Morgunblaðið - 12.06.1983, Síða 41

Morgunblaðið - 12.06.1983, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983 89 Sfmi 44566 RAFLAGNIR legra dæmi um pólitíska skinhelgi og uppivöðslu við lýðræðið í stjórnmálasögu þessa lands. — f öllum opinberum stjórnmálaum- ræðum og í öllum eintökum Morgunblaðsins árið um kring er miklu máli varið til þess að kynna og túlka hina gífurlegu ábyrgðar- tilfinningu sjálfstæðismanna og flokksins í heild fyrir lýðræðinu bæði heima og heiman. Það er því ekki til mikils mælst þegar ég nú bið þessa ábyrgðarmenn lýðræðis- ins að svara þremur spurningum og svara þeim á vettvangi Velvak- anda. 1. Er það í anda og þágu lýðræðis að ganga þvert gegn vilja og gerð- um kjósenda Sjálfstæðisflokksins í frjálsum kosningum? 2. Er það lýðræðisleg ráðstöfun og heiðarleg að fela manni, hverju nafni sem hann nefnist, tvídæmd- um frá þingmennsku af sínum eig- in flokki, ráðherrastarf? 3. Er stjórnmálaflokkur með svo loðið og marglitt siðgæði líklegur til lánlegra athafna fyrir land og þjóð? Ég bíð eftir skýru svari.“ ismanna í Reykjavík, Albert Guð- mundssyni, að ef Sjálfstæðis- flokkurinn myndaði ríkisstjórn, þá hefði réttkjörinn formaður flokksins, Geir Hallgrímsson, for ystu um það, og var þessu m.a. lýst yfir hér í blaðinu. En það voru engir fyrirvarar, hvort formaður- inn yrði kosinn á þing eða ekki, svo sjálfsagður hlutur sem þetta ér í lýðræðislandi. 3) Eftir að Ásgerður Jónsdóttir hefur þanið sig til andstöðu við lýðræðið á röngum forsendum kastar hún öllu ruglinu yfir á Sjálfstæðisflokkinn til að láta hann sitja uppi með skömmina. Dylgjunum í 3. spurningu er því vísað til Ásgerðar Jónsdóttur. * Abending til SVR Fulloröin kona hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar að koma á fram- færi smáábendingu til Strætis- vagna Reykjavíkur varðandi „Leið 3“. Er ekki orðið tímabært, með tilliti til hinnar miklu og fjöl- mennu nýbyggðar á Eiðsgranda- svæðinu, að vagninn fari um Eiðs- grandann aðra leiðina, annað- hvort á leið vestur úr eða til baka. Væri þetta ekki athugandi, jafnvel þótt farþegar yrðu að fara í smá- hringferð með vagninum? Það er nefnilega dálítið langt að ganga alla leið út á Kaplaskjólsveg til að ná í strætó. Fyrirspurnir til Seðla- * banka Islands J.Á. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langar til að spyrjast fy- rir um smáræði í sambandi við verðtryggð happdrættislán ríkis- sjóðs. Eg er orðinn gamall og á erfitt með að komast mikið um. Þess vegna hef ég þurft að hafa talsvert fyrir við að ná í vinn- ingaskrár, þegar dregið hefur ver- ið. Þær eru ekki fáanlegar í bönk- um, að ég held, a.m.k. ekki í mínu útibúi hérna vestur í bæ. Er ekki hægt að ráða bót á þessu, þó að skráin birtist í blöðum löngu eftir að dregið hefur verið? Þá langar mig enn fremur til að forvitnast um, hvernig á því stendur, að vinningar hafa ekki hækkað í samræmi við verðþróun. Þeir eru varla nema um fjórðungur af því sem var í upphafi. Hvernig stend- ur á þessu? Skáld og gjörningamenn Stúdentaleikhússins. Stúdentaleikhúsið: Hlakka til að sjá Jökulsdagskrána Andri Ólafsson skrifar: „Ágæti Velvakandi. Ég ætla að taka undir orð Siss- ýar um framtak Stúdentaleik- hússins með Listatrimmið (orðið er nú heldur ljótt) og vona að þeim eigi eftir að ganga vel. Ég sá þessa Bent-sýningu þeirra í vetur og lík- aði hún nú svona og svona, leikar- ar voru prýðilegir en efnið ... ja, spurning hvaða erindi það átti til okkar, nóg er af svínaríinu samt. Ég sá Aðeins eitt skref og varð stórhrifinn, sérstaklega af spila- mennskunni á íslenzka grjótið, það eru nú ekki allir sem ganga á fjöll og safna steinflögum til að spila á. Svo sá ég og heyrði Blás- arakvintettinn, sem mér fannst á heimsmælikvarða og heyrði upp- lestur skáldanna, sem mér fannst nú dulítið kommaleg. En þarna var líka fyrirbæri, sem nefndi sig Sjólax, einkar spaugsamir piltar. Ég hlakka til að sjá Jökulsdag- skrána þeirra og segi þökk fyrir, þið hjá Stúdentaleikhúsinu, og gangi ykkur vel.“ Hlutverk sjónvarpsþýð- enda að beita íslensk- unni eins og hún er — ekki eins og einhverjum finnst að hún ætti að vera Fálmi Jóhannesson, yfirþýðandi Sjónvarps, skrifar: „Að þúa eöa þéra hét pistill sem Ævar Kvaran birti í Velvakanda Morgun- blaðsins 2. júní sl. Þar lætur hann í Ijós óánægju með að í þýöingum Sjónvarpsins er þéringum í erlendu máli oftast brcytt í þúanir. Reyndar drepur Ævar sjálfur á ástæðuna fyrir að þýðendur hafa að mestu lagt þéringar niður. Hún er sú að sárafáir íslendingar nota þær eða kunna með þær að fara. Þær eru orðnar hátíðlegar, stirðar og gamaldags. Þeir sem vilja skrifa eðlilega og lipra nútímaís- lensku forðast því þéringar. Þarna á íslenskan ekki samleið með sum- um erlendum málum og er óþarfi að beygja íslenska málnotkun undir erlenda. Fólk sem þérast í erlendri bíómynd er að nota eðli- legt og daglegt mál sitt. Væri það einnig látið þérast í íslensku þýð- ingunni væri verið að leggja því í munn annað og hátíðlegra mál en það talaði í raun. Frumtextinn hefði verið rangfærður. Tvítölu í erlendu máli yrði að sjálfsögðu alltaf breytt í fleirtölu í þýðingu því langt er síðan íslenska tvítalan dó út. Eins fer nú fyrir þéringunum. Með þessu er þeim þó ekki út- hýst úr sjónvarpsþýðingum eins og áhorfendur Ættaróðalsins vita. Þar sem formfesta, strangir um- gengnishættir og rík stéttaskipt- ing er áberandi fer vel að viðhafa þéringar. Að sjónvarpsþýðendur séu að ljúga og vísvitandi að rangfæra, eins og Ævar orðar það, er því á misskilningi byggt. Hlutverk sjón- varpsþýðenda á ekki að vera að beita íslenskunni eins og einhverj- um finnst að hún ætti að vera heldur eins og hún er. Virðingarfyllst." Nýlagnir - Breytingar - Viöhald samvirki Skemmuvegi 30 — 200 Kópavogur Nú era góð ráó ódvr Hvernig kemur þú í veg fyrir að sparifé þitt brenni upp í verðbólgunni? Þú gætir t.d. bundið féð í 6 mánuði á verðtryggðum reikningi með 1% vöxtum. En fleiri möguleikar standa þér til boða og meiri ávöxtun. SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS, HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS, VERÐTRYGGÐ OG ÓVERÐTRYGGÐ VEÐSKULDABRÉF. Hér getur ávöxtun umfram verðtryggingu verið frá 3,7% til 8%. Þú leggur sparifé þitt í bréf sem þú selur þegar þú þarft á lausafé að halda. Og þessi viðskipti eru öllum opin. Spariskírteini fást frá tæplega 300,00 krónum og veðskuldabréf frá u.þ.b. 20.000,00 krónum. Einfaldara getur þetta tæplega verið og ávöxtunin er trygg. Hringdu til okkar hjá Kaupþingi, við veitum þér ráðgjöf um ávöxtun sparifjár. Þar færðu einnig gengi verðbréfa hverju sinni. H KAUPÞING GEFUR ÞÉR GÓÐ RÁÐ KAUPÞING HF Húsi verzlunarinnar, 3. haeð, sími 8 69 88 Verðbrefasala. fjárvarzla. þioðhags- fræði-, rekstrar- og tölvuraðgjöf. Fast- eignasala og leigumiðlun atvinnuhusnæðis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.