Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1983 3 Tryggvi Helgason og Jóhann Davfö Snorrason, er þeir komu á ritstjóm Morgunblaðsins með bréfið og óskuðu birtingar á því. Morgunblaðið/ RAX Opið bréf til þjóðminjavarðar: Fatlaðir komast við illan leik í Þjóðminjasafnið TVEIR ungir herramenn komu við á ritstjórn Morgunblaðsins í gær og báðu um birtingu á opnu bréfi til Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar, þeir Jóhann Davíð Snorrason og Tryggvi Helgason. Þeir eru nemendur í 5. bekk HKS í Hlíðaskóla. Skólasystkin þeirra skrifuðu undir bréfið, sem er svohljóð- andi: „Reykjavík, 25. apríl 1983. Kæri þjóðminjavörður. Síðastliðinn föstudag feng- um við að skoða okkar merki- lega Þjóðminjasafn. Þá fund- ust tveir stórir gallar, sem mikilvægt er að laga: 1. í okkar bekk er fatlaður drengur. Þegar við fórum á nokkrum sekúndum upp úti- dyratröppurnar þurfti hann að eyða miklum tíma í það að komast þessa leið. Auðséð er að fatlað fólk kemst alls ekki hjálparlaust upp tröppurnar. Eiga fatlaðir ekki sama rétt og við hin að sjá Þjóðminja- safnið? 2. í öðru lagi vantar á mörg- um stöðum skýringar á ís- lensku um hvaða hlutverki hlutirnir gegndu. Sem dæmi má nefna vaðsteina, sem sýndir eru í sjódeildinni. Á skýringunum stendur bara hvað þeir heita og hvar og hvenær þeir fundust, en ekki til hvers þeir voru notaðir. Það finnst okkur skipta miklu máli. Að lokum viljum við þakka fyrir að fá tækifæri til að skoða hið skemmtilega safn og minnumst aftur á það, sem var aðalástæða fyrir þessu bréfi. Það þarf að setja upp lyftu fyrir fatlaða við útidyra- tröppur Þjóðminjasafnsins. Hið opna bréf barnanna. Virðingarfyllst, nemendur í 5. HKS, Hlíða- skóla, Helga P. Finnsdóttir, Hjálmar Þorsteinsson, Gunnar M. Másson, Carl Ólafur Burnell, Marta Jóhannsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Björgvin Rún- arsson, Ragnhildur Geirsdóttir, Skúli Egilsson, Arni Jónsson, Karólína Einarsdóttir, Arnar Geirsson, Sigvaldi Búi Þórar- insson, Tryggvi Helgason, Bjarki Sigursveinsson, Jón H. Olafsson, Kolbrá Þyri Braga- dóttir, Jóhann DavíA Snorra- son, Guðrún Ásgeirsdóttir og Guðmunda Inga Gunnarsdótt- ir.“ Handtekinn vegna gruns um fíkniefnasölu FÍKNIEFNALÖGREGLAN handtók í gær mann á heimili hans, grunaðan um sölu á kannabisefnum. Var hann úrskurð- aður í 14 daga gæzluvarðhald. Þá er annar maður í vörzlu iög- beggja þessara mála er á frum- reglunnar grunaður um fíkniefna- stigi og vildi fíkniefnalögreglan misferli og hefur gæzluvarðhalds ekki tjá sig frekar um þau. verið óskað yfir honum. Rannsókn Janúar—marz: Vöruskiptahalli um 190 milljónir króna Vöruskiptajöfnudur fslendinga var neikvæður um liðlega 190 milljónir króna fjrstu þrjá mánuði ársins, en til samanburðar var hann neikvæður um tæplega 564,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofu íslands. Verðmæti innflutnings fyrstu þrjá mánuðina í ár var liðlega 3.456,3 milljónir króna, en verð- mæti útflutningsins var hins vegar liðlega 3.266,3 milljónir króna. Til samanburðar var verðmæti inn- flutnings fyrstu þrjá mánuðina 1 fyrra samtals liðlega 2.048,5 millj- ónir króna, en verðmæti útflutnings hins vegar um 1.484 milljónir króna. Vöruskiptajöfnuðurinn var nei- kvæður um liðlega 109,7 milljónir króna í marzmánuði sl., en var til samanburðar neikvæður um liðlega 191,8 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Verðmæti innflutnings í marzmánuði var liðlega 1.346,2 milljónir króna, en verðmæti út- flutnings hins vegar 1.236,5 milljón- ir króna. Útflutningur á áli og álmelmi vegur þyngst í útflutningi, en verð- mæti hans var tæplega 499,2 millj- ónir króna fyrstu þrjá mánuði árs- ins, en var til samanburðar að verð- mæti um 218,2 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þá var flutt út kísiljárn fyrir tæplega 55,7 milljón- ir króna fyrstu þrjá mánuði ársins, en fyrir tæplega 29,7 milljónir króna á sama tíma í fyrra. í innflutningi ber mest á inn- flutningi fyrir ÍSAL, en hann var að upphæð tæplega 311,8 milljónir króna fyrstu þrjá mánuði ársins, en var til samanburðar að verðmæti tæplega 35,9 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Ennfremur má nefna innflutning fyrir íslenzka járn- blendifélagið, en verðmæti hans fyrstu þrjá mánuði ársins var lið- lega 29,4 milljónir króna, en var til samanburðar liðlega 10,9 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Við samanburð við utanríkis- verzlunartölur 1982 verður að hafa í huga, að meðalgengi erlends gjald- eyris í janúar-marz 1983 er talið vera 87,9% hærra en það var í sömu mánuðum 1982. JarAstöðvarnar við Úlfarsfell. Sú minni er jarðstöð varnarliðsins, sem nú á að taka í notkun. Morgunblaðið/RAX. Jarðstöð Keflavíkursjónvarpsins: Horfa daglega á beina frétta- útsendingu frá Bandaríkjunum VARNARLIÐIÐ á Keflavfkurflugyelli er nú ad taka i notkun jardstöd þa, sem reist hefur verið við Úlfarsfell, við hlið jarðstöðvar Pósts & síma. Fvrirhugað er að taka jarðstöðina í notkun nú eftir helgi. Samkvæmt upplýsingum varn- arliðsins, mun jarðstöð þessi valda mikilli byltingu í Keflavíkursjón- varpinu, þar sem varnarliðsmenn munu daglega sjá fréttir frá NBC-sjónvarpsstöðinni og eins ABC-sjónvarpsins. Fréttir síðar- nefndu stofunnar verða á dagskrá hér klukkan 22.30 og hinnar fyrr- nefndu klukkan 23.00. Þá verður sjónvarp „Todays show“ og verður það á dagskrá klukkan 02 á næt- urna, en ástæðan er tímamismun- urinn við Bandaríkin, þar sem þessi dagskrá er á morgnana. í1k 1 ; Bl SAAB 900 GLE '82 sjálfsk. + vökvast OpiÓídogtilkl4 SAAB-eigendur athugið, tökum þann gamla upp í nýjan - eða seljum hann fyrir þig ef þú vilt heldur. Mikil eftirspurn tryggir hagstæð skipti. TÖGGURHF SAAB UMBODIÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.