Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1983 * Sýning Astríðar Andersen Myndlist Valtýr Pétursson Fyrir átta árum hélt Ástríður Andersen sýningu á verkum sín- um að Hamragörðum, nú er hún komin aftur með sýningu og er til húsa að Háholti. Þarna er sýningaraðstaða með ágætum og vítt til veggja, enda hefur Ást- ríði tekist að hengja upp 90 verk og hvergi aðþrengt. Eins og flestir vita, er Ástríð- ur búsett í Washington og veitir þar forstöðu sendiráði voru ásamt eiginmanni sínum. Hún er því í nálægð við margt af því besta sem finnanlegt er í mynd- list á söfnum þar, og hún hefur alið manninn einnig í París og Osló, svo að eitthvað sé nefnt. Ástríður hefur því verið í nánari snertingu við heimslistina en margir aðrir, og er það vel merkjanlegt á því sem hún sýnir að sinni. Fyrir átta árum mun ég hafa verið nokkuð jákvæður í skrifum mínum um sýningu Ástríðar. Nú finnst mér enn meiri ástæða til að taka vel á móti henni. Hún hefur auð- sjáanlega unnið af mikilli elju á þessum árum, og það er meiri fylling í myndum hennar nú en þá var. Hún hefur meira vald á lit og myndfleti og nær sterkari tökum á viðfangsefni sínu. Mörg þessara verka eru dregin úr litskrúði blóma, en jafnframt unnið yfir i ljóðrænt abstrakt málverk. Það fer Ástríði vel, og mér finnst hún komast best í samband við hið einfalda mál- verk, er hún agar litinn upp í það að vera eintóna, eins og sjá má á mynd nr. 4. Það er eins og ein- föld litbygging eigi meiri rætur í huga listakonunnar og hún nái sér verulega á strik, þegar hún verður ekki ánetjuð fyrirmynd- um, en það er hún yfirleitt ekki í þessum verkum, sem hún nú sýnir. I stuttu máli: Þessi sýning hefur mun meira til brunns að bera en sýning sú sem Ástríður hélt fyrir átta árum. Verk, sem mér þóttu bera af á þessari sýn- ingu eru nr. 61, 84, 63, 50 og nr. 1. Auðvitað er einnig nr. 4 með í þessum flokki. Annars er ekki mikill gæðamunur á þeim verk- um, sem hér um ræðir. Allt eru þetta myndir unnar í olíulitum og sumar þeirra eru í svo mekt- ugum römmum, að það mætti segja mér, að myndirnar hefðu vart betur en umgerðin. Þetta er það, sem fór einna mest í mig til aðfinnslu en oft á tíðum varð ég þess var, að rammarnir pössuðu ágætlega. Þarna er víti til varn- aðar og ég er sannfærður um, að einfaldari umgerð hefði ekki spillt fyrir. Það er létt yfir þessari sýn- ingu og hún kom mér svolítið í opna skjöldu. Þarna er margt, sem maður má muna, og að lok- um þakka ég fyrir góða skemmt- un í návist þessara verka. NAPOLI tómatar, ostur, ansjósur, olívur, oregano MESSINA tómatar, ostur. basil REGINA tómatar, ostur, sveppir SIKILEY tómatar, ostur, graslaukur, túnfiskur, skinka HÁLFMÁNI tómatar, ostur, skinka, sveppir, parmesan ostur PARMA tómatar, ostur, skinka, oregano LANDSTJORI tómatar, ostur, kjúklingabitar. sveppir, paprika KAPRI tómatar, ostur, skinka, sveppir, olívur, þistilhjörtu VEIÐIKLO tómatar, ræk|ur, skelfiskur, ansjósur, ostur ÁRCTÍniD sjávarréttir, skinka, þistilhjörtu, þetta * Itllrl er Pizzadrottningin, sérlega Ireistandi KOLOSSEIIM tómatar. ostur, skinka. sveppir, túnfiskur, hangibjúga, perlulaukar m.ö.o, ein meö öllu ARAPIZZA piparfræ, ostur, kryddbjúga, hangibjúga, hvitlaukur AMERIKA tómatar, ostur, nautahakk, sveppir AUSniRSTTVETI 22, INNSTRÆTI, SÍM111633 SAM ’83 Myndlist Valtýr Pétursson Stór hópur félagsmanna aðild- arfélaga Hamrgagarða hefur efnt til málverkasýningar að Hamragörðum, en þar munu vera til húsa ýmis félög starfs- manna Sambandsins, ef ég veit rétt. Þetta er stór hópur, 35 manns, og er ætlunin að halda sýningu á verkum félagsmanna árlega þarna í félagsheimilinu. Þátttaka mun hafa orðið meiri en margan grunaði, og 86 verk eru skráð í sýningarskrá. Ekki er mér kunnugt um námsferil þessa fólks, en mér finnst sennilegast að þarna séu eingöngu leikmenn á ferð. óneit- anlega bendir sýning þessi til þess að svo sé, því vægast sagt er nokkurð viðvaningsbragur á flestum verkum þarna. Vart er við öðru að búast, þar sem hverj- um og einum er langt listnám nauðsynlegt til að ná nokkrum verulegum listrænum árangri og tekur það oft á tíðum mörg ár fyrir fólk að ná fótfestu á þessu sviði. Margir hafa hins vegar mikla ánægju af að fikta með liti og koma saman mynd og ekki vil ég verða til að letja nokkurn mann á þessu sviði. Ef viðkom- andi er ánægður með árangur sinn, hefur sá hinn sami skapað sér lífsnautn, sem enginn getur frá honum tekið. Það er aðeins hægt að ná árangri í listum, hverju nafni sem þær nefnast, með mikilli ástundum og ofsa- legu persónulegu framlagi, en það er hægt að hafa mikla menningarlega ánægju af snert- ingu við listir, ef maður tekur sig ekki of alvarlega. Það mætti því óska fólki til hamingju sem fæst við listir í frítíma sínum, og það mætti jafnframt vara það við hinu mikla álagi sem felst í því að kafa dýpra í hlutina. Hinn frægi málari, Henri Matisse, sagði eitthvað á þessa leið við nemandur sína: Látið ykkur ekki koma í hug að þið séuð að mála listaverk, en það gæti vel farið svo, að til yrði listaverk í ykkar höndum einn góðan veðurdag. Ég leit inn á sýningu SAM ’83 og svona í fljóti bragði er vart hægt að benda á einhvern sér- stakan og segja: Þessi hefur hæfileika, þessi ekki. Þeir, sem sýna, eru að vísu mjög misjafn- lega á vegi staddir, og forsendur þeirra virðast nokkuð á reiki, en samt tók ég sérstaklega eftir nokkrum myndum og koma þær hér: Nr. 61, 81, 5, 8, 11, 30. Þetta er auðvitað enginn stóridómur, en ég nefni þetta aðeins ef það skyldi verða viðkomandi til upp- örvunar. Það er í sjálfu sér nokk- uð vafasamt, hvort skrifa beri um sýningar sem þessa. Þarna eru áhugamenn á ferð, sem mað- ur gerir ekki sömu kröfur til og þeirra, sem kalla sig atvinnu- listamenn. Það er yfirleitt mikill munur á viðhorfum hjá þessu fólki, og landslag og manna- myndir virðast eiga hug þess al- gerlega. Það er best að bíða og sjá, hverju fram vindur hjá þessum hóp. Margt getur gerst á einu ári. Það er mjög til sóma fyrir fólk, sem eyðir frítíma sínum I iðju sem þá, sem þarna er til sýnis. Listklúbbar eru þjóðþrifa fyrirtæki sem ættu að vera til á hverju heimili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.