Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 4
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983
— segir Gunnar Þórðarson,
sem stígur nú aftur
á hljómsveitarpall
eftir margra ára hlé
Gunnar Þórðarson rifjar upp „gömlu taktana'* á aefingu ( Broadway.
s
„Þesjsi Englandsdvöl mín
varð heldur lengri en ég reikn-
aði með í upphafi. Eg ætlaði að
vera í hálft ár en það teygðist
úr þessu í tæpt ár,“ — sagði
Gunnar Þórðarson hljómlistar-
maður, er við hittum hann að
máli í Broadway nú í vikunni,
en hann var þar að æfa upp
hina nýju hljómsveit sína, sem
hefur veirð ráðin til að leika
þar fyrir dansi næstu fjóra
mánuðina. Nokkuð langt er nú
síðan Gunnar hefur stigið á
hljómsveitarpall með dans-
hljómsveit en eins og kunnugt
er hefur hann um árabil verið í
fremstu röð dægurtónlistar-
manna hér á landi og hefur á
undanförnum árum nær ein-
göngu helgað sig tónsmíðum
og hljómplötugerð og einmitt
við þá iðju hefur hann dvalið í
Englandi að undanförnu. —
„Ég gerði fjórar plötur á þessu
tímabili og ég var að reikna
það út til gamans að í það heila
er ég búinn að gera á milli
60—70 plötur, eða lauslega
riknað um 600 lög. Það er bara
nokkuö mikið skal ég segja þér
og kannski kominn tími til að
breyta aðeins til,“ — sagði
hann og leit á mig með tvíræð-
um svip, svo að ég hætti við að
spyrja hvort hann hefði þar
með sagt skiliö við hljómplötu-
gerð að sinni enda hlyti það
atriði að skýrast er lengra liði á
samtal okkar.
Gunnar Þórðarson hefur ekki
verið fastur liðsmaður í dans-
hljómsveit í tæp tíu ár og ég
spurði hann nánar út í þessa
skyndilegu breytingu á högum
hans einmitt nú:
— „Já, það er orðið nokkuð
langur tími sem ég hef verið fjarri
góðu gamni og það má segja að ég
hafi ekkert fengist við þetta síðan
Hljómar hættu 1974, ef undan er
skilin stutt ferð um landið með
„Lónlí Blú“ sumarið ’75. Síðan hef
ég varla komið á svið nema við
einstök hátíðleg tækifæri. Það er
sagt, að þeir sem hafi einhvern
tíma spilað í hljómsveitum, eigi
erfitt með að losna við bakteríuna
og séu orðnir viðþolslausir eftir
tvö ár að komast aftur á svið. En
ég verð að játa að ég hef ekkert
sak' að þess að vera laus úr þess-
um bransa. Það stafar kannski af
því að ég hef alla tíð, síðan ég
hætti að spila á böllum, verið við-
loðandi músíkina og hef kunnað
mjög vel við mig í stúdíói.
Þetta leggst þó mjög vel í mig
núna. Sérstaklega með svona
handi, sem býður upp á mikla
möguleika. Ég held að ég hefði
ekki nennt að stnda í þessu með
litlu bandi og ég hefði ekki haft
Hin nýja hljómsveit Gunnars Þórðarsonar, f.v.: Ásgeir Steingrímsson trompet, Sigurður Long saxófónn, Ásgeir Guðjónsson hljómborð, Sigurður Karlsson
trommur, Sverrir Guðjónsson söngur, Bjarni Sveinbjörnsson bassi og Gunnar Þórðarson. Á myndina vantar söngkonuna Helgu Möller, sem var erlendis
þegar myndin var tekin.
Gunnar hóf frægðarferil sinn með Kljómum frá Keflavík og hér eru þeir félagar í Cavern-klúbbnum í Liverpool
sumarið 1964. í þessum sama klúbbi hófst frægðarferill Bítlanna á sínum tíma.
áhuga á að endurvekja Hljóma í
þessu tilviki. En svona hljómsveit
býður upp á miklu meiri mögu-
leika og meiri breidd og ég hlakka
til að fara aftur af stað undir
svona kringumstæðum.“
Hin nýja hljómsveit Gunnars
Þórðarsonar er skipuð átta
mönnum en það eru auk hans:
Ásgeir Guðjónsson hljómborð,
Ásgeir Steingrímsson trompet,
Bjarni Sveinbjörnson bassi, Sig-
urður Karlsson trommur, Sigurð-
ur Long tenor-, alt- og sópran-
saxófónn, og svo söngvararnir
Helga Möller og Sverrir Guðjóns-
son. Gunnar var spurður hvað
hefði ráðið valinu á mannskapn-
um.
— „Suma þekkti ég persónulega
en aðrir voru valdir af afspurn ef
svo má segja. Ég leitaði m.a. fyrir
mér í tónlistarskóla FÍH því ég
hafði áhuga á að fá með mér unga
og efnilega menn, óþreytta og
spilaglaða, þannig að síður verði
hætta á að menn séu að þessu með
hangandi hendi. Ég vil líka forð-
ast allt sukk, sem oft hefur viljað
loða við þennan bransa, og valdi
menn kannski einnig með tilliti til
þess.“
Og þú ert væntanlega ánægður
með valið?