Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 33 Sjötta úthlutun Þjóðhátíðarsjóðs: 4,2 milljónum varið til margvíslegra verkeftta Lokið er úthlutun styrkja úr Þjóð- hátíðarsjóði fvrir árið 1983 og þar með sjöttu úthlutun úr sjóðnum. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins, nr. 361 frá 30. september 1977, er tilgangur sjóðsins að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs, annar fjórðungur skal renna til varðveizlu fornminja, gamalla bygginga og ann- arra menningarverðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbót- arstyrkir til þarfa, sem getið er hér að framan. Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau. í stjórn sjóðsins eiga sæti: Björn Bjarnason, blaðamaður, formaður, skipaður af forsætisráð- herra, Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri, varaformaður, til- nefndur af Seðlabanka íslands, Eysteinn Jónsson, fyrrv. ráðherra, Gils Guðmundsson, fyrrv. forseti sameinaðs Alþingis, og Gísli Jóns- son, menntaskólakennari, kjörnir af sameinuðu Alþingi. Ritari sjóðs- stjórnar er Sveinbjörn Hafliðason, lögfræðingur. Stjórn sjóðsins hefur verið óbreytt frá upphafsstarfsári sjóðs- ins, 1978, en hún var endurskipuð hinn 9. maí 1982 til fjögurra ára. I samræmi við 5. gr. skipu- lagsskrár sjóðsins voru styrkir auglýstir til umsóknar í fjölmiðlum í lok desember 1982 með umsóknar- fresti til 24. febrúar sl. Tilgangur námskeiðsins er fyrst og fremst sá að auka öryggi og akst- urshæfni unglinganna, en einnig að stuðla að hagkvæmari vinnubrögð- um og bættri meðferð þeirra á vél- unum. Þessi námskeið hafa verið haldin með líku sniði undanfarin ár, og hafa margir bændur látið í ljós Til úthlutunar t ár koma allt að kr. 4.200.000,00, þar af skal fjórð- ungur, 1.050 þús. kr., renna til Frið- lýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs og fjórðungur, 1.050 þús kr., skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningar- verðmæta á vegum Þjóðminjasafns, skv. ákvæðum skipulagsskrár. Allt að helmingi úthlutunarfjár á hverju ári er varið til styrkja skv. umsóknum og voru því allt að kr. 2.100.000,00 til ráðstöfunar í þenn- an þátt að þessu sinni. Alls bárust 86 umsóknir um styrki að fjárhæð um 9,6 millj. kr. Hér á eftir fer skrá yfir þá aðila og verkefni, sem hlutu styrki að þessu sinni, en fyrst er getið verk- efna á vegum Friðlýsingarsjóðs og Þjóðminjasafns. Friölýsingarsjóður Samkvæmt skipulagsskrá Þjóð- hátíðarsjóðs skal Friðlýsingar- sjóður verja árlegum styrk til náttúruverndar á vegum Náttúru- verndarráðs. Náttúruverndarráð hefur ákveðið að verja styrknum, eftir því sem hann hrekkur til, í eftirtalin verkefni: 1. Þjónustumiðstöð í Ásbyrgi. 2. Endurbætur á móttöku ferða- fólks í Skaftafelli. 3. Frágang á kjallara prestseturs- húss á Skútustöðum. Þjóðminjasafn Samkvæmt skipulagsskrá Þjóð- hátíðarsjóðs skal Þjóðminjasafnið verja árlegum styrk til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum safnsins. Þjóðminjavörður hefur gert grein fyrir ráðstöfun styrksins í ár og eru þessi verkefni helst: 1. Framhald fornleifarannsókna að Stóruborg undir Eyjafjöllum. ánægju sína með þá unglinga sem hafa sótt þau. Sumir hafa jafnvel sett það sem skilyrði fyrir sveitar- dvöl að unglingar hafi sótt slíkt dráttarvélanámskeið. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Umferðarráði eða Búnaðarfélagi Islands. 2. Kopiering og skráning gamalla ljósmyndaplatna safnsins. 3. Viðgerð vörugeymsluhúss frá Vopnafirði í Árbæjarsafni. 4. Viðgerð Grundarkirkju í Eyja- firði. 5. Heimildasöfnun um þjóðhætti. 6. Skráning fornleifa í nærsveitum Reykjavíkur. 7. Forvarsla safngripa. Auk framangreindra verkefna Þjóðminjasafnsins ákvað sjóðs- stjórnin á sl. ári að styrkja safnið sérstaklega með 150 þús.kr. fram- lagi (75 þús. kr. 1982 og 75 þús. kr. í ár) vegna kaupa safnsins á myndum úr Islandsleiðöngrum Stanleys og Banks á s.hl. átjándu aldar. Myndir þessar eru taldar hinar merkilegustu og ómetanleg- ar heimildir fræðimönnum um náttúru landsins og mannlíf á þessum tímum. Úthlutun stvrkja skv. umsóknum: 1. Húsafriðunarnefnd ísafjarðar. Viðgerð verslunarhúsa í Neðsta- kaupstað. 80.000,00. 2. Sigurfarasjóður, Akranesi. Framhald viðgerða á kútter Sigur- fara. 120.000,00. 3. Byggðasafn Rangæina og V,- Skaft., Skógum. Endurbygging útiskemmu frá 1840. 30.000,00. 4. Sjómannadagsráð á Hellissandi og Rifi. Endurbygging Þorvaldar- búðar og viðgerð áraskipsins Blika. 70.000,00. 5. Sjóminjasafnið á Eyrarbakka. Viðbótarbygging við safnið. 50.000,00. 6. Bókasafn Siglufjarðar. „Minn- ingarstofa" um séra Bjarna Þor- steinsson. 70.000,00. 7. Minjasafnið Burstafelli, Vopna- firði. Viðgerðir og skráning muna. 20.000,00. 8. Stofnun Árna Magnússonar. Af- ritun þjóðfræðaefnis á geymslu- bönd. 100.000,00. 9. Landsbókasafn Islands. Varð- veisla geymslueintaka dagblaða. 50.000,00. 10. Eðvarð Sigurgeirsson, Akur- eyri. Skráning og fjölföldun á hluta kvikmyndasafns umsækj- anda. 60.000,00. 11. Kirkjuráð hinnar ísl. þjóð- kirkju. Lagfæring rústa í Skál- holti. 50.000,00. 12. Islenska flugsögufélagið. Endursmíði flugvélarinnar TF- ÖGN. 40.000,00. 13. Ríkharð Hördal og Hilmar Einarsson, konservatorar, Reykja- vík. Til smíði á vakum-hitaborði v/viðgerða á listaverkum. 80.000,00. 14. Orðabók Háskólans. Vegna tölvuskráningar uppflettiorða í seðlasafni Orðabókar Háskólans. 100.000,00. 15. Samband A-Húnv. kvenna, Blönduósi. Skrásetning muna Halldóru Bjarnadóttur. 50.000,00. 16. Árbæjarsafn, Reykjavík. Forn- leifauppgröftur á lóðinni Suður- gata 7, Reykjavík. 100.000,00. 17. Skógræktarfélag Islands. Út- gáfa handbókar um trjá- og skóg- rækt. 30.000,00. 18. Hið ísl. fornritafélag. Til út- gáfu Fagurskinnu og Eyrbyggju. 100.000,00. 19. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Famhald vinnu við útgáfu rit- verksins ísl. sjávarhættir, III. bindi. 80.000,00. 20. Listasafn Islands. Til útgáfu myndskreyttrar skrár um verk í eigu safnsins. 100.000,00. 21. Reykjanesfólkvangur. Til að ljúka útgáfu á niðurstöðum gróð- urfarsathugana. 15.000,00. 22. Náttúruverndarsamtök Aust- urlands. Skráning náttúruminja á Fljótsdalsheiði, Hróarstungu og Jökuldal. 70.000,00. 23. Náttúruverndarsamtök Suður- lands. Til náttúruminjaskrár fyrir Suðurland. 50.000,00. 24. Vestfirsk náttúruverndar- samtök. Vegna sýningar um strandlíf við Vestfirði. 40.000,00. 25. Samtök um náttúruvemd á Norðurlandi. Skráning náttúru- minja í N-Þingeyjarsýslu. 30.000,00. 26. Fuglaverndarfélag Islands. Verndun ísl. hafarnarstofnsins. 15.000,00. 27. Náttúruverndarráð. Vegna skjólbeltis á og við nýtt tjaldstæði í Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfr- um og göngubrúar yfir Námakvísl í Landmannalaugum, m.a. til að draga úr akstri inn á laugasvæðið. 120.000,00. 28. Byggðasafn Vestmannaeyja. Vegna sýningar á framgrafinni byggð í Herjólfsdal. 70.000,00. 29. Afmælisnefnd Skaftárelda. Vegna sýningar í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá upphafi Skaft- árelda. 70.000,00. 30. Skógrækt ríkisins. Vegna út- gáfu íslandskorts um gróðurfar fyrr og nú. 40.000,00. 31. Kennarar og stúdentar í grein- inni „Skjalavarsla og skjalasöfn" í Háskóla tslands. Skráning versl- unarbóka sem geymdar eru nú á lofti Bessastaðakirkju. 50.000,00. 32. Magnús Þorkelsson. Framhald fornleifarannsókna á búðarústum á Búðasandi í Kjós. 60.000,00. 33. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. Rannsókn á rústinni að Stöng í Þjórsárdal, einkum til að ganga úr skugga um, hvort undir yngsta gólflagi kynnu að leynast eldri byggingarlög. 50.000,00. Alls kr. 2.060.000,00. Þorsteinn Eyþórsson Leiðrétting í VIÐTÖLUM f sunnudagsblaði Morgunbladsins við fólk á ísafirði, Egilsstöðum og í Borgarnesi urðu þrenn mistök sem leiðréttast hér. I fyrirsögn á samtali við Samúel Kárason á ísafirði varð sögnin að semja að sögninni að selja. Rétt átti fyrirsögnin að vera: „Við semjum bara sjálfir, hver fyrir sig,“ eins og kom fram í því, sem Samúel sagði í samtalinu. Þá misritaðist föðurnafn Heklu Karenar Sæbergsdóttur, sem vinnur hjá Ferðamiðstöð Austur- lands. Loks birtist svo með viðtali við Þorstein Eyþórsson í Borgarnesi mynd af öðrum Borgnesingi, Braga Jósafatssyni, verslunar- stjóra. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Atvinnumiðlun námsmanna tek- in til starfa MÁNUDAGINN 2. maí tók Atvinnu- miðlun námsmanna til starfa. Mikill fjöldi námsmanna og atvinnurek- enda hefur leitað á náMr AN og flestir fengið farsæla úrlau n sinna mála. í fyrra skráðu um 700 náms- menn sig þar og má búast við vcru- legri aukningu í ár. Tveir starfsmenn munu starfa við AN í sumar. AN er til húsa í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut og verður opin alla virka daga frá 9—17. Síminn er 15959. Þau samtök sem að atvinnu- miðluninni standa eru: Stúdenta- ráð Háskóla Islands (SHÍ), Banda- lag íslenskra sérskólanema (BÍSN), Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) og Landsamband mennta- og fjöl- brautaskóla (LMF). Innan þessara samtaka eru flestir þeir nemendur landsins, sem lokið hafa grunn- skóla. Námskeið í akstri og meðferð dráttarvéla NÁMSKEIÐ í akstri og meðferð dráttarvéla verður haldið að Dugguvogi 2 í Reykjavík dagana II.—15. maí. Námskeiðið er tvíþætt. Annars vegar er um fornámskeið fyrir 14 og 15 ára nemendur að ræða og hins vegar um dráttarvéla- námskeið fyrir 16 ára og eldri. Fornámskeiðið stendur yfir í 5 stundir, en hitt í 10 kennslustundir. Innritun fer fram á námskeiðsstað miðviku- og fimmtudag klukk- an 15.30—17.30. SUNNUDAGSGÁmN VERTU VINNINGARNIR ERU ÞESS VRÐI 4 TALBOT SAMBA KÓR LANGHOLTSKIRKJU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.