Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983
83
Á FÖRNUM
vegiS
Júlíus Vífill Ingvarsson tenórsöngvari.
Tveir tenórar
undir sama þaki
„Ég hef veriö heppinn. Síðan ég
kom frá námi á Ítalíu hef ég sungið
þrjú hlutverk á sviði, fyrst í Meyja-
skemmunni í fyrravor og nú í vetur í
Töfraflautunni og Míkadó. Ég þarf
því ekki aö kvarta. I'að eru mörg
dæmi þess að íslenskir söngvarar
hafi komið heim frá námi og þurft
að bíða í nokkur ár eftir því að fá
hlutverk."
Júlíus Vífill Ingvarsson heitir
maðurinn, tenórsöngvari og lög-
fræðingur að mennt. Eins og hann
segir sjálfur hefur hann ekki setið
hljóðri röddu síðastliðið ár, heldur
tekið virkan þátt í því gróskufulla
óperulífi sem þrifist hefur hér á
landi undanfarið. í Meyjaskemm-
unni fór hann með hlutverk Franz
von Schober baróns, en það er
annað af tveimur aðalhlutverkum
fyrir tenórrödd í stykkinu. í
Töfraflautunni var hann í gervi
Mónóstratosar, svertingjans
grimma, en í Míkadó var hann
Nankí-Pú keisarasonur og elsk-
hugi Nam-Nam. Við spyrjum Júlí-
us Vífil hvað af þessum þremur
hlutverkum honum hafi þótt
skemmtiiegast.
„Það var mikil spenna sem
fylgdi því að syngia í fyrsta skipti
í Þjóðleikhúsinu. Eg var strax sem
smápolli tekinn með í Þjóðleik-
húsið á leikrit og óperur og hef
alla tíð síðan borið mikla virðingu
fyrir húsinu. Og grunaði síst að ég
ætti eftir að standa þar á senu og
syngja — og það í aðalhlutverki.
Þess vegna held ég upp á Franz
von Schober barón. En það sama
get ég ekki sagt um Mónóstratos,
Márann í Töfraflautunni. Ég var
orðinn voðalega þreyttur á að
mála mig svartan þrisvar í viku,
og svo tók það uppundir klukku-
tíma að ná af sér meikinu eftir
sýningar. Auk þess er hlutverk
Márans vanþakklátt, svokallað
„buffo“-hlutverk, eða grínhlut-
verk, þótt yfirleitt sé meira lagt
upp úr því að gera Márann vondan
en fyndinn.
Hins vegar hafði ég mjög gam-
an af að syngja Nankí-Pú í Míka-
Rætt viö
annan þeirra, Júlíus
Vífil Ingvarsson
dó. Míkadó er fyrst og fremst
gamanóperetta og þess vegna var
andinn á bak við tjöldin afslapp-
aður og léttur. Þar lék ég mikið á
móti Bessa Bjarnasyni, sem var
ómetanleg reynsla, því hann er að
mínu mati einn af okkar allra
bestu leikurum. Þá var ekki síður
ánægjulegt að fá að starfa aftur
með Kristni Hallssyni, sem auk
þess að vera alltaf hress og kátur,
er einn af okkar fráþærustu
söngvurum."
— Það er algengt að söngvarar
fari til framhaldsnáms á Ítalíu, þú
ferð sjálfur haustið '79; hvers
vegna? Er ekki hægt að læra nógu
mikið hér heima?
„Það er mikið hægt að læra í
söng á íslandi, en maður verður þá
að hafa aðstöðu til að stunda nám-
ið á fullu. En það er eins og það sé
erfitt að skapa sér slíka aðstöðu.
Það er svo margt sem glepur hér
heima, önnur áhugamál og svo
auðvitað lífsbaráttan sem tekur
sinn tíma. Og það næst enginn
árangur í söngnámi nema maður
gefi sér tíma til að stunda námið
óskiptur. Þennan tíma er hægt að
fá úti, þegar maður er laus við
skylduverkin hér heima.
En það er skiljanlegt að söngv-
arar taki Ítalíu fram yfir önnur
lönd. Þar er vagga óperunnar og
nóg er af góðum kennurum."
— Hver var þinn kennari?
„Þeir voru nú reyndar þrír.
Fyrst var ég í tæpa tvo mánuði
hjá Linu Pagliughi í Gaetto-Mare.
Pagliughi hefur komið töluvert við
sögu íslenskrar tónlistar. Hún var
kennari Þuríðar Pálsdóttur og
Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Garð-
ar Cortes og fleiri hafa verið hjá
henni í tímum. Þá kom maður
hennar til íslands fyrir nokkuð
mörgum árum, tenórinn Prímo
Montanari, og kenndi islenskum
söngvurum.
Frá Pagliughi fór ég í Tónlist-
arháskólann í Bologna, en prófess-
or minn þar var Arrigo Pola,
söngkennari Pavarotti. Þá fór ég í
einkatíma til Mario Del Monaco,
sem er tvímælalaust einn af bestu
dramatísku tenórum þessarar ald-
ar.“
— Hvernig kom hann þér fyrir
sjónir?
„Mario Del Monaco var senni-
lega besti Othello-söngvari sem
komið hefur fram á þessari öld og
Othello átti mjög sterk ítök í hon-
um. Eins og Othello gat Monaco
rokið upp með rosalegum látum og
sparaði þá ekki fúkyrðin. En hann
gat líka verið hið andstæða, ákaf-
lega ánægður með frammistöðu
nemenda sinna og hrósað þeim á
hvert reipi.
Þetta var vellríkur maður, ók
um á Rolls og bjó í höll, þar sem
margir nemendur hans bjuggu
reyndar líka. En hann hefur tæp-
lega lifað af kennslunn., því ekki
var hann dýr. En hann tók aðeins
reynda nemendur og atvinnu-
menn. Enda hefði hann örugglega
ekki haft neina þolinmæði til að
kenna byrjendum. Hann átti við
nýrnasjúkdóm að stríða og dó í
vetur, 68 ára gamall."
Þegar hér var komið í samtalinu
hófust miklar raddæfingar úti á
svölum, þriggja vikna gamall son-
ur Júlíusar var að minna á tilveru
sína og vekja athygli á tómum
maga.
„Hér búa tveir tenórar undir
sama þaki,“ sagði Júlíus og fór að
sinna syninum.
— En hvernig er staðan í dag
hjá eldri tenórnum?
„Biðstaða, getum við sagt. Líf
íslenskra söngvara er þannig í
hnotskurn að stundum er meira en
nóg að gera og síðan koma dauðir
kaflar á milli. Nú er dauður kafli,
enda sumar. Og það er ómögulegt
að segja hvað framtíðin ber í
skauti sér. En eins og er liggur
ekki annað fyrir en að afla hins
daglega brauðs."
Vikurit á ensku
um Vestmannaeyjar
„Það er þrennt sem útlendingar sem hingað koma vita um ísland. Þeir
hafa heyrt um verðbólguna, forsetann og svo það að sunnan við landið er
byggt sker sem tók upp á því að gjósa. Verðbólgunni kynnast útlendingarnir
fljótlega af eigin raun og um Vigdísi Finnbogadóttur lesa þeir í dagblöðun-
um. En það sem við ætlum að gera er að fræða þá um Vestmannaeyjar,
goseyjuna."
Það er Gunnar K. Magnússon,
fjölmiðlafræðingur, sem þarna er
að útskýra fyrir blaðamanni til-
ganginn með nýju vikuriti á ensku
Gunnar Magnússon, ritstjóri hins
nýja vikurits.
sem hann og þrír Vestmanney-
ingar hyggjast gefa út i sumar og
næstu sumur, Westman Islands
Weekly. Fyrsta blaðið er þegar
komið út og á meðfylgjandi mynd
er Gunnar með blaðið ásamt hinu
vinsæla fréttablaði í Eyjum,
„Fréttum", sem gefið er út af
sama útgáfufyrirtæki, Eyjaprenti.
Áætlað er að gefa út 12 blöð á
sumri í 5 til 7 þúsund eintökum, og
dreifa þeim á þá staði þar sem
túrhesta er helst að finna, á hótel-
in í Reykjavík, í ferjurnar o.s.frv.
En auk fræðslu og upplýsinga um
Vestmannaeyjar fyrir ferðamenn
verða í blaðinu upplýsingar um
matsölu- og skemmtistaði í.
Reykjavík og fleira sem ferða-
mönnum má að gagni koma.
Blaðinu er dreift, sem fyrr segir,
og eingöngu fjármagnað með
auglýsingum. En er það nóg til að
standa undir útgáfunni?
„Við teljum það. Við treystum á
að fá auglýsingar frá fyrirtækjum
í Reykjavík ekki síður en í Eyjum.
Blaðinu er dreift víða og allir þeir
sem vinna við ferðamannaþjón-
ustu hafa hag af því að auglýsa í
blaðinu."
— Þið eruð hvergi smeykir við
að gefa út blað í hverri viku?
„Maður hefur heyrt því fleygt á
sumum stöðum að þetta sé mikið
starf og að erfitt muni reynast að
koma út blaði vikulega, en ég tel
rétt að benda á það að dagurin er
langur og loftið í Eyjum er svo
gott að maður þarf ekki nema
fjögurra tíma svefn til að endur-
nýjast á sál og líkama."
Morgunblaftifl/ KÖE
Nýja
Hollywood
HINN þekkti veitingamaður Ólafur Laufdal tók á dögunum í notkun
viðbót við stað sinn Hollywood, eins og við höfum skýrt frá í Mbl.
Þessi viðbót, sem er á 2. hæð hússins, rúmar 300 gesti og er hún
innréttuð í allt öðrum stíl en neðri hæðin, sem veitingahúsagestir
kannast vel við.
Meðfylgjandi mynd var tekin við opnunina og má hér sjá Ólaf
Laufdal og konu hans, Kristínu Ketilsdóttur. Aðrir á myndinni eru
Sigurður Sigurðarson, yfirsmiður, lengst til hægri og Jón Róbert
Karlsson, arkitekt, sem hannaði staðinn.