Morgunblaðið - 12.06.1983, Síða 8

Morgunblaðið - 12.06.1983, Síða 8
 56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983 Tracy og Hepurn, myndin tekin skömmu fyrir lát hans. Mynd tekin er trúlofun Karls og Díönu var tilkynnt. Það hefur jafnan þótt við hæfi, þegar um náið samband karls og konu er að ræða, að karlmaðurinn sé hávaxnari en konan. Auðvitað hafa alltaf verið undantekningar á þessu eins og öðru, en þetta hefur verið sú ímynd, sem menn hafa haft af hinu dæmigerða pari, karl- maðurinn stærri og sterkari, verndari hinnar fíngerðari og minni konu. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram, að þetta hefur aðeins átt við um ytra útlit, hinu sjáan- lega ytri styrkleika, líkams- kraftana, um innri styrk er aldr- ei hægt að dæma af útlitinu og hann fer áreiðanlega ekki eftir neinni ákveðinni líkamsþyngd. Svo rammt hefur kveðið að þessu ákveðna mynstri af útliti karls og konu, að ýmsir skrítlu- höfundar hafa það sem uppi- stöðu gamanmála sinna, að sýna stóra og stæðilega konu við hlið lítils og grannvaxins karlmanns og vilja með því sýna hver ræður á heimilinu, þ.e. sá stærri og sterkari. En ýmsir hlutir hafa breyst, konur hafa í auknum mæli sótt á Sophia Loren og Carlo Ponti Susan Anton og Dudley Moore. HÁVAXNAR KONUR ný mið menntunar og atvinnu í vestrænum þjóðfélögum og sýnt það og sannað að þær eru engir eftirbátar karlmanna. Og ímyndin um hið dæmigerða par á ef til vill eftir að breytast líka. Það er þó ekki lengra síðan en þegar trúlofun Díönu prinsessu og Karls prins í Bretlandi var kunngerð, að nauðsyn þótti að láta prinsinn standa nokkrum tröppum ofar í stiganum, á myndinni, sem tekin var við það tæifæri. Þau hjónin munu vera nær jafn stór en hún sýnist að- eins hærri. Margir hafa eflaust heyrt um fyrsta fund leikaranna Kathar- ine Hepburn og Spencer Tracy. Tracy var þrekinn og ca. 1,78 á hæð. Katharine Hepburn er fremur hávaxin (og heldur sjálf að hún sé enn hærri en hún er, eftir því sem sagt er) og átti það til, á yngri árum, að ganga í sérsmíðuðum skóm með upp- hækkuðum sóla, til að vera ekki lægri í loftinu en þeir karlmenn, sem hún þurfti að hafa afskipti af vegna starfsins. En tilefni þess að þau hittust, Tracy og Hepburn, var væntan- legur samleikur þeirra i kvik- myndinni „Woman of the Year" LÁGVAXNIR MENN Nancy og Henry Kissinger.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.