Morgunblaðið - 05.06.1983, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983
fólkið þegar fiskverðið féll skyndi-
iega um 10 franka 1817, segir í
bókinni „Peche Dunquerquise a la
Morue“ eftir Henri du Rin, sem
mikið af þessum heimildum er úr.
Margir útgerðarmannanna höfðu
orðið að taka lán til að komast á
íslandsmiðin og nú urðu þeir að
selja skip sín fyrir lítið verð. Sama
vár að segja um nágrannabæina,
nema Boulogne sem hafði neyt-
endur á staðnum. En aftur glædd-
ist fiskverð og hækkaði 1823. Fjöl-
gaði þá íslandsförum úr 14 í 82 á
árinu 1828. En fækkaði aftur í 35
er annað verðhrun dundi yfir. En
um þetta leyti höfðu þorskveið-
arnar lagst alveg niður nema á ís-
landsmiðum. Þá varð til bjargar
að útgerðarmenn í Dunkirk
ákváðu að salta líka smáfiskinn á
markað í nýlendunum sem hélt
uppi verðinu heima á stórfisknum.
Þess er getið að þorskurinn af ís-
landsmiðum virðist vera að
smækka. Flutningaskipin fara að
sækja fiskinn á miðin fyrir vor-
markaðinn og samtímis fara þeir
að flytja skúturnar eitthvað til
milli hafna heima fyrir, svo s em
til Gravelines og Bordeaux. Og
upp hefst samkeppni frá höfnun-
um vestar á norðurströndinni.
Dieppe-búar höfðu til dæmis sent
eitt fiskiskip á miðin 1826 og gert
það út frá Dunkirk til að læra af
Dunkirk-búum, áður en þeir hófu
sjálfir útgerð á íslandsmið. Á
fyrsta fjórðungi 19. aldar stund-
uðu Frakkar sem sagt orðið um-
fangsmiklar þorskveiðar við ís-
landsstrendur frá Dunkirk og
fleiri höfnum.
Vildu aöstöðu á íslandi
Þessar veiðar þóttu stjórnvöld-
um í París mikilvægar, sem m.a.
sést á áhuga þeirra á að fá hér
einhverja aðstöðu í landi og senda
herskip til að kanna miðin og
ströndina. Til dæmis kom skipið
„Noél de la Mariniere" til íslands
1820. Hafði það hlutverk að rann-
saka fiskveiðimiðin í Norðurhöf-
um. Árið 1833 er sendur hingað til
lands franskur foringi Jules de
Blossevilla á skipinu La Lilloise og
átti að líta eftir frönskum fiski-
skipum, gera athuganir á segul-
magni jarðar o.fl. Kom skip þetta
til Norðfjarðar og Vopnafjarðar,
fór síðan vestur fyrir land og
hvarf með manni og mús. Vakti
þessi atburður rnikla athygli og
varð til þess að árið eftir var sent
annað franskt herskip til að leita
þess. Árið 1835—36 er enn sent
herskipið La Recherche sömu er-
inda. Kom það til Reykjavíkur 11.
maí 1835 undir forustu Trehou-
arts, og með skipinu tveir franskir
vísindamenn, Paul Gaimard til að
rannsaka dýralíf landsins, heil-
brigðisástand og hagfræðileg at-
riði og Eugene Robert til rann-
sókna á jarðfræði, steinafræði og
grasafræði. Áhugi þeirra varð til
þess að Gaimard kom með annan
vísindaleiðangur 1838 og urðu úr
því hinar merkustu bækur, mynd-
skreyttar teikningum August
Mayers, sem er ómetanleg heimild
um ísland þess tíma. Voru leið-
angursmenn aufúsugestir og Jón-
as Hallgrímsson orti um Gaimard:
„Þú stóðst á tindi Hekiu hám.“ í
leiðangrinum var m.a. Xavier
Marimier, er safnaði upplýsingum
um sögu landsins og bókmenntir
og það er hann sem Jónas Hall-
grímsson notar sem ráðgjafa kon-
ungs í gamanbréfinu með sögunni
um heimsókn Viktoríu drottn-
ingar til Loðvíks Filipusar
Frakkakonungs, sem allir þekkja.
En leiðangrar þessir og aðrir hafa
eflaust átt upphaf sitt í áhuga
Frakka og Frakkakonunga á að-
stöðu á Islandi, sem veitti þeim
svo mikinn fiskafla og þar sem
þeir höfðu árlega svo mörg skip.
En mörg herskip frönsk komu og
voru við strendur íslands á árun-
um 1840—66. Fengust þau við
mælingar og eru til allmargir
franskir uppdrættir frá þessum
árum og síðar.
Um miðja 19. öldina gera frönsk
stjórnvöld tilraun til að fá aðstöðu
til fiskverkunar á landi, eins og
Frakkar hafa á Nýfundnalandi.
Verzlunar- og sjávarútvegsráðu-
neytið reynir að semja um það við
Dani. 15. ágúst 1856 er sent bréf
til Reykjavíkur um þetta. Talað
46
Þessi mynd er tekin á Patreksfirði, þar sem franskar skútur liggja við bryggju, sem byggð var skömmu eftir síðustu
aldamót.
Þessi línurit með tölum, sem Paul
Adam notaði með hagfræðilegum
. fyrirlestri um þorskveiðar Frakka
fri Dunkirk, sína þorskveiðar þeirra
frí 1825 til 1910. Þar má sjá hvernig
aflinn fer vaxandi fram um 1870,
þorskveiðarnar norður í höfum
blómstra og veita fleirum atvinnu,
hvernig verðið fyrir fiskinn breytist
og til samanburðar eru sýnd launin í
París hjá neytendum.
um aðstöðu við Breiðafjörð eða
Dýrafjörð. Comandant Vernon fór
til íslands þeirra erinda, segir í
frönskum heimildum. Er líklega
sama erindið og franski prinsinn
Jerome Napoleon rak, er hann
kom þetta ár til íslands. í frönsku
heimildinni segir að Danir hafi
hafnað beiðninni, en í bók Alex-
anders Jóhannessonar að íslend-
ingar hafi gert það og ennfremur
að sagt sé að Englendingar hafi
tálmað að af yrði.
Frá 1833—39 er blómatími
fiskiðnaðarins í Dunkirk. Góð
fiskveiði samfara góðu verði fyrir
fiskinn. Stækkun markaðarins
leyfir meiri tilkostnað og 1839 eru
skúturnar þaðan á íslandsmiðin
orðnar 90 talsins. En nú voru
skipstapar orðnir tíðir. Af þessum
90 skútum komu aðeins 22 til baka
það ár. 185 menn höfðu farist.
Þrátt fyrir hátt verð, voru farnar
að renna tvær grímur á útgerðar-
menniná. En á þessum árum eru
þorskveiðarnar orðnar stór hluti
af afkomunni í bænum. Allir áttu
þar hlut að máli. Otgerðarmönn-
um hafði fjölgað og þeir urðu að
hafa sig alla við að borga skipin.
Þetta varð þó til þess að á árunum
1840—63 fór ekkert skip af stað á
íslandsmið fyrr en 1. apríl til að
losna við verstu vetrarveðrin. Sést
það á aflanum í skýrslu Paul
Adams, sem birt er hér. Eða getur
a.m.k. verið ein skýringin á
minnkandi afla.
Til að gera langa sögu stutta,
tekur skútunum frá Dunkirk á ís-
landsmiðum að fækka heldur eftir
1870 eða í 60—70 og eftir aldamót-
in 1900 fækkar þeim enn. Samt
eru þau enn um 50 talsins frá
1907—14, þegar heimsstyrjöldin
fyrri tók fyrir veiðarnar. Framan
af höfðu Dunkirk-búar enga sam-
keppni um sölu á þorskinum af ís-
landsmiðum. Þeir höfðu kaupend-
ur í París, hluta af Normandí og
Norður-Frakklandi. Eftir 1844 fer
járnbrautunum að fjölga og
tengja þá við markaði í Lille og
París. En eftir 1875 er komin sam-
keppni um markaðina frá fiski-
bæjunum Gravelines, Boulogne,
Fecamp, Saint Brieuc, Paimpol og
St. Malo. Flotinn sem þá sækir frá
öllum þessum stöðum á miðin við
ísland er þá orðinn æði stór.
Eftir fyrri heimsstyrjöldina
fjölgaði fiskiskipunum frá Dun-
kirk lítið á íslandsmiðum og 1920
er hætt að senda með þeim hjálp-
ar3kip. Þó hefi ég tölur sem sýna
að 1920 hafa fiskiskúturnar þaðan
verið 17 talsins og togararnir sem
þá höfðu bæst við 15. 1925 fara 19
fiskiskútur og 16 togarar á miðin,
en upp úr 1930 hættu Dunkirk-
búar að gera út á þorskinn, en
Gravelines-búar héldu áfram til
1939 á íslandsmiðumeftir 400 ár.
Þótt þorskurinn væri orðið á
borði efnaðra líka, var hann fyrst'
og fremst holl og ódýr fæða verka-'
fólks. Þegar hann hækkaði í verði
með auknum kaupkröfum sjó-
mannanna, minnkaði eftirspurn-
in. Þar sem 50 þúsund tonn höfðu
áður verið á borðum neytenda, þá
hafði almenningur nú ekki efni á
slíku. Lokið var margra alda fisk-
veiðum Dunkirk-búa, sem á 19. öld
aflaði þeim frægðar um allt
Frakkland. Á meðfylgjandi línu-
riti, sem Paul Adam lét gera um
þorskveiðar Dunkirk-búa frá 1825
til 1910 má sjá hvernig aflinn fer
vaxandi fram til 1870, veiðarnar
blómstra og veita meiri atvinnu og
hvernig fiskverðið hækkar.
Það varpar ljósi á fiskveiðar við
Island á liðnum öldum. En í næstu
grein verður sagt frá sjómönnun-
um frá franska Flandern, fisk-
veiðunum, aðbúnaði þeirra,
skipstöpum o.s.frv.
— E.Pi.