Morgunblaðið - 01.06.1983, Page 23
23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983
keppni er næg. Sveitarfélög ákveði
sjálf gjaldskrár þjónustufyrir-
tækja sinna.
5. Búvöruverð
Laun bónda og verkafólks hans
á verðlagsgrundvelli landbúnaðar-
afurða skulu ekki hækka umfram
þau mörk sem almennum launa-
breytingum eru sett. Með breyt-
ingar á búvöruverði skal að öðru
leyti fara með á sama hátt og önn-
ur verðlagsmál.
6. Fiskverð
Verð á þeim fiskitegundum, sem
tilgreindar eru í tilkynningu Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins nr.
4/1983 skal ekki hækka að meðal-
tali umfram mörkin sem sett eru
almennum launabreytingum.
7. Vextir og verðtrygging
Vextir lækki í samræmi við
verðbólgustig síðar á árinu, svo
fljótt sem árangur af hjöðnunar-
aðgerðum gegn verðbólgu leyfir.
Grundvöllur lánskjara verði
endurskoðaður og stefnt að lengri
lánstíma.
8. Húsnæðismál
Lán Byggingarsjóðs ríkisins til
þeirra, sem byggja í fyrsta sinn,
hækki um næstu áramót. Jafn-
framt verði húsnæðislánakerfið
eflt svo á næstu árum, að lán þessi
geti numið allt að 80% af bygg-
ingarkostnaði staðalíbúðar. Sam-
svarandi hækkun verði til þeirra,
sem kaupa íbúð í fyrsta sinn.
9. Ríkisfjármál og
erlendar lántökur
Að óbreyttu eru horfur á veru-
legum halla ríkissjóðs á árinu
1983. Leitað verði allra leiða til að
hallinn verði sem minnstur.
Auknum útgjöldum ríkissjóðs
vegna þeirra aðgerða sem ákveðn-
ar eru til þess að styrkja stöðu
þeirra sem lakast eru settir, verði
eins og frekast er unnt mætt með
sparnaði og aðhaldi í opinberum
rekstri.
Gerð fjárlaga fyrir árið 1984
miðist við að ná jafnvægi á ný í
ríkisfjármálum.
Gagnger endurskoðun fari fram
á ríkisfjármálum við undirbúning
og gerð fjárlaga framvegis, með
það fyrir augum að draga úr ríkis-
umsvifum og útgjöldum. Skipan
tolla og aðflutningsgjalda verði
einfölduð, uppsöfnunaráhrifum
eytt og stefnt að lækkun þeirra.
Aðhalds verði gætt í erlendum
lántökum og þær bundnar við hag-
kvæmar framkvæmdir.
Atvinnuvegirnir
1. Almennt
Til þess að auka hagvöxt og at-
vinnuöryggi verður áhersla lögð á
að efla atvinnustarfsemi og at-
vinnuuppbyggingu. I því skyni
verða m.a. starfsskilyrði atvinnu-
veganna jöfnuð og samkeppnis-
staða íslenskra atvinnugreina
styrkt. Skattalögum verði breytt
þannig, að þau örvi fjárfestingu og
eiginfjármyndun í atvinnulífinu.
í einstökum atvinnugreinum
verður m.a. lögð áhersla á eftir-
greindar aðgerðir:
2. Sjávarútvegur
Afrakstur fiskstofna og hag-
kvæm nýting fiskiskipastólsins
haldast í hendur. Átak verði gert
til veiða á fleiri tegundum nytja-
fiska. Verðlagning sjávarafla fari
eftir gæðum, en það er forsenda
fyrir bættri vöruvöndun og auk-
inni ábyrgð framleiðenda og út-
flytjenda sjálfra.
Rannsóknir í fiskiðnaði og haf-
rannsóknir verði efldar í sam-
vinnu við fyrirtækin sjálf og með
þátttöku þeirra. Auknar verði að-
gerðir til orkusparnaðar við veiðar
og vinnslu.
Samstarfi verði komið á við ná-
grannaþjóðirnar um að tryggja
hámarksafrakstur þeirra fisk-
stofna, sem fara á milli auðlinda-
lögsögu þjóðanna.
Ráðstafanir verða gerðar án
tafar til þess að mæta rekstrar-
vanda sjávarútvegsins. Jafnframt
verður gerð ítarleg athugun á því,
hvað gera má til þess að auka hag-
kvæmni í útgerð og vinnslu.
Verðjöfnunarsjóður fiskiðnað-
arins verði efldur, og honum ein-
göngu beitt til þess að jafna sveifl-
ur á verði sjávarafurða.
3. Landbúnaður
3.1. Unnið verði að aðlögum bú-
vöruframleiðslunnar að mark-
aðsmöguleikum og dregið úr þörf
fyrir útflutningsbætur, þannig
að þær fari lækkandi.
3.2. Lög um Framleiðsluráð
landbúnaðarins verði endurskoð-
uð, meðal annars með tilliti til
eftirfarandi atriða:
1. Skipulagningar búvörufram-
leiðslunnar eftir héruðum eða
framleiðslusvæðum, þar sem
tekið er tillit til framleiðslu-
skilyrða, markaða, landgæða
og hóflegrar landnýtingar.
2. Breytinga á verðlagningar-
kerfinu.
3. Meiri hagkvæmni í verslun
með garðávexti.
3.3. Lögð verði áhersla á nýjung-
ar í vinnslu- og sölustarfsemi
landbúnaðarafurða og hagræð-
ingu til að draga úr vinnslu- og
dreifingarkostnaði.
3.4. Nýjar búgreinar, svo sem
loðdýrarækt, fiskeldi o.fl., verði
efldar, og stærri hluti fjárveit-
inga til landbúnaðar renni til
þeirra.
3.5. Með þessum og öðrum nauð-
synlegum ráðstöfunum verði
unnið gegn byggðaröskun og ha-
gur bændastéttarinnar tryggður.
4. Iðnaður
Unnið verði að því að bæta
starfsskilyrði iðnaðar. Meðal ann-
ars verði það gert með bættum
skilyrðum til eiginfjármyndunar,
greiðari aðgangi að rekstrarlánum
og fjármagni til fjárfestingar,
endurbótum í skatta- og tollamál-
um, hagnýtri rannsóknarstarf-
semi af hálfu hins opinbera, af-
námi verðlagsákvæða í samkeppn-
isiðnaði, innkaupastefnu opin-
berra aðila o.fl.
Gerðar verði sömu gæða- og ör-
yggiskröfur til innfluttrar vöru og
islenskrar framleiðslu. Jafnframt
verði gerðar ráðstafanir, sem
milliríkjasamningar leyfa, til
verndar innlendum iðnaði gegn
óeðlilegum styrktaraðgerðum og
undirboðum.
5. Orkumál og orku-
frekur iðnaður
Orkulindir landsins verði hag-
nýttar til að leggja grundvöll að
nýrri framfarasókn þjóðarinnar.
Við byggingu orkuvera sé þess
gætt, að samræmi sé á milli mark-
aðsöflunar fyrir orku og virkjun-
arframkvæmda.
Samningar verði teknir upp að
nýju við svissneska álfélagið um
verulega hækkun raforkuverðs og
önnur atriði. t tengslum við fjár-
málalega endurskipulagningu
Járnblendifélagsins verði kannað-
ir möguleikar á þriðja eignaraðila.
Nýjum aðilum verði gefinn kostur
á eignaraðild í Kísilmálm-
verksmiðjunni.
Endurskipulagning
í stjórnkerfi
og peninga- og
lánastofnunum
1. Stjórnkerfið
Til þess að gera stjórnkerfið
virkara og bæta stjórnarhætti,
mun ríkisstjórnin beita sér fyrir
breytingum á stjórnkerfinu.
Markmið slíkra stjórnkerfis-
breytinga er að einfalda opinbera
stjórnsýslu, bæta hagstjórn og
samræma ákvarðanir í opinberri
fjárfestingu, draga úr ríkisum-
svifum og efla eftirlit löggjafar-
valds með framkvæmdavaldinu.
M.a. verði:
1. Lagt fyrir Alþingi frumvarp að
nýjum lögum um Stjórnarráð
íslands.
2. Ríkisendurskoðun breytt á
þann veg, að hún heyri undir
Alþingi.
3. Rekstrarlegt eftirlit með ríkis-
fyrirtækjum eflt, t.d. með
auknu markaðsaðhaldi.
4. Stefnt að því að auka útboð við
opinberar framkvæmdir.
2. Peninga- og lánastofnanir
Mikilvægt er að tryggja aukna
arðgjöf framkvæmdafjár, treysta
innlendan sparnað og endurskoða
sjóða- og bankakerfið. I því sam-
bandi verði unnið að eftirfarandi
málum:
1. Komið verði í veg fyrir óhóflega
útþenslu í bankakerfinu með
heildarlöggjöf • um banka og
sparisjóði. Yfirstjórn banka-
mála verði færð í eitt ráðu-
neyti.
2. Núverandi afurða- og rekstr-
arlánakerfi verði endurskoðuð,
m.a. með það í huga, að þau
verði á vegum viðskiptabanka.
3. Unnið verði að endurskipulagn-
ingu fjárfestingarsjóðakerfis-
ins. Stefnt verði að fækkun
sjóða með sameiningu þeirra til
að draga úr kostnaði og gera
starfsemi þeirra heilsteyptari,
m.a. með samræmingu láns-
kjara.
4. Áhersla verði lögð á fjölbreytt-
ari sparnaðarform fyrir al-
menning, t.d. samningsbundinn
sparnað tengdan rétti til hús-
næðislána.
5. Frjálsræði í gjaldeyrisverslun
verði aukið og réttur til að eiga
fé á innlendum gjaldeyrisreikn-
ingum rýmkaður.
6. Lög um Framkvæmdastofnun
ríkisins verði endurskoðuð.
Verkefni áætlanadeildar verði
færð til annarra stofnana.
Framkvæmdasjóði verði mörk-
uð staða í tengslum við endur-
skipulagningu sjóðakerfisins.
Lánastefnu Byggðasjóðs verði
breytt í samræmi við upphaf-
legan tilgang, samhliða því sem
sjálfvirkni í lánveitingum verði
afnumin.
Utanríkismál
Meginmarkmið utanríkisstefnu
Islendinga er að treysta sjálfstæði
landsins og gæta hagsmuna þjóð-
arinnar. Það verði m.a. gert með
þátttöku í norrænu samstarfi,
varnarsamstarfi vestrænna þjóða,
alþjóðasamvinnu um efnahags-
mál, starfi Sameinuðu þjóðanna
og stofnana, sem þeim eru tengd-
ar. Á alþjóðavettvangi beiti Island
sér fyrir aukinni mannúð, mannr-
éttindum og friði.
Stefna Islands í afvopnunar-
málum miðist við að stuðla að
gagnkvæmri og alhliða afvopnun,
þar sem framkvæmd verði tryggð
með alþjóðlegu eftirliti.
Standa þarf vörð um fyllstu
réttindi Islands innan auðlinda-
lögsögunnar, og réttindi landsins
á hafsbotnssvæðunum utan henn-
ar verði tryggð svo sem alþjóðalög
frekast heimila.
Ríkisstjórnin leggur áherslu á
velferð, jafnræði, öryggi, mennt-
un, félagslegar umbætur og góða
heilbrigðisþjónustu. Ríkisstjórnin
mun á starfstíma sínum vinna að
þessum og öðrum framfaramál-
um. 26. maí 1983.
Starfsmanna-
félag Útvegs-
bankans 50 ára
Starfsmannafélag Útvegsbankans
var stofnað 1. júní 1933 og er því 50
ára um þessar mundir.
Félagið var stofnað til þess að
gæta hagsmuna og réttinda
starfsfólks bankans og kjara- og
hagsmunamálum bankamanna,
efla félagslega samstöðu og vinna
að aukinni menntun stéttarinnar.
Á 50 ára starfsferli sínum hefur
félagið marga hildi háð, m.a. stóð
félagið fyrir fyrsta verkfalli
bankamanna, en það var 2. nóv-
ember 1964, til að mótmæla póli-
tískum stöðuveitingum í bankan-
um. Eftir þetta verkfall tókust
samningar milli bankamanna og
yfirstjórnar bankanna um að
auglýsa allar stöður nema banka-
stjórastöður í aðalbanka og var
fyrirheit gefið um að bankamenn
skyldu að öðru jöfnu hljóta aug-
lýstar stöður.
Á árinu 1935 stofnaði Starfs-
mannafélag Útvegsbankans og Fé-
lag starfsmanna Landsbanka Is-
lands Samband íslenskra banka-
manna, sem í dag er stéttarfélag
bankamanna með 17 aðildarfélög-
um. Auk þessa átti félagið þátt í
stofnun Bankamannaskólans og
hefur tekið virkan þátt í eflingu
hans.
Á afmælisdegi Starfsmannafé-
lags Útvegsbankans 1. júní ætlar
félagið að gera sér dagamun og
mun halda félagsmönnum sínum
kaffisamsæti, þar að auki mun
viðskiptamönnum Útvegsbankans
verða boðið upp á kaffi og meðlæti
í afgreiðslusölum bankans.
(FrétUtilkynning )
Norrænt þing um
félagslækningar
2.-4. júní 1983 verður haldið á
Hótel Loftleiðum norrænt þing
um félagslækningar (socialmedi-
cin).
Meðal viðfangsefna sem fjallað
verður um á þessu þingi má nefna:
—tafengissýki. — atvinnuleysi og
heilsufar — faraldsfræðilegar
rannsóknir og heilsuvernd — heil-
brigðisþjónusturannsóknir —
endurhæfingu og örorku.
Að lokinni stuttri setningarat-
höfn flytur prófessor Tómas
Helgason dr. med. erindi:
„Alkoholmisbrugets epidemio-
logi.“
Akureyri:
Píanótónleikar
og námskeið
HJÓNIN Anna Málfríður Sigurð-
ardóttir og Martin Berkofsky
píanóleikarar halda tónleika í sal
Tónlistarskólans á Akureyri,
fimmtudaginn 2. júní, og hefjast
tónleikarnir kl. 20.30.
Á tónleikunum flytja þau tón-
list eftir Schubert fyrir fjórar
hendur.
Öllum ágóða af tónleikunum
verður varið til að fjármagna
píanónámskeið Martins Ber-
kofsky, sem stendur yfir á Akur-
eyri um sama leyti.
Þátttakendur á námskeiði Ber-
kofsky, dagana 30. maí til 12. júní,
koma víða af landinu og í lok nám-
skeiðsins er fyrirhugað að þátt-
takendur leiki opinberlega á 1—2
tónleikum.
^^skrtftar-
síminn er 83033
MAZDAeigendur
Komið meö bílinn reglulega í skoðun á 10.000 kílómetra
fresti eins og framleiðandi Mazda mælir með. í þessari
skoðun er bíllinn allur yfirfarinn og vélin stillt, þannig að
benzineyðsla veröur I lágmarki. Þetta er mikilvægt atriói
meó stórhækkandi benzínverði.
Athugið ennfremur að viö önnumst alla smurþjónustu
fyrir Mazda bíla. Allar skoóanir og viðgerðir eru færóar i
þjónustubók, sem skal ætló fylgja bílnum og er hún því
heimild um góða umhirðu við endursölu.
MAZDAeigendur
Látið sérþjálfaða fagmenn Mazda verkstæðisins ann-
ast skoðanir og viðhald bílsins, það margborgar sig.
Leitið upplýsinga og pantið tíma í sfmum 81225 og
81299.
BÍLABORG HF
Smiðshöfða 23, sími 812 99.