Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1983 23 Auglýsing Varnir gegn vímugjöfum JC Reykjavík Þetta byrjaði á saklausu Þegar ég smakkaöi fyrst brennivín 14 ára gamall, hvarflaöi ekki aö mér hvaö það átti eftir aö hafa í för meö sér fyrir mig og mína nánustu. Þetta byrjaði meö „saklausu“ fikti. Innan tveggja ára var ég farinn aö drekka, sniffa lím og þynni eins oft og ég haföi tækifæri til. Þessu fylgdu innbrot, þjófnaöur og allskonar svik til aö afla peninga. Á næstu árum varð ég algerlega varnarlaus gagnvart vímugjöfum, prufaöi allt sem bauðst og húkkaöist á marga þeirra. Þegar ég fékk ábendingar um aö ég væri kominn út á hálan ís svaraöi ég, „Þetta er mitt líf, ég ræö hvaö ég geri“, eða „Ég er bara aö þrufa“. Áöur en ég náöi tvítugs aldri haföi ég gert margar misheppnaöar tilraunir til að hætta drykkju og dópneyslu. Eftir eitt smá bindindi fór ég aö drekka og dópa aftur. Þaö fyllirí endaði meö því aö ég sprautaöi í mig of stórum skammt af morfíni og lá nokkra sólarhringa nær dauða en lífi á gjörgæslu. Ekki var liðinn mánuöur frá því að ég útskrifaðist þangaö til ég var aftur byrjaöur aö drekka og dópa og taldi mig ráöa viö mína neyslu. En svo var ekki. Næstu 4 árin hélt ég mínu striki í drykkju og dópi á milli þess sem ég barðist viö aö reyna aö hætta. Þetta var orðin barátta upp á líf og dauða. Ég var búinn aö missa alla lífslöngun, hugleiddi oft og reyndi jafnvel sjálfsmorö. Ég taldi þaö óhugsandi að ég gæti lifað án einhverra vímugjafa í þessu þjóðfélagi. En annaö átti eftir aö koma í Ijós. Ég fór í meðferð fyrir alkóhólista og dópista og náöi aö vera óvímaöur í þrjá mánuði. Þá fékk ég mér í eina hasspípu. upphafi átti þetta aðeins aö vera ein pípa. En eftir hana réö ég ekki ferðinni lengur.. Þessi eina pípa kostaöi mig þriggja mánaöa dóp-sukk meö tilheyrandi vanlíðan og sjálfsmoröspælingum. Aftur fór ég í meö- ferö og meö hjálp AA-samtakanna og góöra manna hef ég veriö óvímaður í tæp fjögur ár. Á þessum árum hef ég þurft aö minna mig daglega á vanmátt minn gagnvart vímugjöfum. Óvímaöur hef ég alla möguleika á aö láta mér líða vel, en vímaöur er líf mitt stjórnlaust. Mín eina lífsvon er ef ég tek ekki fyrsta glasið, pilluna eða pípuna. Eitt af því sem ég og allir mínir sukkfélagar áttum sameiginlegt, var aö viö vorum bara aö prufa hin ýmsu efni og sögöum „Ég verö ekki háöur þessu“. Margir þeirra eru nú dánir, sumir svo illa farnir andlega og/eöa líkamlega aö þeir eiga nánast enga batavon. Aðrir fastir inni í þeirra eigin hugarheim eöa lokaöir inni á stofnun. Aöeins örfáum hefur tekist að hætta. Viö vorum bara að prufa. Á síöustu árum hef ég reynt aö fylgjast meö því sem er aö gerast, aöallega í því umhverfi, sem ég kem úr. Þaö sem skelfir mig mest er hvaö aldur þeirra sem húkkast á brennivín og dóp færist ört niður og hve auövelt er oröiö aö útvega efni. Þrátt fyrir góöa viðleitni yfir valda til aö stööva innflutning, er þaö staöreynd, aö magn efna í umferð eykst stööugt og markaðurinn stækkar. Hvaö er þá til ráöa? Á meðan ég var í drykkju og dópi voru boö og bönn, hvort sem þau voru frá foreldrum, yfirvöldum eöa öörum, eins og bensín á eld. Þess vegna tel ég alla umræöu og fræöslu til góös. Ef þú ert for- eldri unglings sem þú grunar um vímu- gjafaneyslu, þá lokaðu ekki augunum fyrir því. Reyndu aö ræöa viö hann málið. Leitaöu ráða hjá fjölskylduráðgjöf SÁÁ eöa annarra sem hafa meö þessi mál aö gera. Umfram allt stingdu ekki höföinu í sandinn meö því aö segja aö þetta komi ekki fyrir þitt barn. Enginn er óhultur. Ef hjá þér vaknar sú sþurning „Hvaö get ég gert til að lenda ekki í þessum vítahring?" Þá veit ég aöeins eitt óbrigöult ráö. Taktu ekki fyrsta glasiö, pilluna eöa pípuna. En ef þér lesandi góöur finnst ég eöa aðrir vera meö óþarfa af- skiptasemi um þitt líf, MARTRÖD! Já! Þannig hljóöar ævisögubrot eins þeirra ungmenna, sem boriö hafa gæfu til aö rífa sig upp úr ánauð fíkniefnanna. Þaö var meðal annars þessi frásögn sem olli því að viö fórum aö hugsa um hvaö viö helst gætum gert í baráttunni viö þann vá- gest sem fíkniefnin eru. Viö athugun á fræösluefni um vímugjafa, komumst viö aö því aö þar er ekki um auðugan garð aö gresja. Það r aö vísu til ein bók á íslensku um vímuefni, þaö er aö segja Flóttinn frá raunveruleikanum eftir dr. Vilhjálm G. Skúlason, en hún var gefin út áriö 1972 og er illfáanleg í dag. Auk þess eru til ýmsar skýrslur og ritgerðir lækna um skaösemi þessara efna svo sen heilbrigðisskýrslur Landlæknisembættisins og fleira. Okkur fannst þetta stórfurðulegt þar sem vímuefni hafa verið á markaöi hér á landi í nærfellt tvo áratugi. Er ekki tímabært aö þjóðfélagiö vakni af þessum þyrnirós- arsvefni og skeri upp herör gegn vágesti þessum? Þaö er nokkuö víst aö á meðan markaöur er fyrir þessi eiturefni hér á landi, finnast alltaf einhverjir óprúttnir menn til aö flytja þau inn í auðgunarskyni. Þaö ætti aö vera fullreynt aö ekki verður komiö í veg fyrir þennan innflutning nema meö stóraukinni fræðslu og hugarfarsbreytingu hjá almenningi ásamt fyrirbyggjandi aögeröum á heimilum og í skólum, svo og fræöslu og aðstoð þeim til handa, sem ánetjast hafa þessum efnum, sem því miöur er aö stórum hluta æska landsins. í von um aö þessi tilraun okkar veröi til aö koma af staö umræöu í þjóðfélaginu og helst skipulagöri starfsemi gegn þessum vágesti, birtum viö þér hér lesandi góöur greinar eftir þá dr. Vilhjálm G. Skúlason og þá gleymdu því ekki aö þetta er þitt líf. Þú ræöur hvaö þú gerir viö það, en þú veist um hvaö er teflt. Valið er þitt. Óskar Þórmundsson lögreglumann ásamt skýrslu bandarískra lækna um skaðsemi vímuefna, sem Áfengisvarnarráð hefur látiö þýöa. Stöndum saman um varnir gegn vímugjöfum. Virðingarfyllst, Byggöarlagsnefnd JC Reykjavík. Edda Birna Kjartansson, Fríöa Rögnvaldsdóttir, Kjartan Sigurgeirsson og Þorsteinn Sigurðsson. Guömundur Borgþórsson, forseti JC Reykjavík. Ágætu lesendur. Það er von okkar félaganna í JC Reykjavík aö þetta framlag okkar til baráttunnar gegn fíkniefnabölinu megi veröa ykkur aö einhverju gagni. Viö höfum leitast viö aö safna saman uþplýsingum um þetta málefni og setja þær fram á þann hátt aö aö gagni megi koma. Ég vil nota tækifærið til aö þakka þeim sem svo fúslega hafa veitt okkur nauðsynlega aöstoð til aö gera þetta þjóöþrifamál aö veruleika, með fjárstuðningi, greina- skrifum og ööru því sem framkvæma þarf í sambandi við útgáfu sem þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.