Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983 53 — „Já, mér líst mjög vel á þetta. Eins og ég sagði áðan býður þessi hljómsveit upp á mikla möguleika. Við erum til dæmis með fimm raddir og auka blásararnir mikið á breiddina. Þetta eru allt menn sem lesa músík enda er nauðsyn- legt í svona stórri hljómsveit að hafa músíkina útsetta að mestu leyti, annars verður þetta bara hrærigrautur. Við höfum líka haft mjög stuttan tíma til að æfa upp prógrammið svo að þetta hefur komið sér vel. Upphaflega var hugmyndin að við værum sjö, en svo frétti ég að Ásgeir Stein- grímsson trompetleikari væri nýkominn heim frá fjögurra ára námi í New York og ég sagði við Óla Laufdal að þennan mann yrð- um við að fá svo að hann sam- þykkti töluna átta. Ég minnist þess ekki að svona stór hljómsveit hafi verið fastráðin í veitingahúsi hér á landi síðustu áratugi, svo að ég held að það sé alveg óhætt að gefa Laufdal svolítið hrós fyrir að bjóða upp á svona lúxus, það er bæði erfitt og dýrt að halda úti svona stórri hljómsveit." Og hvað um tónlistarstefnuna?, — spyr ég spekingslega eins og venjan er þegar rætt er við tón- listarmenn. — „Við leggjum áherslu á góða danstónlist. Við erum auðvitað fyrst og frmst að spila fyrir dansi og verðum að hafa það hugfast. En við ætlum ekki að spila þannig músík að okkur leiðist sjálfum." Þið ætlið sem sagt að spila mús- ík sem bæði þið og gestir hússins geta haft ánægju af? — „Já, einmitt. Ég hefði ekki getað orðað það betur. Til að byrja með æfum við upp gott danspró- gramm og síðan, þegar betra næði gefst og þetta er komið í gang, förum við kannski út i eitthvað aðeins flóknara. Við komum fram þrisvar á kvöldi og spilum á móti diskótekinu og ætlunin er, að í fyrsta „settinu" á kvöldin verði boðið upp á músík sem er meira fyrir eyrað, svona á meðan gestir eru að koma í húsið og þá geta þeir sem hafa gaman af að hlusta á góða músík komið og fengið eitthvað fyrir sig. Með þessu er ég ekki að segja að dansmúsík geti ekki verið góð músík og við ætlum okkur að vera líka með góða dansmúsík. En hitt býður upp á meiri fjölbreytni og betra tæki- færi fyrir strákana til að sýna hvað í þeim býr.“ Við víkjum nú talinu að nafni hljómsveitarinnar og um það segir Gunnar m.a.: — „Enn sem komið er hefur ekkert annað nafn komið fram en „Hljómsveit Gunnars Þórðarson- ar“, en ég hefði ekkert á móti því að velja eitthvert annað nafn og ef gott nafn finnst er það vel þegið. Kannski Árni Johnsen lumi á ein- hverju góðu nafni eins og t.d. „Hamrabandið" eða „ólgubrim", en hann var nokkuð glúrinn hér í gamla daga að koma með góð og „sterk" nöfn eins og t.d. „Brimkló" og „Trúbrot". Ég spurði nú Gunnar hvort hann væri búinn að leggja hljóm- plötugerð á hilluna í bili en hann kvað það ekki aldeilis vera. — „Ég er nú byrjaður á nýrri plötu sem mun væntanlega koma út í lok júlí eða byrjun ágúst. Þetta verður það sem kallað er „stór, lítil plata“ með fimm lögum og eitt þeirra er stefið sem ég samdi fyrir fegurðarsamkeppnina. Og síðan kemur vel til greina að gera nýja plötu með hljómsveit- inni.“ Þið tjaldið sem sagt til lengrl tíma en þessara fjögurra mánaða sem þið eruð ráðnir hér í Broad- way? — „Það verður auðvitað bara að ráðast. Eins og ég sagði er erfitt að halda úti svona stórri hljóm- sveit og framhaldið fer mikið eftir undirtektum. Ég vona auðvitað að þetta falli í góðan jarðveg og að það sé grundvöllur fyrir að reka svona band, en undirtektirnar verða að skera úr um það.“ - Sv.G. SUMAKTILBOÐ 2X20 Wött Útvarpsmagnari, segulbandstœki, plötuspilari, skdpur og tveir hótalar- ar. Gott alhliða heimilissett í háum gœðaílokki. 2X65 Wött Magnari, plötuspilari, útvarp, segul- bandstceki, skápur og tveir hátalarar ásamt tímatœki. Meiriháttar hljómtœkjasamstœða. 2X30 Wött Útvarpsmagnari, plötuspilari, segul- bandstœki. tímatœki, skápur og tveir hátalarar. Mjög vel samvalið sett sem hentar mörgum. 2X50 Wött Magnari, plötuspilari, útvarpstœki, segulbandstœki, tímatœki. skapur og tveir hátalarar. Magnað sett á góðu verði. 2X60 Wött Formagnari, kraítmagnari, plötuspil- ari. útvarpstœki, segulbandstœki, tónjaínari, tímatœki, skápur og tveir hátalarar. Dekursamstœðan, fyrir nákvœmnis- menn. 2X60 Wött Útvarpsmagnari með tímatœki, plötuspilari segulbandstœki með tímatœki, skápur og hátalarar. Sett fyrir lengra komna. 2X80 Wött Magnari, plötuspilari, útvarpstœki, segulbandstœki með timatceki, skápur og hátalarar. Þetta er settið íyrír þá sem gara kröfur sem erlitt er að uppfylla. Verð: kr. 36.000. Útb. kr. 4.000, rest á 6 mán. Verð: kr. 39.900. Útb. kr. 4.000, rest 6 mán. Verð: kr. 44.900. Útb. 4.500, rest 6 mán. Verð: kr. 49.800. Útb. 4.500, rest 6 mán. Verð: kr. 69.900. Útb. 5.000, rest 6 mán. Verð: kr. 99.900. Útb. 5.000, rest 6 mán. Verð: kr. 110.000. Útb. 10.000, rest 6 mán. SKIPHOLTI 19 - SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.