Morgunblaðið - 10.05.1983, Side 29

Morgunblaðið - 10.05.1983, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1983 37 Kristín Pálsdótt- ir — Minningarorð Fædd 1. desember 1913 Dáin 2. mai 1983 Að morgni 2. maí andaðist á Borgarspítalanum Kristín Páls- dóttir, eftir erfiða sjúkrahúslegu. Kynni okkar Kristínar hófust er hún flutti vorið 1970 að Hraunbæ 94, en þar bjó ég ásamt fjölskyldu minni. Þetta voru erfið tímamót í lífi hennar, 8 árum áður hafði hún misst eiginmann sinn, Jón S. Jónsson, og nú var hún búin að selja húsið í Efstasundi 18, þar sem þau hjón höfðu búið ásamt börnum sínum 3, Birgi Karel, Ragnhildi Valgerði og Sigurjóni Pétri. Birgir var þá í framhaldsnámi og kvæntur Láru Jónasdóttur. Hann er nú sjúkraþjálfari að Reykjalundi. Ragnhildur, hár- greiðslukona, giftist skömmu síð- ar Sigurjóni Bláfeld, ráðunauti, og búa þau nú að Ingólfshvoli í ölf- usi. Sigurjón Pétur var þá ungl- ingur en býr nú einnig að Ing- ólfshvoli ásamt unnustu sinni, Guðrúnu Hálfdánardóttur. Við Kristín urðum brátt góðar vinkonur, aldursmunurinn skipti engu, þar var ekkert kynslóðabil. Eg skildi það ekki fyrr en löngu seinna þegar hún sýndi mér hvar hún hafði átt heima, hve henni var mikil eftirsjá í húsinu og einkum garðinum þar sem þau hjón höfðu eytt drjúgum tíma við gróðursetn- ingu og ummönnun trjáa og plantna. Þegar ég flutti úr Hraunbænum fyrir 3 árum og eignaðist minn eigin garð naut ég ráðlegginga Kristínar og hún var með mér þegar ég keypti fyrstu laukana. Kristín var mjög þægileg í allri umgengni og viðmótsþýð og öllum í húsinu líkaði vel við hana, jafnt börnum sem fullorðnum. Nokkru eftir að hún flutti í Hraunbæinn hóf hún störf hjá litlu fyrirtæki í hverfinu en bauðst fljótlega starf sem hún lengi hafði haft augastað á. Það var á saumastofu Áklæðis og gluggatjalda. Kristínu líkaði mjög vel í vinnunni og það var engu lík- ara en hún ætti í fyrirtækinu svo mjög bar hún hag þess fyrir brjósti. Hún bar mikla virðingu fyrir vinnuveitendum sinum og meðal starfsfólksins eignaðist hún góða vini. Kristín varð að notast við strætisvagna til að komast í og úr vinnu og oft dáðist ég að dugn- aði hennar á veturna, þegar hún braust út í hvaða veður sem var til þess að komast til starfa. Ef það var ófærð eða hálka fór hún alltaf fyrr af stað til þess að vera viss um að komast í vinnuna á réttum tíma. Þær eru ófáar stundirnar sem við áttum saman, ýmist yfir te- bolla og spjalli eða hannyrðum. Þar áttum við sameiginlegt reglulega af ölmm fjöldanum! áhugamál og var margt brallað í þeim efnum. Oft fórum við í öku- ferðir og þá var farið eitthvað út í náttúruna eða í gróðurhús, hún var sannkallað náttúrubarn, unni öllum gróðri og var mikill dýra- vinur. Kristín var mjög frændrækin og vinmörg. Það sást best á því hve margir hringdu til hennar, komu eða buðu henni með sér eitt og annað. Það var nefnilega gaman að gera eitthvað fyrir Kristínu, hún var alltaf í góðu skapi og svo innilega þakklát fyrir það sem fyrir hana var gert. Kristín bar mikla umhyggju fyrir börnum sínum, tengdabörn- um og barnabörnunum 8 og reynd- ist þeim í alla staði vel. Sínar bestu stundir átti hún á Ingólfshvoli með börnum sínum og fjölskyldum þeirra. Sú hlýja og velvild sem frá Kristínu streymdi mun mér og fjölskyldu minni seint líða úr minni. Ég þakka forsjóninni fyrir að hafa kynnst Kristínu, þessari fal- legu og gjafmildu konu. Við hjónin vottum börnum hennar og að- standendum öllum okkar dýpstu samúð. Erla Er við kveðjum Kristínu Páls- dóttur eftir tæpra tíu ára starf á saumastofu fyrirtækis okkar lát- um við hugann reika og rifjum upp minningar um samstarf lið- inna ára. Á vinnustað þar sem margir vinna er mikilvægt, að fólk eigi gott með að starfa saman og sé gætt ákveðnum léttleika. Með sinni hæglátu og ljúfu framkomu átti Kristín mikinn þátt í að skapa þann anda sem ríkt hefur á saumastofu fyrirtækisins. Hún var vandvirk kona og ávallt til- búin að greiða hvers manns vanda. Kristín kvartaði aldrei en hana hefur eflaust grunað að hverju dró þegar hún ákvað að draga sig í hlé á síðasta ári eins og hún orðaði það. Ekki hvarflaði þá að okkur, að veikindi hennar væru svo al- varleg. Öllum er Kristínu þekktu verð- ur hún harmdauði. Sorgin er sár en minningin er hlý. Börnum hennar ög barnabörn- um svo og öðrum vandamönnum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Samstarfsfólk og eigendur Áklæði og gluggatjöld. Kosin tölva ársins VICTOR hefur sigrað! Engan þarf að undra þótt VICTOR- tölvan hafi verið kosin míkrótölva ársins 1982 af blaðamönnum bandarískra og evrópskra tölvutímarita. Tæknileg fullkomnun, fallegt útlit og mikil afkastageta tölvunnar réðu úrslit- um. f Evrópu selst heldur engin 16 bita míkrótölva eins vel og VICTOR um þess- ar mundir. VICTOR, sem einnig er þekkt undir nafninu SIRIUS, er hönnuð af snillingn- um Chuck Peddle, en hann er oft nefnd- ur faðir míkrótölvunnar. Tæknileg fullkomnun VICTOR 9000-töIvunnar felst meðal annars í því að hún er með stærra innra minni (um 1 VICT milljón tákna), betri upplausn á skermi (400x800 punkta) og meira diskettu- rými (um 2,4 milljónir tákna) en flestar aðrar míkrótölvur á markaðnum. Með hörðum diski fer ytra minnið meira að segja upp í 11,2 milljónir tákna. Hraði og öryggi í vinnslu er meiri en almennt gerist og umfram allt, ÞAÐ ER HÆGT AÐ FÁ FYRIR TÖLVUNA FORRIT FYRIR FLESTAR ÞARFIR. Lítið inn hjá okkur og skoöið þessa fjöl- hæfu verðlaunatölvu, eöa skrifiö eftir upplýsingum. Verið velkomin í hóp ánægðra VICTOR-eigenda. / S Nafn: / / J Heimili:_____ VICTOR / Vinnustaöur: /_______________ Sími: • Vinsamlegast sendið t upplýsingar. □ tlnnkaup) TDLVUBUDIN HF Skipholtl 1. Sími 25410

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.