Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 32
80 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983 í NÝJA BÍÓIÁ NÆSTUNNI Að þessu sinni er ætlunin að renna lauslega yfir þær myndir semNýja Bíó mun bjóða gestum sínum næstu mánuðina. Kvik- myndahúsið hefur frá upphafi haft umboð hérlendis fyrir hið umsvifa- mikla bandaríska kvikmyndaver 20th Century Fox, en síðastliðið haust bættist ný fjöður í hatt þess, sem er Metro-Goldwyn-Mayer, hinn fornfrægi risi í kvikmynda- heiminum sem upp á síðkastið er talsvert farinn að láta bera á sér á nýjan leik. Metro-ljónið öskraði fyrst fyrir gesti Nýja Bíóis í myndinni Pink Floyd — The Wall, og átti það vel við. En lítum nú á þær MGM myndir sem kvikmynda- húsið hefur samið um sýningar- rétt á: • Bnddy, Buddy er nýjasta mynd þremenninganna Billy Wilder, Jack Lemmon og Walth- er Matthau, en þeir hafa skemmt kvikmyndahúsgestum m.a. í myndunum The Odd Couple og The Front Page (sú síðarnefnda var nýlega sýnd í sjónvarpinu). Að þessu sinni leikur Walther Matthau leigumorðingja sem er að fást við síðasta verkefnið áð- ur en hann fer „á eftirlaun". Hann hefst við í lélegu hótel- herbergi og við hliðina á honum býr náungi, illa haldinn af hug- sýki með óteljandi sjálfsmorðs- aðferðir á prjónunum ... að sjálfsögðu Jack Lemmon. Með aukahlutverkin fara tveir ágætisleikarar, Paula Prentiss og Klaus Kinski. Tónlist: Lalo Schifrin, sýn.tími: 128 mín. • Cannery Row, eða Ægisgata, einsog hin bráðskemmtilega skáldsaga Steinbeck nefnist í ís- lenskri þýðingu, um rónana og líffræðinginn vin þeirra vestur í Monterey, hefur nú verið kvik- mynduð á nýjan leik. Að þessu sinni fara þau Nick Nolte og Debra Winger (Urban Cowboy, An Officer and a Gentleman) með hlutverk Doc og Suzy. Leik- stjóri og handritshöfundur er David Ward (The Sting), en John Huston er sögumaður. Kvik- myndataka: Sven Nykvist, tón- list: Jack Nitzsche, sýn.tími: 120 mín. • Victor/Victoria var tví- mælalaust ein fyndnasta mynd sem undirritaður sá á síðasta ári, enda einvalalið sem stendur að baki henni. Leikstjórinn er Blake Edwards („10“, myndirnar um bleika pardusinn o.fl. o.fl), og skrifar hann jafnframt handrit- ið að þessum margsnúna farsa um atvinnulausa leikkonu, Julie Andrews, á kreppuárunum í París, sem loks slær í gegn í hlutverki karlmanns í kvenklæð- um, á sviðum næturklúbba stórborgarinnar. Hugmyndina fær hún hjá vini sínum, öfugum, sem Robert Preston leikur stór- kostlega. Þessi öfugsnúningur, allur, býður uppá hinar spaugilegustu uppákomur, sem eru mýmargar. Hér standa sig einnig, með prýði, James Garner og ekki síð- ur ný gamanleikkona, Lesley Ann Warren. • Rich and Famous segir, eins og nafnið bendir til, frá tveimur vellauðugum og frægum vinkon- um í Vesturheimi, misjöfnu gengi þeirra, í veröld auðlegðar og allsnægta sem aldrei hafa trygftt það sem mest er um vert í lífinu, hamingjusemi. R&F varð síðasta mynd hins fræga leikstjóra George Cukor, sem var einmitt talinn einn mesti „leikstjóri kvenna" fyrr og 'síðar. Tvær fegurstu leikkonur Hollywood fara með aðalhlut- verkin, Jacqueline Bisset og Can- dice Bergen. Sýn.tími: 117 mín. • Shoot the Moon fjallar um hjónabandsvandamál miðaldra hjóna með fjögur börn í skóla- námi. Þau fjarlægjast hvort annað æ meir, hann sökkvir sér í störfin en hún öðlast nýja skoð- un á lífinu þegar börnin eru öll að komast á legg. Myndinni leikstýrir Alan Parker (Fame, Midnight Ex- press, The Wall) og aðalhlut- verkin eru ekki í höndum neinna aukvisa heldur; Albert Finney og Diane Keaton. Handritið skrif- aði Bo Goldman (One Flew over the Cuckoo’s Nest). Sýn.tími: 124 mín. • The Califomia Dolls eða All the Marbles, eins og hún nefndist vestan hafs, er af léttari gerð- inni. Segir af tveim limafögrum kven-fjölbragðaglímuköppum („wrestling") og slóttugum þjálf- ara þeirra sem ætlar þeim ekk- ert minna en meistaratignina, með öllum mögulegum og ómögulegum ráðum. Með aðalhlutverkið fer Peter „Colombo" Falk, en þær leggja- löngu og barmfríðu nefnast Vicki Frederick og Laurene Landon. Sú fyrrnefnda gladdi Kirk Douglas og Tom Burlinson í áströlsku mvndinni The Man from Snowy River. Tveir snjallir. Sidney Lumet leik- stýrir Paul Newman í The Verdict. augu undirritaðs þegar hún fór með eitt aðalhlutverkið í Danc- in’, undir stjórn Bob Fosse, vest- ur á Broadway fyrir nokkrum árum. Hún fór einnig- með hlut- verk í mynd hans, All That Jazz. Leikstjóri er gamli harðjaxlinn Robert Aldrich sem hlaut sinn skóla sem aðstoðarleikstjóri ekki minni meistara en Jean Renoir og Charles Chaplin. Sýn.tími: 112 mín. • Whose Life Is It Anyway ættu flestir íslenskv áhugamenn um leikhús að kannast við undir nafninu Er þetta ekki mitt líf, og naut mikilla vinsælda { Iðnó fyrir skömmu. Nú er sem sagt búið að kvikmynda þetta þekkta leikhúsverk Brians Clark, sem einnig samdi kvikmyndahandrit- ið. Myndin er því einkar trú leik- ritinu. Richard Dreyfuss fer á kost- um í aðalhlutverkinu og það stafar mikilli hlýju af Christine Lahti í hlutverki hjúkrunarkon- unnar. Leikstjóri: John Badham, kvikmyndataka: Mario Tosi. Sýn.tími: 119 mín. • Pennies From Heaven er söngva- og dansamynd um dagdrauma fátæks sölumanns í Chicago í kreppunni miklu. Hér skiptast á grár raunveruleikinn og hrífandi draumórar. Sögð í anda hinna gömlu, góðu MGM- skrautmynda. Með aðalhlut- verkin fara Steve Martin, Berna- dette Peters, Jessica Harper og Christopher Walken bregður fyrir í gestahlutverki. Tónlistin er útsett og stjórnað af Marvin Hamlisch og Billy May, kvik- myndatöku stjórnar Gordon Willis en leikstjóri er Herbert Ross. • Rúsínan f pylsuendanum frá MGM er að sjálfsögðu sú einkar vel gerða og spennandi hroll- vekja Poltergeist, sem var ein vinsælasta mynd heims á síðasta ári. Hún fjallar um óhugnanlega reimleika sem eiga sér stað f húsi í úthverfi borgar vestur f Kaliforníu. Það kemur f ljós að húsið er byggt í gömlum kirkju- garði ... Myndin er stórkostleg sýning á hversu brellumeistarar Holly- wood eru komnir langt í að blekkja augu áhorfandans. Leikstjóri er Tobe Hooper en framleiðandi er Steven Spiel- berg, sem sagður er eiga mun meira í myndinni en Hooper. Með aðalhlutverkin fara Jobeth Williams, Craig T. Nelson, Bea- trice Straight og Heather O’Rourke. Handrit: Spielberg. Tónlist: Jerry Goldsmith. Dolby stereo. Sýn.tími: 114 mín. • Þá er komið að myndunum frá 20th Century Fox og fyrsta skal fræga telja The Verdict, eina af myndunum sem voru til- nefndar til Óskarsverðlauna í vor, sterk, dramatísk mynd sem gerist að mestu leyti innan veggja dómsalanna í Boston. Þar fær drykkfelldur lögfræðingur (leikinn meistaralega af Paul Newman, sem hér hlaut sína sjöttu Óskarsverðlaunatilnefn- ingu!) uppreisn æru, þegar hann tekur hart á máli sem honum var ætlað að sjatla niður af venjulegum vesaldómi. Það er einvalalið sem stendur að baki þessarar frægu myndar: Leikstjórinn er Sidney Lumet, einn jafn-besti leikstjóri síðustu áratuga, framleiðendurnir eru Richard D. Zanuck og David Brown, tónlist er eftir Johnny Mandel og með önnur megin- hlutverk fara Charlotte Ramp- ling, Jack Warden, James Mason og Milo O’Shea. • Making Love er ærið óvenju- leg ástarsaga, segir frá eigin- manni sem gefur konu og heimili upp á bátinn fyrir annan mann! Tímarnir breytast og mennírnir með. Ólíklegt er að mynd byggð á þessu efni hefði fengist gerð fyrir áratug eða svo. Leikstjórinn er Arthur Hiller, sem frægastur er fyrir aðra ást- arsögu, nefnilega enga aðra en þá einu sönnu Love Story. Með aðalhlutverk fara Michael Ontkean, Kate Jackson og Harry Hamlin. • Tough Enough var verið að frumsýna fyrir örfáum vikum vestra, en myndin segir frá country & western-söngvara sem gengur hægt að komast upp á stjörnuhimininn svo hann snýr sér að hnefaleikum, með mun betri árangri. Leikstjóri er Rich- ard Fleischer en með aðalhlut- verkið fer Dennis Quaid. Þá var myndin hin síðasta sem sá ágæti leikari Warren Oates lék í um dagana. • I gamanmyndinni Six Pack fer hinn vel þekkti c&w-söngvari Kenny Rogers með sitt fyrsta hlutverk á hvíta tjaldinu. Hann fer með hlutverk „skrjóðakapp- akstursmanns" sem af tilviljun verður fyrir barðinu á sex systk- inum sem lifa á því að stela bílhlutum. Uppúr þessu hefst hið ágætasta samband og systkinin reynast færustu viðgerðarmenn sem völ er á. Leikstjóri er Daniel Petrie (Fort Apache, The Bronx). • Kiss Me Goodbye var ein af jólamyndunum á síðasta ári, gamanmynd um konu sem er að fara að giftast í annað sinn þeg- ar andi hins fyrrverandi, eld- hressa eiginmanns tekur að birt- ast henni á óþægilegustu augna- blikum! (Þetta efni þekkja nátt- úrlega allir þeir sem sáu hina ágætu, brasilísku gamanmynd Dona Flor e seus dois maridos, í Háskólabíói á sínum tíma.) Hollywood-útgáfunni leikstýr- ir Robert Mulligan (To Kill a Mockingbird, Summer of 1,2), en með aðalhlutverkin fara Sally Field, James Caan og Jeff Bridg- es. • The Man from Snowy River var til skamms tíma vinsælasta mynd sem sýnd hefur verið í Ástralíu, þaðan sem hún er upp- runnin, en þá kom E.T. til skjal- anna ... T.M.F.S.R. segir frá áströlskum dreng og hestinum hans, hvernig hann herðist upp og verður að manni á óblíðum sléttum Ástralíu. Þar kemur gamla kempan Kirk Douglas talsvert við sögu, í tvöföldu hlut- verki. Leikstjóri er George Mill- er. • Puberty Blues er einskonar „ástralskt Graffiti", segir af nokkrum unglingum sem eru að reyna að komast í vinsælustu klíkuna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Leikstjóri er einn af kunnustu kvikmyndagerðar- mönnum Ástrala, Bruce Beres- ford sem við þekkjum að góðu einu af myndunum Don’s Party og Breaker Morant. • The Pirate Movie er dýrasta mynd sem Ástralir hafa gert til þessa, reyndar fengu þeir 20th Century-Fox til að fjármagna myndina að hluta. „Sjóræningja- myndin“ er lauslega byggð á hin- um fræga söngleik Gilbert & Sullivan The Pirates of Penz- ance, en að nokkru leyti látin gerast á okkar tímum. Með aðalhlutverkin fara Kristy McNichol og Christopher Atkins en leikstjóri er Ken Ánn- akin. • The Entity fjallar um hroll- vekjandi, sannsögulega atburði sem komu fyrir einstæða móður vestur í Kaliforníu á síðasta ára- tug. Hún taldi sig verða fyrir sí- endurteknum árásum „veru, ekki af þessum heimi". Vísindamenn fengu áhuga á þessu einstæða fyrirbrigði og telja sig jafnvel hafa einangrað þennan óhugnað, eða það sem kallað er á góðri íslensku, kveðið skratta þennan niður, á vfsinda- legan hátt, reyndar. Með aðalhlutverkið fer Bar- bara Hershey (sem reyndar tók upp eftirnafnið Seagull, á blómatímabilinu), handritið skrifar Frank DeFolitta og byggir það á eigin metsölubók sem hann gerði um þessa válegu atburði. Leikstjóri er Sidney J. Furie (Lady Sings the Blues). • Monsignor segir af herpresti sem í lok stríðsins er fluttur af vígvellinum til Vatíkansins og fljótlega settur yfir banka dvergríkisins. Hann hefur gert ýmislegt það sem ekki er kenni- manni kaþólsku kirkjunnar sæmandi og vegna sambanda sinna við undirheiminn getur hann ýmislegt gert til að koma lagi á fjármál kirkjunnar eftir hörmungar stríðsins. Monsignor hlaut mikið umtal á síðasta ári sökum þessa óvenjulega efnis. Með aðalhlut- verkið fer Christopher Reeve, sjálfur „Superman", Genevieve Bujold, Fernando Rey, Jason Miller, Adolfo Celi og Thomas Milian. Kvikmyndatökumaður er Billy Williams (Gandhi), tónlist- ina samdi John Williams (E.T., Star Wars, o.s.frv.), handritið skrifuðu Abraham Polonsky og Wendell Mayes. Leikstjóri er Frank Perry. • Author, Author fjallar um rit- höfundinn Travalian (A1 Pac- ino), sem virðist ganga allvel. Það er verið að setja upp nýjasta leikrit hans á Broadway, með frægri Hollywood-leikkonu í að- alhlutverki. En þar er endalaust krafist breytinga á handritinu og þar að auki er konan að hlaupast á brott frá honum og fimm börnum fjölskyldunnar sem eru af ærið blönduðu for- eldri. Handritið að þessari gaman- mynd skrifaði leikritaskáldið Israel Horowitz, en Pacino hlaut einmitt sína fyrstu viðurkenn- ingu sem leikari í leikriti Horo- witz, The Indian wants the Bronx, árið 1968. Með önnur, stór hlutverk fara Dyan Cannon og Tuesday Weld en Árthur Hill- er leikstýrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.