Morgunblaðið - 05.06.1983, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNl 1983
Ástþór Guðnason stendur við Framfara. Sá sem er í stiganum að mála heitir Agnar Sveinsson en pilturinn Björn
Jónsson. Ljósmynd/Guðjón Birgis.
Fáskrúðsfjörður:
„Engin aðstaða fyr-
ir smærri báta“
Rætt við Ástþór Guðnason sjómann
Uppá fjöru í Fáskrúðsfirði lá í
skjóli 11 tonna bátur, Framfari, og
var ungur maður, Agnar Sveinsson,
að vanda sig við að tjarga mjóa rák
eftir annarri hlið hans. Hann hitaði
tjöruna með logsuðutæki þangað til
hún næstum sauð og bar hana svo á
bátinn. En tjaran var fljót að kólna í
kuldanum og þá var að grípa aftur til
logsuðutækisins.
Annar eigandi bátsins, Ástþór
Guðnason, fylgdist með Agnari.
Ástþór er Norðfirðingur að upp-
runa en hann fiuttist fyrir fjórum
árum til Fáskrúðsfjarðar og þar
þykir honum ágætt að búa, jafnvel
þó snjóað hefði fyrr um morgun-
inn og kalt væri í veðri, komið
fram í júní. Ástþór er ekki sáttur
við aðstöðuna sem smábátaeig-
endur eiga við að búa á Fáskrúðs-
firði.
„Hér er engin aðstaða fyrir
smærri báta,“ sagði hann. „Hún er
nákvæmlega eins núna og hún var
um aldamótin. Það er aðeins að
stingurinn er orðinn beittari. öllu
er landað með höndunum sem við
veiðum á smábátunum, pikkað úr
bátnum, uppá bryggjuna og síðan
ofan í mál. Það er mjög slæmt."
Horfir þetta ekkert til bóta?
„Ég get ekki séð að þetta horfi
neitt til bóta. Það er ekki nema
eitthvað breytist hjá þeim sem
ráða hér málum. Við erum bara
rukkaðir um hafnargjöld og búið.
Það eru, held ég, mörg ár síðan
smábátahöfn var teiknuð hér á
Fáskrúðsfirði en svona er nú einu
sinni vinstrimenningin. Svona er
þetta hjá þeim sem verið hafa hér
við völd, ég veit ekki hvað lengi —
alltof lengi."
Hvað hefur þú verið lengi á sjó?
„í ein 40 ár á vertíðum víða um
landið. Best hefur mér þótt að
sækja sjóinn frá Vestmannaeyj-
um. Það er ekkert um fisk að ráði
á þessum litlu bátum hérna nema
um hásumarið.
Það leiðir af sjálfu sér að maður
sem stundað hefur sjóinn f næst-
um hálfa öld hefur lent í einhverju
spennandi og blásið hefur um
hann. Ef maður ætti að fara að
lýsa veðrum og öðru sem maður
hefur lent í væri það efni í hálfa
bók,“ sagði Ástþór og vildi lítið
ræða um spennandi atburði, sem
hent höfðu hann á hans sjó-
mannsferli."
Ólsarar á ísafirði:
Látum konurnar
ekki taka okkur
í landhelgi
Sólin er brennandi heit. Kaktusar
á stangli í sandauðninni. Álútur
maður í fjarska. Nálgast. Hann er
tötralegur til fara, ber riffil á öxl.
Sólbrenndur, skítugur og skeggjað-
ur. Hann kemur nær. Hann er var-
kár. Er einhver að fylgjast með hon-
um? Hann kemur enn nær. Og nær.
Og nú sést ekkert nema andlitið.
Þetta er Robert Redford.
Þetta var það fyrsta sem við
blasti þegar við ruddumst inn í
borðsalinn á Jóni Jónssyni SH-
187, þar sem hann lá í festum við
bryggju á ísafirði, komnir til að
krefja skipverja lúkarsagna eða
hafa verra af ella. VÍDEÓ, VlDEÓ
— lætur engan ósnortinn. Skip-
verjarnir fimm taka ruskinu með
jafnaðargeði, slökkva á skjánum
og bjóða upp á kaffi. Segjast þó
ómögulega geta sagt lúkarsögur í
borðsalnum. Þetta eru Ólsarar,
utan einn Húnvetningur. Þeir
ætla á rækju fljótlega eftir að
Redford hefur lækkað rostann í
fúlmennunum í myndinni.
„Hvert við sækjum rækjuna? I
Þverálinn og Kantinn, allt norður
undir Kolbeinsey. En við erum
ekki byrjaðir og þetta er óráðið
ennþá.“
Það þýðir lítið að tala um það
sem er óráðið. Við snúum því tal-
inu að öðru. Robert Redford situr
enn í huganum og við spyrjum
hvort menn geri mikið af því að
horfa á myndbandið þegar stund
gefst.
„Við notum það til að drepa tím-
ann þegar ekkert er að gera. En
það er ekki allsráðandi. Við gríp-
um stundum í spil og lesum mikið,
eins og sjómenn yfirleitt gera.“
Og hvað lesa sjómenn helst?
„Allt mögulegt. Allt frá ævisög-
um niður í bláar."
Þá vita menn það. Talið berst að
nýliðinni vertíð, sem var víða í
slakara lagi, eins og kunnugt er.
Þó ekki hjá þeim Jóns Jónssonar-
félögum, þeir fengu 600 tonn. En
er verið að drepa allan fisk með
fólskulegum veiðum?
„Því er ekki að neita að við
könnumst við smáfiskadráp. Við
höfum nokkrir verið á togurum og
oft kemur fyrir að fleygt er fimm
tonnum af smáfiski á móti hverju
einu sem er hirt. Og það er glæpur
að leyfa sex tommu net núna, það
ætti ekki að leyfa minna en sjö
tommu allt árið. En klæðningu
höfum við aldrei séð, menn eru
ekki svo ófyrirleitnir, þó það sé
kannski til einn og einn rebbi.
En það mætti gera meira af því
að heiðra menn fyrir góðan afla,
fyrir aflaverðmætin, í stað þess að
hugsa alltaf um tonnin ein.“
Botninn sleginn
úr koníakstunnunni
Eftir Eyjólf Gíslason frá Bessastöðum
Á fyrsta tug þessarar aldar, þegar
ég var að alast upp í Vestmannaeyj-
um, hlustaði ég oft með athygli á tal
eldri manna þar sem þeir voru sam-
ankomnir í smáhópum. Það var ým-
ist við gömlu fiskikræmar og í kró-
arsundunum eða þá í verslunarbúð-
unum sem margir menn höfðu fyrir
vana að koma saman seinni hluta
dags og standa þar fram að lokun-
artíma sem var klukkan átta að
kveldi ef ekki hafði gefið á sjó um
daginn og ekki var sjóveðurslegt að
morgni.
Þetta voru kallaðar „búðar-
stöður“ og byrðjuðu snemma á
haustin með vetrarkomu og voru
fram að vetrarvertíðarlokum, en
þessi siður lagðist alveg af með
komu vélbátanna til eyja.
I þessum hópi manna voru ætíð
einn eða fleiri sagnaþulir sem
sögðu frá löngu liðnum atburðum
svo að eftir var hlustað. Aðallega
voru það afrekssögur af sjó- og
fjallaferðum þegar eitthvað sér-
stakt hafði borið til tíðinda.
Þegar legið var við lundaveiðar í
úteyjum um fimm vikna skeið á
hverju sumri var það föst venja
þegar ekki var hægt að vera við
veiðar vegna veðurs að sagðar
voru gamlar sögur og sagnir.
Það, sem ég heyrði oft talað um
og sagt frá, var þegar franska
fiskiskútan sigldi upp Botninn og
skipstjórinn sagði skipið „strand"
vegna ósamkomulags um borð.
Aðeins tveir hásetar fylgdu skip-
stjóranum og sonur hans, um 14
ára gamall. Hinir voru með stýri-
manni.
Þegar þetta gerðist var danskur
sýslumaður í Eyjum sem hét
Áagaard. Þegar hann kom á
strandstað var stýrimaður þar
fyrir með sína menn. Þeim var
komið fyrir í gömlu og stóru timb-
urhúsi sem hét Nausumeð og var
gamalt sýslumannssetur og stóð
neðan og austan við Jónsborg.
Þegar Fransmönnum hafði ver-
ið vísað á sinn íbúðarstað fóru
þeir með tvær fullar koníakstunn-
ur og veltu þeim alla leið austur að
Nausumeð og þó að sýslumaður
harðbannaði þeim þetta tiltæki og
reyndi að hindra það kom hann
engu tauti við þá svo að þeir kom-
ust alla leið með feng sinn. Þegar
þeir höfðu komið sér fyrir í íbúð-
inni var botninn sleginn úr ann-
arri koníakstunnunni og sest að
sumbli og ekki lokið við fyrr en
báðar tunnurnar voru tæmdar.
Höfðu þeir notað kaffidrykkjar-
könnurnar til að ausa upp í sig úr
tunnunum. En þó að þessar aðfar-
ir Fransmannanna þættu sérstæð-
ar og væru lengi umtalaðar, vakti
það þó ennþá meiri furðu og umtal
að einn af Eyjamönnum fór inní
hóp Frakkanna og var að rússa
með þeim alla fyrstu nóttina.
Þetta þótti hraustlega af sér vikið
og sýna mikið þrek og afburða
kjark. Þessi maður hét Jóhannes
og var talað um hann sem afburða
sjómann á áraskipatímanum.
Hér læt ég svo fljóta með eina
afrekssögu af honum sem skipsfé-
lagi hans, Bjarni Þorsteinsson í
Gvendarhúsi, sagði mér um 1920,
þá orðinn um áttrætt.
Þeir voru þá báðir hásetar á átt-
æringnum Enok sem Lárus Jóns á
Búastöðum var þá formaður með.
Einu sinni sem oftar fóru þeir á
hákarlatúr á Enok og lögðust
fram af Pétursey. Þegar þeir
höfðu létthlaðið skipið af hákarla-
lifur, brast á austanstormur með
snjókomu svo strax varð að létta
(draga inn legufærin) og sigla til