Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983 „Það er enginn skít- ur sem þeir reykja, þessir fínu karlar“ í bókinni „Nú er hlátur nývak- inn“ eftir Rósberg G. Snædal er eft- irfarandi kímnisögur að finna: „í þorpi noröanlands var karl einn, heldur einfaldur, en því marki brenndur að þykja allt tóbak gott, enda fékk hann sig sjaldan fullsadd- an af þeim munaði. Strákarnir í plássinu hjálpuðu honum oft um vindla eða sígar- ettustubba, þegar i nauðir rak. Einu sinni fundu þeir á förnum vegi öskju eina allskrautlega, en tóma. Nú dettur þeim það hrekkjabragð í hug, að búa út tóbak í öskjuna og færa karli. Þeir blönduðu saman muldu hrossataði og mosa, en krydduðu síðan með svolitlu af tóbaki úr sígarettu- stubbum, sem þeir fundu á göt- unni. Með þetta fara þeir á fund karlsins og bjóða honum í pípu, — segjast hafa fundið öskjuna fulla af tóbaki og telja sennilegast að kaupmaðurinn þar á staðnum hafi týnt henni. Karl treður feginsam- lega í pípustert sinn og reykir svert. Strákarnir bíða átekta og vonast til að karl fái fljótlega nóg af þessum reykingum. En þeir urðu heldur en ekki fyrir vonbr- igðum, því karl segir hróðugur eft- ir að hann hefur tottað lengi: „Það ér enginn skítur, sem þeir reykja þessir fínu karlar." Áttavilltir í Ljósavatnsskarði Margar sagnir ganga um það, að erfitt sé að þekkja réttar áttir í Ljósavatnsskarði og segja sumir, að bændur þar um slóðir veigri sér jafnan við að nefna áttir, en segi í þess stað: hérna megin, hinu meg- in, upp og niður og svo framvegis. Hér er ein saga, sem styður þetta. ókunnugur ferðamaður, sem fór um skarðið, spurði bónda þar, milli hvaða átta skarðið lægi. — Ja, það eru nú eiginlega eng- ar sérstakar áttir hérna í sjálfu skarðinu, en dalirnir hérna beggja megin við liggja út og suður. Barði Björn Lárus? Á Seyðisfirði komst á kreik dá- lítið skrítinn orðaleikur í sam- bandi við Alþingiskosningarnar 1946. Einhver heyrði einhvern mæla fyrir munni sér þessi nöfn: Björn, Barði, Lárus. Eftir augna- blik var þetta orðið að æsifregn um allan heim. Björn barði Lárus! Hvað er þetta, sagði fólk. Barði Björn Lárus? — Já, og Lárus barði Björn, sögðu sumir. Það leiddi svo sem af sjálfu sér að Lárus barði Björn, fyrst Björn barði Lárus. En hvað sem úr þessu varð, var tilefnið að- eins það, að frambjóðendurnir hétu: Björn (Jónsson), Barði (Guð- mundsson) og Lárus (Jóhannes- son). „Legðu krakk- ann með stefn- ið upp í vind- inn, drengur!“ Svo bar til í sjávarþorpi einu á Vesturlandi, að ungur skipstjóri hélt sjálfur fyrsta barni sínu undir skírn eftir messu í kirkjunni. Þar sem hann stóð í kórnum frammi fyrir kirkjugestum, fataðist honum sálar- jafnvægið svo að hann sneri barninu öfugt við skírnarfontinum. „Snúðu barninu við,“ hvfslaði presturinn, en maðurinn skildi ekkert. „Snúðu barninu að mér,“ sagði presturinn í örvæntingu, en ekkert hreif. Söfnuðurinn tók nú að ókyrrast. Þá kallaði gamall sjómaður sem sat framarlega í kirkjunni: „Legðu krakkann með stefnið upp í vind- inn, drengur!" Þetta var mál sem formaðurinn skildi, og nú var barnið skírt. Nú varstu smeykur, góurinn Fyglingar eða sigmenn hafa jafn- an þótt öðrum mönnum áræðnari, enda starfinn áhættusamur. Eftirfar- andi frásagnir af sigmönnum eru teknar úr bókinni Látrabjarg eftir Magnús Gestsson. „Einu sinni var sá bóndi á Hvallátrum sigmaður um langt árabil, sem sögur eru sagðar um. Þetta var sæmilegur bóndi og röskleikamaður til allra verka. Hann var einn þeirra sárafáu manna, sem er það eðlilegt frá blautu barnsbeini að kunna ekki að hræðast. Og hann hafði þann eigin- leika í svo ríkum mæli, að á hverju sem gekk á langri ævi brást honum aldrei óttaleysið. Að sjálfsögðu gerð- ist hann sigmaður, þegar hann hafði aldur til. Þessi maður var ekki verklaginn eða verkséður umfram meðallag, því fyrirhyggja var honum ekki eiginleg. Hann lagði sig ekki sér- staklega fram um það að sjá fót- um sínum forráð, þó á jafnsléttu væri og var kaliaður heldur rösull maður, og þó á sæmilegri göngu- leið væri. Ekki sást munur á að- gæzlu hans, hvort hann gekk um bæjarhlöðin heima hjá sér, eða um mjóar hillur í Bjarginu, flug- hæð ofar urðargrjóti og sjó. Við- bragðsfljótur var hann með af- brigðum enda þurfti hann oft á því að halda. Vindasamt er á Látr- um og var það kækur hans að grípa til húfunnar í vindhviðum, eða þegar hann rasaði, því hann hafði fyrir löngu hvekkzt á því að þurfa að elta húfuna. Einu sinni sem oftar við fugla- tekju var bóndi niðri á syllu í Bjarginu, skammt neðan brúnar, en þeim mun hærra var fyrir neð- an. Hann er búinn að leysa sig og gengur um sylluna að snara fugl- inn. Hjólmaður situr í brúninni og fylgist með honum. Þegar minnst varir rekur bóndi annan fótinn i ójöfnu og steypist fram yfir sig þannig, að efri hluti búksins veit hliðhallt fram af brún hallandi syllunnar. Það gerist jafnsnemma, að leiftursnöggt grípur hann ann- arri hendi til húfunnar, en með hinni nær hann handfestu á hvannstóðsbrúsk utaní blábrún- inni. Stöðvast hann nú þarna hangandi milli heims og helju, og bjargaði það manninum að hann var léttur og snerpumaður mikill. Liggur hann þarna nokkur andar- tök og sækir í sig veðrið, en getur síðan velt sér upp á brúnina með erfiðismunum. Stendur hann nú upp snarlega, lítur til félaga sins á brúninni og segir: „Mikið askoti var ég heppinn lagsmaður að tapa ekki húfunni." Grípur hann síðan fuglastöng- ina, sem hrokkið hafði fram eftir syllunni en ekki framaf, og tekur til við að snara fuglinn sem áður. „O, þarna skoppar Nonni bróðir — guð hjálpi honum“ Hér kemur önnur saga úr Bjarginu af sama bónda. Þegar hann tók að reskjast lét hann af sigi, en við tók á hans snærum hálfbróðir hans, mikið yngri. Það er eitt sinn úti á Bjargi, að bróðir- inn, Jón, er í sigi en bóndi er að sjálfsögðu verkstjóri á brúninni. Jón gefur merki um að hann vilji síga lengra niður og er gefinn vað- urinn. En áður en sigari er kom- inn í áfangastað, kalla dráttar- menn að vaðurinn sé þrotinn. Bóndi hleypur til við annan mann að tengja annan vað við þann, sem niður er gefinn. Þeir eru fljótir að þessu og er nú gefið áfram. En þegar hnúturinn kemur fram úr hjólinu, rennur hann sundur og spottinn neðri hrekkur úr augsýn. Sjá þeir fremstu um leið og hnút- urinn svíkur, að hann hefur orðið rangur í flýtinum, sem á hnýt- ingarmönnunum var. Hjólmaður snarast á snös örskammt frá þar sem sér til sigmanns, horfir niður og segir: „0, þarna skoppar Nonni bróðir, guð hjálpi honum." Eftir andartak bætir hann við: „Nei, þess þarf ekki, þarna stoppaði hann á syllunni." Fóru nú fleiri til að horfa á verksummerki. Hafði maðurinn átt nokkra metra ófarna niður á mjóa syllu, þegar hann féll í laus- um vaðnum. En það hafði orðið honum til lífs, að ofan syllunnar var flái, sem hann hafði fallið utaní, og oltið síðan niður á stall- inn, og tekizt að ná handfestu, hangandi á brúninni. Lá maðurinn þarna ósjálfbjarga. Var nú tekinn' vaður, sem treysta mátti og maður sendur niður. Reyndist sigarinn meiddur nokkuð, en ekki lífs- hættulega. Tókst að koma honum upp á brún og varð hann jafngóð- ur sára sinna. Ekki hafði bónda brugðið meira en svo við aðfarir þessar, að hann segir við bróður sinn, er hann var upp kominn á brún. „Nú varstu smeykur, góurinn." „Róið þið nú bara í mínu nafni!“ Eftirfarandi frásagnir er að finna í SKRUDDU Ragnars Ásgeirssonar, öðru bindi. „Jóhann í hjáleigunni var formaður á bát, sem reri frá Landeyjasandi, og var talinn hugað- ur og aðgætinn. Það var eitt sinn, er hann kom úr róðri með allgóðan afla, að bíða varð nokkuð eftir lagi til að lenda. Einn af hásetunum, Magnús að nafni, var ekki laus við sjóhræðslu. Er beðið hafði verið um stund, leizt Magnúsi sem nú myndi vera lag, og segir hann þá: „Eigum við nú ekki að róa í Jesú nafni?“ Þá VEISTU AÐ HEILL KASS/MEÐ 18 PELUM KOSTAR EKKI NÉMA 106,20? ILAWN-BOYJ Hún slær allt út og rakar líka Þú slærð betur með LAWN BOY Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu 3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél. mm Hún er hljóðlát. Hún slær út fyrir kanta og upp að vegg. * Auðveldar hæðarstillingar wL Fyrirferðalítil, létt og meðfærileg. Áskriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.