Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983 59 Aðalfundur Póstmanna- félags íslands: Vilja breyt- ingar á lög- um BSRB AÐALFUNDUR PFÍ var haldinn að Grettisgötu 89, fimmtudaginn 14. aprfl 1983. A dagskrá fundarins voru venju- leg aðalfundarstörf. Formaður félags- ins, Björn Björnsson, flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri þess, Gunnlaugur Guðmundsson, gerði grein fyrir reikn- ingum. Fundurinn var mjög vel sóttur af félagsmönnum. Eftirfarandi ályktun, sem send hefur verið til stjórnar BSRB, var samþykkt á fundinum: „Aðalfundur PFÍ, haldinn 14. apríl 1983, mótmælir þeirri hefð, sem virðist komin á, að hin stærri félög í BSRB taki alla tíð upp eitt eða tvö sæti í stjórn samtakanna, en mörg önnur félög fá aldrei kjörinn mann í stjórn. Einnig mótmælir fundurinn því, hvað ólýðræðislega uppstillinga- nefnd starfar. Hún virðist í raun verkfæri í höndum fárra manna. í þeim tilgangi að reyna að lægja þær óánægjuraddir sem óneitanlega heyrast um störf BSRB frá mörgum félögum innan samtakanna og frá einstökum meðlimum, leggur fund- urinn til við stjórn BSRB, að hún hlutist til um að laganefnd verði fal- ið að vinna að því að breyta lögum BSRB þannig, að fækkað verði vara- mönnum í stjórn samtakanna, en fjölgað aðalmönnum og að enginn megi sitja lengur en tvö kjörtímabil í stjórn, þannig að eðlileg endurnýj- un verði á stjórn BSRB á hverjum tíma. Ennfremur skorar fundurinn á stjórn og samninganefnd BSRB, að hlutast til um að samningsréttur hinna einstöku félaga verði rýmkað- ur frá því sem nú er. Aðalfundur PFl telur að tillögur þessar ættu aö verða til þess að auka samstöðu inn- an aðildarfélaga BSRB.“ FrétUtilkynning Patreksfjörður: ' Sýning í tengsl- um við opnun minjasafns Egils Ólafs- sonar BJARNI Jónsson opnar sýningu I grunnskólanum á Patreksfirði 17. júní kl. 16. Sýningin er í tengslum við opnun á minjasafni Egils ólafs- sonar á Hnjóti í Örlygshöfn 22. júní, en þá verður safnið afhent Vestur-Barðastrandarsýslu til eignar. Forseti Islands opnar minja- safnið. Egill Ólafsson, bóndi á Hnjóti, hefur unnið áratugum saman að söfnun gamalla muna sem til- heyra atvinnusögunni til sjós og lands. í safni hans er að finna marga muni sem hvergi er að finna annars staðar. Safninu hefur verið reist veg- legt hús að Hnjóti, þar sem það verður til húsa í framtíðinni. FrétUtilkynning. Gengisfellingunni má mæta með því að velja sér ódýrari sumarleyíisíerð. Þrátt íyrir nýíellt gengi er íargjald með ms. Eddu áberandi hagstœtt. __________Dæmi úr verðskra 1.61985__________________________________ __________HRINGFERÐ KR. 9.110________________________________ REYKJAVÍK-NEWCASTLE-REYKJAVÍK KR. 10.600 __________REYKJAVÍK-BREMERHAVEN-REYKJAVÍK KR. 14.860________________ __________ALLT VERÐ MIÐAÐ VIÐ DVÖL í 2JA MANNA KLEFA._______________ Og samkvæmislífið um borð heldur ótruflað áfram: Haukur Morthens og hljómsveit: Árni Elíar, Guðmundur Steingrímssonog Ómar Axelsson. Djazz-sport grúppan sýnir djazzíimleika og Robert Becker óperusöngvari tekur lagió. Þjóðlagakvartettinn Hrím. Stuðmenn. Aó ógleymdri hljómsveit skipsins sem leikur íyrir dansi hvert kvöld, diskótekinu, nœturklúbbnum, spilavítinu og öðru, etv. ögn heilsusamlegra sem boðið er s.s. sundlaug, sauna, sólstólum, setustoíu, kvikmyndasal o.þ.h 3. ferð,15-6: 4. ferð, 22-6: 5. ferð, 29-6: 6. ferð,6-7: Veldu þína óskaíerð í sumar. Alyktun stjórnar Félags ungra jafnaðarmanna Á stjórnarfundi Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, sem haldinn var 2. júní, samþykkti stjórn félagsins ályktun sem m.a. fól í sér fullan stuðning við Frið- arhreyfingu íslenskra kvenna og óskir um gott samstarf hópanna tveggja, Friðarhreyfingarinnar og Félags ungra jafnaðarmanna ( Reykjavík. Verslaðu fyrir íslenska peninga um borð og athugaðu að farir þú hringferð með Eddu þá þarftu engan erlendan gjaldeyri. Eddan leggur írá Sundahöín hvem miðvikudag. Við vekjum serstaklega athygli a þvi að ferðaskriístoían Feróaval eínir til hópíerða í langíerðabílum um Þýskaland í sumar. Nœsta brottför er með ms Eddu þann 15. júní. Upplýsingar fást hja Ferðavali, Kirkjustrœti 8, simi 19296 og 26660. Aðalstræti 7, 101 Reykjavík. Símanúmer: 91-25166. FARSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.