Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1983 Orvæntingaróhróður Utsýn- ar getur aldrei orðið til góðs — eftir Eystein Helgason í kostulegu „viðtali" Morgun- blaðsins við Ingólf Guðbrandsson, forstjóra Útsýnar, sl. fimmtudag, gera blaðið og auglýsandinn enn eina örvæntingarfulla tilraun til þess að selja tómu sætin til Spán- ar á sumri komanda. í þessu dæmigerða auglýsingaviðtali nær „blaðamaðurinn" sér stórkostlega á strik við að tileinka sér texta- blæbrigði þau sem forstjórinn er frægur fyrir og enginn annar hef- ur náð að herma eftir fyrr en nú. Læðist að mörgum sá grunur að annað tveggja skrifi biaðamaður- inn alla bæklinga- og auglýsinga- texta Útsýnar, eða hitt, að for- stjórinn sé í raun lausráðinn blaðamaður á Morgunblaðinu með það ágæta sérsvið að taka við sig viðtöl og skrifa um sig greinar. Virðist lítið lát vera á afköstum aukamannsins og engin takmörk fyrir því ritstjórnarrými sem blaðið er reiðubúið að láta auglýs- andanum í té. Ferðaskrifstofumenn eru fyrir löngu hættir að bíða eftir eðlilegu Eysteinn Helgason er framkvæmda- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar. jafnvægi hjá Morgunblaðinu í um- fjöllun um ferðamál. Miklu frekar hafa menn haft lúmskt gaman af því að fylgjast með þessari dæma- lausu „framhaldssögu", en gaman- ið kárnar þó þegar þau kaflaskipti verða, að í stað lofsyrða um ferðir Útsýnar er athyglinni nær ein- „Odýru sumarhúsaferð- irnar til Danmerkur og Hollands hafa selst lát- laust á meðan samdráttur er í sölu sólarlandaferða af þeirri meginástæðu, að fjarlægðir eru meiri, flugið dýrara, gistingin dýrari og ýmsir búnir að fara þang- að nógu oft til þess að vera reiðubúnir að breyta til og velja sér nálægari staði, t.d. með stórkost- legri aðstöðu fyrir börn- göngu beint að beinum óhróðri og rógburði um ferðir keppinaut- anna. Þessi nýja sölutækni vegna sólarlandaferða er þess eðlis að óhugsandi er að láta henni ósvar- að. Hér verður því í fyrsta sinn í langan tíma slegið á fingur áróð- ursmeistarans, þótt vissulega sé taugaveiklun hans skiljanleg og samúðin með honum mikil. Útsýn gleymdi að fylgjast með þróuninni Útsýn hefur nú um margra ára skeið sett upp nánast óbreytta ferðadagskrá frá ári til árs og kynnt hana síðan í nánast óbreyttum skrautmyndabæklingi frá einu árinu til annars. Á sama tíma hafa hins vegar orðið örar breytingar í ferðamálum um allan heim og ekki hvað síst í Evrópu. Sumarhús hafa rutt sér til rúms í æ ríkara mæli, flug og bílaleigu- bíll verður stöðugt vinsælli ferða- máti og akstur á eigin bíl um Evr- ópu færist einnig í vöxt. Einhliða fjöldamokstur á örfáar sólar- strendur tilheyrir liðinni tíð í ferðaskrifstofurekstri og hvorki ferðaskrifstofan Útsýn né nokkur annar aðili getur hafnað þessari þróun með þeirri aðferð einni, að gripa til látlausra upphrópana um „rigningabæli", „vosbúð" og ann- arra óhróðursslagorða. Allur sá gífurlegi fjöldi ferðamanna sem eyðir sumarleyfi sínu ár eftir ár í sumarhúsum eða akandi á eigin vegum um Evrópu og víðar, af- sannar auðvitað með öllu þær stórkostlegu veðurfarskenningar sem Ingólfur Guðbrandsson hefur skáldað upp og Morgunblaðið birt athugasemdalaust sem heilagan sannleik. Staðreyndin er sú, að Útsýn hef- ur ekki borið gæfu til þess að fylgjast með þróuninni, laga dagskrá sína að nýjum kröfum og umfram allt að sníða framboð sitt eftir ástandi íslenska þjóðfélags- ins um þessar mundir. ódýru sumarhúsaferðirnar til Danmerk- ur og Hollands hafa selst látlaust á meðan samdráttur er í sölu sól- arlandaferða af þeirri megin- ástæðu að fjarlægðir eru meiri, flugið dýrara, gistingin dýrari og ýmsir búnir að fara þangað nógu oft til þess að vera reiðubúnir að breyta til og velja sér nálægari staði með, t.d. stórkostlega að- stöðu fyrir börnin. Fjölbreyttar söluaðferðir Söluaðferðir Útsýnar í ár hafa fyrir vikið orðið hinar skrautleg- ustu. í byrjun var gripið til alls kyns verðblekkinga og enn einu sinni sýnir Ingólfur Guðbrandsson landsmönnum þá freklegu móðgun að bera leiguflugsfargjald í pakkaferðum saman við fullt far- anna, en á því fargjaldi ferðast aðeins örfá prósent farþega og einungis þeir, sem t.d. af atvinnu- ástæðum þurfa að bregða sér til útlanda í örfáa daga. Margaug- lýstir sérfræðingar Utsýnar í far- gjaldafrumskógum eru a.m.k. ekki snjallir ef þeir geta ekki boðið far- SVEFNHERBERGISHUSGÖGN Vinsælu svefnherberg- ishúsgögnin eru nú komin afturí miklu úr- vali. Einnig geysigott úrval af alls konar húsgögn- um af ýmsum geröum. Opið 10—5 KM- húsgögn, Langholtsvegi 111, sími 37010 — 37144. J—/esió af meginþorra þjóóarinnar daglega! í sérf lokki W.V. 1302 irg. 1971 Ódýr bíll í mjög góöu standi. Sumar- og vetrardekk fylgja. MMHAO*. JBYRGO Alfa Romeo Alfasun ti 1,5 árg. 1982 Langi þig í virkilega sprækan bíl meö frábæra akstureiginleika þá hefur þú hann hér. Möguleiki á aö taka ódýrari Alfa uppí. Alfa Romeo Guiletta 2,0 árg. 1982 Ekinn 9.500 km. Veltistýri, raf- drifnar rúöur, sumar- og vetrar- dekk. Blaupunkt stereó, litað gler, þokuluktir. Alveg einstakur bíll. ATH. skipti. Skoda 120 L árg. 1979 Ekinn aöeins 33 þús. km. Bíll í toppstandi meö 6 mán ábyrgö og veröi sem flestir ráöa viö. Cortina 1600 XL árg. 1976 Yfirfarin vél. Ný skoöaöur. Gott ástand og útvarpiö fylgir meira aö segja meö. 'fUKYSI.fR SK®DA OZXi&omco Opið í dag 1—5 JOFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.