Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983 HEIMSENDI SPAÐ 1995 Spádómar Nostradamusar frá 16. öld enn til umræðu Spádómar Nostradamusar frá Endurreisnartímabilinu eru nú lesnir vítt og breitt um Evrópu með allt að því ógnvekjandi áhuga. Orð spámannsins um dómsdag árið 1999 (sem síðan var leiðrétt og breytt í 1995 af erkibiskupi nokkrum sem hafði meiri biblíuþekkingu en Nostra- damus) eru rædd alvariega sem hugsanlegur möguleiki. Þeir sem trúa segja ekki ástæðu til annars en taka mark á þessum spádóm- um, þar sem Nostradamus hafi ávallt reynst sannspár. Sovéska dagblaðið Isvestija hefur ljáð hugmyndum hans nokkra dálka. f Þýskalandi er rit hans rifið út í bókaverslunum og í Frakklandi hefur það selst í 600.000 eintökum. í Noregi hefur einnig verið mikil sala á papp- írskilju með spádómum hans. Nostradamus gaf út bók sína „Prophéties" í Lyon árið 1555, eftir að hann gerði sér fyllilega grein fyrir spádómsgáfu sinni árið 1547. Samkvæmt hefð rað- aði hann spádómum sínum upp í 942 fjögurra lína vers sem ríma. Þessum spádómum er síðan skipt niður á tíu aldir. Nostra- damus notaði nokkurs konar Ieyniskrift eða óskýrt mál þann- ig að lesendur yrðu ekki frávita af hræðslu við að lesa boðskap- inn. Það eru nefnilega ekki neinir smámunir sem Nostradamus er að fást við í spádómum sínum: Dauði Hinriks II, valdataka Napóleons, stórbruninn í Lund- únum árið 1666, valdataka Hitl- ers og nasista, tengsl munksins Raspútíns við fjölskyldu Rússa- keisara og rússneska byltingin. Nostradamus sá ekkj einungis fyrir báðar heimsstyrjaldirnar heldur einnig að kafbátum yrði beitt síðar meir. Hann spáði einnig tveimur kjarnorku- sprengingum í tveimur „bæjum“ (Nagasaki og Hiroshima). Franska byltingin fékk eðli- lega mikið rúm í spádómum Nostradamusar, en svo var einn- ig um stofnun Bandaríkjanna, afsögn hertogans af Windsor og gifting þeirra Wallis Simpson, gervihnettina, tunglferðir Bandaríkjamanna — og sitt eig- ið andlát. Trond Berg Eriksen, dr. phil- os. og lektor í hugmyndasögu við háskólann í Osló, var nýlega spurður hvort engin von væri til þess að hægt verði að komast hjá heimsendi árið 1995? Kannski Nostradamus hafi verið svika- hrappur og skrumari þegar allt kemur til alls? — Læknirinn og stjörnuspek- ingurinn Michel de Notredame var án efa ekki svikari sem sat um heldrafólk og konunga. Hann var mun iðnari en flestir þeirra sem höfðu sömu viðfangsefni á þessum tíma. Hann las meðal annars til læknis við einn virt- asta háskólann f Montpellier. Nostradamus var upphaflega einn fjölmargra skottulækna, spámanna, stjörnuspámanna og höfunda almanaka en hann var ávallt talinn þeirra alþýðlegast- ur. En áður fyrr, eins og nú, var það bann sem fékk fólk til að kaupa bækur hans: 1780 voru spádómar Nostradamusar settir á lista páfa yfir bannaðar bæk- ur. Berg Eriksen leggur áherslu á að Nostradamus hafi verið hluti af sinni samtíð: Læknismennt hans gerði hann sjálfkrafa að stjörnuspekingi — enginn lækn- ir gat skrifað upp á lyfseðil án þess að kunna skil á réttu stund- inni! Stjörnuspekingarnir voru ákaflega mikilvægir hvað varðar stjórnmál, þeir höfðu trúnað fólksins meðan höfðingjarnir styrktu stöðu sína með hagstæð- um stjörnuspám. Þeir réðu til sín stjörnuspekinga með já- kvæðu hugarfari — og hugsanl- egir keppinautar réðu til sín stjörnuspekinga sem sáu við spekingum höfðingjanna. — Spámennirnir mótuðu spár sínar eftir persónum valda- mannanna. Allar áttu spárnar að færa gull í mund og vera þannig gerðar að stórmennin gætu byggt sína framtíð á þeim. Nostradamus spáir þvf til að mynda, að þúsundáraríkið verði stofnað af höfðingja, að öllum líkindum af frönskum ættum. (í frásögn hans stendur einnig að I Frakklandi verði árið 1999 vinstristjórn, sem geri kaþólska menn brottræka úr landinu. Sagt er að sala bókarinnar í Frakklandi hafi aukist til muna eftir að Mitterrand kom til valda ...) En spádómarnir voru not- aðir mörgum sinnum, af mörg- um valdhöfum á mismunandi tímum. — En margt hefur nú þegar ræst af spádómum Nostradam- usar? — Leyndarmálið á bak við velgengnina var að skrifa tví- Spámaðurinn Nostradamus, eða Michel de Notredame lést áríð 1566. rætt og óskýrt, þannig að auð- velt er að láta spádóma hans falla að hinum ýmsu atburðum og tímum. En hann gerði þetta ekki f neinum sviksamlegum tii- gangi, hann trúði á hæfileika sí- na og var virtur maður, jafnt við hirðina sem af fólki sem leitaði til hans sem læknis. — Voru það einungis látalæti þegar hann sat á litlum palli á þaki húss sfns og féll í dásvefn við bjarmann frá vaxkerti? Af hverju einmitt þessi athöfn? — Þetta var hans leið til að falla f dásvefn. Allt bendir til þess að Nostradamus hafi byggt spádóma sína á fjórum grunn- þáttum: Stjörnuspeki (með hlið- sjón af læknismenntun sinni), Kabbala (talna- og bókstafs- leyndardómum gyðinga), Chili- Nostradamus var ekki í vandræð- um með að sjá fyrir ferðir til tunglsins, valdatöku nasista undir forystu Hitlers eða komu Napó- leons til valda f Frakklandi, ef marka má síðari tfma túlkanir á spádómum hans ... asma (draumnum um þúsund- áraríkið) og á afhjúpununum f Opinberunarbók Jóhannesar. Berg Eriksen leggur áherslu á að á tfmum Nostradamusar hafi það einmitt verið hinir lærðustu sem trúðu á stjörnuspáfræði, það sem við kom alheimnum og náttúrulögmálin. Stjörnuspek- ingar, læknar og menntamenn trúðu á mál stjarnanna — með- an prestar og ólærðir menn voru fullir efasemda. — Sterk aðstaða stjörnuspe- kinganna var einn hluti nýupp- götvaðs arfs Endurreisnartím- ans frá fornöld — ekki einungis hvað viðkom verðgildi heldur einnig dularfullum spádómum af öllu tagi. Stríð, sjúkdómar, merki frá sól og tungli, klofning- ur kirkjunnar, eyðilegging Róm- ar 1527 — allt voru þetta merki þess að sfðustu dagarnir væru i nánd. Með öðrum orðum: Á þess- um ótryggu tímum gat fólk hreinlega ekki beðið eftir því sem var fyrirfram ákveðið. Fólk vildi að spádómarnir „afhjúp- uðu“ eitthvað af því sem Guð hafði geymt í handraðanum! — En urðu Nostradamusi aldrei á mistök í spádómum sín- um? — Karl níundi (sá sem var ábyrgur fyrir Bartholomeus- nóttinni) útnefndi hann sem lækni sinn fyrir lífstíð 1564. Nostradamus hafði spáð honum 90 ára ævi. Karl nfundi varð ein- ungis 24 ára gamall ... En þetta þýðir ekki að Nostradamus hafi verið svikari: Stjörnuspeki gat líka verið lífsviðurværi. Þrjátíu þúsund stjörnuspekingar gerðu stjörnuspár fyrir almenning fyrir einn skilding á sextándu öld. Nostradamus gaf á stundum einnig út lyfseðla, en á okkar tímum er bara þekkt eitt slíkt lyf. Það er nokkurs konar and- litskrem, sem skrifað var upp á 1556 í Lyon. Það er nauðsynlegt að hafa það í huga að margar túlkanir á spádómum Nostradamusar urðu til sfðar; sömu spárnar hafa ver- ið túlkaðar þannig að þær eigi við mismunandi aðstæður og at- burði. Það er sagt að Nostra- damus hafi spáð rétt fyrir um sitt eigið dánardægur milli „borðs og rúms“ — en þannig fannst hann einmitt eftir asma- kast að því er sagt er, 14. des- ember 1566. (Heimild: Aftenposten.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.