Morgunblaðið - 05.06.1983, Side 3

Morgunblaðið - 05.06.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983 3 Valdimar Björnsson á fundi í Íslensk-ameríska félaginu. Telja seli við Vestfirðina Verðlaun greidd fyrir 4.500 selakjamma í fyrra Skip Hafrannsóknarstofnunarinnar, Dröfn, heldur í leiöangur á mánudag, og verða þá taldir selir á svæðinu frá Barða að Jökulfjörðum, rækja merkt og kannað hvernig klak rækju viö Vestfirði hefur tekist. „ÞEGAR maður kemur aftur hingað eftir 6 ár og sér allar þess- ar nýju byggingar og aðrar sem eru enn í smíðum, þá fer maður að íhuga hvernig þetta sé með öng- þveitið hér í efnahagsmálunum. Yfirborðið er náttúrlega eitt, en það sem undir býr annað, maður veit að tölurnar segja sitt. Það er kannski táknrænt að þegar loks tókst að mynda þingræðislega stjórn, þá fór að gjosa undir Vatnajökli. Kannski er það góðs viti, alla vega vonar maður það,“ sagði Valdimar Björnsson, fyrr- verandi fjármálaáðherra Minn- esota-ríkis í Bandaríkjunum, í samtali við Morgunblaðið í gær, en Valdimar hefur ásamt konu sinni dvalist hér á landi undan- farin mánuð og meðal annars tal- að á fundi í íslensk-ameríska fé- laginu og brugðið ser til Skot- lands meðan á dvöl hans hefur staðið hér. Valdimar sagði að dvöl hans og konu hans hér hefði verið hin ánægjulegasta í alla staði. Hann hefði hitt mikið af gömlum vinum og kunningjum og þegar komið væri að brottförinni, þá hefði hann ekki komist yfir að hitta nema lítinn hluta þess fólks sem hann hefði gjarna viljað hitta og endurnýja kynnin við. Valdimar lét af störfum sem. fjármálaráðherra Minnesota-rík- is í byrjun árs 1975, eftir að hafa gegnt embættinu í 22 ár. Síðan hefur hann verið á eftirlaunum, en hann verður 77 ára a höfuðdag í sumar, er fæddur 1906. Hann sagðist fást við að semja og þýða eitt og annað þær stundir sem gæfust og auk þess hefði hann talsvert reynt að aðstoða fólk, sem vildi finna ættingja sína hér á landi. „Áhugi á ættfræði hefur mikið aukist vestra, þó það sé of sterkt til orða tekið að segja að um æði sé að ræða. Löngun fólks til að öðlast skilning á uppruna sínum er orðin almenn í Banda- ríkjunum og gætir þar talsvert áhrifa frá bók blökkumannsins Alex Haley, Roots, eða Róta. Þó að sambræðsla eigi sér stað í bandarísku samfélagi og fólk verði meira amerískt ef svo má að orði komast, eykst um leið áhugi þess á því að öðlast vitneskju um rætur sínar og á að læra móður- mál forfeðra sinna,“sagði hann. „Það hefur verið einsök ánægja að vera hérna einu sinni enn, koma hingað að vori til og dvelj- ast hér í sólinni og birtunni," sagði Valdimar Björnsson að lok- um. Að sögn Sólmundar Einarsson- ar fiskifræðings hafa selir verið taldir á sama svæði undanfarin ár og því ætti með samanburði að vera hægt að sjá hvort selastofn- inum fleygði fram. Mikið seladráp hefði verið stundað á Vestfjörðum og væri svo enn, og kynni það að hafa haft áhrif á selafjölda á þess- um slóðum, en reiknað er með að þar séu á annað þúsund selir. Sólmundur sagði að verðlaun hefðu verið greidd fyrir um 4.500 selakjamma á landinu öllu í fyrra, en aðeins brot af vegnum sel næð- ist, svo drápið væri miklu meira. Að sögn Sólmundar verður rækja merkt í ísafjarðardjúpi. Merking af þessu tagi hefði einu sinni áður verið gerð hér við Iand, 1972, til þess að kanna göngur, en ekki þótt takast nógu vel. „Áhugi á ættfræði hefur mikið aukist vestra" — segir Valdimar Björnsson í samtali við Morgunblaðið Sjómannadagsblað Vestmannaeyja Sjómannadagsblað Vestmannaeyja tSÍSSÍÍSS* SJÓMANNADAGSBLAÐ Blaðiö er 150 .iöir J .tærð og VESTMANNAEYJA 1983 ritstjórar eru Sigmar Þór Svein- björnsson og Ágúst Bergsson. Höf- undar að efni blaðsins eru séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson, Sig- urgeir Kristjánsson, Guðjón Ár- mann Eyjólfsson, Árni Johnsen, Arnar Sigurmundsson, Arnmund- ur Þorbjörnsson, Jón í. Sigurðsson, Kristinn V. Pálsson, viðtal Sigur- geirs Ólafssonar við Einar Svein Jóhannesson, Eyjólfur Gíslason, Kristján Ólafsson, Gísla Jónasson, viðtal Sigurgeirs Jónssonar við Hörð Jónsson aflakóng íslands 1983. Þá er minning látinna, fjöldi greina um ýmislegt er lýtur að starfi sjómanna, en greinarnar í blaðinu fjalla um ýmsa atburði og blaðið er ríkulega myndskreytt af gömlum og nýjum myndum. Forsfða Sjómannadagsblaðs Vest- mannaeyja með mynd Sigurgeirs Jón- assonar. Við tókum nokkra farþega tali 1. júní og spurðum: „Hvað finnst þér um sumarleyfið hér?“ „Lignano er stórkostlegur staöur sem mætir kröf- um jafnvel vandlátustu viöskiptavina. Allt um- hverfið og aöstaöan vekur ánægju og vellíöan. Viö getum ekki sett út á neitt." Jónína Benediktsdóttir og Stefán E. Matthíasson, Spóahólum 20, Reykjavík. „Lignano er dýrðlegur staöur fyrir þá sem vilja hvila sig en einnig njóta lífsins. Snyrtimennska er einstök, svo og öll þjónusta, annars heföum viö ekki komið hingaö aftur.“ Ragna Pálsdóttir og Kjartan Bjarnason, Gnoóarvogi 56, Reykjavík. „Lignano býöur uþp á allt sem öll fjölskyldan kýs og óskar sér og öll þjónusta og fararstjórn frábær. Þess vegna erum viö komin hingað aftur Birgir Örn Birgis og fjölskylda, Dalalandi 10, Reykjavík. ,n kýs .............. se >rn er Sendum öll bestu kveðjur úr þessari sumarparadís. GULLNA STRONDIN býður þér f 10 ára afmælisveislu Útsýnar f Lignano Þú átt dýrðlega daga í vændum í Lignano. Hér hjálpast allJTaö til að gera sumarleyfió yndislegt: gistiaðstaða og þjónusta í sérflokki, friðsælt fag- urt umhverfi, allt svo hreint og baöaö í blómum, frábært loftslag, hrein gullin ströndin í fárra skrefa fjarlægö, fjöldi ódýrra veitingastaða með Ijúffengan mat og vín, úrval verzlana með glæsilegan varning, hvíld eða skemmtun og Ijúft líf við hvers manns hæfi.________ Stórkostlegar kynnisferðir undir leiðsögn þaulkunnugra fararstjóra Út- sýnar til Feneyja, Flórens, Rómar eða ógleymanleg þriggja landa sýn: Júgóslavía, Austurríki og ítölsku Alparnir. _______________________ Þettaer sérhönnuð sumarleyfisparadís handa þér. Brottfarardagar: 21/6, 12/7, 26/7, 2/8, 9/8, 16/8, 23/8, 30/8. 2 eöa 3 vikur. Og veröiö — þaö er alveg einstakt — eöa allt frá kr. 17.286.- Gengi 27/5 ’83. REYKJAVÍK Austurstræti 17. Símar: 26611, 20100, 27209. Feróaskrifstofan ÚTSÝN F AKUREYRI: Hafnarstræti 98. Sími: 22911.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.