Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 42
90 Ný plata væntanleg frá Mike Oldfield — áratugur liöinn frá útgáfu Tubular Bells Nú á næstu dögum er vænt anleg ný plata frá snillingnum Mike Oldfield. Síöasta plata hans, Five Miles Out, seldist mjög vel hérlendis og var af mörgum talin ein besta plata hans í langan tíma. í hugum flestra er fyrsta plat- an hans, Tubular Bells, vafalitið sú sem stendur upp úr. i ár er réttur áratugur frá því hún var gefin út og enginn skyldi halda aö Oldfield hafi getaö valiö úr tilboöum útgefenda, þvert móti. Enginn fékkst til aö gefa verk hans út og þaö var ekki fyrr en kunningi hans sló til og lagöi fé í útgáfuna. Þetta var upphafiö að mikilli sigurgöngu Virgin- útgáfunnar. t dag hefur Tubular Bells selst í meira en 10 milljón- um eintaka. Hin nýja plata Oldfield ber nafniö Crises. Hún er algerlega tvískipt (reyndar eru allar plötur þaö, ef grannt er skoöað). Á annarri hliöinni er eitt samfellt tónverk. Hin hliöin er í formi styttri laga. Á meöal aöstoö- armanna hans nú eru Jon And- erson, fyrrum í Yes, Mlke Chapman og söngkonan Maggie Reilly, sem m.a. söng titillagiö á síöustu plötu. Sjötti meölimurinn í Seafunk-sveitina Hljómsveitlnni lcelandic Sea- funk Corporation hefur áskotn- ast annar hljómborösleikari. Heitir hann Birgir Jóhann Birg- isson. Hann kemur ekki í staö eins né neins heldur er hér aö- eins um viöbót í hljómsveitina aö ræöa. Hljótt hefur veriö um hljóm- sveitina allt frá því hún efndi til tónleika meö tveimur öörum i Bæjarbíói í aprílbyrjun. Hún hefur hins vegar æft af ofur- kappi aö undanförnu. Auk hljómborösleikarans nýja hefur sveitín nælt sér í um- boösmann, auk sérstaks hljóöblendils (mixermanns á enn verri islensku) og Ijósa- j meistara. Markús Sigurösson er hér með ábyrgur fyrir hljóöi og Egill Egilsson fyrir Ijósum. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983 Tónleikaprógramm Mezzo- forte alveg stokkaö upp — BARA-Flokkurinn kemur fram meö Mezzoforte í Leysdown og e.t.v. líka í Dominion í London Tónleikaferö Mezzoforte um Bretlandseyjar stendur nú sem hæst og hafa móttökurnar sem hljómsveitin hefur fengiö, veriö mjög góöar hvar sem hún hefur komið fram. Nokkuö er nú um liöið frá þvi Járnsíöan birti nákvæman lista yfir alla tónleikaferöina þeirra, en núna í vikunni barst okkur annar listl, nýr og endurbættur. Viö yfirferð á honum kemur í Ijós, aö vart stend- ur steinn yfir steini á gamla listan- um. Talsvert hefur verið um aö fólk spyröist fyrir um hvenær og hvar Mezzoforte léki í Bretlandi. Fjöldi íslenskra ferðamanna heimsækir Bretland á hverju sumri og marga fýsir aö heyra í sveinunum. Járn- síöan birtir því listann til þæginda aö nýju. Athygli er vakin á því aö hann er gerbreyttur frá því sem var. Annaö kvöld, mánudagskvöld 13. júní, leikur Mezzoforte í Fair- field í Croydon, þann 15. í Gold Diggers í Chippenham, þá Guild- hall í Southampton daginn eftir, Assembly Hall í Tunbridge Wells þann 17., Winter Gardens í Mar- gate 18., Theatre Royal í Lincoln 19., Gaumont í Ipswich 21., Ass- embly Hall í Worthing 22., Ding- walls í Bristol 23., háskólanum í Swansea 24., Stage Three í Leys- down 25., The Derngate í North- ampton 26., Romeo and Juliet í Derby þann 27., sama staö í Don- caster daginn eftir, Appollo í Ox- ford 29. og Dominion í London þann 30. Áfram veröur haldiö og leikiö í Circus Tavern í Essex dagana 1. Muddy Waters látinn: Fimmmenningarnir í Mezzoforte slappa af í búningsherberginu aó loknum vel heppnuöum tónleikum. Grýlanna getið á síöum Politiken og 2. júní, Appollo í Manchester 3. júlí, Dingwall's í Newcastle þann 6. og Dingwall's í Hull 7., Cabaret Club í Newmarket 8., Essex Barn Braintree þann 9. júlí og loks í Blazers í Windsor þann 10. júlí. Ljóst er aö BARA-Flokkurinn kemur fram meö Mezzoforte í Leysdown og nú er veriö aö at- huga hvort mögulegt sá aö Akur- eyringarnir komi einnig fram í Dominion í London. Þeim tónleik- um veröur m.a. útvarpaö beint. — SSv. Eins og skýrt hefur verið frá á Járnsíðunni eru Grýlurnar þessa dagana í Danmörku og þaðan fara þær áleiðis til Noregs og Sví- þjóðar. Járnsíðan hefur enn eng- ar spurnir haft af tónleikum Grýl- anna, en vitað var fyrir förina, að þeirra var beðið með nokkurri eftirvæntingu. Danska stórblaöiö Politiken birti við komu Grýlanna til Kaupmanna- hafnar stæöilega tveggja dálka frétt um þær og fylgdi ágætis mynd aö auki. „Islandske hekse í byen“ var fyrirsögnin. Um leið var þess getiö að kvikmyndin Rokk í Reykjavík, heföi hlotið mikið umtal á íslandi og hlutar úr henni m.a. verið bannaöir ungum börnum. Danskinum þykir mikiö til þess koma aö þeir fá óskerta útgáfu myndarinnar til sýningar meö „sniffinu" og öllu saman. Einn heims fallinn í valinn kunnasti blúsari fei T 1 j~i « s fallinn í valinn E lSlEllClSKC Hvernig í ósköpunum, sem á því getur staöiö, hefur ekki ver- iö sagt frá því í máli eða mynd- um hérlendis, a.m.k. ekki aö því er umsjónarmaöur síöunnar veit, aö Muddy hinn eini og sanni Waters er allur. Dauöa hans bar aö höndum fyrir meira en mánuði, á heimili hans skammt frá Chicago. Er hann lést var hann oröinn 68 ára gamall, fæddur í Rolling Fork í Mississippi 1915. Skírn- arnafn hans var McKinley Morganfield, en þaö vék síöar fyrir nafninu, sem hann alltaf notaöi, Muddy Waters. Flestum ber líkast til saman um, aö fáir ef nokkrir blúsarar heimsins hafi staöiö honum á sporöi á sviði. Lög hans eins og „Hoochie Koochie Man“ og „Got My Mojo Working", sem Nine Below Zero léku svo listi- lega á hljómleikaplötu sinni, eru aöeins tvö fjölmargra laga hans. Tónlist Muddy Waters haföi áhrif á fjölda tónlistarmanna og nægir þar aö nefna Rolling Stones. Nafn hljómsveitarinnar er einmitt samiö upp úr nafni eins laga Waters. Hann lék meö mörgum mjög frægum blúsur- um, m.a. Jimmy Rogers, en lag hans „Gimme T For Texas" varö frægt á ný i flutningi Lyn- yrd Skynyrd, Buddy Guy, Memphis Slim, Otis Spann og Little Walter. Þrátt fyrir alvarlegt bílslys 1970 lét Waters þaö ekki aftra sér frá tónleikahaldi og honum leiö hvergi betur en á sviöi. Hann kom fyrst fram í Bretlandi 1958 og vakti stormandi lukku. Síöustu tónleikar hans þar voru á Knebworth-hátíðinni 1981. is- lendingum síðari ára er hann e.t.v. minnisstæöastur úr mynd Band, „The Last Waltz". hekse i byen Ftlm om rock og snifning i Reykjavik Fyrirsögnin í Politiken um Grýlurnar og kvikmyndina Rokk í Reykjavík. Grace Jones komin og farin: Margir urðu fyrir sárum vonbrigðum Vart hefur fariö framhjá nokkr- um poppunnanda, aö Grace Jon- es tróö upp hér á landi um síö- ustu helgi. Hennar var beöið meö mikilli eftirvæntingu, en eftir því sem Járnsíöan kemst næst voru ansi margir vonsviknir eftir aö hafa barið goöið augum. Flestum ber saman um aö tónleikarnir í Sigtúni hafi veriö miklu betri en í Safari kvöldiö eft- ir, enda þá svo troöið í staöinn, aö menn máttu vart skipta um skoöun fyrir þrengslum. Ekki bætti þá úr skák, að verulegur hluti gestanna sá ekkert til Grace Jones, né hvaö hún var aö gera. Þegar svo bættist ofan á, aö hljóöiö datt út um skeið voru margir komnir á fremsta hlunn meö aö ganga út. Þótt menn hafi e.t.v. setiö á sér í Safari var ekki svo í Sigtúni kvöldiö áöur. Þar fréttist af þó nokkrum, sem gáfust upp á að bíöa eftir söngkonunni. Atti hún aö koma fram um kl. 22.30 skv. dagskrá, en þegar klukkan var orðin eitt og ekkert bólaöi á henni er vitaö til þess aö fólk gekk út. Ekki er ástæöa til annars en aö þakka Leópold Sveinssyni og hjálparkokkum hans fyrir þaö eitt, aö gefa landanum tækifæri á aö berja Grace Jones augum, en í Ijósi þessarar reynslu ætti aö standa ööruvísi aö málum næst. Safari hentar engan veginn undir tónleikahald stórstjörnu og Sig- tún þá ekki heldur þótt staóurinn sé e.t.v. betur til tónleikahalds fallinn. Skyldi einhver e.t.v. undra sig á því hversu lítið hefur verið um söngkonuna fjallað í dagblööun- um skal sú skýring gefin, aö tímaritið Samúel keypti einkarétt aö myndatökum af henni svo og viótali. Þar sem aöeins einum Graca Jonea komln og farin. Ijósmyndara er hleypt á tónleika hennar og hún veitir aöeins eitt viötal á hverjum staö varö ekkert úr því aö Járnsíöan nálgaöist hana. — sSv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.