Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 1
Sunnudagur 12. maí - Bls. 49-92 Svipmvnd á sunnudegi Thatcher Mikilhæfur leiðtogi, fullur þjóð- erniskenndar og sjálfstrausts Ótvíræðir leiðtogahæfileikar Hvað sem öðru líður hefur hún verið sá stjórnmálamaður Breta, sem mest hefur borið á hin síð- ari ár. Leiðtogahæfileikar henn- ar eru ótvíræðir og voru ræki- lega undirstrikaðir í skoðana- könnun, sem gerð var í Banda- ríkjunum fyrir tveimur mánuð- um. Þar var fólk spurt að því hvern erlendra leiðtoga það teldi mestan. Meira en helmingur að- spurðra nefndi Thatcher. Thatcher er ekki einungis mikilhæfur stjórnmálaleiðtogi. Hún er mjög trúuð, þjóðernis- kennd hennar er rík, hún býr yf- ir óbilandi sjálfstrausti og sann- færingarkraftur hennar er með ólíkindum. Hún er enda ein þeirra, sem ætíð eru sannfærðir um réttmæti eigin ákvarðana og aðgerða. Hún hefur reynst ósveigjanleg, með einni undan- tekningu þó, í fjögurra ára stjórnartíð sinni. Einarðleg af- staða hennar til hinna ýmissu málaflokka hefur gert það að verkum, að hún hefur fengið ým- is viðurnefni. „Iron Lady“, eða Járnfrúin, er líkast til þekktast þeirra allra. Það voru ráðamenn í Kreml sem lýstu henni þannig. Það fer ekki framhjá neinum þegar Margaret Thatcher er á ferð Hún er með sex öryggis- verði á öllum ferðum sínum, þrjá Eftir stórsigur í bresku þingkosningunum á fimmtudag þarf ekki að fara í grafgötur um þá staðreynd, að nafn Margaret Thatcher, leiðtoga íhaldsflokksins, verður ör- ugglega skráð á spjöld stjórnmálasögu heimsins stóru letri. Það þurfti reyndar ekki nýafstaðnar kosningar til. Áður hafði hún komist á allra varir er hún varð fyrsta konan til að gegna forsætisráðherraembætti í Bretlandi og athyglin beindist aö henni í ríkari mæli en nokkru sinni, er hún af mikilli einurð og röggsemi stýrði breska hernum til sigurs í Falklandseyjadeilunni í fyrra. Sjálf er Margaret Thatcher á hinn bóginn þannig manneskja, að hún kysi örugglega að hennar yrði minnst fyrir önnur og meiri langtímaafrek á spjöldum sögunnar. menn sem sjá um að mata fjöl- miðlana, þar af einn sem alltaf gætir þess að hún horfi sem heppilegast við myndasmiðum. Auk þessa fólks eru fimm menn á fullum launum við það eitt að gefa henni góð ráð. Þrátt fyrir ráðgjafana fimm skyldi enginn halda, að Thatcher taki lífinu létt. Hún er sannkall- aður vinnuþjarkur. Sefur ekki nema 4—5 klukkustundir að nóttu á milli þess sem hún þeyt- ist um, íklædd blárri dragt. Reyndar stundum sögð ganga í gráum fötum til tilbreytingar. Samviskusemin uppmáluð Margaret Hilda Thatcher, fædd Roberts, heitir breski for- sætisráðherrann fullu nafni. Hún er fædd 13. október 1925 í Grantham í Lincolnshire. Faðir hennar var matvörukaupmaður, varð síðar bæjarstjóri I bænum og Thatcher fæddist einmitt í íbúð foreldranna, beint fyrir ofan verslunina. Þau voru meþódistar og Thatcher fékk strangt uppeldi í samræmi við lífsskoðanir þeirra. „Ætlirðu þér að gera eitthvað, inntu það þá vel af hendi.“ Þannig hljómaði eitt mikilvægasta heilræði for- eldra hennar. Á heimili sínu hefur hún sennilega fyrst heyrt orðatil- tækið, að fólk uppskeri aðeins eins og það sáir. Þessi einfalda speki er einmitt inntakið í öllum Margaret Thatcher í miðri kosn- ingabaráttunni, umkringd frétta- mönnum að vanda. Brúðkaup og tvíburar Árið 1951 kvæntist hún manni sínum, Denis Thatcher, auðug- um forstjóra olíufyrirtækis, sem nú er kominn á eftirlaun. Tveim- ur árum síðar eignuðust þau einu börn sín, tvíburana Mark og Carol. Dóttirin er blaðamaður, en sonurinn hefur getið sér gott orð sem rallökumaður. Jafnt stuðningsmenn Thatch- er sem andstæðingar hennar telja auð eiginmannsins hafa verið lykillinn að pólitískum frama hennar. Ríkidæmi hans var slíkt, að þau hjón gátu leyft sér að kaupa húshjálp og barn- fóstrur utanfrá svo hún gæti einbeitt sér að stjórnmálunum. Hún var fyrst kjörin á þing árið 1959 og 16 árum síðar bauð hún sig fram til formannskjörs innan íhaldsflokksins gegn Edward Heath, sem hafði þá nýlega tapað í þingkosningum. Þetta var almennt álitin mjög djarfleg ákvörðun af hálfu Thatcher, en hún fór með sigur af hólmi. Thatcher var á þessum tíma fremur lítt þekktur stjórn- málamaður þó svo hún hefði gegnt embætti ráðherra vísinda- og menntamála. Á fundi með Reagan, Bandarfkjaforseta, í Williamsburg á ráðstefnu sjö af helstu iðnríkjum heims. boðskap forsætisráðherrans og gekk eins og rauður þráður f gegnum alla kosningabaráttu hennar og íhaldsflokksins. Eftir hefðbundna skólagöngu hélt Thatcher til náms í háskól- anum í Oxford. Það orð fór af henni í skóla, að þar færi náms- kona af bestu gerð, samvisku- semin uppmáluð. í Oxford tók hún próf í lyfjafræði og síðan lögfræði. Ferill hennar í þessum greinum varð þó miklu skemmri en ætlað var því stjórnmálin áttu hug hennar allan. Gengið á ýmsu Á ýmsu hefur gengið á þeim fjórum árum sem Thatcher hef- ur gegnt embætti forsætisráð- herra í Bretlandi. í tíð hennar hefur náðst stórkostlegur árang- ur í baráttunni við verðbólguna, sem var nær 22% ári eftir að hún tók við völdum. í dag er hraði verðbólgunnar um 5%, en þessi árangur hefur verið dýru verði keyptur. Atvinnuleysið í Bretlandi hefur þrefaldast í SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.