Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 25
AUGLÝSING MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1983 25 Hvað geta foreldrar og kennarar gert? — eftir Vilhj. G. Skúlason Sá aldurshópur, sem er í mestri hættu af ávana- og fíknilyfjum eru unglingar, sem eru ennþá i skóla og foreldrahúsum. Þær fyrirbyggjandi aðgerðir, sem eru mikilvægastar til þess að forða unglingum frá þessari vá, eru ýmsar uppeldisaðgerðir, sem foreldrum á að vera innan handar að uppfylla. Meginatriði er, að uppeldi barna og unglinga fari fram á heim- ili, þar sem þau njóta öryggis og eru vanin frá blautu barnsbeini á að þroska dómgreind sína með þvi að taka þátt í ýmsum þroskandi störf- um, taka sjálfstæðar ákvarðanir og þeim gefin tækifæri til þess að læra af eigin mistökum. Ef þetta er gert, geta foreldrar verið miklu öruggari um börn sín, þegar þau fyrr eða síð- ar koma í návist einhvers, sem reyn- ir að telja þau á að reyna ávana- og fíknilyf í fyrsta sinn. Það er víst, að þá verða foreldrar ekki innan seil- ingar til þess að veita góð ráð og taka ákvörðun og miklu meiri líkur eru á, að unglingur neiti því boði, ef hann hefur þjálfun i að taka ákvörðun um, að slík tilraun geti aldrei verið jákvæð frá hvaða sjón- arhorni sem hún er metin. En skyn- samleg ákvarðanataka byggir alltaf á ákveðnum forsendum. Þessar for- sendur eru, að unglingar viti sitt hvað um skaðsemi og gagnsemi þess- ara efna, sem auðveldar ákvarðana- töku. Þegar um er að ræða ávana- og fíknilyf, sem eru misnotuð á ólöglegan hátt, eru þegar fyrir hendi mikilvæg rök, sem ekki er auð- velt að skella skollaeyrum við eða loka augum fyrir. Sem betur fer hafa flestir líkam- lega og sálarlega heilbrigðir ungl- ingar jákvæðan áhuga á lífinu og finna því lítið fyrir þörfum fyrir ávana- og fíknilyf. Á hinn bóginn eru aðrir ekki eins fastir í rásinni og erfiðleikar þeirra geta lýst sér sem ótti, geðdeyfð, svefnleysi og afbrigði- leg framkoma og hegðun. í fram- haldi geta komið í ljós erfiðleikar á að eignast vini og viðhalda vináttu- sambandi og erfiðleikar í námi, sem kennarar ættu að öðru jöfnu að verða fyrstir varir við. Auk þess, sem að framan getur, gætu foreldr- ar, t.d. innan foreldrafélaga skól- anna, beitt sér fyrir viðunandi kennslu í skólum um misnotkun lyfja og að foreldrum og kennurum sé kennt að þekkja fyrstu einkenni misnotkunar helstu ávana- og fikni- lyfja. Einnig gætu þeir skiptst á upplýsingum við aðra foreldra og ábyrga aðila, sem berjast gegn mis- notkun ávana- og fíknilyfja, stuðlað að rannsóknum og athugunum á ávana- og fíknilyfjavandanum og beitt sér fyrir byggingu tómstunda- og æskulýðsstöðva, þar sem ungl- ingar geta stundað og tekið virkan þátt í þroskandi leikjum og störfum í tómstundum sfnum. Síðast en ekki síst gætu foreldrar beitt sér fyrir stofnsetningu upplýs- ingaþjónustu, þangað sem unglingar gætu farið og fengið upplýsingar um ávana- og fíknilyf án tafar og allra formlegheita, þegar þeir finna hvöt hjá sér. Uppruni ávana- og fíknilyfja Öll lyf, þar með talin ávana- og fíknilyf, eiga sér tvenns konar upp- runa. Annars vegar eru þau unnin úr „drógum", sem eru jurta- eða dýra- hlutar eða þau eru framleidd með efnafræðilegum aðferðum. Þegar þessi lyf eru unnin úr jurtarfkinu eru þau annað tveggja notuð í formi þeirra jurtahluta, sem hafa virka efnið að geyma, t.d. mjólkursafa, rótar, rótarstönguls, barkar, lauf- blaða, eða virku innihaldsefnin eru unnin í hreinni mynd. Þegar virka innihaldsefnið er unnið f hreinni mynd, er það venjulega hvftt á litinn og erfitt eða ómögulegt að greina á milli þeirra efnasambanda, sem unnin eru úr „drógum" eða fram- leidd með efnafræðilegum aðferðum. Séu ávana- og ffknilyf á hinn bóginn notuð í formi „dróga“ fer útlit þeirra eftir þeim jurtahiuta, sem virka innihaidsefnið er hluti af. Sem dæmi má nefna ópfum, sem er mjólkursafi og brúnt á litinn, kókablöð, sem eru brúngræn á litinn, og kannabis, sem er mjög breytilegt í útliti, en er venjulega þurrar jurtaleifar í útliti eitthvað í líkingu við þurrt gras eða tóbak eða dökkbrúnt eins og harpix. Einnig er það til í formi olíu, sem er dökkbrún á litinn. Auk þess er hægt að nota „dróga" eða hrein efna- sambönd sem hráefni til framleiðslu á mismunandi lyfjaformum fyrir notkun. Sem dæmi um það eru töfl- ur, stungulyf eða handgerðar („meikaðar") sígarettur. Flokkun helstu ávana- og fíknilyfja Ávana- og fíknilyfjum er venju- lega skipt f nokkra flokka, sem hver hefur sín sérkenni og verður þeim helstu nú lýst f stuttu máli og drepið á helstu efnasambönd hvers flokks. Þeim lyfjum, sem hægt er að mis- nota, fer stöðugt fjölgandi og getur því ekki orðið um tæmandi upptaln- ingu að ræða. Sennilegt er, að hægt sé að nota öll lyf, sem hafa áhrif á miðtaugakerfið, þ.e. heiia og mænu, og þá mikilvægu starfsemi, sem þar fer fram. Helstu flokkar ávana- og fíknilyfja eru: sterk verkjastillandi lyf, róandi lyf og svefnlyf, örvandi lyf, skynvilluefni og leysiefni. Sterk verkjastiilandi lyf Ópíum er eitt elsta verkjastillandi lyf, sem til er og hefur verið notað f a.m.k. 5.000 ár. Það er framleitt á þann hátt að skera láréttan skurð í ófullþroska hýðisaldin ópíumvalmú- ans, en þá vellur úr þvf hvftur mjólk- ursafi, sem þornar á yfirborði ald- insins og dökknar þannig að ópfum- duft er alltaf brúnt á litinn. Um fjórðungur þessa massa er alkalóíð- ar, en merkastir þeirra eru morfín, kódeín, noskapfn og papaverín. Árið 1805 tókst þýzkum vísindamanni að nafni Sertúrner að vinna hreint morfín úr ópíum og hefur það ásamt heróíni verið eitt mest notaða lyfið úr þessum flokki frá þvf um slðustu aldamót. Frá sama tíma hafa verið gerðar margar tilraunir til þess að framleiða lyf, sem hafa öfluga verkjastillandi verkun, en litla hættu á ávana og fíkn. Helstu lyf úr þessum flokki, sem hafa hliðstæða eiginleika eru petidín og metadón. Ávani og fíkn í morffn og skyld lyf er mjög alvarlegt ástand, sem er mjög erfitt viðureignar. Þegar til lengdar lætur, dregur hún úr and- legu og líkamlegu þreki og þessvegna eru morfínistar næmari fyrir ýms- um sjúkdómum, lffslíkur þeirra eru mjög skertar og vegna mikillar fjár- þarfar eru glæpir og fangelsisvist miklu tíðari meðal þeirra en annarra þegana þjóðfélagsins. Áhrif morffns og skyldra lyfja eru í stórum drátt- um vellíðunarkennd, verkjadeyfing, höfgi og mjög skert skynjun, velgja, uppsala, hægðatregða, öndunar- tregða og greinileg líkamleg fíkn, sem merkir, að likaminn hefur að- lagað sig áhrifum lyfsins og getur ekki án þess verið. Of stór skammtur getur leitt til dauða vegna öndunar- lömunar. Róandi lyf og svefnlyf Lyf úr þessum flokki eru öll fram- leidd með efnafræðilegum aðferðum og hafa komið á markað á þessari öld. Þau eru öll hvft á iitinn og eru á markaði í ýmsum lyfjaformum svo sem töflum og stungulyfjum. Mest misnotuðu lyfin eru úr tveimur flokkum: barbitúrsýrulyfjum, sem byrjað var að nota skömmu eftir síð- ustu aldamót og benzódíazepínsam- bönd, sem fyrst komu á markað um 1960. Af skyldum lyfjum, sem hætta er á, að séu misnotuð má nefna glút- etímið (doriden), metyprylón (nolu- dar) og metakvalón (melsedin). Mið- að við flokk barbitúrsýrulyfja eru benzódíazepínsambönd mikil fram- för, þar sem þau eru sérhæfðari og eru ekki eins hættuleg, þegar þau eru misnotuð vegna minni áhrifa á öndun og blóðrás. Þau kennimerki, sem einkenna misnotkun barbitúrsýrulyfja lfkjast mjög þeim einkennum, sem koma f ljos eftir mikla alkohólmisnotkun svo sem víma, málæði, skert dóm- greind, skert stjórn tilfinninga og minnisleysi. Þeir, sem eru undir áhrifum barbitúrsýrulyfja eru gjarnan viðskotaillir, hafa sjúklegar hugmyndir og sjálfsmorðshneigðir. Geðsveiflur, þrasgirni og önuglyndi er mjög algengt og leiða oft til ofbeldis og glæpa. Onnur einkenni eru meðal annars truflanir á starf- semi liða, augna og vöðva, skjálfti og minnkuð viðbrögð. Örvandi lyf Helstu lyf úr þessum flokki, sem eru misnotuð, eru kókaín og amfeta- mín, en bæði þessi efnasambönd eru hvit á lit. Kókaín er unnið úr kóka- blöðum, en þau eru unnin f stórum stíl víða í Suður-Ameríku svo sem Perú og Bóliviu. Kókafn var fyrst unnið f hreinni mynd úr blöðunum árið 1860. Amfetamín er aftur á móti nýrra af nálinni. Það kom fyrst á markað á fjórða áratug þessarar aldar og var upphaflega notað sem lyf gegn bólgum og slfmrennsli f nefi. Sfðar kom í ljós, að amfetamín og skyld lyf hafa örvandi áhrif og auka vökustig, ánægjutilfinningu og sjálfstraust, en draga úr þreytutil- finningu, matarlyst og svefnþörf. Oft eru róandi lyf tekin ásamt am- fetamínlyfjum. Einkum eru barbit- úrsýruafbrigði ásamt amfetamfni talin vera í miklum metum hjá mis- notendum til þess að auka áhrif þeirra. Amfetamínlyf breyta fram- komu og hegðun notandans þannig, að hann verður eirðarlaus og æstur. Langvarandi notkun miðlungsstórra skammta, sem teknir eru f inntöku hafa áhrif á blóðrás og öndun, en leiða auk þess til brenglunar á þankagangi og minnkunar á hæfi- leika til þess að skynja raunveruleik- ann. Stórir skammtar hafa f för með sér bráðlyndi, skynvillur, árásar- hneigð og geðveiki. Kókaín hefur hliðstæða verkun og amfetamín, en verkun þess er öfl- ugri. Það er ýmist notað í formi stungulyfs eða f innöndun þar sem það frásogast hratt um slfmhimnu og er oft notað ásamt heróíni og morfíni. Endurtekin notkun stórra skammta af kókaíni í skamman tíma getur leitt til geðveiki. Krampar eru einnig hættulegir, þegar stórir skammtar eru teknir, en þeir stafa af mikilli örvun miðtaugakerfis. Skynvilluefni Skynvilluefni úr ýmsum jurtum hafa verið þekkt í sumum samfélög- um árþúsundum saman. Meðal þeirra er kannabis eitt elsta og þekktasta efniö. Notkun þessara efna jókst mjög mikið á árunum eft- ir 1960, þegar LSD varð eitt mest notaða skynvilluefnið meðal ungs fólks og um 1970 var farið að mis- nota fensyklidín (PCP) að marki. Af þessum efnum er LSD öflugast. Skynvilluefni verka einkum á mið- taugakerfi og framkalla áhrif, sem líkjast einkum einkennum geðveiki. Áhrifin eru breytileg frá einum ein- staklingi til annars, en þau fara mest eftir því umhverfi, sem lyfsins er neytt í, persónueinkennum, sálar- ástandi og þeim áhrifum, sem neyt- andinn væntir af efninu. Undir áhrifum þessara efna er meðvitund oft mjög breytileg frá háu vökustigi til draumleiðslulíks ástands. Skynj- un er svo brengluð, að neytendur hafa talið sig „sjá“ hljóð og „heyra" liti. Þessi efni valda oft tilfinningu, sem er þess eðlis, að neytandanum finnst hann ekki vera hann sjálfur og sálrænar sveiflur ná frá ofsagleði til geðdeyfðar. Ranghugmyndir og skynvillur eru sennilegar og neyt- endur verða haldnir sjúklegum hugmyndum og ofsahræðslu. Auk þess hafa þessi efni áhrif á úttaug- akerfi, sem lýsa sér sem vikkun ljós- ops auga, hækkaður blóðþrystingur, skjálfti og hraður hjartsláttur. Leysiefni Þau efni úr þessum flokki, sem einkum eru misnotuð eru bensín, klóróform og skyld efni, eter, benzen og tólúen og skyld efnasambönd. Þau eru notuð í margskonar vörutegund- ir svo sem lím, málningar- og lakk- þynningarefni og blettavatn. Áhrif af innöndun þessara efna eru upp- haflega ekki ósvipuð áfengisáhrif- um, en eftir því sem skammtur er aukinn kemur sjóndepra, suða fyrir eyrum, þvogl, riða og skynvillur í ljós. Einnig geta þessi efni lamað öndunarstöð og í stórum skömmtum geta þau valdið öndunarstöðvun og dauða. Langvarandi misnotkun líf- rænna leysiefna getur leitt til skemmda á mikilvægum líffærum eins og nýrum, lifur, hjarta, bein- merg og heila. Vert er að benda á, að um skömmtun slíkra efna í venjulegum skilningi er ekki að ræða, þegar þau eru misnotuð og þessvegna er vert að benda foreldrum á að fylgjast vand- lega með öllu, sem gæti bent til þess, að börn væru að „leika" sér að slík- um efnum, sem auðvelt er að útvega. Vilhjálmur G. Skúlason. Það var sagt um hassið að það væri skaðlaust — eftir Óskar Þórmundsson Að mínu mati er kominn tími til skipulagðrar fræðslu i skólum landsins um skaðsemi fikniefna. Menn greinir á um hvort fræðsla um þessi mál sé til góðs eða ills. Ég segi að á meðan unglingar vita ekki um skaðsemi fíkniefna, verða alltaf til menn sem sjá gróðavon i því að flytja inn og selja þeim þennan ófögnuð, því allsstaðar eru falsspámenn sem predika ágæti og skaðleysi KANNABISEFNA. Tjáningarfrelsi manna í ræðu og riti er nauðsynlegt, en fyrir mitt leyti nær það ekki nokkurri átt, þegar ritstjórar blaðanna leyfa hverjum sem er að setja fram á prenti órökstuddar og/eða úreltar kenningar um t.d. KANNABIS- EFNI. Þegar ég tala um úreltar kenn- ingar, á ég við, þegar fræðimenn voru ekki á eitt sáttir um skaðsemi KANNABISEFNA (Hass, Hass- olía, og Marihjuana) en það var fyrir tiu til fimmtán árum. Nú síð- ustu ár hefur þessi ágreiningur sérfræðinga horfið að mestu með nýrri tækni. Þessi nýju tæki mæla betur en áður skaðsemi KANNA- BISEFNA á líkamann og sýna þannig, að ekki verður um villst að mannslíkaminn á mjög erfitt með að losa sig við eiturefnið THC, en það er skammstöfun á vímugjafan- um í KANNABISEFNUNUM. Mælingar sýna, að eftir mánaðar- tíma frá neyslu, er enn mælanlegt magn eftir í líkamanum. Einnig hefur komið fram, að KANNABIS- EFNIN hafa verið kynbætt, og eru nú mun sterkari, en þau voru t.d. fyrir 10 til 15 árum síðan. Rétt er að benda á, að KANNA- BIS er ofskynjunarlyf, sem getur valdið geðtruflunum í lengri eða skemmri tíma. Tökum sem dæmi: Einstaklingur, sem hefur leyndan geðgalla, en lifir nokkuð eðlilegu lífi og yrði í hæsta falli sagður skapstór getur með neyslu KANNABIS valdið því, að þessi leyndi galli gjósi upp f geðveiki, á háu stigi. Það sem veldur mér hvað mest- um áhyggjum, er hin mikla aukn- ing á neyslu LSD og PCP í Banda- ríkjunum og fleiri stöðum. Unglingar ættu að varast að koma nálægt þessum efnum, því að hvort efnið um sig er svo hættu- legt, að aðeins þarf að snerta þau með fingurgómunum, þannig að þau virki á líkamann með hörmu- legum afleiðingum. Til að uppfræða unglinga og aðra, vil ég hér í stuttu máli lýsa útliti og formi þessara tveggja hættulegu skynvilluefna, svo og áhrifum þeirra á iíkamann. LSD kom oftast í lituðum pillum (en efnið sjálft er lyktar og litar- laust) en nú er mjög algengt að LSD sé látið dropa á þerripappír, sem síðan er klipptur út i litla fer- hyrninga, um 5x5 mm að stærð, og þeirra síðan neytt um munn. Neysla af LSD eða sýru, eins og efnið er líka nefnt, framkallar miklar ofskynjanir, t.d. sér neit- andinn föst efni blakta eins og lauf fyrir vindi, sér tóna og heyrir liti og allt upp í hugaróra, sem leiða til dauða, en þar á ég við neytendur, sem halda sig fugla og henda sér úr mikilli hæð, eða eitthvað annað álíka. PCP, öðru nafni Englaryk, var notað sem deyfilyf við uppskurði en var síðan á 6. áratugnum tekið af lyfjaskrá vegna hættulegra hlið- arverkana. PCP kemur oftast í duftformi og algengast er að því sé blandað í tóbak eða MARIHJU- ANA og reykt, einnig að þvf sé sprautað og tekið í nefið. Lögreglu- menn og dómarar i Bandaríkjun- um hafa orðið illa fyrir barðinu á þessu efni, þegar þeir hafa verið að handfjatla þau sem sönnunargögn. Væg áhrif af PCP framkalla skynvillu, en þegar mikils er neytt, þá framkallar það æðislegar ofskynjanir, geðklofning, ofbeldi, krampa, dá eða dauða í mörgum tilfellum. Sem betur fer hefur LSD lítið sem ekkert verið í umferð hér á landi nú síðustu árin og lítið er vitað um neyslu PCP hér. En frétt- ir um auknar vinsældir PCP og LSD í Bandaríkjunum á síðasta ári settu að mér ugg og því hefi ég ritað þessar línur unglingum og öðrum til viðvörunar. Ég hefi unnið við embætti lög- reglustjórans í Keflavik við fíkni- efnamál frá 1. apríl 1979. Fjöldi einstaklinga, sem tengst hafa fíkniefnabrotum, ýmist fyrir neyslu, sölu, dreifingu eða inn- flutning á fíkniefnum er nú um þrjú hundruð og þá tala ég aðeins um Suðurnesin. Skrá þessi nær allt aftur til ársins 1972, en þá fyrst er þessum málaflokk gefinn gaumur að einhverju marki hérlendis. Á þessum tölum sést, svo ekki verður um villst, að neytendahópurinn á Suðurnesjum er stór miðað við íbúatölu. Óskar Þórmundsson, rann- sóknarlögreglumaður í ávana- og fíkniefnamálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.