Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 40
88 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983 ást er — ... aö veita henni það sem henni finnst best — sjálf- an þig. TM Rw U S Pat ort — atl rtghts r«swv«d •1983 Lo« AngslM Tlmes Syndlcate Er sexbomban mín ekki farin í háttinn! Þá er það lýðræðið sem er sett í skammarkrókiim Asgerður Jónsdóttir skrifar: „Heiðraði Velvakandi. Þar sem þú ert alltaf að bjóða okkur lesendum Morgunblaðsins upp á skoðanarúm í blaðinu ætla ég að nota mér það. Meðan síðustu stjórnarmyndun- arviðræður stóðu yfir og eins nú eftir myndun ríkisstjórnar hafa komið fram vanþóknunarraddir vegna þátttöku Geirs Hallgríms- sonar í því samningastarfi, ein- kum þó vegna setu hans í núver- andi ríkisstjórn. Eins og við mátti búast hafa þröngsýnar og skiln- ingsvana sálir risið upp og vitnað, í hjálpræðishersstíl, um ágæti hans. Væntanlega skilja þó allir viti bornir menn, að hér er ekki um að ræða mat eða vanmat á manninum og eða stjórnmála- manninum Geir Hallgrímssyni heldur á tvíhliða og raunar marg- hliða siðgæði þess stjórnmála- flokks, er leyfir sér eftirfarandi vinnubrögð: Sjálfstæðisflokkurinn gerðist, ef ég man rétt, frumkvöð- ull prófkjara — í nafni lýðræðis að sjálfsögðu. Sjálfstæðisflokkur- inn baðar sig ósleitilega í ljósi hins frjálsa atkvæðisréttar lýð- ræðislegra kosninga. En svo þegar kemur að því, að hinn frjálsi kosn- ingaréttur lýðræðisins fellir einn af frammámönnum flokksins, ekki einu sinni heldur tvisvar, þá er það lýðræðið sem er sett i skamm- arkrókinn en fallistinn hafinn til vegs og meira að segja falið vand- meðfarnasta og umdeildasta ráð- herrastarf stjórnarinnar. Það mun vart fyrirfinnast óhugnan- Ásgerdur Jónsdóttir Svar ritstj. „Abyrgðarmenn lýðræðis" sitja ekki á ritstjórn Morgunblaðsins en engu að síður verður ekki látið hjá líða að svara spurningum Ás- gerðar Jónsdóttur. Ekki var við öðru að búast en Velvakanda bær- ist bréf frá þeim hópi manna sem hefur á stefnuskrá sinni að hæl- bíta Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðisflokksins. 1) Aðferðir þingflokka við val á mönnum til að gegna ráðherra- embættum sýna þest hve fráleitt er að líta á prófkjör sem stað og stund til að skipa menn í ráð- herraembætti. Stjórnarskrá lýð- veldisins íslands stendur vörð um lýðræðislega stjórnarhætti meðal annars með því að binda rétt manna til að gegna ráðherraemb- ættum ekki neinum sérstökum skilyrðum. Vilji Ásgerður Jóns- dóttir breyta þessu ákvæði stjórn- arskrárinnar vegna þess að það sé ólýðræðislegt þarf hún að færa fyrir því sterkari rök en árásir á Geir Hallgrímsson. Ásgerður Jónsdóttir getur þess vegna orðið ráðherra, ef hún fær til þess fylgi á Alþingi. 2) Þegar Gunnar Thoroddsen tók síðast þátt í prófkjöri sjálf- stæðismanna fyrir kosningarnar í desember 1979 hefði atkvæða- magnið sem hann fékk leitt til setu í 9. sæti á lista flokksins í Reykjavík, ef þeirri aðferð hefði ekki verið beitt í prófkjörinu, að kjósendur röðuðu frambjóðendum með því að setja tölustafi fyrir framan nöfn þeirra. í prófkjöri vegna kosninganna nú var þessari aðferð ekki beitt heldur hinni að láta atkvæðamagn ráða sæti manna. Þannig lenti Geir Hall- grímsson í 7. sæti. Sat Geir í því með hlutfallslega meira atkvæða- magn en Gunnar 1979 sem komst í 4. sætið á listanum vegna röðunar kjósenda. Því er þetta dæmi nefnt, að tæknilegar aðferðir ráða oft meiru en atkvæðamagn við röðun á framboðslista. Hvor aðferðin er lýðræðislegri má deila um eins og keisarans skegg. Og enn skal ítrekað að það er þingflokkur sjálfstæðismanna sem velur ráð- herra flokksins en ekki kjósendur. Sú aðferð er alls ekki brot á lýð- ræðislegum stjórnarháttum. Auk þess var því ávallt lýst yfir, m.a. af efsta manni á lista sjálfstæð- Þessir hringdu . . . Okkur langar líka í ís Elísabet Jónsson, Keflavík, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það er áreiðanlega erfitt fyrir marga sykursjúka að horfa á sjónvarpsauglýsinguna um Emm- ess-ísinn. Það kemur sjálfsagt vatn í munninn á fleirum en mér við það. En nú finnst mér tími til kominn, að við fáum að vera með, því að okkur langar líka í ís. Á tímabili framleiddi Mjólkur- samsalan ís fyrir sykursjúka, að ég held fyrir beiðni frá spítölun- um, og þá fékkst slíkur ís hér í Víkurbæ. Svo allt í einu var hann horfinn og ég sá hann ekki meir. Kannski er þessi ís enn framleidd- ur, en mér finnst í of mikið ráðist að fara að leggjast inn á spítala til að fá þetta góðgæti. Og það eru alveg örugglega ekki aðeins hinir fullorðnu í hópi sykursjúkra, sem eiga þarna hlut að máli; hugsið ykkur börnin, sem verða að horfa upp á félaga sína gæða sér á þessu. Ekki held ég að þeim líði vel. Að lokum langar mig til að benda yf- irvöldum á, að þau gætu gert meira af því að styðja við bakið á okkur, sem erum haldin þessum sjúkdómi. Við verðum að kaupa vörur, t.d. ávexti, sem eru oft á tíðum helmingi dýrari en sam- bærilegar vörur fyrir almenning. Megi það ganga vel og taka sem stystan tíma Félagi í SFR hringdi og hafði eftirfarandi að segja. — Hvernig er með íslenska verkalýðsforystu? Veit hún ekkert um það sem er að gerast í landi okkar? Er hún algerlega stein- runnin? Hvað leggur Kristján Thorlacius til að gert verði í efna- hagsmálum íslensku þjóðarinnar annað en að æsa til samblásturs móti aðgerðum ríkisstjórnarinn- ar? íslenskir launþegar hafa feng- ið meira en nóg af ráðdeildarleysi Alþýðubandalagsins og reyndar fleiri undanfarin ár, enda virðist sá einn tilgangur þeirra að skapa algeran glundroða, því að þá er komið að þeim að taka völdin. ís- lenskir launþegar skorast ekki undan þeirri ábyrgð, sem þeir og íslensk þjóð verður að axla. Það verður erfitt, en megi það ganga vel og taka sem stystan tíma. Biðj- um Drottin Guð um vit og visku ráðamönnum okkar til handa. Með hann í stafni mun allt fara vel. „Úrslit kosninganna eiga eftir að hafa mikil áhrif ‘ — sagði Margaret Thatcher þegar hún hafði greitt atkvæði »t |m-«*u lugi kvIu áll *tr Maó H-I.I I kaMMafli ri»a rfti» a* hrrfmála to»*i iaa I tnmmrn." «a«M fH nna i . hMMMkmi kl» t !*'••» -•*«' Mik.l spr.nK'nK. *•"> '*.« á -.rKmn. M.k.l -.prnna hefur nkt . ■ . Wftur Irland. . rtav >*r« hö t.l Iwr að undanform. Vísa vikunnar Thatcher’s sun is shining bright, showers allowed nowhere. England keeps the road to right, the road to strenjth and welfare. Hákur GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Þessi mál báru á góma. Rétt væri: Þessi mál bar á góma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.