Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983 Verölcfl ■hVIÐREISN Ógnirnar hvfla enn eins og mara á fólkinu Á meðan ógnarstjórn Rauðra khmera fór með völd í Kambódíu reyndi fólk að koma eignum sínum á óhulta staði. Það gróf í jörð gimsteina, gull og dollara. Ástandið í landinu færist nú smám saman í eðlilegt horf og jafnframt koma smám saman í ljós þau verðmæti, sem fólgin voru í jörðu. í landinu ríkir stjórn, sem Víetnamar komu á. Hún býr að sönnu við margháttuð vandamál, en markaðir í höfuðborginni Phnom Pehn eru full- ir af innfluttum varningi. Fyrir hann hafa m.a. verið greiddir hálfrotnir dollaraseðlar, sem hafa legið í jörðu árum saman. Um helmingur yngstu kynslóðarinnar í Kambódíu þjáist af næringarskorti, en glæsileg veitingahús í höf- uðborginni eru ekki á flæðiskeri stödd, því að viðskiptavinir þeirra geta greitt jafngildi mán- aðarlauna fyrir eina máltíð. Þjóðinni miðar áfram eftir ógnir og skelf- ingar stjórnarára Pol Pots, en gæðum er mis- skipt. Þegar ógnaröldin ríkti 1975—1979 bjuggu aðeins 100—200 háttsettir Rauðir khmerar í höfuðborginni, en nú er íbúatalan komin upp í hálfa milljón. Talsvert er þar um flóttamenn, sem komið hafa aftur. Phnom Pehn, sem fyrrum var frönsk ný- lenduborg, hefur glatað fornri reisn og þokka. Rottur skjótast eftir skörðóttum gangstéttum, og illgresi les sig upp eftir helztu byggingum borgarinnar, sem eru í megnustu niðurníðslu. Dómkirkjan og þjóðbankinn voru jöfnuð við jörðu í árásum Pol Pots á trúarbrögð og kapít- alisma. Eigi að síður fögnuðu borgarbúar fyrir skömmu þriðja hóp erlendra ferðamanna, sem kemur í heimsókn á þessu ári. Það voru 25 Jap- anir og fengu þeir að sjá það sem eftir er af verðmætum á söfnum og í konungshöllinni. Þá fengu Japanirnir að sjá Tuol Sleng, sem eitt sinn var franskur háskóli, en var breytt í al- ræmdar pyndingabúðir á valdatíma Rauðra khmera. 20.000 manns, þar á meðal embættis- menn stjórnar og hers, menntamenn, munkar, kennarar og námsmenn, voru lokuð þar inni í örlitlum blóði drifnum klefum og pynduð til dauða. Þar getur að líta hrúgur af pyndinga- tækjum og hlekkjum, og er það næstum því eins hrollvekjandi sjón og fjöldagrafirnar við Choe- ung Ek. Þar var hópum af fólki varpað ofan í grunnar grafir, og þar liggja hauskúpur hver Þeir rauðu skildu rið landbúnaðinn í rúst ofan á annarri og stara holum augnatóttum á þyrrkingslegt landið umhverfis. Landkostir eru víða mjög góðir, en eigi að síður býr fólk til sveita við nauðþurftir þegar bezt lætur. Á stjórnarárum Rauðra khmera var helmingnum af nautpeningi landsmanna slátr- að, landbúnaðarvélar voru eyðilagðar og áveitu- lón og skurðir voru í niðurníðslu. Fyrir 1970 var Kambódía helzti matvælaútflytjandi í Suð- austur-Asíu, en nú fullnægir hrísgrjónafram- leiðslan ekki innanlandsþörfum. Eitt af megin- markmiðum ríkisstjórnarinnar er að efla land- búnaðinn. Annað helzta markmið stjórnvalda er að auka menntun. Kennarar og fyrirlesarar voru meðal þeirra fyrstu er létu lífið fyrir Pol Pot og mönnum hans, og skólum var breytt í fangelsi eða svínastíur og gripahús. - DELLA DENMAN h MORÐSVEITIR Vitnið sem reis úr valnum Hermennirnir fóru aftur inn í bilinn og óku á brott, en skildu fórnardýr sín 10 talsins eftir í valnum. Þau lágu á grúfu á ösku- haugnum, þar sem þau höfðu verið skotin. Smám saman gerðu tveir úr hópnum sér ljóst, að þeir voru lífs, en mjög illa særðir. „Ég fann fyrir fætinum á mér. Það blæddi úr honum. Þá vissi ég að ég var lif- andi,“ sagði annar þessara tveggja manna í viðtali á sjúkrahúsi í E1 Salvador, þar sem báðir eru á batavegi. Það fóru sársaukagrettur um andlit Jorge Espinoza þegar hann lýsti hörmungunum, sem hann hafði orðið fyrir. Hann er 34 ára, en heitir raunar ekki Jorge. Hann og félagi hans vildu alls ekki gera uppskátt um nöfn sín af ótta við að þá yrði endanlega gert út af við þá. Þeir sögðu þó, hvað fyrir þá hafði borið í viðureigninni við dauðasveitirnar. Jorge skýrði svo frá, að hann hefði verið skammt frá heimili sínu í verkamannahverfinu í Meji- canos á leið úr brúðkaupi vinar síns, þegar hópur hermanna, grárra fyrir járnum, hafi skipað honum uppá vörubíl. Þeir sögðu: „Þú ert niðurrifs- maður. Þú drapst stúlkuna. Þú hefur bara haft fataskipti." Þeir vildu ekki hlusta á mig þegar ég sagði þeim, að ég hefði engin af- skipti af stjórnmáium og hefði engum gert mein. „Þeir skipuðu mér að leggjast á gólfið í bílnum og snúa andlitinu niður, og óku af stað. Síðan stöðv- uðu þeir bílinn og tóku aðra unga menn upp í. Ég heyrði þá mót- mæla og halda fram sakleysi sínu en það stoðaði ekkert." Bíllinn ók í náttmyrkrinu eftir bugðóttum, fáförnum vegi skammt utan við Mejicanos, þar sem öskuhaugar eru, sem líkum er oft kastað á. Á leiðinni var pen- ingum og öðrum eigum Jorges og félaga hans stolið og síðan var þeim skipað að fara niður af bíln- um og leggjast á grúfu. „Þeir stóðu á veginum," segir Jorge, „og skutu á okkur þaðan." Hér var augljóslega um að ræða glæp í-hefndarskyni. íbúar Meji- canos sögðu, að þetta laugardags- Hrersdagsleg sjón f El Salrador: lík á reg arbrúninni. kvöld hefði einkennisklæddur liðsforingi verið á gangi um götu úthverfisins ásamt 23ja ára konu að nafni Chita, er skæruliðar stöðvuðu bíl ofar í götunni. Liðs- foringinn tók á rás að sækja menn til hjálpar, en skæruliðarnir réð- ust á Chitu og drápu hana og flúðu síðan. Tæpum hálftíma síðar komu tveir bílar fullir af hermönnum á þessar sömu slóðir og hugðust hefna morðsins á Chitu. Svo virð- ist sem lík hennar hafi legið á gólfinu í herbílnum við hliðina á Jorge og hinum fórnarlömbunum. Hinn maðurinn, sem lifði af skothríð hermannanna, kallar sig Carlos og er 25 ára. Hann stað- festir sögu Jorges, og slíkt hið sama hefur Rauði krossinn gert, borgaraieg yfirvöld og íbúar Meji- canos, — en ekki herstjórnin. Carlos var að koma af vakt ásamt tveimur félögum sínum, þegar hermennirnir stöðvuðu þá og skip- uðu þeim að fara uppá vörubílinn. Eftir að skotin höfðu riðið af skreið Carlos eftir veginum og kallaði á félaga sína. „Þegar þeir svöruðu mér ekki, varð mér ljóst, að þeir voru látnir," segir hann. Hann hafði fengið byssukúlur í báða fótleggi og gat því ekki forð- að sér, en stóð í átökum alla nótt- ina við hunda, sem lifa á því sem til fellur á öskuhaugunum þarna. „Ég varð að velta mér ofan í skurð, því að hundarnir ætluðu að éta mig eins og líkin sem lágu þarna,“ segir hann. — SUSAN MORGAN hFÓLKSFÆKKUN Gyðingar týna tölunni Gyðingum sem búa utan Isra- els fækkar óðum. Horfur eru á, að þeim fækki um fjórðung á næstu 25 árum. Þessar spár eru gerðar af tveimur rannsóknar- stofnunum, annarri í London en hinni í ísrael, en þær hafa rann- sakað málefni gyðinga. í þeim samfélögum utan ísra- els, sem könnunin tók til, eiga fjölskyldur gyðinga yfirleitt færri börn en almennt gerist í v.ðkomandi löndum. Að jafnaði eignast gyðingakonur í Banda- ríkjunum 1,7 börn, í Bretlandi 1,8 og í Austur-Þýzkalandi 1,4. Þá hefur það færzt í vöxt, að gyðingar giftist fólki af öðrum kynþætti og trúarbrögðum. Rúmlega helmingur gyðinga í sumum löndum giftist fólki af öðrum trúarbrögðum og fer fjöldi þeirra vaxandi. Börnin þeirra eru yfirleitt ekki alin upp sem gyðingar. Þá gerist það sífellt tíðara, að( gyðingar gangi af trú sinni og samlagist þeim þjóðum, sem þeir búa með. Fáir snúast hins vegar til gyðingdóms. Þar við bætist, að lítill vaxtarbroddur er í sam- félögum gyðinga, og hlutfalls- lega er þar meira af gömlu fólki en í öðrum samfélögum viðkom- andi ríkja. Rannsóknin náði til Evrópu, Rómönsku-Ameríku, Rússlands, Suður-Afríku og Ástralíu. Hana framkvæmdu stofnun um mál- efni gyðinga í London og önnur sem er í tengslum við háskólann í Jerúsalem. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma eru horfur á, að um næstu aldamót verði fjöldi gyðinga utan ísraels 8,2—7,4 milljónir, en hann er 10 jr utan Israelsríkis milljónir manna um þessar mundir. I rannsókninni segir ennfremur, að um þriðjungur gyðinga hafi látið lífið í útrým- ingarherferð Hitlers. Israelsmenn eignast yfirleitt fleiri börn en gyðingar í öðrum heimshlutuni- Barnsfæðingar eru þar almennt fleiri en í Evr- ópu og Norður-Ameríku. Gyð- ingar í ísrael giftast nánast ein- göngu öðrum gyðingum og halda fast við siðvenjur þjóðar sinnar. Hingað til hafa fleiri flutzt til Israels en tekið hafa sig upp það- an. En í rannsókninni er það dreg- ið í efa, að mannfjölgun í ísrael verði jafnmikil á komandi árum og hingað til. Ekki er óhugsandi, að þættir, sem um skeið hafa skekið grundvöll fjölskyldunnar í þjóðfélögum Vesturlanda, séu nú einnig farnir að láta að sér kveða í ísrael. Til dæmis er gríð- arleg verðbólga þar í landi, og getur hún gert það að verkum, að fólki, sem vill ganga í hjóna- band og eignast börn, hrýs hug- ur við framtíðinni. Við rannsóknina hefur komið í ljós, að gyðingar utan ísraels búa langflestir í borgum og oft í sérstökum borgarhverfum. Þeir vinna yfirleitt skrifstofu- og verzlunarstörf, en nánast engir gyðingar starfa við landbúnað. Oft eru þeir betur settir fjár- hagslega en þorri landsmanna og hafa betri menntun. Á síðustu tuttugu árum hefur þeim gyðingum, sem tala jidd- ish, farið fækkandi. Enska er al- gengasta mál gyðinga sem búa utan (sraels, en nokkuð svipaðui fjöldi talar rússnesku og jiddish — JUDITH JUDD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.