Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 5 25,4% og 2.585 atkvæða aukning: Orðsending til kjósenda Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi orösending frá fram- bjóðendum Sjálfstæöisflokksins í Reykjaneskjördæmi: „Þingmenn, frambjóðendur, formenn fulltrúaráða og formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjaneskjördæmi færa hinum fjölmörgu kjósendum flokksins þar kveðjur og þakkir fyrir víðtækan stuðning og gott brautargengi í alþingiskosningun- um þann 23. apríl sl. Sigur Sjálf- stæðisflokksins í kjördæminu var óvenju glæsilegur. Flokkurinn jók atkvæðamagn sitt frá kosningun- um 1979 um 25,4% og bætti við sig alls 2.585 atkvæðum. Jafnframt vannst nýtt þingsæti og eru þing- menn Sjálfstæðisflokksins nú alls fjórir í kjördæminu. Þessi mikli og góði árangur náð- ist fyrir samstillt átak sjálfstæð- ismanna, mikið og óeigingjarnt starf fyrir kosningarnar og á kjör- deginum sjálfum bæði af hálfu flokksbundinna og óflokksbund- Nýgræðingar í Ijóðagerð 1970—’81 Ný bók eftir Eystein Þorvaldsson ÚT ER komin hjá Irtunni bókin Ný- græðingar í Ijóðagerð 1970—1981, en þart er Ijórtasafn sem Eysleinn Þor- valdsson cand. mag. hefur tekið sam- an. Bókin hefur að geyma úrval ljóða eftir ung skáld sem fram komu á fyrrgreindu tímabili. I henni eru ljóð eftir 36 höfunda og aftast skrá um allar þær ljóðabækur ungra skálda frá þessu skeiði sem til náðist. — Eysteinn Þorvaldsson hefur samið inngangsritgerð sem hann nefnir „Skáldskapurinn í lífinu" og gerir þar grein fyrir megineinkennum ljóðanna. Safninu sjálfu skiptir hann í átta kafla eftir viðfangsefn- um: Vegir ljóðsins, Samskipti, Dags- ins önn, Veruleiki nútímans, Sjón- armið, Ádrepur, Ættjörð og náttúra og Landamæri eru tilbúningur. Af skáldunum 36 eru 14 konur. Flest skáldanna gáfu út ljóðabækur, eina eða fleiri, á áttunda áratugnum, en nokkur hafa aðeins birt ljóð sín í tímaritum. „Markmið ljóðasafnsins er að sýna heildarsvip og megineink- enni bestu ljóða nýrra skálda á næstliðnum áratug," segir Eysteinn Þorvaldsson í inngangi. „Ekki er seilst eftir því að birta sýnishorn sem flestra skálda en vissulega kom til álita að birta ljóð eftir fleiri. Ég vænti þess að þetta ljóðasafn sýni fram á að engu þarf að kvíða um framtíð íslenskrar ljóðagerðar. Átt- undi áratugurinn þarf síst að bera kinnroða vegna framlags síns til ljóðlistarinnar." Nýgræðingar í ljóðagerð er 203 bls. Oddi prentaði. (FréUatilkynninj;) inna stuðningsmanna sjálfstæðis- stefnunnar. Eru öllum þeim sem hönd lögðu á plóginn í þessu efni færðar þakkir fyrir framlag þeirra í þágu flokks og þjóðar." Matthías A. Mathiesen, Gunnar G. Schram, Salome Þorkelsdóttir, Ólafur G. Einarsson, Kristjana Milla Thorsteinsson, Bragi Micha- elsson, Ellert Eiríksson, Helgi Jónsson, Dagbjartur Einarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Jón Ólafs- son, Kristinn Björnsson, Richard Björgvinsson, Þorvaldur Ó. Karls- son, Þór Gunnarsson, Sigurður Bjarnason, Halldór Guðmundsson, Páll Axelsson, Sævar Óskarsson, Gísli Ólafsson. Frá keppni á skólaskákmótinu í félagsmiðstöðinni í Hafnarfiröi. Morgunblaðiö/ Emilía. á mótshaldi, sem nær til grunn- skólanema um land allt. Fyrsti þátturinn hófst í febrúar með skákmótum i grunnskólum, efstu menn á þeim fóru síðan á 25 sýslu- og kaupstaðamót og efstu menn úr þeim á níu kjördæmamót. íslandsmeistararnir fengu í verðlaun skákfáka, sem skornir hafa verið út í tré. Einnig voru í fyrsta sinn veitt verðlaun úr sér- Skólaskák: Arnaldur Loftsson og Andri Áss Grétarsson íslandsmeistarar íslandsmeistarar 1 skólaskák 1983 urðu Arnaldur Loftsson Hlíðarskóla ( yngri flokki og Andri Áss Grétarsson Breiðboltsskóla ( eldri flokki, en landsmótið ( skólaskák fór fram f Eélagsmiðstöðinni ( Hafnarfirði um belgina og mættust þar alls 20 skóla- skákmeistarar úr öllum kjördæmum landsins. Landsmótið fór nú fram i fímmta sinn, en frá upphafi hafa um 20 þúsund grunnskólanemar tekið þátt í þessum samræmdu mótum. Landsmótið er lokaþáttur stökum sjóði til eflingar skákiðk- unar meðal æskufólks, sem Lands- banki íslands stofnsetti og lagði fé í. Verðlaunaféð mun m.a. duga fyrir ferðakostnaði til skákbúða í Svíþjóð og Noregi, og á námskeið i Skákskóla Friðriks Olafssonar. sjómem-Jandsmenn 15% aföLádttur em viieWticxM veticirins Kjgötilhliðar Auðvitað fylgir því viss söknuður - þau hafa jú hlýft við frosti, kulda og sjó- gusum vetrarins. En ekki klæðist maður þeim á balli, leikhúsi eða notalegum veitingastað. Hvað þá á „veiðum í landi“. Þessvegna býður TORGIÐ og HERRA- RÍKIÐ þér í tilefni tímamótanna, 15% afslátt af hinum glæsilegu SIR jakka- fötum, frá 15. maí til 15. júní. SIR - gallinn við hæfi í landi, gallinn, sem gefur „veiðivon“. Austurstr.eti sinu: 27211 Snorrabraut. Qæsboa Hamrabag-Kópavog,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.