Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 19 Barist við elda Slökkviliðsmenn og íbúar Coalinga í Kaliforníu sjást hér berjast við elda sem kviknuðu eftir jarðskjálftann sem nam 6,5 stigum á Richter-kvarða. Óspektir á meðal óþolin- móðra áhang- enda Claptons Róm, 3. maí. AP. ÁTTA MANNS voru handteknir í gærkvöld þegar til mikilla átaka kom fyrir utan íþróttahöllina Pal- azzo dello Sport í útjaðri Rómaborg- ar í gær. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman fyrir utan höllina, sem hýsir 14.000 manns, í þeirri von að verða sér úti um miða á tónleika með blúsrokkaranum Eric Clapton. Uppselt var á tónleikana fyrir mörgum vikum, en það kom ekki í veg fyrir að um 6.000 manns söfn- uðust saman fyrir utan höllina í þeirri von að krækja sér í miða á síðustu stundu. Þegar líða tók á tónleikana og örvænting greip um sig í hópi hinna óþolinmóðu brut- ust út átök með fyrrgreindum af- leiðingum. Að sögn lögreglu var þremur skotum hleypt af þegar mest gekk á, en ekki er vitað til að neinn hafi orðið fyrir meiðslum. Þurfti um 200 lögreglumenn til þess að koma ró á mannskapinn, en það hafðist ekki fyrr en skotið hafði verið táragassprengjum. Ný ríkisstjórn Finna tilkynnt á föstudag Hclsinki, 3. maí. Frá Harry Granberg, fréttaritara Morgunbladsins. HIN NÝJA fjórflokka ríkisstjórn Finnlands verður að öllum líkind- um tilkynnt á fostudag. Flokkarn- ir náðu í dag samkomulagi um skipan stjórnarinnar og skiptingu ráðherraembætta. Ljóst er, að Kalevi Sorsa, leiðtogi sósíaldemókrata, verð- ur áfram forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, Paavo Váyrynen fær embætti utanrík- isráðherra, sem áður var í höndum Sænska þjóðarflokks- ins. Sem fyrr segir verður forsæt- isráðherraembættið áfram í höndum sósíaldemókrata, sem og sjö önnur ráðherraembætti, þar á meðal embætti utanrík- isverlsunarráðherra, sem og embætti innanríkisráðherra, % * r ~Jb ] Kalevi Sorsa áfram forsætisráðherra Finnlands. varnarmálaráðherra og land- búnaðar- og skógariðnaðarr- áðherra. Landsbygðarflokkurinn fær atvinnumálaráðuneytið í sinn hlut og annað fjármálaráðh- erraem,bættið. Sænski þjóðar- flokkurinn fær embætti dómsmála- og menningarmál- aráðherra. Landsbyggðarflokkurinn á nú í fyrsta sinn aðild að ríkisstjórn Finnlands og talsverð eftir- vænting ríkir um hvernig hon- um tekst að ráða fram úr vandamálum atvinnumálaráð- uneytisins. Ljóst er, að stefnuskrá stjórnarinnar byggir mjög á miklu aðhaldi í fjármálum. Þá skal barist gegn verðbólgu og atvinnuleysi. Takmarkið er, að verðbólgan aukist ekki um meira en 6 af hundraði á næstu 12 mánuðum. Ýmsar breytingar verða og gerðar á almannabót- akerfinu og barnsmeðlög m.a. framlengd í 18 ár. Glistrup reynir að forða sér undan árásarmönnunum í Fælledparken. „Þarna er Glistrup! — var hrópað og síðan kastað í hann eggjunt og málningu u EINS OG fram hefur komið í frétt- um gerði hópur róttæklinga í 1. maí- göngunni í Kaupmannahöfn aðsúg að Mogens Glistrup, stofnanda Framfaraflokksins, og nokkrum samflokksmönnum hans, grýtti þá eggjum og jós málningu y fir þá, þeg- ar þeir voru staddir í Fælledparken. Kafbátefundur á botni Karabíska hafsins vekur athygli: Segir bátinn hafa flutt fjár- sjóði og yfírmenn nasista Lundúnum, 3. maí. AP. BANDARÍSKI björgunarmaðurinn Roger Miklos kveðst í samtali við Lundúnablaðið The Times í dag hafa fundið þýskan kafbát frá síðari heimsstyrjöldinni á hafsbotni í Karabíska hafinu. Telur Miklos, að kafb- átur þessi hafi átt að flytja háttsetta embættismenn nasista og fjársjóði þeirra til Suður-Ameríku. Að sögn Miklosar er engin kennimerki að sjá á kafbátnum önnur en þau, að á hann er ritað „Hamborg, Þýskalandi, 1944“. Báturinn liggur á um 80 metra dýpi og er skrokkurinn mjög lítt tærður vegna óvenjulegrar efna- samsetningar sjávarins á þess- um slóðum. Sagði Miklos kafbát- inn vera um 70 metra langan og á engan hátt líkan þeim þýsku kafbátum, sem notaðir hefðu verið í síðari heimsstyrjöldinni og fundist til þessa. Kafbáturinn hefur ekki uppgötvast fyrr en tiltölulega nýlega vegna þess, að stórt kóralrif skyggir mjög á hann. Að sögn blaðsins gefur yfirlýs- ing Miklosar þeirri kenningu frekari byr undir báða vængi, að Göring hafi fyrirskipað að níu kafbátar skyldu flytja háttsetta embættismenn Þriðja ríkis Hitl- ers til Suður-Ameríku. Miklos þessi hefur sagt bátinn vera með óvenju stóra stýriugga að aftanverðu og að turninn sé miklu framar á skrokknum en venja beri til. Þá er á bátnum rammbyggt stálspjót ætlað til þess að rjúfa skipsskrokka. Þá vekur það athygli, að sam- kvæmt lýsingu Miklosar virðist báturinn vera gersamlega lokað- ur og að enginn sjór hafi náð að komast inn í hann. Hljóðmerki hafa meira að segja gefið til kynna, að enn sé loft í útgöngu- klefanum. Að sögn Times hefur breska stríðsminjasafnið í Lundúnum upplýsingar um þýskan kafbát, sem á að hafa sokkið á mjög svipuðum slóðum. Hefur blaðið eftir hernaðarsérfræðingum, að samkvæmt lýsingu Miklosar sé hér um óvenjulega gerð kafbáts að ræða. Sjálfur segist Miklos hafa bor- ið fund sinn undir þýska sér- fræðinga og þeir hafi staðfest, að lýsingin á kafbátnum komi heim og saman við ákveðna gerð kafbáta, sem smíðaðir voru í Hamborg á stríðsárunum. Ekki eru þó allir jafn sann- færðir um gerð og tilgang þessa kafbáts. Júrgen Rohwer, kunnur sérfræðinmgur um skip þýska flotans, segist þess fullviss, að aldrei hafi verið smíðaðir sér- stakir kafbátar til þess að flytja háttsetta yfirmenn nasista til Suður-Ameríku eða eitthvert annað. Segist Rohwer hafa nákvæmar upplýsingar um af- drif allra skipa og kafbáta þýska hersins og honum nægi aðeins að fá einkennisstafi þeirra og núm- er til þess að segja af eða á um hvort um þýska farkosti sé að ræða. Það, sem vakti fyrir árásar- mönnunum, var að kasta Glistrup út í vatnið en nokkrir stuðnings- manna hans komu honum til hjálpar og var þá einn þeirra, 53 ára gamall maður, gripinn í stað- inn og honum kastað 1 tjörnina. „Við vorum um 15 eða 20, sem biðum eftir að fundurinn hæfist þegar einhver kona hrópaði: „Þarna er Glistrup!" Þá hóf flokk- ur manna með rauða fána og VS-merki (vinstri sósíalistar) að kasta í okkur eggjum og skvetta málningu og gerði sig líklegan til að berja okkur með fánastöngum," sagði Johannes Christensen, mað- urinn sem lenti úti í vatninu í Fælled-parken í staðinn fyrir Glistrup. Svona leit Glistrup út eftir árásina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.