Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983 Þingflokkur Alþýðuflokksins: Óverjandi að enn einu sinni skuli efnahags- aðgerðum beint að launafólki ÞINGFLOKKUR Alþýðuflokksins kom saman í gær og samþykkti ályktun í tilefni af bráðabirgðalög- um ríkisstjórnarinnar. Fer ályktunin hér á eftir: „Þingflokkur Alþýðuflokksins leggur áherzlu á, að sú aðgerð rík- isstjórnarinnar, að svipta alla launþega samningsrétti með laga- boði, lýsir ótrúlegu skilningsleysi á lífskjörum almennings og er um leið lítilsvirðing við launþega- samtök í landinu. Dag hvern dynja nú yfir verð- hækkanir á vörum og þjónustu, verðhækkanir, sem nema allt að 50%. Fyrirsjáanlegt er að mörg- um heimilum verður um megn að standa undir þessum verðhækkun- um, þegar þeim fylgir stórskertur kaupmáttur launa. Það er með öllu óverjandi, að enn einu sinni skuli efnahagsað- gerðum eingöngu beint að kjörum launafólks og að heimilunum í landinu, en aðrir þættir ekki snertir, hvað þá að gerð sé nokkur kerfisbreyting í efnahagslífinu. Alþýðuflokkurinn bendir á, að án tafar þarf að endurskipuleggja og sameina fjárfestingarlánasjóði og taka upp breytta fjárfest- ingarstefnu. Afnema þarf útflutn- ingsuppbætur á búvörur í áföng- um eins og Alþýðuflokkurinn hef- ur gert tillögur um, og taka til rækilegrar endurskoðunar verð- myndun og verðlagningarkerfi nauðsynjavöru. Þingflokkur Alþýðuflokksins krefst þess, að þegar í stað verði verðhækkanir á vöru og þjónustu, sem dunið hafa yfir að undan- förnu, teknar til endurskoðunar, og þeim sniðin mörk innan ramma þeirra launahækkana sem ríkis- stjórnin hefur ákveðið láglauna- fólki til handa. Þingflokkurinn er í þessu efni reiðubúinn til sam- starfs við ríkisstjórnina, en sam- starf og sæmilegur friður um meginþætti efnahagsmála, eru forsenda þess, að á raunhæfan hátt sé unnt að ná tökum á verð- bólgunni og tryggja um leið viðun- andi lífskjör og atvinnuöryggi í landinu." Olíulítrinn á 9 krónur GASOLÍA hækkaði um 15% í verði í vikunni, eins og skýrt hefur verið frá í Mbl. Hver lítri til skipa og af bílum hækkaði úr 7.30 krónum í 8.40 krón- ur. Gasolía á benzínstöðvum á bíla og til almenningsnota hækkar hins vegar úr 7,85 krónum hver lítri í 9,00 krónur. Atvinnumenn í sínu fagi þekkja góöa hönnun þegar þeir sjá hana. Þegar hugaö er aö tölvuvæöingu er þaö því ekki skrýtiö aö svo margir þeirra kjósa VICTOR 9000 tölvuna til aö létta sér störfin. VICTOR er sú tölva sem allar hin- ar eru bornar saman viö. Meö 16-bita örtölvutækni, fjölbreyttum teiknimöguleikum (320.000 mynd- punktum á skjánum), vinsælustu stýrikerfunum (MS-DOS og CP/M) og úrvali forritunarmála (BASIC, COBOL, FORTRAN og PASCAL), á viöráöanlegu veröi, er VICTOR í fararbroddi á mikrótölvu- markaönum. Fjöldi tilbúinna forrita eru fyrir- liggjandi fyrir iönaöarmenn, arki- tekta, verkfræðinga, endurskoö- endur og athafna- og atvinnu- menn yfirleitt. VICTOR tölva er velkomin hjálp. Sendiö afklippuna hér fyrir neöan til aö fá nánari upplýsingar. x Sendið mér upplýsíngar um Victor 9000 tölvuna VICTOR ER SU BESTA Póstnúmer: Póststöð: ítfOí VICTi Ainnkaup TOLVUBÚÐIN HF Skipholti 1 — 105 Reykjavík — Sími 25410 MEÐ í FERÐALAGIÐ Hljómplata eða kassetta og bók með textum og myndum BÓKIN FYLGIR ÓKEYPIS Þetta er kassettan sem börnin hlusta á um leið og þau skoöa bókina og eru róleg í aftursætinu, svo að allir njóti ferðalagsins FRÓÐLEGT FJÖRUGT OG SKEMMTILEGT BARNAEFNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.