Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 inn heima og snjó sér maður ekki nema í hæstu fjallatindum. Svo eins og veturinn hefur verið hér í vetur, hvernig heldurðu að það hafi verið?" Nú brosti Sandra og hélt áfram. „Nei, ég var nú bara að grínast, en samt var veðrið eitt af því sem ég átti erfiðast með að aðlaga mig að í byrjun. En þetta veður hefur einnig sína kosti. Ég hef oft farið á skíði í vetur og finnst það frábærlega gaman." yErfitt að kynnast Islendingum“ Nú ert þú nokkuð dökk og greinilegt að þú ert útlendingur. Hvernig hefur það verið að kynn- ast íslendingum? „Það hefur verið frekar erfitt þó að ég þurfi ekkert að kvarta, sér- staklega nú seinni part dvalarinn- ar. Það er oft eins og fólk sé hálf- hrætt við útlendinga. Islendingar eru dags daglega svo rólegir og lokaðir og eiga erfitt með að sýna tilfinningar sínar öðrum. En þegar þeir drekka þá opnast þeir og verða mjög skemmtilegir. Það er furðulegt að þegar maður hittir fólk um helgar sem maður kannast við, þá er það svo opið og glaðlegt og allir vilja vera vinir manns. En það er verst að daginn eftir er svo allt gleymt og enginn þekkir mann lengur. Islendingar ættu alltaf að vera fullir." „Nunnurnar báðu til Guös að foröa okkur frá freistingunum“ Svo að við snúum okkur frá skemmtununum, ert þú í skóla hér? „Já, ég er í 3. bekk í MS.“ Hvernig er skólinn hér saman- borið við skólann þinn í Ecuador? „Aginn er miklu meiri heima. Hér eru krakkarnir mikið frjáls- ari. Ef þú nennir ekki að mæta í tíma þá skrópar þú bara og búið Sandra ásamt íslenskum systkinum sínum mál. Heima væri slíkt útilokað. Það myndi þýða miklar yfir- heyrslur og einhverja refsingu. í Ecuador eru allir skólar skiptir eftir kynjum og allir eru í skóla- búning í skólanum. Ég var í skóla sem var rekinn af nunnum en skammt þar frá var strákaskóli. Nunnurnar reyndu hvað þær gátu til að koma í veg fyrir að við fær- um í stóran almenningsgarð sem var þar stutt frá, því þær vissu að þangað fóru einnig strákarnir. Það var því venjulega handagang- ur í öskjunni þegar hringt var út en oftast endaði það með því að við hlupum á harðaspretti út í garð en nunnurnar stóðu eftir í skóladyrunum, krossuðu sig og báðu til Guðs að við forðuðumst freistingarnar." „Konan á á hættu að veröa útskúfuð“ í þessu sambandi er hægt að segja að einhver munur sé á sam- skiptum kynjanna hér og í Ecua- dor? „Nei, í sjálfu sér ekki. Þó er mikið meira frjáislyndi og fráls- ræði hér, jafnvel of mikið að mínu mati. Fólk giftist yfirleitt seinna í Ecuador og enginn fer að búa með stúlku eða pilti nema gifting sé afstaðin.“ Ef þú berð saman stöðu konunn- ar hér og í Ecuador, hver er helsti munurinn? „Ja, konan getur leyft sér miklu meira hér en í Ecuador. Ég er þá ekki að tala um í efnahagslegum skilningi heldur félagslegum. Frjálslyndið hér er það mun meira að konan á ekki eins á hættu að vera hreinlega útskúfað úr þjóð- félaginu, eins og heima, fyrir af- glöp t.d. í hjónabandi. Jafnréttið er alltaf að aukast en samt er enn- þá langt í land og fyrir konu að komast áfram í þjóðfélaginu er svo gífurlega erfitt, að það liggur við að það sé ómögulegt. Konan verður að vera alger undramanneskja og mörgum sinn- um hæfari en karlmaðurinn sem hún keppir við.“ Sandra í garðinum með hinni ís- lensku systur sinni, Elísabetu. „Eg ætla í raf- magnsverkfræði“ Hver er svo framtíðin hjá þér? „í sumar sný ég til baka til Ecuador og í haust mun ég hefja nám í háskólanum í Quito í raf- magnsverkfræði." Nú hefurðu búið í öðru landi í næstum eitt ár og getur borið saman lífshætti hjá þér heima og hér á íslandi. Ætlarðu að búa í Ecuador áfram? „Þetta er spurning sem margir hafa lagt fyrir mig. Faðir minn hefur alltaf sagt við mig að Ecua- dorbúar ættu að búa og starfa í sínu eigin landi. Þó nokkuð mikill iðnaður er í Ecuador, en nærri lætur að 70% af verksmiðjum og öðrum vinnustöðum séu í eigu út- lendinga. Alþjóðafyrirtæki, þá flest bandarísk, hafa tök á flestum þáttum efnahagslífsins. Arðurinn af fyrirtækjunum fer því ekki til uppbyggingar innanlands eins og æskilegt væri heldur beint í hend- 51 ur stjórna fyrirtækjanna í New York, París eða London. Fjármagnsmyndun er því lítil innanlands og lítið um ný atvinnu- tækifæri innanlands. Við missum því mikið af menntuðu fólki úr landi sökum ónógra atvinnu- möguleika í landinu. Þegar nýjar verksmiðjur eru settar á laggirnar er ekki verið að hugsa um að þær séu hagkvæmar fyrir þjóðfélagið, heldur einungis fyrir fyrirtækin. Ecuador er landið mitt og það er í höndum okkar unga fólksins að reyna að auka félagslegt réttlæti í landinu. Því held ég að ég geti sagt með nokkurri vissu að í Ecuador mun ég búa nema að eitthvað óvænt komi uppá.“ Lítiö barn aö deyja úr hungri Þú minntist á það áður en við- talið hófst að þér fyndist íslend- ingar stundum vanþakklátir? „Já, mér finnst of margir ís- lendingar kvarta og gleyma því góða sem landið býður upp á. All- an þann tíma sem ég hef verið hér hef ég aldrei séð mann sem þjáist af hungri. Ef þú labbar á götu heima í Quito sérðu kannski lítið barn í ræsinu, sem er að deyja úr hungri. Þá fyrst finnurðu hve lít- ils megnugur þú ert, því þú getur ekkert gert til að bjarga þessu barni, ekki einu sinni þessu eina barni, en í borginni eru kannski þúsund börn í sömu aðstöðu. Þeg- ar maður hugsar um það langar mann helst til að gráta. Hungur, fátækt og ólæsi, þetta er nokkuð sem íslendingar þekkja varla af eigin raun og gera sér oft ekki grein fyrir því að það er ekki svo sjálfsagt að vera laus við þetta böl.“ Með þessum orðum, sem sjálf- sagt eiga erindi til okkar flestra, þökkum við Söndru Martinez, AFS-skiptinema frá Ecuador, fyrir viðtalið og vonum að allt gangi henni í haginn í framtíðinni. sem stendur til mánaðamóta BMW 30.000,- kr. ódýrari í dag en áöur Nú seljum viö síöustu bílana á sérstöku tilboösveröi, sem ekki BMW 316 nú kr. 325.000,- veröur endurtekið. Tækifæriö þitt, til aö eignast BMW gæöing á BMW 320 nú kr. 390.000,- 30.000,- kr. lægra verði en viö höfum getað boöiö upp á. BMW 518 nú kr. 385.000,- Aldeilis glæsilegt tilboö sem stendur aðeins til mánaðamóta, smelltu þér á gæöinginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.