Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983 Fundinn fjársjóður Óþekktar myndir með Chaplin finn- ast fimm árum eftir dauða hans Á síðasta ári fundust fyrir al- gera tilviljun um það bil þrjár klukkustundir af áður óþekktum filmubútum eftir hinn látna snilling Charlie Chaplin; atriði sem meistari kvikmyndanna notaði aldrei. Það voru sjón- varpsmennirnir Kevin Brown- low og David Gill, sem fundu þessar filmur þegar þeir voru að leita að efni í sjónvarpsflokkinn „Hollywood" fyrir Thames- sjónvarpsstöðina. Þeir félagar fengu leyfi hjá ekkju Chaplins, Oonu, til að gramsa í gömlu dóti á heimili hennar í Sviss. Á end- anum höfðu kapparnir fundið svo mikið efni, — klippt úr eða ónothæft að mati Chaplins, úr myndum eins og Borgarljósum, Nútímanum, The Kid, Sirkus og Innflytjandanum, — að þeir gerðu sérstakan þriggja þátta flokk sem þeir nefndu Hinn óþekkti Chaplin og var hann sýndur í breska sjónvarpinu í janúar sl. Kevin Brownlow lýsir fundin- um þannig: „Við sátum í myrku herbergi og urðum mjög hissa hvað filmurnar voru heillegar, en urðum forviða þegar við upp- götvuðum að það sem við sáum hafði enginn áður séð. Við vorum svo himinlifandi að okkur lang- aði til að hlaupa út á götu og segja tíðindin öllum sem heyra vildu." Filmubútarnir sýna vinnu- brögð Charlie Chaplins og hvernig hugmyndir hans þróuð- ust. Allir vissu hve kröfuharður listamaður hann var, en sjálfur var Chaplin fáorður um vinnu- brögð sín og það hefur komið á óvart hve miklu hann henti eða nýtti ekki. Brownlow segir að þessi fundni fjársjóður hlyti að jafn- ast við það ef nútímamenn fyndu löngu glötuð uppköst Rem- brandts. Frægð Charlie Chaplins dvín- aði mjög síðustu árin sem hann lifði. Hann lést á jóladag 1977, þá 88 ára gamall, saddur lífdaga, að sögn kunnugra. Fyrsta merkilega uppgötvunin við þessa filmubúta, er að Chapl- in ekki aðeins æfði sjálfan sig og mótleikendur með endalausum tökum, heldur virðist hann einn- ig hafa samið sín verk með myndatökuvélinni. Brownlow og Gill röðuðu bútunum saman, þannig að skyld skot, jafnvel heilu atriðin mynda eina heild. Þannig sést þróun hygmynda Chaplins. Það tók þá félaga nokkra mán- uði að skoða allt efnið sem þeir fengu svo óvænt í hendur. Upp- haflega hugmyndin var að gera einn 50 mínútna þátt, en það teygðist upp í þrjá þætti. í „The Floorwalker" notaði Chaplin lyftu í fyrsta skipti. Það kemur í ljós að ekki aðeins fékk Chaplin þúsund hugmyndir heldur kvikmyndaði hann þær allar. Hafa verður í huga að film- ur voru mjög ódýrar í þá daga. Chaplin skoðaði síðan hvert at- riði og sá á augabragði hvað væri nothæft og hvað ekki. Þeg- ar vinnubrögð hans eru höfð í huga, skilur enginn hvernig hann fór að því að standa við fyrsta gerða samninginn við Mutual-fyrirtækið, sem gerði ráð fyrir tólf tveggja spóla myndum á tólf mánuðum. Eitt dæmið um vinnubrögð Chaplins er kvikmyndun „The Cure“, sem var ein af hans fyrstu myndum hjá Mutual-fyr- irtækinu (1916). Samstarfsmenn bogni göngustafur Chaplins birt- ist í enn öðru atriði og flækist fyrir honum, að sjálfsögðu. Chaplin var ánægður með það atriði og hafði það með í endan- legri útgáfu myndarinnar. í at- riði 622 hefur drykkfelldi gestur- inn tekið að sér að stjórna um- ferð hjólastólanna í anddyrinu. Því sleppti Chaplin. Annað at- riði (mögulegur endir?) sem Chaplin sleppti var númer 677, þar sem hann drukknar í brunn- Annað dæmi er „Innflytjand- inn“. Myndin byrjar á Café des Artistes og í upphafi virðist myndin vera satíra á peninga- leysi bóhema. Charlie kroppar brauðskorpu af diski. Hann lendir í vandræðum við þjóninn. Ung og falleg kona situr við næsta borð. Chaplin mislíkaði þetta allt. Hann lét annan mann leika þjóninn, riðvaxinn kappa. Charlie Chaplin í hinu fræga gervi flækingsins. Einstakur listamaður sem gerði grfnið að mikilli list og kvikmyndina að aiþjóðlegu tungumáli. Chaplins tóku það sem sjálfsagð- an hlut að hafa ekkert handrit til að vinna eftir, bara duttlunga leikstjórans, þótt flestum fynd- ist mjög erfitt að vinna með hon- um. Chaplin byrjaði tökur á „Lækningunni" með þetta í koll- inum: ég geri mynd um heilsu- bótarstöð og garð í kring. Ein- faldari gat áætlunin varla verið. í byrjun leikur hann dyravörð sem lendir í vandræðum með hjólastóla og slasað fólk í and- dyrinu. í fyrstu 76 atriðunum spilaði gosbrunnur nokkuð stórt hlutverk, en í atriði 77a er hann skyndilega orðinn venjulegur brunnur og það fyrir framan húsið. í atriði 84 hverfur ein- kennisbúningur dyravarðarins og Chaplin er allt í einu orðinn drykkfelldur gestur. Hinn frægi En þegar hér var komið sögu datt Chaplin í hug að flækja sög- una til að ná tilætluðum áhrif- um. Hann bætir við formála, þar sem áhorfandinn kynnist inn- flytjandanum, sem og ungu kon- unni. Svo þegar innflytjandinn hittir konuna á veitingastaðn- um, endurnýja þau kynnin. Þá fannst Chaplin hann vera kom- inn með nógu góða hugmynd, henti öllu hinu og byrjaði á nýj- an leik. Charlie Chaplin tamdi sér ungur mjög sérstök vinnubrögð og hann breytti þeim ekki þegar leið á ævina. Hann lifði í sér- stökum heimi og annað fólk átti erfitt með að skilja hann. Chapl- in eyddi vikum og mánuðum í tökur og vangaveltur og pen- ingamennirnir nöguðu neglurn- ar. Chaplin æfir hlutverk blindu blómasdlustúlkunnar, sem gekk erfiðlega að fullkomna; úr Borgarljósum (1931). Kvikmyndatökumaðurinn Rollie Totheroh í baksýn. Eitt skýrasta dæmi um óviss- una var þessi kvikmyndun Borg- arljósa. Það tók Chaplin nokkra mánuði að finna bestu aðferðina til að sýna áhorfandanum hversvegna blinda blómasölu- stúlkan hélt að flækingurinn, sem aldrei sagði orð, væri ríkur maður. Lausnin var „fáránlega ein- föld“ sögðu menn og segja víst enn. Flækingurinn, sem gekk iðjulaus um götur, sér stóran bíl glæsilegan, fer inn um einar dyr bílsins og út hinum megin. Blinda blómasölustúlkan heyrir dyr bílsins (tákn auðs) opnast og lokast og telur eigand- ann ríkan. Hún tekur við pening- unum fyrir blómin og heldur af- ganginum: árangur 342 daga langra vangavelta. Konan, sem lék blindu stúlk- una, Virgina Cherrill, reyndi allt hvað hún gat til að þóknast Chaplin, en mörg hundruð tökur á lokaatriðinu gerðu Chaplin ekki ánægðan. Virginia skildi ekki hvers vegna Chaplin mislík- aði hún, eins og hún reyndi að gera honum til geðs og hún dýrk- aði hann mikið. Hana vantaði einfaldleika og yfirvegun blindu stúlkunnar sem Chaplin krafðist og hann rak Virginiu. Georgia Hale var ráðin í stað- inn, og allt var kvikmyndað á ný. En það gekk heldur ekki og Chaplin tók aumingja Virginiu f sátt aftur. Það tókst loks eftir 4337 tilraunir, blinda blómasölu- stúlkan tók við peningunum og flækingurinn var sendur í stein- inn. HJÓ. Filmubútarnir sýna sjaldgæf- ar myndir af Chaplin; hann átti það til að springa úr hlátri án sýnilegra ástæðna og eyðilagði þannig sjálfur heilu atriðin. Hann hætti stundum að leika í miðjum klíðum og skammaðist og öskraði á leikara og tækni- menn eða þá áhorfendur sem þvældust fyrir. Vinnuskýrslur sýna hrika- legar tafir við kvikmyndun hans. Sennilega myndu einhverjir kalla það iðjuleysi. Gott dæmi er kvikmyndun „Borgarljósa" árið 1931. Það tók Chaplin 534 daga að fullgera myndina. Af fyrstu 83 dögunum var ekkert gert í 62 daga. Af 534 dögum alls, var ekki handtak gert í 368 daga og negl- urnar styttust upp í kviku. Charlie stakk af, dvaldi heima hjá sér með hausinn í bleyti. Leigiö ykkur heimili á hjólum Tjaldvagn (campette) eöa bíl frá d.kr. 1400 á viku. Innifalin er trygg- ing og ókeypis km og keyriö til S-Evrópu. SHARE-A-CAR A/S Sludwstrad* «1, DK-1554 Kðbsnhsvn V, Danmark, •ími 9045 1 12 06 43 Svangir sækja Svörtu Pönnuna Hraónétta veitingastaður íhjarta bongarinnar áhorni Tryggvagötu og Fósthússtrætis Sími 16480 KATTASANDUR Nýr og betri valkostur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.