Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983 71 Einu sinni gerðist það slys, að ástmaður hinnar ungu vinnukonu spyrnir hælunum í nefið á Mildríði dóttur sinni, sem sefur til fóta, svo að hún fær óstöðvandi blóðnasir. (Mynd: Gfsli Sigurðsson) settist hann á kistu gegnt rúmi Jóhanns, en síðan færði hann sig yfir á hans rúm og settist við hlið hans. Um það leyti var barnið far- ið að leggja aftur augun og móka og andaði létt án brjóstþyngsla. Bauðst Einar þá til að bera barnið inn í rúm móðurinnar, sem var í suðurenda baðstofunnar, en tvær hurðir voru í milli baðstofuend- anna. Barnið var rótt og þagði, meðan það var hjá Jóhanni hús- manni, og eftir að Einar hafði far- ið með það í suðurenda baðstof- unnar, heyrði hann ekkert hljóð frá því. En það er af Einari að segja, að hann bar barnið inn í rúm móður- innar og settist þar. í þeim svifum komu inn í stofuna krakkar tveir á bænum, Guðni Þorláksson, niður- setningur á 12. ári, og yngsta dótt- ir hjónanna, Jóhanna Margrét, 7 ára. Guðni sá, að barnið sneri fram, en sængin breidd upp fyrir höfuð, svo að rétt sá á koll þess. Einar sat svo á rúminu, að hann hafði vinstri höndina á knjám sér, en hægri hendi hélt hann við hnakka barnsins, og að því er drengnum sýndist, hélt hann í hálsklút þess, sem hnýttur var að aftan. Þegar Einar sá krakkana, skipaði hann þeim að fara út og gá að því, hvort Mildríður, systir sín, væri komin með hestana, sem hún hefði átt að sækja. Krakkarnir hlýddu og gengu út á hlaðið, en litlu síðar kom Einar út til þeirra og skipaði þeim að vera hjá barn- inu og gá að, hvort það hljóðaði. Drengurinn gekk þá inn í baðstof- una og tók sængina frá andliti barnsins. Var það þá mjög hvítt í framan, og gat hann ekki séð, að það drægi andann. Hvorki þá ná áður heyrði hann barnið gefa frá sér hljóð. Þegar móðirin, Margrét Gunn- laugsdóttir, kom heim frá mjölt- unum og sá, að sonur hennar var liðinn, varð hún mjög harmþrung- in. Skuggsýnt var í baðstofunni, en þó tók hún eftir lítilli holu á stærð við prjónshöfuð utarlega á enni barnsins yfir hægra auganu. Ekki skoðaði hún barnið betur í það sinn, en bjó um líkið á fjöl við rúmstokkinn. En þegar lýsti af morgni, sá hún, að storkið blóð var í holunni á enni barnsins, á mjó- hryggnum voru bláir blettir, mis- jafnir að stærð, en ekki náðu þeir saman, aftur á móti var holið allt frá bringspölum niður í smá- þarma blátt eða blárautt. Ekki sá hún aðra áverka á barninu. Guðrún Illugadóttir, húsfreyja á Skárastöðum, og Ingibjörg Markúsdóttir, húskona, litu laus- lega á líkið um kvöldið, og töldu þær báðar að barnið hefði orðið bráðkvatt. Það var einnig álit Jó- hanns Jónssonar húsmanns. Ein- hver grunur mun hafa vaknað þá þegar hjá móðurinni, að barnið hefði ekki dáið með eðlilegum hætti, og því datt henni í hug að koma skilaboðum til Jóns Björns- sonar, fyrrum hreppstjóra á Bjargarstöðum, að gera kistu utan um barnið og skoða það þá um leið. En í þeim svifum kom Jón bóndi Einarsson heim úr ferðalagi og var á leið suður, vildi hann þá ólmur smíða utan um drenginn, og Einar, sonur hans, var þess einnig mjög fýsandi. Varð það að ráði, að Jón á Skárastöðum gerði barninu kistuna, og voru þau Margrét Gunnlaugsdóttir ein við kistu- lagninguna. Einar Jónsson fylgdi Margréti á kirkjustaðinn, þar sem barnið var grafið, og reiddi kist- una fyrir framan sig.“ Sök Einars Jónssonar Við yfirheyrslur hélt Einar Jónsson í fyrstu fram fullu sak- leysi sínu að dauða barnsins. En að lokum gafst hann þó upp fyrir sönnunargögnum vitna og líkskoð- unar. Hann hafði þá þegar kann- ast við að vera faðir að barninu og er hann játaði að hafa komið barninu fyrir reyndi hann að draga barnsmóður sína með sér á höggstokkinn. Einari sagðist svo frá, að hann hefði skömmu fyrir dauða barnsins komið upp á kvíar, þar sem Margrét sat ein að eftir- mjöltum. Spurði hún hann þá, hvort hann vildi ekki ganga að eiga sig, en Einar svaraði fáu og fór undan í flæmingi. Hún sagði þá, að það mundi vera óhætt, því að hægt væri að koma fyrir barn- inu. Síðan hættu þau þessu tali. Einar sagði að Margrét hefði aftur skömmu seinna nefnt það við sig að réttast væri að drepa barnið og hefði þetta undarlega tal hennar setið í sér þegar hann tók við barninu af Jóhanni húsmanni. Hann hefði því farið með barnið að rúmi móðurinnar, lagt það upp í loft og ráðið það af dögum með því að leggja þumalfingurinn á ennið hægra megin utarlega fyrir ofan augnabrúnina, en tekið hin- um fingrum aftur fyrir hnakkann og þannig þrýst höfðinu saman snögglega, og við þetta tak hafði hann heyrt lítilfjörleg hljóð til barnsins og það hvítnað upp. Margrét Gunnlaugsdóttir þverneitaði að hafa látið fram- angreind ummæli falla við Einar og stóð þar staðhæfing gegn stað- hæfingu. Hún viðurkenndi hins vegar að grunur sinn um, að Einar væri valdur að dauða barnsins hefði vaknað nokkru eftir lát þess, en hún hefði látið kyrrt liggja þar sem Einar hefði breyst mjög í framkomu við sig og látið jafnvel í veðri vaka að hann gæti hugsað sér að ganga að eiga hana. Skömmu eftir andlát barnsins hefjast aftur holdlegar samfarir með þeim, og þeim heldur áfram, eftir að grunur hennar hefur vaknað. Grátandi játar hún það fyrir dómaranum, að hún sé aftur þunguð af völdum Einars Jónsson- ar á Skárastöðum og sé komin langt á leið. Hún hafi vitað að breytni sín væri röng, en hún hafi ekki þorað annað en láta að vilja hans. Mar- grét sagði við réttarhöldin að hún gæti ekki fundið sér neitt til af- sökunar í því tilliti annað en að hún hafi verið búin að binda svo huga sinn við hann og viljað eiga hann, að henni hefði fundist hún ekki getað slitið samvistum við hann af grunsemd einni saman. Við réttarhöldin kom einnig í ljós, að þeir feðgar, Jón og Einar, höfðu sterkar gætur á henni og vildu ekki leyfa henni að fara bæjarleið af heimilinu, jafnvel ekki til kirkju. Að lokum var hún orðin hrædd við að búa á Skárastöðum hjá þeim feðgum og í nóvember flýði hún alfarin að Bjargarstöð- um. Þá var sá kvittur farinn að ganga ljósum logum í sveitinni, að barn hennar hefði dáið af manna völdum. Utburður Guðbjargar og dómsúrskurður Glæpur Einars Jónssonar er fá- heyrður í sakamálasögu landsins og á raunar hvergi annars staðar heima en í myrkviði sálsýkisfræð- innar. Hins vegar er saga Guð- bjargar Guðmundsdóttur eins gömul og saga byggðar í landinu og má finna mál af því tagi víða í sakamálaskjölum frá liðnum öld- um. í stuttu máli er saga hennar á þessa leið: Eftir að hún hafði sagt Jóni bónda Einarssyni frá því, hvernig högum hennar var komið neitaði hann í fyrstu að kannast við að hann væri faðir að barni því, er hún gekk með. Reyndi hann að telja hana á að kenna það Árna Árnasyni, vinnumanni á Skára- stöðum. Guðbjörg var ófáanleg til þess og sagði, sem satt var, að hún hefði ekki þar á bæ kennt annarra karlmanna en húsbóndans. Þá brá Jón bóndi á glens við hana og sagði, að víst væri hún ekki ólétt, þetta væri allt hugarburður henn- ar. En þegar fram liðu stundir og þungi Guðbjargar óx með eðli- legum hætti og stúlkan hélt áfram að nauða í honum, réð hann henni til að „láta barnið ekki koma í ljós“. Hann varð viðskotaverri eft- ir því, sem lengra leið, og eitt sinn sagði hann við hana, að hún skyldi „hitta sig fyrir" og að sér þætti ekki mikið fyrir að drepa sig, ef barnið kæmi í ljós. Eftir síendur- teknar fortölur Jóns bónda var Guðbjörg farin að íhuga í fullri alvöru að fyrirkoma barninu og flest bendir til, að það hafi verið orðinn ásetningur hennar um það leyti, er hún fór vistferlum frá Skárastöðum. Á Ytri-Reykjum svaf Guðbjörg hjá vinnukonu, sem hét Júlíanna Ólafsdóttir. Þremur vikum eftir að hún kom þangað bar svo til eina nótt, að hún kenndi fyrstu fæðingarhríðanna. Hún staulaðist á fætur og gekk út í haga og ól þar meybarn. Hún hafði engin verk- færi með sér og sleit naflastreng- inn og grét þá barnið. Hún vafði barnið í klút án þess að binda' fyrir og hélt svo á því í kjöltu sinni, þangað til það var dáið. Síð- an gróf hún það í mold með berum höndum. Nokkrum dögum síðar kom hún aftur á staðinn og hafði nú með sér reku. Við réttarhöldin sagði Guðbjörg að æði hefði runn- ið á sig á meðan hún var að grafa barnið, svo að hún vissi ekki hve lengi hún var að þessu, né vissi heldur með vissu, hvar hún hafði grafið það. Gröf barnsins fannst raunar aldrei, þrátt fyrir mikla leit. Hinn 12. nóvember 1864 var kveðinn upp dómur að Geitar- skarði í þessu flókna og marg- þætta sakamáli. Einar Jónsson og Guðbjörg Guðmundsdóttir voru dæmd fyrir barnsmorð, Einar fyrir að hafa fargað fimm vikna gömlu barni sínu, og Guðbjörg fyrir að hafa borið út barn sitt nýfætt. Þau voru bæði dæmd til lífláts. Jón Einarsson bóndi á Skárastöðum var dæmdur til þriggja ára betrunarhússvistar fyrir þjófnað, en fremur mildum augum var litið á hlutdeild hans í verknaði barnsmóður hans. Guð- mundur Jónsson, sonur hans, var dæmdur í 40 vandarhögga hýðingu fyrir þjófnað. Margrét Jónsdóttir, systir hans, var dæmd í 10 vand- arhögga hýðingu fyrir að hilma yfir þjófstolna muni. Margrét Gunnlaugsdóttir, barnsmóðir Ein- ars Jónssonar, var hins vegar dæmd sýkn af frekari ákærum réttvísinnar. Dauðadóminum yfir Einari Jónssyni og Guðbjörgu Guð- mundsdóttur var aldrei fullnægt. Þau voru flutt á Brimarhólm, en komu bæði heim aftur og lifðu í mörg ár eftir það og að sögn voru þau þá vel látin. Jón Einarsson skildi við konu sína og bjó síðar að Hofsseli á Skagaströnd með konu, sem hét Elín Semingsdóttir. Þar lést hann árið 1876, iðrandi synd- ari, ef dæma má af vísu sem hann orti skömmu fyrir andlátið: Geng ég lotinn grátt með hár, græt mín brotin stóru. Burtu flotin æviár, illa notuð vóru. (Samantekt: Sv.G.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.