Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983 Minning: Guðlaug Friðrika Sigurjónsdóttir Fædd 6. maí 1903 Dáin 25. maí 1983 Guðlaug var yngst barna Val- gerðar Helgadóttur og Sigurjóns Hallgrímssonar, sem bjuggu í Ytri-Hlíð. Systkini hennar, Frið- rik bóndi og hreppstjóri í Ytri- Hlíð, og Jóhanna, tengdamóðir mín, áður húsfreyja á Ljótsstöð- um, eru enn á lífi, en Guðrún syst- ir þeirra, sem bjó í Fremri-Hlíð, andaðist 1962. Guðlaug unni sveit sinni af al- hug og var sannur Vopnfirðingur alla tíð, þó hún dveldi síðustu árin í Reykjavík og frá 1. júlí 1976 á Elliheimilinu Grund. Henni var það mikils virði að geta heimsótt frændfólk og vini á sumrin og dvalið þar sér til ánægju og hress- ingar. Guðlaug góða frænka hefur kvatt. Hugur okkar fylgir henni fullur þakklætis, sérstaklega fyrir samveruna á Torfastöðum í Vopnafirði, en þar var hún lengi ráðskona við mötuneyti heima- vistarskólans. Við störfuðum þar saman í fimm vetur og mér er óhætt að segja, að samviskusemi hennar og alúð á öllum sviðum var einstök. Hún var ein þeirra, sem leggur sig alla fram í annarra þágu, en vill aldrei láta hafa neitt fyrir sér. Mörgum var Guðlaug búin að hjálpa, þegar illa stóð á vegna veikinda eða af öðrum ástæðum. Hún hlífði sér hvergi, þó að hún væri oft lasin, en hún var heilsutæp mikinn hluta ævi sinn- ar. Skólabörnin nutu umhyggju hennar á margan hátt og það kom oft fyrir að þau sátu niðri í eldhúsi og stautuðu með hjálp Guðlaugar. Þetta veit ég að margir muna og þakka nú að leiðarlokum. Við hjónin minnumst fyrst og fremst vináttu hennar og barnanna okkar. Þau voru ekki há í loftinu, þegar þeim var stungið inn í eld- húsið til góðu frænku, sem ævin- lega tók þeim jafn vel og taldi okkur meira að segja trú um, að þau tefðu alls ekkert fyrir henni. Þær urðu margar stundirnar, sem þau fengu að njóta hennar þar og þó að samfundir yrðu strjálli með árunum var tilhlökkunin alltaf mikil og einlæg, þegar von var á góðu frænku í heimsókn. Hún gerði heldur ekki upp á milli þeirra eftir að þau urðu fleiri, þó að kynnin yrðu ekki eins náin. Fyrir þetta allt erum við inni- lega þakklát. Ég vil að síðustu færa frænd- fólki hennar í Reykjavík bestu þakkir fyrir alla hjálpsemi við hana. Systkinum hennar sendum við samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Guðlaug var jarðsett að Hofi í Vopnafirði 4. maí sl. Elínborg Gunnarsdóttir, Syðra-Hvarfi. Torfi Jónsson Dalvík - Minning Skammt er bilið milli lífs og dauða og enginn veit sitt skapa- dægur. Það er eins og maður sjái helst ekki eða skynji til fulls hvers virði einstaklingurinn er fyrr en hann er horfinn af sjónarsviðinu. Þann 3. júní varð bráðkvaddur á heimili sínu á Dalvík Torfi Jóns- son. Þar er genginn af sjónarsvið- inu mætur drengur sem skilur eft- ir sig góðar minningar hjá þeim sem hann átti samleið með. Maður á svolítið erfitt með að venjast því að vinnufélagi manns um árabil sjáist aldrei meir. Að aldrei fram- ar, áður en vinna hefst að morgni, verði hann þátttakandi í umræð- um um veðurfar, sem okkur varð oft tíðrætt um, eða viðburði lfð- andi stundar sem hann fylgdist vel með og var minnugur á og hafði gaman af að ræða. Torfi fæddist á Hæringsstöðum í Svarfaðardal 8. nóvember 1927. Foreldrar hans voru Jón Jóhann- esson, bóndi þar, og kona hans, Lilja Árnadóttir. Þar ólst hann upp hjá fjöimennu frændaliði og vann því lengst af til fullorðins ára. Hann gekk í gegnum þessa mislyndu lífsbaráttu með sínum eðlislæga lífsmáta, hógværð, Kyrvnum í dag CRESSIDA CAMRY TERCEL4X4 í Keflavík kl. 13.00 — 15.00 viö Barnaskólann kl. 16.00 oa Grindavík 18.00 við Félagsheimilið Festi „eV\» 'ia('^o3 TOYOTA UMBOÐIÐ NYBYLAVEGI 8 KÓPAVOGI P. SAMÚELSSON & CO. HF. SÍMI 44144 trúmennsku og nægjusemi án af- skipta eða íhlutunar í samfélags- heildina og tók við því eins og fleiri sem framreitt var af þeim sem telja sig til þess hæfa, með sömu tillitsseminni og í öðru. Hann hafði þó sínar skoðanir á velgjörðum og misgjörðum þeirra sem á garðann gáfu og ræddi það oft við samstarfsmenn sína með góðum skilningi. Torfi var verkmaður góður og leysti flest verk sem að honum sneru með lagni og hávaðalaust. Einn þáttur með öðru var svo rík- ur í fari hans að ég hef aldrei kynnst öðru eins, en það var að gera bón allra þeirra er til hans leituðu ef þess var nokkur kostur. Notuðu margir sér fórnfúsa greiðasemi hans sem þó var ekki ætíð metin sem skyldi. Torfi starfaði um langt árabil í deild Slysavarnafélagsins á Dal- vík. Var hann þar virkur félagi og sá í langan tíma um snjóbíl sem notaður var í neyðartilvikum í stórhríðarveðrum. Reyndist Torfi í því sem öðru traustur og áreið- anlegur. Kvöldið áður en hann lést var hann við störf á vegum björg- unarsveitar SVFÍ í Jónínubúð og brá þá fyrir sig sinni léttu kímni. Ekki hvarflaði þá að neinum að þetta yrðu síðustu handtök hans fyrir björgunarsveitina. Síðustu tólf ár ævi sinnar bjó Torfi í eigin húsnæði hér á Dalvík með Guðbjörgu Hjaltadóttur, ætt- aðri frá Akranesi. Þau eignuðust tvö börn saman, Lilju, sem nú er ellefu ára, og Svein, sex ára. Einn- ig hefur Torfi alið upp son Guð- bjargar frá sjö ára aldri, Hjalta Ben, sem sinn eigin son, enda kall- aði Hjalti hann pabba frá fyrstu kynnum til síðustu stundar og reyndist Torfi honum sem slíkur. Það má segja að opið hús hafi verið hjá Torfa og Guðbjörgu í búskapartíð þeirra og var það óspart notað af vinum og vanda- mönnum því bæði voru þau gest- risin og Guðbjörg veitti af mynd- arskap. Þaðan munu margir sakna léttra rabbstunda yfir rjúkandi kaffibolla því glaðsinna var Torfi í góðra vina hópi og naut slíkra stunda, en nú er það liðin tíð. Um leið og ég flyt Guðbjörgu og börnunum samúðarkveðjur kveð ég félaga minn og flyt honum þakkir fyrir margar glaðværar samverustundir í tíu ára sam- starfi í sláturhúsinu. Kristinn Guðlaugsson Höfóar til .fólksí öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.