli fslands er sjálfseignarstofnun undir vernd Verzlunarráðs íslands. Yfirstjórn skólans er í höndum fimm manna skóianefndar sem Verzlunarráðið skipar. Það er skólanefndin sem stendur fyrir byggingarfram- kvæmdum og kostar þær af fé og tekjum Húsbyggingarstjóðs VL Formaður skólanefndar er Sig- urður Gunnarsson framkvæmda- stjóri. Hann sagði m.a. í ræðu sinni í gær: „Húsnæðismál Verzlunarskól- ans hafa lengi verið erfið. Mögu- leikar skólans til að þróast sam- fara breyttum tímum og auknum kröfum eru ekki lengur fyrir hendi í núverandi húsnæði. f til- efni af 75 ára afmæli skólans árið 1980 ákvað skólanefnd því að hefja nýtt átak í húsnæðismálun- um, og nú í dag stöndum við hér til að horfa á upphaf verklegra framkvæmda." DEILD blindra og sjónskertra viö Laugarnesskólann hefur borizt höfö- ingleg gjöf frá Hringskonum — seg- ir í fréttatilkynningu, sem Morgun- blaöinu hefur borizt. Gjöfin er ann- ars vegar lessjónvarp meö tilheyr- andi fylgihlutum og hins vegar blindraletursfjölritari. Meö gjöf þessari veita Hringskonur hjálp báö- um þeim hópum barna, sem nám stunda í dcildinni, þ.e.a.s. blindum með blindralestursfjölritaranum og sjónskertum meö lessjónvarpinu. Með grunnskólalögunum nýju hætti Blindraskólinn sem sérskóli, en varð deild úr grunnskólum Reykjavíkur. Hefur hann fram að þessu haft aðsetur í Laugarnes- skólanum. f dag hefur Laugarnes- skólinn aðeins nemendur 1. til 6. bekkjar og vegna þess að flestir nemendur blindradeildarinnar eiga sinn fasta bekk í grunnskól- anum, verða nemendur 7. til 9. bekkjar að sækja nám í Lauga- lækjarskólann. Allir nemendur deildarinnar fá eftir sem áður stuðning frá kennurum blindra- deildarinnar, bæði þeir, sem nám stunda í Laugarnesskólanum og Laugalækj arskólanum. Nú starfa við deildina 4 kennar- ar og einn uppeldisfulltrúi. Nem- endur deildarinnar eru í vetur 13, þar af 7 blindir. Nokkrir nemend- ur deildarinnar eru fjölfatlaðir og fá einstaklingskennslu. Rætt er um að flytja deildina í annan grunnskóla í Reykjavík, þar sem mikil þrengsli hamla öllu starfi þar sem deildin hefur aðstöðu í dag og einnig er neikvætt að grunnskólanámið skuli verða að fara fram í tveimur skólum. Nokk- uð sterkar líkur eru á því, að deildin flytji í annan skóla í vetur. Davíö Oddsson borgarstjóri tekur skóflustunguna aö nýja Verzlunarskóla- húsinu. Verzlunarskóli íslands var stofnaður árið 1905 af Verzlun- armannafélagi Reykjavíkur og samtökum kaupmanna. Árið 1922 tekur Verzlunarráð íslands við rekstri skólans. Fyrstu ár sín var skólinn til húsa í leiguhúsnæði við Vesturgötu 10, en í október 1931 flytur starfsemi hans í hús- næði, sem keypt var fyrir skól- ann, við Grundarstíg 24. Til þess að fjármagna þau kaup var stofn- að hlutafélagið Verzlunarskóla- húsið hf., og lögðu margir kaup- menn og aðrir athafna- og áhuga- menn félaginu til mikið fé. Síðar gáfu allir hluthafar Verzlunar- skólanum bréf sín. Sú gjöf er enn í dag ein af meginstoðum hús- byggingarsjóðs Verzlunarskóla fslands. í dag starfar Verzlunarskólinn í 3 húsum við Grundarstíg, en auk þeirra á hann þar tvær aðrar lóðir. f skólanum eru 707 nem- endur og 58 kennarar auk annars starfsfólks. Skólastjóri er Þor- valdur Elíasson. Skólinn er tví- skiptur og starfar frá kl. 8 á morgnana til kl. 7 á kvöldin. Þeg- ar skólahald flytst í það húsnæði sem nú er að rísa er fyrirhugað að einsetja skólann þannig að honum Ijúki fyrir kl. 4 á daginn. Einnig er ætlunin að efla mjög námskeiðahald og ýmiskonar fullorðinsfræðslu fyrir starfandi fólk í atvinnulífinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.