Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 35 Minning: Hólmfríöur Jónsdótt ir kennari frá Hlíð Fædd 16. febrúar 1896 Dáin 13. desember 1982 Frá því ég heyrði í miðjum des- ember sl. lát Hólmfríðar vinkonu minnar frá Hlíð, hefur mig langað til að minnast hennar á prenti, en orsakir eru til alls. Heilsu minni hefur verið svo farið, að ég hef ekki treyst mér til að setja orð á blað. Þegar ég frétti að vinkona mín væri öll, hvarflaði hugurinn til æskuáranna norður á Akureyri, þar bar fundum okkar fyrst sam- an. Það var ávalt mikið tilhlökkun- arefni hjá okkur unglingunum á Akureyri, þegar strandferðaskipin komu á haustin og fluttu skóla- fólkið í bæinn. Það var eins og nýtt líf færðist í tilveruna. Það fjölgaði á götunum, unglingarnir hópuðust saman, aðkomufólki var fagnað og spurt frétta frá sumr- inu. Mikil eftirvænting ríkti meðal heimafólks um það, hvort nokkur hefði heltst ur lestinni og hvernig nýsveinar kæmu fyrir sjónir, hvort þeir gætu á nokkurn hátt fyllt þeirra skörð, er fór alfarnir um vorið. Hlátur heyrðist um all- ar götur, þegar fréttir voru sagðar frá sumrinu, og unglingarnir hlökkuðu til að setjast á skóla- bekk. Það mun hafa verið haustið 1914 þegar strandferðaskipið kom að austan, að við Hólmfríður sáumst fyrst. Liðið var að kvöldi þegar skipið lagðist við Torfu- nesbryggju í miklum norðangarra. Ég var þá unglingur í föðurgarði, faðir minn var skólameistari við Gagnfræðaskólann á Akureyri, sem nú er MA. Við áttum heima í fallega skólahúsinu á brekkunni. Faðir minn hafði lagt af stað niður á bryggju þegar sést hafði til skipsins fyrir Oddeyrartang- ann, því von var á nemendum að austan, sem hann vildi taka á móti. Ég var niðri í kjallara með móð- ur minni og Ellu við sláturgerð, þegar faðir minn kom heim og kallaði til mömmu, hvort hún gæti ekki komið upp og hlynnt að ungri stúlku, sem komið hafði með skip- inu að austan frá Langanesi, en væri illa haldin eftir sjóvolkið. Hulda, þú getur farið upp og sinnt henni, sagði móðir mín, svo við Ella getum haldið áfram í slátrinu og í sama bili þreif hún stóra svuntu sem hékk á þilinu og klæddi mig í hana, svo sláturs- lyktin yrði ekki eins megn, þegar ég kæmi upp. Mér þótti afleitt að láta ókunnuga sjá mig í þessari mussu, en það þýddi aldrei að mögla, þegar mamma átti í hlut. Annars þóttu mér skiftin góð, og ég flýtti mér upp í borðstofu. Þar sat stúlka í hnipri við annan borð- endann, auðsjáanlega mjög illa haldin. — Ég heilsaði henni og spurði hvað ég gæti gert fyrir hana. Hún lét illa af sjóferðinni, sagðist hafa þjáðst mikið af sjó- veiki, allt frá því hún lagði frá landi á Þórshöfn, og ennþá væri sem allt hringsnerist fyrir henni, þó hún væri komin í land. Veðrið hefði líka verið hið versta alla leiðina. Mér leist strax vel á þessa ungu stúlku. Hún var ákaflega geðþekk, vel klædd peysufötum og þrátt fyrir að skotthúfan væri farin að hallast á aðra hliðina fór hún henni vel. Hana langaði mest í kaffisopa til að hressa sig á, og svo yrði hún fegin að fá að hvílast. Ég flýtti mér að skara í eldinn og hita á katlinum, og þegar ég bar henni kaffið og eitthvað með því, reyndi hún að brosa til mín og spurði hvort ég væri vinnukona hjá skólameistara. Nei eiginlega ekki, ég er dóttir hans. — Það kom ógurlegt fát á Fríðu, en svo var hún kölluð, og hún roðnaði upp í hársrætur, bað innilega afsökun- ar. Henni fannst auðsjáanlega að sér hefði orðið mikið á. Ég bað hana blessaða að lata sér ekki bregða, ég hefði aldrei þekkt betra fólk en vinnukonurnar hennar mömmu, það væri hverri stúlku sómi að líkjast þeim, þess- um yndislegu heiðurskonum, sem oft á tíðum væru bjargvættir heimilanna. Oft rifjuðum við Fríða upp þessi fyrstu kynni okkar. Segja má, að vinátta tækist með okkur við fyrstu sýn, vinátta sem aldrei bar skugga á. Fríða fór nú að spyrjast fyrir um skólann eftir að kaffið fór að hressa hana. Hvenær prófin byrj- uðu og hvort fleiri stúlkur yrðu í heimavistinni. Ég bjóst við að prófin byrjuðu fljótlega, því strandferðaskipið að vestan hefði komið um morguninn, svo nú væri ekki eftir neinu að bíða. Hún sagð- ist kvíða fyrir inntökuprófinu, ef hún hresstist ekki eftir sjóveikina. Reyndi ég að telja í hana kjark, sagði eins og var að kennararnir væru ekki svo strangir við inn- tökupróf í fyrsta bekk, og skóla- meistari leyfði henni áreiðanlega að sitja óreglulega í bekknum ef illa tækist til með prófið. En sennilega yrði hún eina stúlkan í heimavist. Því næst fór ég með Fríðu upp að Brúnahverfi, en svo nefndist herbergið, sem henni var ætlað um veturinn. Köld var þar aðkoman, því þá þekktist hvorki miðstöð né rafmagn í fallega skólahúsinu á brekkunni, en lítill ofn var á heimavistarherbergjun- um. Innanstokksmunir voru þar einnig af mjög skornum skammti, rúmstæði með dýnu, þvottaborð og lestrarborð auk hillu í einu horni, með krókum að neðan til að hengja á föt. Þetta voru öll þæg- indin, sem skólinn veitti, allt ann- að innanstokks urðu nemendur að kaupa. Á vorin voru haldin uppboð á eigum nemenda og keyptu þeir, er erfðu herbergið næsta ár. En nú stóð svo á, að báðir íbúar á Brúna- hverfi fóru alfarnir um vorið, svo enginn var til að kaupa. Geiri blessaður, vinnumaður foreldra minna, var kominn með farangur Fríðu frá skipinu. Sótti hann fyrir mig uppkveikju og eldi- við í skyndi. Áð vörmu spori snarkaði i ofninum og í Brúna- hverfi hlýnaði og Fríða var komin undir mjúku dúnsængina sína. Ég settist á koffortið hennar við rúmstokkinn og við fórum að spjalla saman. Gaman þótti mér að tala við Fríðu. Auðheyrt var að hún var vel greind og talaði óvenju fallegt mál. Kvöldið leið og áður en ég bauð henni góða nótt lofaði ég að vekja hana að morgni og láta hana vita nánar um prófin. Fríða var fædd á Langanesi 16. febrúar 1896. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðson bóndi að Hlíð og Matthildur Illugadóttir Torfa- sonar. Jón faðir Fríðu átti rætur að rekja til S-Þingeyinga en flutt- ist ungur maður norður á Langa- nes. Þar kynntist hann ungu heimasætunni í Hlíð. Nokkru síð- ar gengu þau í hjónaband og tóku við jörð og búi í Hlíð. Þótti Jón ávalt hinn mesti búhöldur og myndarmaður. Þau hjón eignuð- ust þrjú börn, er upp komust: Sig- urð er lengi var kennari á Langa- Halldór Sigurbjörns- son — Minningarorð Þegar fréttin um lát Halldórs Sigurbjörnssonar barst okkur starfsfélögum hans í Rammagerð- inni hf., setti alla hljóða eins og gjarnt er þegar andlátsfrétt berst. Við sem unnið höfum með Hall- dóri um langt skeið sjáum á eftir sérstökum manni, manni sem allir virtu og þótti vænt um er kynnt- ust honum. Halldór starfaði sem sölumaður og innflytjandi ásamt fleiru síð- ustu árin. Það var öllum ljóst að Halldór var mikill sölumaður og sann- gjarn var hann með eindæmum. Það kom ekki sjaldan fyrir að hringt var utan af landi og pant- aðar vörur fyrir verslanir. Ekki var neinn vörulisti lesinn upp, heldur var Dóra fengið sjálfdæmi um val vöru sem kaupa átti. Svo mikið traust var borið til hans. Aldrei svo vitað sé fékk hann kvartanir eða endursendingu vegna misvals í þessum tilfellum. Sömu menn notuðu þessa þjón- ustu Halldórs um áraraðir. Það sem að vinnufélögum hans snýr, þá höfum við misst góðan og ekki síst skemmtilegan samverka- mann. Fyrir utan að fá ekki að sjá hann á morgnana eins og áður, þá verður erfiðara að fá gert við ým- islegt sem laga þarf, því Dóri var sérlega laginn. Halldór bjó til margt sem selt var til ferða- manna, m.a. skútur sem voru að öllu leyti handunnar. Seldi hann skútur þessar í nokkrar verslanir. Það má segja að um leið og ein sending hafi verið afgreidd var tekið við næstu pöntun, svo vinsæl var þessi vara. Énn einn íslenskur minjagripur hverfur af markaðn- um vegna þess að handleiksmaður er genginn. Eitt af mörgu sem Halldór hafði nóg af var sagnagáfa. Þeir sem fengu að hlusta á hann segja frá í afslöppuðu umhverfi þar sem hann var í virkilegu stuði gleyma seint. Það fór svo gott orð af Hall- dóri hvað þetta varðar, að hafður var sérstakur þáttur í útvarpinu, þar sem hann sagði frá og stóð til að taka upp fleiri. Nú að Halldóri gengnum reikar hugurinn til baka og minningar um góðan mann eru geymdar. Þá má fullyrða að allir sem ná þeim aldri er Halldór náði munu eiga þá ósk heitasta að fá að eld- ast eins og hann og vera jafn hress til þess síðasta. Við starfsfélagar Halldórs vott- um aðstandendum okkar innileg- ustu samúð. Starfsfélagar nesi og organisti í sinni sveit, mjög vel gefinn maður og vinsæll í sínu héraði. Hann fór langt fyrir aldur fram og var öllum harm- dauði, er til þekktu. Og Fríðu og Rósu, sem lifir þeirra systkina. Hefur hún um langt árabil starfað hér í höfuðstaðnum. f mörg ár átti Matthildur í Hlíð við erfið veik- indi að stríða. Varpaði það þung- um skugga á heimilið, sem eðlilegt var. Bar Hlíðarfólkið þær byrðar með hetjulund. Sem fyrr getur var Fríða eina stúlkan í heimavistinni þennan fyrsta vetur. Leiddi það til þess að hún var tfður gestur á Huldukoti, en svo nefndist herbergið mitt, sem var á sama gangi í suðvest- urhorni. Kom hún oft á kvöldin með stóru sængina sína og baðst gist- ingar. Var það auðsótt mál. Fríða var ávallt velkomin til mín. Oft var glatt á hjalla í Huldukoti þennan vetur, hlegið og skrafað sér til gamans, því Fríða var kát ung stúlka, sem fann það sem feitt var á stykkinu og hafði frá mörgu skrítnu að segja. Þessar kvöld- stundir með Fríðu að Huldukoti koma oft upp í hugann, er ég minnist Fríðu vinkonu minnar og æskuheimilis míns á Akureyri. Fríða lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri vorið 1917 með loflegum vitnis- burði. Hún hafði stundað námið af kappi og var fyrirmyndar skóla- þegn. Að prófi loknu hvarf hún aftur heim í Hlíð og gerðist kenn- ari á Langanesi og í Þistilfirði. Er hún hugði á frekara nám, lá leiðin til Reykjavíkur. Hún settist á skólabekk í Kennaraskóla íslands og lauk hún þaðan kennaraprófi vorið 1923. Seinna fór hún utan til frekara náms. Eftir heimkomuna var hún eitt ár heimiliskennari að Hurðabaki í Reykholtsdal í Borg- arfirði, en fór þá til Hellissands á Snæfellsnesi og kenndi þar við barnaskólann næstu 6 árin. Árið 1930 fluttist hún til Reykjavíkur og fékk kennarastöðu við Miðbæj- arskólann. Þar kenndi hún í nær fjóra áratugi, eða þar til hún hætti kennslu fyrir aldurs sakir. Henni var mjög umhugað um börnin, sem henni var trúað fyrir, bar til þeirra hlýjan hug og vildi koma þeim til manns. Það blandaðist engum hugur um, sem til þekktu, að þar sem Fríða fór, var kona sem gekk ótrauð til starfa, drengskapar- kona, sem vann öll sín störf af ár- vekni og skyldurækni, svo allir sem áttu samleið með henni virtu hana og báru til hennar hlýjan hug. Fríða var félagslynd og þótti liðtæk til félagsstarfa. Hún var formaður Kennarafélags Miðbæj- arskólans um árabil. í áratugi sat hún í stjórn kvenfélagsins Hvíta- bandsins og var formaður þess merka félagsskapar í mörg ár. Fríða var traustur vinur vina sinna og nánum ættmennum reyndist hún afburða vel. Jóni föð- ur sínum veitti hún skjól eftir að hann brá búi í Hlíð. Var mjög kært með þeim feðginum. Lítil systurdóttir Fríðu, Erla, kom með afa sínum frá Hlíð. Lét Fríða sér mjög annt um litlu frænku sfna og annaðist uppeldi hennar af mikilli alúð. Lauk Erla kennaraprófi frá Húsmæðrakennaraskóla Islands. Hún er nú gift og búsett í Banda- ríkjunum. Eftir að Fríða hætti störfum við Miðbæjarskólann, fannst henni dagurinn oft langur eins og mörg- um, sem hætta verða fyrir aldurs sakir, enn hafa löngun og orku til starfa. Síðustu árin dvaldist hún á hjúkrunar- og elliheimilinu Grund. í fyrstu virtist heilsan í sæmilegu lagi og hún var ánægð með sinn hag. Þegar lengra leið tók heilsu hennar að hraka og síð- ast er ég heimsótti hana þekkti hún mig ekki. Slíkt var mér ofraun. Ég hætti að koma til hennar, þannig getur eigingirnin gert mann að minni manni. Auð- vitað átti ég að sýna Fríðu rækt- arsemi til hinstu stundar. En það er of seint að iðrast, þegar dauð- inn hefur kvatt dyra, eftir það verður engu um þokað. Ég minnist ávallt Fríðu vinkonu minnar með hjartans þökk fyrir órofa tryggð og ótal gleðistundir og bið að mér verði fyrirgefnar mínar yfirsjónir. í Guðs friði. Hulda Á. Stefánsdóttir Þóra Ágústa Ólafs- dóttir — Minning Fædd 19. september 1898 Dáin 25. apríl 1983 Hún tengdamamma er látin. Hún var orðin háöldruð kona og hafði verið við góða heilsu frá því er ég kynntist henni, þar til fyrir rúmum fimm árum er hún veiktist skyndilega og fór á Landakotsspít- ala. Eftir stutta legu þar var hún hjá okkur hjónunum um tíma, síð- an fluttist hún á Sólvang, en var tíður gestur bæði hjá okkur og syni sínum Þorláki, og konu hans, Björgu. Þóra Ágústa lést á Sólvangi þann 25. apríl síðastliðinn, daginn eftir að barnabarnabarn hennar var skírt í höfuðið á henni, og lýsti hún ánægju sinni yfir því. Þóra Agústa fæddist í Reykja- vík þann 19. september árið 1898, dóttir hjónanna Sigríðar Þor- láksdóttur og ólafs Bjarnasonar. Þóra Ágústa var ein af sex börn- um þeirra hjóna. Þóra Ágústa var gift Þórði Sig- urðssyni frá Blómsturvöllum í Garði, en Þórður andaðist þann 12. júní árið 1980 á Hrafnistu í Reykjavík þá orðinn 94ra ára gamall. Þau hjónin eignuðust sex börn: Sigurður Árni, lést á barns- aldri; Sigurður Ragnar, lést árið 1954, þá 27 ára gamall; Helga, gift Roy Stoner, búsett í Kaliforníu; Þorlákur, giftur Björgu Randvers- dóttur, búsettur í Reykjavík; Mar- grét, gift Jóni Guðmundssyni, bú- sett í Hafnarfirði; og Fríða, gift Felix Matzat, búsett í Flórída. Þóra Ágústa var mjög kát og glaðleg kona. Hún var ávallt bros- andi við störf sín og átti marga góða vini. Hún var búin að vinna við matráðskonustörf í yfir fjöru- tíu ár, þar af um þrjátíu ár hjá ameríska-félaginu Hamilton og síðan hjá íslenskum aðalverktök- um á Keflavíkurflugvelli, en hætti þar fyrir um það bil níu árum. Þóra Ágústa var á Elliheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði fjögur síð- ustu árin. Henni þótti gott að vera þar enda var dásamlega vel séð um hana, ásamt öllum öðrum sjúklingum þar, og er það starfs- fólkinu til mikils sóma. Viljum við nota þetta tækifæri til að þakka fyrir alla þá hlýju og umönnun sem Þóra Ágústa naut á 3ju hæð á Sólvangi. Við fráfall hennar er það eftir- sjáin og þakklætið sem bærist með ástvinum hennar og öllum sem þekktu hana. Blessuð sé hennar ástkæra minning. Jón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.