Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ1983 Heimsókn í Oy Lohja Ab/Finlux: Þúsund sjónvarpstæki til íslands árlega „Þúsund ... myndlampar ... i færibandi þokast nær.“ Séð yfír hluta verksmiðju Finlux. „Fyrirtækið framleiðir ár hvert um 150.000 sjónvarpstæki og af þeim seljum við að meðaltali um 1.000 til íslands," sagði Sten von Hellens, upplýsingafulltrúi Oy Lohja Ab-fyrirtækisins er blm. var þar á ferð. „Eitt árið seldum við reyndar um 2.000 tæki á íslandi, en það var mjög óvenjulegt ár hjá okkur,“ bætti hann við. Nafnið Oy Lohja Ab segir fólki kannski ekki mikið, en víst er að margir munu kannast við nafnið Finlux. Sjónvarpstæki af þeirri gerð hafa verið seld um margra ára skeið á íslandi og líkað vel. En Oy Lohja Ab framleiðir ekki ein- vörðungu sjónvarpstæki. Fyrir- tækið er með ýmiss konar fram- leiðslu og rafmagnstæki og tölvu- búnaður er aðeins lítið brot af heildarveltu fyrirtækisins, sem er mjög stórt á sviði finnsks bygg- ingariðnaðar. Oy Lohja Ab er gamalt og rótgróið fyrirtæki, stofnsett árið 1897. í dag vinna hjá því um 4.500 manns, en hluthafar eru um 15.000 talsins. Veltan í fyrra var 1,6 milljarðar finnskra marka. Fyrirtækið rekur stóra sem- entsverksmiðju og framleiðir um þriðjung alls sements í landinu. Ennfremur selur það og/eða framleiðir möl, tilbúna stein- steypu, hellusteina, hleðslusteina, einangrunarefni, tilbúin hús, vatnsdælur og ýmislegt annað, auk þess sem mikil áhersla hefur undanfarin ár verið lögð á full- kominn rafeindabúnað. Stolt fyrirtækisins í dag er án efa ný og mjög fullkomin ljósa- tafla, en slíkar töflur verða settar upp á flugvellinum í Helsinki og víðar. Töflurnar eru mjög fyrir- ferðarlitlar, eyða lítilli orku og veita litlum hita frá sér. Mörgum árum hefur verið eytt í rannsóknir og sérhæfðar tilraunir vegna þessa verkefnis og hefur fyrirtæk- ið þegar fengið pantanir erlendis frá. Svo aftur sé vikið að sjónvarps- tækjunum, sem til þessa hafa ver- ið eina vörutegundin, sem fyrir- tækið hefur flutt út til íslands, hófst framleiðsla litatækja árið 1972 eftir að formleg tengsl við Luxor-fyrirtækið sænska voru slitin. Ekki er langt síðan Oy Lohja Ab, sem hefur aðsetur í samnefndum 80.000 manna bæ um klukkustundar akstur frá Hels- inki, keypti Asa-fyrirtækið, en það framleiðir einnig sjónvörp. Þessi kaup voru liður í að auka enn frek- ar framleiðslu og tæknivæðingu fyrirtækisins í rafeindaiðnaði. Að sögn Matti Tempakka, yfir- manns sjónvarpseiningafram- ieiðslunnar, hefur framleiðslan tekið stórstígum framförum á undanförnum árum. Fyrir áratug voru 90% allra sjónvarpstækja verksmiðjunnar send í viðgerð á ábyrgðartímabilinu (6 mánuðir), en í dag er þetta hlutfall innan við 10%. Tæknin við framleiðsluna hefur einnig tekið stórstígum framförum. Fyrir áratug voru um 1.500 mismunandi hlutir í einu sjónvarpstæki og þá var meðal framleiðslutími hvers tækis um 15 klukkustundir. 1 dag hefur eining- unum fækkað niður f 500 og nú tekur aðeins 5 klukkustundir að framleiða hvert tæki. Tæknivæðingin hjá Finlux er mjög mikil og allur aðbúnaður starfsfólks er mjög fullkominn. Mikið er lagt upp úr hreinlæti á vinnustað og hvarvetna sem blm. fór var fólk við hreingerningar- störf af einu eða öðru tagi. Um þriðjungur allrar sjón- varpstækjaframleiðslu verksmiðj- unnar er seldur úr landi. Þótt sal- an sé e.t.v. ekki mjög mikil í stykkjatölu er vert að veita því at- hygli hve víða Finlux-tækin fara. Má sem dæmi nefna, að þau eru mjög hátt skrifuð í Singapore, þar sem allt morar í japönskum raf- magnsvörum. Að sögn Sten von Hellens er nú unnið markvisst að aukinni mark- aðshlutdeild Finlux í Bandaríkj- unum, en að hans sögn tekur lang- an tíma að koma undir sig fótun- um þarlendis. Til þessa hefur meginþorri útflutningsins farið til hinna Norðurlandanna svo og V-Þýskalands, þar sem Quelle- samsteypan hefur verið traustur viðskiptavinur um langt skeið, en forráðamenn fyrirtækisins gera sér vonir um aukna hlutdeild á öðrum mörkuðum í kjölfar ræki- legrar kynningarherferðar. Von Hellens var einnig þeirrar skoðunar, að útflutningur fyrir- tækisins á sjónvörpum hefði ekki aukist nægilega mikið. Markaður- inn í Finnlandi væri nú orðinn mjög mettaður og því væri hreint og beint nauðsynlegt að beina at- hyglinni að öðrum mörkuðum. Bandaríkin væru sérstaklega í sigtinu í þessu efni. Bjartsýni ríkti um góðan árangur, enda hefði gott orð farið af þeim Finlux-tækjum, sem þar hefðu verið seld. A1 - A10 ULKOMAAN LÁHTEVA LIIKENNE UTRIKES AVGAENDE TRARK IN T E R N A TIO N A L OEPARTURES ' ANV LAHTO wm LtMSOttA AVO TID UTQANQ Mum ESTIMATED QATE BOAROINQ Stolt Lohja-verksmiðjanna, fullkomin Ijósatafla, sem þegar hefur vakið verðskuldaða athygli. Heimsókn í ráðgjafa-, hönnunar- og verktakafyrirtækið Ekono: Pappírsverksmiðja á íslandi er skynsamleg fjárfesting nú „Það er fyllsta ástæða til að undirstrika, að við höfum mjög mikinn áhuga á samvinnu við íslendinga á verkefnum í þróunarlöndunum Ld. þar sem um er að ræða jarðvarma. Þekking íslendinga á því sviði er margfalt meiri en nokkru sinni okkar, en við höfum hins vegar betri tækniþekkingu á mörgum sviðum. Með því að leggja þessa tvo þætti saman teljum við ekki nokkurn vafa á, að þjóðirnar tvær gætu átt blómlegt samstarf,“ sögðu þeir Pentti Rouhinainen, Yngve Nygárds og Kai Vesterlund hjá ráðgjafa-, hönnunar- og verktakafyrirtækinu Ekono, er blm. var þar á ferð. Trjákvoðuverksmiðjan, sem Ekono byggði í Kóreu, er eitt helsta stolt fyrirtækisins, ekki endilega verksmiðjan sjálf heldur sú staðreynd aö hún var reist við erfiðar aðstæður og hefur reynst mjög arðbær. Það er hreint ekki daglegt brauð að sjá íslenska fánann er- lendis og því vakti það upp þjóð- erniskenndina, að sjá íslenska fánann blakta við hún fyrir framan aðaiinngang fyrirtækis- ins í Esbo. Ekono-fyrirtækið tengist annars íslandi einkum að því leytinu til, að leitað hefur verið til þeirra vegna hugsan- legrar byggingar pappírsverk- smiðju á fslandi. Nygárdas taldi slíka fjárfestingu mjög viturlega á þessum tímum, því markaður- inn færi æ stækkandi í Mið- Evrópu, ekki kannski hvað síst fyrir tilstilli náttúruverndar- samtaka, sem barist hafa fyrir friðun skóganna. „Timbrið er hægt að fá frá lítt- eða með öllu ónýttum skóg- um í Kanada, orkan er næg á íslandi og markaðurinn vex stöðugt í Evrópu. Ég veit ekki hvað er hægt að hugsa sér það betra," sagði hann. Umræður um slíka verksmiðju á íslandi munu tiltölulega skammt á veg komnar, en að sögn þremenninganna myndi slík verksmiðja veita a.m.k. 200 manns atvinnu ef miðað væri við verksmiðju, sem afkastaði 150.000 tonnum á ári. Minni verksmiðja myndi tæpast verða mjög arðbær. „jslendingar þurfa ekki að óttast mengun verðum við hafðir með í ráðum því Ek- ono leggur geysilega áherslu á fullkomnar mengunarvarnir í öllum þeim verkefnum, sem fyrirtækið tekur að sér,“ sagði Rouhinainen. Ekono er mjög stórt fyrirtæki og hjá því starfa um 650 manns. Fyrirtækið er ákaflega fjölhæft og í þeirri staðreynd er e.t.v. að finna stærstu kostina umfram keppinautana, sem margir hverjir einskorða sig við þrengra svið. Þá kom það fram hjá Vest- erlund, að einmitt sakir fjöl- hæfninnar hefði Ekono fundið lítið fyrir þeim efnahagslegu þrengingum, sem verið hafa um allan heim á undanförnum ár- um. Tók hann sem dæmi tvö bandarísk ráðgjafafyrirtæki, mjög virt á alþjóðamarkaöi, sem orðið höfðu að segja upp stórum hluta starfsfólks síns vegna þrenginga. Slíkt væri með öllu óþekkt hjá Ekono og árið í fyrra sagði hann hafa verið sérstak- lega gott og allt benti til þess að í ár yrði afkoman enn betri. Ekono er rótgróið fyrirtæki og starfsemi þess nær allt aftur til ársins 1911. Nú á það dótturfyr- irtæki í Bandaríkjunum, Kan- ada, Kóreu, Austurríki og Spáni. Þá er Ekono nú t.d. að vinna að 25 ára áætlun um raforkudreif- ingu í Zambíu. Einnig sakar ekki að nefna skipulagningu og hönn- un 40.000 manna bæjar, sem reisa á frá grunni í Líbýu. Vesterlund sagði Ekono vera sérstaklega stolt af afrekum sín- um í Kóreu. Þar hefði verið kom- ið upp trjákvoðuverksmiðju við mjög erfiðar aðstæður. Hún hefði strax að sex mánuðum liðnum farið fram úr áætlunum um afköst og sýnt sig vera mjög arðbæra. Þetta væri ekki hvað síst ánægjulegt fyrir þá sök, að Svíar hefðu síðan 1966 verið að byggja sambærilega verksmiðju í Víetnam, en henni væri enn ekki lokið. Ekono er sem fyrr sagði með mjög alhliða ráðgjafaþjónustu á öllum hugsanlegum sviðum framkvæmda. „Það eina, sem við ekki bjóðum upp á er arkitekt- úr-þjónusta því við viljum að viðskiptavinurinn fái að hafa hönd í bagga á þeim vígstöðv- um,“ sagði Nygárdas. Frá upphafi mun fyrirtækið hafa tekið að sér um 10.000 mis- munandi verkefni og þau eru ófá verkefnin, sem Ekono hefur átt þátt í í Finnlandi. Nægir þar að nefna allar fjarvarmaveitur landsins, neðanjarðarlestina í Helsinki, kjarnorkuver landsins, olíugeymslur neðanjarðar og nánast allt, sem nöfnum tjáir að nefna á framkvæmdasviðinu. „Við erum að sjálfsögðu mjög ánægðir yfir því, að til okkar skuli hafa verið leitað vegna hugsanlegrar trjákvoðuverk- smiðju á íslandi. Við teljum, að leitir þú til Ekono þurfir þú ekki að leita annað. Við tökum aila þætti framkvæmdanna að okkur ef svo ber undir. Ekono býður í mörgum tilvikum upp á ódýrari ráðgjöf en margir aðrir keppi- nautar, ekki síst vegna þess að tæknin er mikil hjá okkur við alla gagnaúrvinnslu og við þurf- um því færri vinnustundir til rannsókna. Við erum þeirrar skoðunar, að enginn verði svik- inn sem leitar ráða hjá okkur," sögðu þremenningarnir er blm. kvaddi bá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.