Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 31 Verðlaun afhent í ritgerðarsamkeppni um umferðarmálin VERÐLAUN hafa verið afhent í ritgerðarsamkeppni menntamálaráðu- neytis og umferðarráðs í tilefni Norræna umferðaröryggisársins. í sam- kcppninni tóku þátt nemendur í 7.—9. bekk grunnskóla og völdu þeir milli ritgerðarefnanna hjálpsemi í umferð, hættur í umferð og flýttu þér hægt. Veitt voru 10 verðlaun: 1. verð- laun hlaut Ásbjörg Guðný Jóns- dóttir, Grunnskólanum á Hólma- vík, DBS-reiðhjól, gefandi Fálkinn hf. 2. verðlaun hlaut Bjarnheiður Hallsdóttir, grunnskóladeild Fjöl- brautaskólans á Akranesi, Asahi- útvarp m/stereo-segulbandi, gef- andi Kaupfélag Eyfirðinga, Akur- eyri. 3.-4. verðlaun hlutu ómar Smári Kristinsson, Laugalands- skóla, Rangárvallasýslu, og Sigrún Pálsdóttir, Ölduselsskóla Reykja- vík, armbandsúr, gefandi Timex- umboðið, Kópavogi. 5.-6. verðlaun hlutu Bergþóra Guðmundsdóttir, Réttarholtsskóla, Reykjavík, og Böðvar Jónsson, Grunnskólanum í Njarðvíkum, kortabækur, gefandi Bókabúð Máls- og menningar, Reykjavík. 7.-10. verðlaun hlutu Aðalbjörn Þórólfsson, Hvassaleit- isskóla, Reykjavík, Eyrún Jóns- dóttir, Laugalandsskóla Rangár- vallasýslu, Gísli Skógar Víkings- son, Brúarásskóla, Norður-Múla- sýslu, og Leifur Ö. Haraldsson, Grunnskólanum í Njarðvíkum, listaverkabækur um norræna málaralist, gefandi Bókaútgáfan Helgafell, Reykjavík. Dómnefnd skipuðu: Ármann Kr. Einarsson, kennari og rithöfund- ur, Erna Árnadóttir, Samtökum Móðurmálskennara, Guðmundur B. Kristmundsson námsstjóri í ís- lensku, Guðmundur Þorsteinsson, námsstjóri fyrir umferðarfræðslu og Óli H. Þórðarson framkvæmda- stjóri Umferðarráðs. Teikning af nýrri smábátahöfn. SKIPAN HAFNARVIRKJA M.KV 1500 S r^O/'/O/fT Félag smábátaeigenda: Hafnar verði fram- kvæmdir við smábáta- höfn ekki síðar en ’84 Á fjölmennum fundi í Félagi smá- hátaeigenda í Reykjavík, sem haldinn var í verbúð félagsins 19. mars sl., var gerð eftirfarandi samþykkt. Hafnar verði framkvæmdir við smábátahöfn fyrir neðan gömlu verbúðirnar eigi sfðar en 1984, sem verði framtíðar aðstaða smábáta í Reykjavík. Hafnargjöld verði í samræmi við hafnargjöld í öðrum höfnum. Einnig verði bætt úr aðstöðu til löndunar og landgangar við flotbryggjur lag- færðir. Fundurinn mótmælir þeirri hækkun sem ráðgerð er á verbúðar- leigu og æskir þess að hækkunin fylgi verðiagi í landinu. (FrétUlilkynning.) Fjórða útgáfa íslenzk- enskrar orðabókar Níu verðlaunahafanna og dómnefndarmenn. Ljósm. Mbi. Oi. k.m. ER'J't ■ jgS»S*‘ KAUPMENN KAUPFÉLÖG VIÐ BJÓÐUM EFTIRTALDAR VÖRUR: SUBSTRAL blómaáburð Z-brautir, trékappa, plastkappa og tilheyrandi || newell kappastangir, þrýstistangir og yfirstangir dan*let HARRISON CEVOSTIK JOAOt ömmustangir lamir, rennilokar, hurðar- stopp, snaga og fleira á spjöldum og í lausu lím lím STORMKING þéttiefni EINNIG BJÓÐUM VIÐ EFTIRTALDAR ______ SMÁVÖRUR l®^„SUPER GLUE" tonnatak DEVCON 2ton lím GARDÍNUGORMA, KRÓKA OG LYKKJUR REX steinbora FIX-SO fatalím ísafoldarprcntsmiðja hf. hefur gefið út íslensk-enska orðabók eftir Arn- grím Sigurðsson. Er hér um að ræða fyrstu útgáfu á vegum ísafoldarprentsmiðju hf., en fjórðu útgáfu bókarinnar frá upphafi. Fyrst var bókin gefin út 1970. Önnur útgáfa 1975 var aukin og endurskoðuð, og var hún gefin þann- ig út í þriðju útgáfu 1980. Bókin er 942 blaðsíður að stærð, í sama broti og aðrar orðabækur ísa- foldar, og í sams konar bandi. fllatgmiftlaftlft MetsöluUad á hverjum degi! BÆTT OG AUKIN ÞJÓNUSTA HAFIÐ SAMBAND REYNIÐ VIÐSKIPTIN ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAQIÐ HF UMBOÐS- & HEILDVERZLUN ÁRMÚLA 24 - P.O. BOX 1391 SÍMI19943 105 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.