Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 Frá sjóprófunum í gær. Á myndinni eru frá vinstri: Jón Steinar Ámason, skipstjóri, Guðmundur Hjaltason, skipstjóri, meðdómandi, Eggert Óskarsson, borgardómari, og Þorvaldur Ingibergsson, stýrimaður, meðdóm- andi. Ljósm. Bml. KÖE. Árekstur ísbergs og Tillu frá Hamborg: Sjóprófum fyrir bæj- arþingi lauk í gær SJÓPRÓFUM vegna áreksturs frystiskipsins ísbergs og þýska skipsins Tillu frá Hamborg lauk í bæjarþingi Reykjavíkur í gær, en ekki hafa farið fram sjópróf ytra vegna málsins. Hefur verið óskað eftir því við utanríkisráðuneytið að það hlut- ist til um að skýrslur verði tekn- ar af áhöfn þýska skipsins, en áhöfn íslenska skipsins og skip- stjóra þess þýska greinir á um hvernig atvik hafi verið, að því er fram kom á sjóprófunum í gær. Kom þar fram að þýski skipstjórinn kvaðst hafa siglt sínu skipi afturábak í fimm mín- útur áður en áreksturinn varð. í samtali við Morgunblaðið í gær, sagðist þýski skipstjórinn ekkert vilja láta hafa eftir sér um áreksturinn. I gær komu fyrir réttinn skip- stjóri ísbergs, Jón Steinar Árna- son, stýrimaður skipsins, 1. og 2. vélstjóri og matsveinn, sem jafn- framt gegnir störfum háseta um borð. Varðskipsmenn fóru um borð í rússneskan togara: Fengu hvorki að mæia möskva né afla SKIPVERJAR af varðskipinu Tý fóru á laugardaginn um borð í rússn- eska togarann Sergey Esenin, sem var að karfaveiðum utan 200 míln- anna noröur af Reykjaneshrygg. Skipstjóri togarans tók ósk varðskipsmanna um að koma um borð vel, en óskaði hins vegar eftir því, þegar um borð var komið, að þeir hvorki mældu möskvastærð né afla. Sagði hann, að möskva- stærðin væri 129—132 mm, en lög- leg möskvastærð að íslenzkum lögum er 135 mm. Einnig sagði skipstjórinn karfann vera 22—34 sm. Jafnframt sagði skipstjórinn, að þeir toguðu að jafnaði i um 5 klst. í einu með flotvörpunni og væri aflinn um 5 tonn í hali. Hann sagði aflann allan nýttan, m.a. væru haus og innyfli fryst í skepnufóður. Skipstjórinn kvaðst hafa verið að veiðum á þessum slóðum frá 7. apríl og myndi hann halda heim- leiðis 5. maí og tók fram, að þetta væri síðasta veiðiferð þessa skips, því þegar heim kæmi ætti það að fara í niðurrif. Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri: Lætur af störfum eftir 45 ár í Stjórnarráðinu „Það er rétt, að ég hef sagt upp störfum, enda er ég búinn aö starfa hér allar götur frá 1935, og verð sjö- tugur nú í júlí,“ sagði Birgir Thorlac- ius ráöuneytisstjóri i menntamála- ráðuneytinu í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Birgir hefur fengið lausn frá störfum frá og með 1. ágúst næstkomandi, og staða hans hefur þegar verið auglýst laus til um- sóknar. „Ég hóf störf í Stjórnarráðinu árið 1935,“ sagði Birgir í gær, „en ráðuneytisstjóri varð ég 1947 í for- Borgarráð samþykkir: Kennsla 6 ára barna auk- in í 3 klst. á dag frá hausti BORGARRAÐ samþykkti með sam- hljóða atkvæöum á fundi sínum í gær að lengja skólatíma 6 ára barna í Reykjavík frá og með næsta hausti upp í 3 klukkustundir á dag. Með þessari breytingu er skólavist 6 ára bama í Reykjavík aukin um rúmlega 50%. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Markúsi Erni Antonssyni, formanni fræðsluráðs Reykjavíkurborgar, verður daglegur skólatími barn- anna frá klukkan 9 til 12 fyrir há- degi, eða frá 1 til 4 eftir hádegi, en hingað til hefur skólatími þessara barna verið frá 9 til tæplega 10.30. Markús gat þess, að að stærstum hluta kæmi kostnaðaraukning vegna þessara á borgarsjóð og Drengir á plastfleka: Slysavarnafélag- iö beöiö aðstoðar Slysavarnafélaginu var í gærmorgun gert viðvart um að tveir drengir á fleka út af Sörlaskjóli kynnu að þurfa að- stoðar við. Fóru starfsmenn Slysa- varnafélagsins þegar á vettvang með gúmbát með utanborðsmótor, en drengjunum tókst hins vegar að kom- ast hjálparlaust að landi, þegar kallað var á þá. Hannes Þ. Hafstein, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins, sagði drengina hafa verið á fleka gerðum úr einangrunarplasti, sem varla gæti talist öruggt fley. Gott veður hefði hins vegar verið, og því allt farið vel. „En það er ástæða til að vara nú börn og unglinga við því að fara út á sjó á lélegum bátum eða flekum. Slysin eru ekki lengi að ger- ast, en nú fer í hönd sá árstími er krakkar eru mikið að leik við sjávar- síðuna og víðar þar sem hættur leyn- ast,“ sagði Hannes Hafstein. næmi aukningin á tímabilinu frá 1. september til 31. desember á þessu ári, rúmri einni milljón króna. Markús gat þess að það væri hlutverk ríkissjóðs að greiða kennslukostnað og hefði mennta- málaráðuneytið gefið vilyrði sitt fyrir aukinni kennslu 6 ára barna í áföngum, en vegna brýnnar þarf- ar á þessari aukningu teldu borg- aryfirvöld rétt að taka á sig þenn- an kostnað í bili, í þeirri trú að menntamálaráðuneytið myndi síð- an kosta kennsluna, lögum sam- kvæmt. Markús gat þess, að auk þessa hefði fræðsluráð samþykkt að heimila þeim skólum, sem teldu sér það fært, að bjóða upp á auk- inn viðverutíma 6 og 7 ára barna í skólum, og yrði þar um nokkurs konar gæslu að ræða, þannig að börnin gætu verið í skólunum í allt að 4 klukkustundir í senn. Kostnaður vegna þessa aukna við- verutíma myndi greiðast af for- eldrum barnanna. Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri sætis- og menntamálaráðuneyt- inu, sem þá voru undir einum hatti. I þeim ráðuneytum var ég til 1967, eða í tuttugu ár, en þá varð ég ráðuneytisstjóri í mennta- málaráðuneytinu er það varð sér- stakt ráðuneyti. Um skeið var ég svo einnig forsetaritari með öðr- um störfum. Á þessum árum hef ég unnið með einum 16 eða 17 ráðherrum, og það hefur verið lærdómsríkt og fróðlegt að starfa á þessum vett- vangi. Ég kem til með að sakna margra ágætra samstarfsmanna þegar ég læt af störfum, en það er þó fjarri því að ég skilji við þetta starf með tárum!" sagði Birgir Thorlacius að lokum. íslensk stúlka í myndum um Rolling Stones og Rod Stewart? GOÐAR líkur eru á að íslensk stúlka, María Björk Sverrisdóttir, 20 ára, fái hlutverk í mynd, sem fyrirhugað er að gera um feril hljómsveitarinnar Rolling Stones. Raunar er um tvær myndir að ræða, því eins kemur til greina að hún fái hlutverk í mynd, sem gera á um feril Rod Stewart, en sú hugmynd er síðar til komin. Tildrög málsins eru þau að María Björk var fulltrúi íslands í keppninni Ungfrú Heimur (Miss World) í London í októ- ber-nóvember síðastliðnum. í dómnefnd þeirrar keppni átti sæti maður að nafni Dodie Fayed, sem meðal annars var framkvæmdastjóri kvikmyndar- innar „Chariots of Fire“, sem hlaut óskarsverðlaunin sem besta kvikmyndin á síðasta ári. Af 78 stúlkum sem þátt tóku í keppninni, valdi hann sex með hlutverk í þessari mynd í huga. Haft var samband við Maríu í gegnum umboðsmann Miss World-keppninnar hér á landi um mánaðamótin febrúar/mars María Björk Sverrisdóttir og óskað að hún kæmi utan til myndatöku. Hefur hún tvívegis farið til Englands vegna þessa máls og er nýkomin þaðan úr síðari ferðinni. Aðspurð sagðist María vilja láta sem minnst hafa eftir sér að svo stöddu, enginn samningur hefði verið gerður enn sem kom- ið væri og meðan þannig væri ástatt, væri ekki ástæða til þess, enda gæti þetta farið á hvorn veginn sem væri. „Þetta kom á besta tíma, því að ég var atvinnulaus, þegar mér bárust fréttirnar," sagði María, þegar hún var innt eftir því hvernig henni hefði orðið við fréttirnar. „Það er auðvitað af- skaplega spennandi að fá svona tilboð og gaman að vita hvaða endi það fær. Ég var í ársfríi frá námi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og það var ekki spurn- ing um það, hvort ég ætti að at- huga hvaða möguleiki var þarna á ferðinni. Það er ekkert hægt að segja um hvað kemur út úr þessu, en ég vona að þetta gangi vel og geri auðvitað mitt besta," sagði María. Áætlað er að María Björk fari til Fraklands að mánuði liðnum og er þá gert ráð fyrir að hún hitti aðra leikara í myndinni. Líkur eru á að myndatökur hefj- ist eftir 6—8 vikur. Forstöðumaður rásar tvö: Þorgeir Ástvalds- son sex atkvæði — Ævar Kjartansson eitt Þorgeir Ástvaldsson landfræðingur og útvarpsmaður fékk 6 atkvæði á fundi útvarpsráðs í gær, er ráðið mælti með umsækjendum um stöðu forstöðu- manns rásar tvö hjá Ríkisútvarpinu. Ævar Kjartansson dagskrárfulltrúi fékk eitt atkvæði, en aðrir umsækjend- ur ekkert. Ráðgert er að hafnar verði útsendingar á rás tvö í haust. Andrés Björnsson útvarpsstjóri skipar í stöð- una að fenginni umsögn útvarpsráðs. Alls sóttu 14 manns um stöðu for- stöðumanns rásar tvö. Fjórir óskuðu nafnleyndar, en auk þeirra sóttu eft- irtaldir um starfið: Þorgeir Ást- valdsson, Ævar Kjartansson, Frosti Fífill Jóhannsson, Geir Viðar Vil- hjálmsson, Guðmundur Sæmunds- son, Hallgrímur Thorsteinsson, Helgi Pétursson, ólafur Eyvindur Arason, Steinþór Ólafsson og Sveinn Kristinsson. ’O INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.