Morgunblaðið - 12.06.1983, Síða 13

Morgunblaðið - 12.06.1983, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983 Þat vat Viópum aí fólki \atpaÓ ofan \ gtunnat gtafit, og \>ar lig^a kauskúput Vwet ofan á annatti og stara hoium augnatóttum á ^ytkingslegt \awdi6 umVwetfis fc______________ ■■■ BÚLVALDAR BOMBAY 61 Auðurinn er orðinn til vandræða Þegar Beryl Buck lést skildi hún eftir sig sjö milljónir dollara í sjóði og mælti svo fyrir um í erfðaskránni, að peningunum skyldi úthlutað meðal íbúanna í Marin-hreppi í Kaliforníu. Millj- ónirnar sjö hafa hins vegar ávaxt- að sig vel og nema nú 300 milljón- um og um leið má segja, að fjand- inn sé laus í Marin-hreppi. „Þetta er eitthvert versta dæm- ið sem sést hefur um það, þegar hinir ríku gefa hinum ríku," segja höfundar skýrslu um peningagjöf- ina og hlotið hefur nafnið „Bölvun Buck-hjónanna“ vegna óánægj- unnar og öfundarinnar, sem pen- ingarnir hafa valdið. Frú Buck, sem var ekkja olíu- lindaeiganda, gerði það að skilyrði í erfðaskránni, að aðeins íbúarnir í Marin-hreppi yrðu aðnjótandi auðæfa hennar. Fjórum árum eft- ir lát hennar keypti Shell-fyrir- tækið olíufyrirtæki hennar og nú eru tekjur sjóðsins 25 milljónir dollara á ári. Þessir peningar eiga að renna til aðeins 23.000 manns í einu af auðugustu sveitarfélögum í Bandaríkjunum. í gróskumiklum hæðardrögunum í Marin-hreppi, milli Kyrrahafsins og San Fran- cisco-flóa, býr millistéttarfólk sem er svo upptekið af sjálfu sér að það hefur verið haft að spotti og spé í bókum, kvikmyndum og fjölda- mörgum blaðagreinum. Nú á þetta fólk, sem býr tvöfalt betur en ger- ist og gengur í Bandaríkjunum, að fá styrk úr sjóði, sem í fyrra var veitt meira úr en Rockefeller- sjóðurinn úthlutaði um heim allan á sama tíma. Að því er segir í skýrslunni fyrrnefndu, sem tíma- —■ÞRÓUN ritið Nation stóð fyrir, fóru flestar styrkveitingarnar til félaga sem áttu nóga peninga fyrir. Um 20.000 dollarar, hálf milljón ísl. kr., fóru til húseigendafélags- ins á staðnum, sem notaði pen- ingana til að ráða sér sundlaug- arvörð, og um 750.000 ísl. kr. fóru í félagslega ráðgjöf fyrir eiginmenn sem berja konurnar sínar, en ekki einn einasti eyrir til kvennaat- hvarfsins á staðnum vegna þess, að þar væri alltof mikið af „laus- látum gálum". Vegna þess hve sjóðurinn er rík- ur hafa stjórnarmenn í honum orðið að nokkurs konar huldu- stjórn í hreppnum og geta að vild sinni spilað á öfundina og óánægj- una, sem grasserar meðal fólksins. íbúarnir sjálfir ráða engu um fjárveitingarnar og það hefur m.a. vaidið því, að 46 félög hafa farið í mál við sjóðinn og ríkissaksóknar- inn í Kaliforníu er að rannsaka fjárreiður hans. Þótt nokkrar styrkveitingar hafi farið til fátæks fólks — sem líka fyrirfinnst í Marin-hreppi — er komist að þeirri niðurstöðu í skýrslunni, að Buck-sjóðurinn, eins og aðrir slíkir sjóðir, komi fyrst og fremst „gamalgrónum stofnunum að gagni og hefur til- hneigingu til að viðhalda óbreyttu ástandi". „Ekkert bendir til, að dollara- flóðið hafi komið íbúunum í Mar- in-hreppi að neinu gagni. Þvert á móti bendir margt til, að þessir auðfengnu peningar hafi gert fólk- ið óhæfara um að lifa í því, sem við köllum samfélag," sagði í skýrslunni. — CHRISTOPHER REED Lyfjagerð úti í geimnum vísast á næsta leiti McDonnell Douglas-fyrirtæk- ið bandaríska hefur nú greint frá áætlunum um smíði lyfja- verksmiðju úti í geimnum, en við þær aðstæður sem þar ríkja, þ.e. algjört þyngdarleysi, bjóð- ast nýir og áður óþekktir mögu- leikar við alls kyns efnagerð. Lyfjaverksmiðjan mun aðeins vega hálft þriðja tonn og verður flutt út fyrir gufuhvolfið með geimferju. Talsmaður fyrirtæk- isins segir, að þau lyf, sem þarna muni verða framleidd, muni koma til með að valda „þáttaskilum" í baráttunni við sjúkdóma. Þessi aðferð, sem m.a. er fólgin í aðskilnaði efna, hefur þegar verið prófuð með góðum árangri í fyrri ferðum geimferjunnar. Stefnt er að því, að verksmiðj- an verði skilin eftir úti í geimn- um í hálft ár eða lengur, en síð- an munu áhafnir geimferjunnar sjá um að sækja framleiðsluna og birgja verksmiðjuna upp með nýjum hráefnum. Vegna sam- keppninnar, sem ríkir á milli lyfjaverksmiðjanna, vildi tals- maður McDonnell Douglas og samstarfsaðila þess, ortho-fyr- irtækisins, ekki greina frá því hvaða lyf yrðu framleidd eða hve miklum peningum yrði var- ið til þessa verks. „Hér verður um að ræða bylt- ingu í lyfjagerð," sagði hann, „sem mun koma að góðu gagni við sjúkdóma sem stafa af galla í eggjahvítuefnum líkamans." Aðgqngur einkafyrirtækja að geimnum hefur til þessa verið bundinn við fjarskiptahnetti, en NASA, bandaríska geimferða- stofnunin, hefur áður fjallað um möguleikana á ákveðinni fram- leiðsiu úti í þyngdarleysi geims- ins. Nú hillir loks undir það í fyrsta sinn. — LEE DEMBART Tók upp hanskann fyrir hundskinnin Þúsundir flækingshunda í Bombay hafa mætt óblíðum ör- lögum að undanförnu. Þeir hafa verið veiddir, teknir af lífi með rafmagni og notaðir sem hrá- efni í beinamjölsverksmiðjunni í Bassein norðan við Bombay. Nú hafa þeir hinsvegar fengið taismann, sem gengur undir nafninu Hundamaðurinn í Bombay. Hann er opinber starfsmaður á eftirlaunum og hefur hafið baráttu til að stöðva gereyðingu flækingshundanna. ■■ BRÚÐARBRENNAi Fjölskylda dæmd í gálgann Fyrir skömmu voru 25 ára gamall kaupmaöur, öldruö móðir hans og bróðir dæmd til dauða af dómstól í Nýju Delhí. Sakargiftir voru þær, að þau höfðu drepið eiginkonu kaup- mannsins vegna óánægju yfir heiman- mundi hennar. Þetta er í fyrsta sinn sem indverskur dómstóll kveður upp dauða- dóm yfir heilli fjöl- skyldu vegna brúð- arbrennu, en það mun vera næsta al- gengt athæfi á Ind- landi og stafar yfir- leitt af óánægju yfir heimanmundi. Kaupmaöurinn heitir l.axman Khum- ar og hafði nýlega gengið að eiga konu að nafni Shuda, er var 21 árs að aldri. Fjölskylda hennar hafði gert hana allvel úr garði og leyst hana út með skartgripum, gjöfum og reiðufé samtals að andvirði 75 þúsund rúpía. Þetta þótti kaup- manninum og fjöl- skyldu hans þó ekki nóg og fóru fram á að fá til viðbótar vélhjól, ísskáp og 10 þúsund rúpfur. Fjölskylda brúðar- innar hafnaði þessari kröfu og ákvað kaup- maðurinn því að koma konu sinni fyrir kattarnef. Hún var þá á síðasta mán- uði meðgöngu. Þann 1. desember 1980 dröslaði hann Shudu út í bakgarð húss síns og naut við það aðstoðar móður sinn- ar og bróður. Þau helltu eldfimu efni á föt hennar og kveiktu síðan í. Grannar heyrðu kvalaóp konunnar, brutust inn í húsið og fluttu hana á sjúkra- hús. Ekki reyndist unnt að bjarga lífi hennar, en áður en hún skildi við, sakaði hún mann sinn og fjölskyldu hans um að hafa framið verknaðinn vegna óánægju með heim- anmundinn. Svo sem að framan greinir eru brúðar- brennur furðu al- gcngar á Indlandi. Arlega er tilkynnt um rúmlega 200 slíkar brennur í höfuðborg- inni einni, en þær tíðkast víða um land- ið, og hafa færzt í vöxt að undanförnu. Sá dómur, sem nú hefur verið upp kveð- inn, er m.a. afrakstur margra ára baráttu sem kvennasamtök hafa háð í því skyni að fá stjórnvöld til að herða viðurlög gegn slíkum glæpum. Það er algengt að brúð- gumar krefji foreldra um viðbót við heim- anmundinn, eftir að brúpkaupiö er um garð gengið og hóti að fyrirkoma eigin- konum sínum, ef þeim kröfum er ekki sinnt. Og sumir láta ekki sitja við orðin tóm. Arangurs af bar- áttu indverskra kvenna gegn margs konar misrétti sér víðar stað um þessar mundir. Til dæmis úrskurðaði hæstirétt- ur fyrir skömmu, að í nauðgunarmálum yrði vitnisburður fórnarlambanna lát- inn nægja til sakfell- ingar nema aðrar sannanir lægju fyrir. — AJOY BOSE Hann heitir Nanek Alimchandr ani, er piparsveinn á sjötugs- aldri og berst fyrir því, að hundunum verði sýnd meiri mannúð. Þessir mjóslegnu hundar með hvassa trýnið hafa frá öndverðu sett jafnmikinn svip á indverskt þjóðlíf og fílar og betlarar. Hundamaðurinn reynir nú að telja borgaryfirvöldin í Bombay á að breyta um aðferðir til að fækka hundum. Hann bendir í því sambandi á aðferð, sem Bretar hafa tekið upp gagnvart flækingsköttum og félst í því að þeir eru veiddir, geltir og síðan skilað aftur á sama stað. Hann hefur sjálfur tekið upp sínar eigin aðferðir, og tvisvar á dag ekur hann niður að Cuffe Parade og gefur 40 hundum að éta. Hann hefur látið gera þá alla ófrjóa fyrir eigið fé. Af þessum 40 hundum eru 14 tíkur. Hann elur þessa ferfættu vini sína á hrísgrjónum, mjólk og lamba- og nautakjöti. Sjálfur er hann jurtaæta, eins og margir Hindúar, en kaupir mánaðar- lega kjöt fyrir um það bil þús- und krónur til að gæða hundun- um á. Er hann var fyrir skemmstu tekinn tali umkringdur dingl- andi skottum, sagði hann: „Ef til vill á enginn á jörðinni þessa hunda, en guð á þá samt.“ í Bombay eru fimm milljónir manna, sem hvergi eiga höfði sínu að halla og sofa á götum úti. Þetta fólk slæst við hund- ana um tilfallandi matarleifar, en eigi að síður tekur það mál- stað þeirra og berst einna harð- ast gegn því að þeir séu veiddir og drepnir. Hundaveiðarar kvarta yfir því, að rustalýður og götusalar ráðist á þá, þegar þeir reyni að handsama hunda. Fyrir nokkr- um vikum veittu 300 heimilis- leysingjar hundi einum virðu- lega útför. Þeir höfðu deilt með honum kjörum á götum úti, en urðu af honum að sjá, þegar hann lét líf sitt í umferðarslysi. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- inni er talið að 15 milljónir flækingshunda séu á Indlandi. Þar er líka drjúgt meira um hundaæði en annars staðar í heiminum, og árlega er talið að um 700.000 manns verði fyrir biti óðra hunda. Árið 1981 var stofnað sér- stakt hundaeftirlit í Bombay og fékk það til ráðstöfunar 10 bíla til hundaveiða og 100 manna starfslið. Innan árs höfðu 32.000 hundar verið veiddir og 28.000 drepnir. Hundunum er troðið í poka og þeir fluttir til hundabyrgja á vegum borgarinnar. Þar eru þeir látnir á „dauðadeild“ og bíða þess að röðin komi að þeim í rafmagnsklefanum þar sem þeir eru aflífaðir. Þar eru þeir tjóðraðir með keðju við málm- hylki, sem rafstraumi er hleypt á. — ENA KENIIALL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.