Morgunblaðið - 12.06.1983, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.06.1983, Qupperneq 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983 KJÚKLINGAR eru sérgrein okkar, nammi, namm. Komiö á staöinn, eöa hringið á undan ykkur og pantið í síma 291 "| 7 Þá er maturinn tilbúinn þegar þiö komið Franskar kartöflur sósa og salöt SOUTHERN FRIED CHICKEN Verið velkomin Kjúklingastaöurinn í Tryggvagötu Minning: Bjarni Hálfdánar- son vélstjóri Þann 5. júní þessa mánaðar andaðist í Landspítalanum Bjarní Hálfdánarson eftir langa og erfiða baráttu við þann sjúkdóm, sem að lokum vann sitt verk að fullu. Bjarni var fæddur við Dýrafjörð þann 21. febrúar 1917 sonur hjón- anna Jóhönnu Sigurðardóttur og Hálfdáns Bjarnasonar, trésmiðs. Eftirlifandi eiginkona hans er Laufey Ágústa Markúsdóttir Kristjánssonar frá Súðavík og eig- inkonu hans, Halldóru Jónsdóttur. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja Bjarna nokkuð náið þar sem hann var giftur systur minni. Bjarni var mjög skapgóður og blíðlyndur. Prúðmenni var hann í allri umgengni og átti bágt með að 9 Plastgróóurhús f rá Plastprent hf: Ódýr, sterkog , auoveld i uppsetningu Vorið 1982 hóf Plastprent framleiðslu á gróðurhúsum úr plasti. Þessi gróðurhús hafa reynst frábærlega vel í alla staði. Húsin eru bæði ódýr, sterk og það er bæði auðvelt og fljótlegt að setja þau upp. Plastgróðurhúsin eru fáanleg í mörgum stærðum, allt frá 4,8 m2 upp í 39 m2 og jafnvel enn stærri. blómauol Grvðurhúsinu viö Sigtún: Símar36770-86340 Þau henta því vel hvort sem er fyrir garðyrkjumenn, bændur eða garðeigendur. Tvö plastgróðurhús hafa verið sett upp hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogi og nú einnig hjá Blómavali við Sigtún. Plastprent hf. HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 85600 þola ef gengið var á hlut þeirra sem minna máttu sín. Hann var ávallt reiðubúinn til hjálpar ef erfiðleikar steðjuðu að og hugsaði þá meira um þá sem hjálpar þurftu en um sjálfan sig. Þannig voru þau hjón bæði tvö, því feng- um við að kynnast fjölskylda mín og ég. Oft var þröngt í búi hjá Laufeyju og Bjarna með barna- hópinn, en börnin voru fimm tals- ins, sem öll telja árin og húsmóð- irin oft á sjúkrahúsi vegna þeirra sjúkdóma sem hafa hrjáð hana frá unga aldri. En aldrei var svo þröngt í búi að ekki væri hægt að rétta út hönd til hjálpar ef með þurfti. Þau Laufey og Bjarni byrjuðu sinn búskap vestur á ísafirði en fluttust til Reykjavíkur árið 1948 og bjuggu hér síðan. Lengst af í Lyngbrekku við Blesugróf en nú seinni árin í Tunguseli í Breið- holti. Bjarni stundaði sjómennsku lengi frameftir ævi og var þá lengst af vélstjóri á fiskiskipum og síðan við pípulagnir. Það var sama hvaða verk Bjarni fékkst við, það lék allt í höndunum á hon- um og alltaf skilaði hann þeim verkum sem honum voru falin þannig að þeir sem þeirra voru að- njótandi máttu vel við una. Þau hjónin tóku dreng í fóstur árið 1947 og var hann skírður Markús Sigurgeir og var hann ávallt augasteinn þeirra hjóna ekki síður en þeirra eigin börn og hefur hann reynst fósturforeldr- um sínum sem besti sonur alla tíð. Hann er giftur Báru Magnúsdótt- ur og búa þau í Hafnarfirði ásamt börnum sínum. Laufey og Bjarni eignuðust fjögur börn sem öll eru á lífi, en þau eru Hörður Sævar, kona hans er Lilja Sigurgeirsdótt- ir og búa þau á ísafirði; Hálfdán giftur Vigdisi Ólafsdóttur og þau eru búsett í Reykjavík; Jóhanna Halldóra gift Gísla Sigurjónssyni og Svanfríður Guðrún gift Eyþóri óskarssyni og búa þau öll á ísa- firði. Allt er þetta myndarfólk og hefur komið sér vel áfram í lífinu og er mikill' styrkur fyrir móður þeirra að eiga þau að þegar hún hefur nú séð á bak þeim manni sem hún hefur svo lengi deilt með allri gleði og sorg, sem lífið færir okkur í þessum heimi. Nú þegar góður drengur er kvaddur er margs að minnast en fátt eitt rúmast í smá grein sem skrifuð er meira af vilja en mætti. Við hjónin biðjum góðan guð að styrkja Laufeyju og fjölskyldu hennar í sorg þeirra. Megi guð blessa minningu míns kæra mágs og hann hvíla í friði. Útförin verður gerð á morgun, mánudag, frá Bústaðakirkju. Árni Markúsxon Þú svalar lestrarþörf dagsins ' sjöum Moggans!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.