Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1983 47 Laufléttur bikarsigur - Víkingar léku sér að KR-ingum og sigruðu þá með tíu marka mun „OG NÚ hrópum við fjórfalt húrra fyrir Bogdan: Húrra, húrra ..." öskruöu leikmenn Víkings, er Davíö Oddsson, borgarstjóri, haföi afhent Bogdan Kowalczyk, bíkarinn í gærkvöldi eftir að Vík- ingar höföu tryggt sér þrefaldan sigur í handboltanum í vetur. Þeir unnu Reykjavíkurmótið, ís- landsmótiö og nú bættu þeir við sigri í bikarkeppninni. Þaö er varla hægt að segja sigur — nær væri að segja stórsigur. Þeir tóku KR-inga algerlega í bakaríið og gersigruöu þá með tíu marka mun — 28:18. Það var aldrei spurning um hvort liðiö myndi fara meö sigur af hólmi — slíkir voru yfirburðir Vík- inganna frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Allt hjálpaöist aö hjá þeim. Ellert varði frábærlega vel — varnarleikur liösins gat ekki verið betri og sóknarleikurinn varla heldur. Nú í lok keppnistímabilsins er liöiö svo sannarlega á toppnum og KR-ingar mættu einfaldlega ofjörlum sínum í þessum leik. Þeir voru langt frá sínu besta — og var auðvitaö slæmt fyrir þá aö eiga „down“-leik einmitt aö þessu sinni. KR-ingar náöu aldrei forystu í leiknum. Víkingar komust í 2:0 — 7:3 — 10:5, og í hálfleik var staðan 12:6 fyrir þá. Yfirburðirnir meö ólíkindum og manni fannst nánast formsatriöi aö Ijúka leiknum. Þaö er varla hægt aö vinna upp mun sem þennan gegn Víkingum þegar þeir eru í slíkum ham sem í gær. Mörkin héldu áfram aö hlaöast upp í seinni hálfleiknum — eftir fimm mín. var staöan oröin 16:7 — en þá náöu KR-ingar aö skora fjögur mörk í röö — og breyttu stööunni í 16:11. En staöan var fljótlega oröin 20:12, og fyrst náöu Víkingar tíu marka forystu er Ólaf- ur Jónsson skoraöi 25:15. Þá voru um þrjár mín. til leiksloka og öll spenna vitanlega fyrir löngu rokin út i veöur og vind. Víkingar uröu fyrir því áfalli er aðeins fjórtán og hálf mín. var liðin af leiknum, aö fyrirliöi þeirra, Guö- mundur Guömundsson, var rekinn af velli í tvær mín. Ekki undi hann viö þann dóm heldur sagði einhver miður vel valin orö við dómarana, þannig að hann fékk rauöa spjald- iö — var útilokaöur frá leiknum. En samherjar hans létu þaö ekki á sig fá — þeir tví- eöa jafnvel þríefldust aðeins viö það. Þaö kom vel í Ijós i þessum leik hve mikiö yfirburöaliö Víkingur er í íslenskum handknattleik. Þegar þeir ná aö sýna sitt besta kemst ekkert annaö liö meö tærnar þar sem þeir hafa hælana. Leikmenn liösins léku allir vei. Ellert varöi eins og berserkur, Þorbergur Aö- alsteinsson og Siguröur Gunnars- son voru óstöövandi í sókninni og Hilmar Sigurgíslason og Þorbergur voru bestu menn varnarinnar. Steinar var einnig sterkur og Páll, Ólafur og Steinar skiluöu sínu vel. Þá var Viggó ógnandi en hefur oft veriö meira áberandi, eins og t.d. í síðustu umferö Islandsmótsins. En máliö er einfalt: Þá var þaö hann sem var í ham, nú Þorbergur og Siguröur. Tveir leikmenn náöu ein- stökum áfanga í gærkvöldi. Síöan Víkingur vann sinn fyrsta titil í handbolta í meistaraflokki karla 1972, hefur liöiö unnið fimmtán titla. Ólafur Jónsson og Páll Björgvinsson hafa unniö alla þessa titla og nú eru þeir báöir aö leggja skóna á hilluna — óneitanlega frábær árangur hjá þeim. Jens varöi mjög vel til aö byrja meö í KR-markinu. Hann dalaöi er á leið og ekki breytti neinu er Gísli Felix kom inn á — hann náöi sér ekki á strik. Alfreö náöi heldur ekki aö sýna hvaö í honum býr og fékk hann ekki nægilega aðstoð — ekki var blokkeraö nóg fyrir hann. Stef- án Halldórsson skoraði mest fyrir KR og var ógnandi. Mörkin skiptust þannig: Víking- ur: Þorbergur 9, Sigurður 6, Ólafur Jónsson 4, Viggó Sigurðsson 3/1, Steinar 2, Páll 2/2, Hilmar Sigur- gíslason 1 og Karl Þráinsson 1. KR: Stefán 6, Alfreð 5/1, Gunnar Gíslason 3/2, Anders-Dahl 2/1, Jóhannes Stef. 1, Haukur Geir- mundsson 1. Dómarar voru Stefán Arnalds- son og Rögnvald Erlingsson. Stóöu þeir sig vel. Víkingar fengu fimm víti í leiknum — nýttu öll, KR-ingar fengu sex — nýttu fjög- ur. —SH. Hæsta tilboð handboltasögunnar: Fer Wunderlich til Barcelona? Fré Jóhanni Inga Gunnarssyni, frétta- manni Mbl. í Þýskalandi. SPÆNSKA félagiö Barcelona hefur nú boöiö vestur-þýska handknattleiksmanninum Er- hard Wunderlich, sem talinn er sé besti í heimi í dag, fjögurra ára samning aó verómæti 2,5 milljóna marka. Er þaö um 22 milljónir íslenskra króna. Sagt var frá þessu í þýsku blöðunum í gær, og Wunderlich, sem leikur meö Gummersbach, staöfesti, aö hann heföi fengiö þetta tilboö. Taldi hann líklegt aö hann myndi taka tilboöi spænska liösins, en hér er aö sjálfsögöu um langhæsta samning sem um getur i handboltaheiminum fyrr og síðar. Wunderlich hefur leikiö mjög vel meö Gummersbach undan- fariö, sérstaklega er liöiö sigraöi rússneskt lið í Evrópukeppni meistaraliöa á dögunum. • Erhard Wunderlich. Dómararnir vísa Guömundi Guömundssyni af leikvelli er fjórtán og hálf mín. var liðin af leiknum. í framhaldi af þessu var hann svo útilokaður — fékk rauóa spjaldið. Hann tók þó gleði sína aftur í leikslok eins og sjá má á innfelldu myndinni, er félagar hans lyftu honum hátt í loft upp meö bikarinn. Myndír Emiiía Björg og skapti. „Þessi ár lalla aldrei Bogdan þjálfari Víkings: „Liöið spilaði reglulega vel í kvöld, eða nákvæmlega elns og fyrir það var lagt. Allt gekk vel upp, hvort heldur var í vörn eða sókn og ekki var markvarslan af lakari endanum." Hvað KR-liöið varöaöi sagöi Bogdan aö þaö heföi spil- aö nokkuö sæmilega en Víklngar heföu einfaldlega veriö betri, og stórsigur endaö þeirra megin. Ólafur Jónsson Víking: „Þvi máttu trúa aö þaö er stórkost- legt og jafnframt dásamlegt aö enda góöan handboltaferil meö sigrum sem þessum. Þaö er alveg öruggt aö óg hætti núna, enda varla hægt aö hugsa sér betri tima til þess. Þessir sigrar okkar eru búnir aö vera 5 ár í undirbún- ingi og viö því búnir aö læra mikið í gegnum tíöina.” Þorbergur Aðalsteinsson Víking: „Þessi ár meö Víking munu aldrei líöa mér úr minni og óg er ákaflega ánægö- ur meö aö enda feril minn hjá félaginu á þennan hátt. Viö vorum alveg ákveönir i því aö vinna þennan leik og ég er ekki frá því aö þetta hafi veriö okkar besti leikur í vetur. KR-ingarnir virtust hafa ótrú á sjálfum sér, en annars spilar liðiö frekar einfaldan handbolta sem auövelt er aö ráða viö.“ Anders Dahl þjálfari og leikmaður KR: „Jú, ég er afar vonsvikinn yfir því aö viö skyldum ekki vinna þennan lelk, og ekki síst þar sem óg er á förum frá liðinu. Viö reyndum nú leikkerfi sem brugöust gersamlega og endlrlnn varö mjög slakur leikur af okkar hálfu. Vík- ingarnir lóku hins vegar mjög vel.“ Guðmundur Albertsson KR: „Annaö liðið varö aö tapa, og í þetta skipti vorum þaö vlö. Víkingarnir eru hins vegar svakalega sterkir, þaö gekk hreinlega allt upp hjá þeim i þessum leik. Hjá okkur vantaöi hins vegar alla liösheild, auk þess sem ein 10 dauöa- færi, maöur gegn markmanni, fóru for- görðum, og þaö hafði sín áhrlf." Gunnar Gislason KR: „Þaö er sorglegt aö tapa meö svona miklum mun, en þaö eru vist ekki alltaf jólin, og áhangendur okkar veröa aö sætta sig viö þaö. Vikingarnir voru úr minni“ miklu sterkari í þessum leik og áttu þennan sigur fyllilega skilinn." — BJ. Síðustu bikarmótin SÍÐUSTU bikarmót vetrarins é skíðum fara fram um helgina í Hlíöarfjalli við Akureyrí. í dag kl. 10.30 hefst stórsvig og síöan verður annað stórsvigsmót í dag kl. 15.00. Síöan veröur keppt í svigi á morgun kl. 10.30. Þaö veröur því nóg aö gera hjá skíðafólki um helgina, en allt eru þetta mót sem fresta þurfti fyrr í kepþnistímabil- inu vegna veöurs. — SH. Rásaöur krossviöur til inni- og útinotkunar Þykkt 10 mm. Stærö 121x250 cm. Finnsk gæöavara á hagstæöu veröi BJÖRNINN Skúlatúni 4. Simi 251 50. Reykjavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.