Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 Barnaskóli Samúels 1914—1915 Fyrir nokkru birti Morgunblaöið mynd af skólapiltum á tröppum barnaskólans í Reykjavík. Sveinarnir ungu stóðu þar með smíðisgripi sína og hjá þeim kennari þeirra, Matthías þjóðminjavörður. Myndin er tekin árið 1909. Margir lesendur spreyttu sig á að þekkja piltana og komu á framfæri vitneskju um nöfn þeirra. Nú hafa lesendur ýmsir leit- að í skúffum og hirslum að myndum og látið í té, bæði frá fyrri og síðari árum. Kunna þeir frá sumum að segja, er þar koma við sögu, en vilja gjarnan vita deili á öðrum. Þó flest skólaskyld börn í Reykjavík hafi fengið tilsögn sína og menntun í hinum al- mennu skólum Reykjavíkur, hafa þó bæði fyrr og síðar starfað aðrir skólar í bænum, sumir á vegum félaga, en aðrir einkaskólar. Meðal þeirra er stóðu fyrir einkaskóla í Reykjavík var Samúel Eggertsson, skrautrit- ari og mælingamaður. Samúel var Barðstrendingur, sonur Eggerts Jochumssonar frá Skógum við Þorskafjörð. Þeir „Skógabræður" voru kunnir menn á sinni tíð, atgervismenn allir. „Kertin brunnu bjart í lágum snúð bræður fjórir áttu ljósin prúð“, kvað þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson um jólaljós bræðranna. Hann var einn þeirra þekktastur. Kunnir voru einnig þeir Einar Joch- umsson, trúboði, „mikilmenni og dugnaðarforkur", sagði Páll Eggert um hann. Hrósi Páll Eggert einhverjum fyrir dugn- að telst það ágætiseinkunn, slíkur afburðamaður er hann var sjálfur til verka. Magnús var kaupmaður á ísafirði, afi Magnúsar Jochumssonar póstmeistara. Eggert, faðir Samúels var sýsluskrifari á ís- afirði. Hann var skáldmæltur vel og eru eftir hann hnyttnar vísur. Þá var hann listaskrif- ari. Stundaði um skeið kennslu við barnaskólann á ísafirði. Einnig heimiliskennslu víða um héruð og varð „orðlagður kennari", segir í Óðni, tímariti Þorsteins Gíslasonar. Móðir Samúels, Guðbjörg Ólafsdóttir frá Rauðamýri, var sögð rausnar- og myndarkona og naut mikils álits. Samúel Eggertsson fór til uppeldis hjá fósturforeldrum er foreldrar hans brugðu búi. Er hann varð 23 ára settist hann í búnaðarskólann í Ólafsdal (1887— 89). Vann síð- an jarðræktarstörf, stundaði barnakennslu og sjóróðra, en vann síðar við lyfjaafhendingu á ísafirði. Árið 1909 flyst Sam- úel til Reykjavíkur og tekur þá að sér margs konar störf. í æsku „dróst hugur hans mjög að ritum Þorvalds Thoroddsen og lengi skiftust þeir á bréf- um“, segir í Óðni. Sökum þess hve Samúel var drátthagur var oft leitað til hans og hann fenginn til mæl- inga og uppdrátta. Starfaði hann á vegum Brunabótafé- lags íslands og Veðurstofunn- ar. Ber handbragð hans og frágangur vitni um smekkvísi, vandvirkni og hugkvæmni. Samúel hlaut heiðursmerki og heiðursskjal árið 1911 fyrir skrautritun og teikningu. Kona Samúels, Marta Elísa- bet, var dóttir Stefáns gull- smiðs Jónssonar, Höll í Þverárhlíð. Að sögn kunnugra var Marta „svo vel hagorð, að hún mælti í hendingum og vís- um“. Tóvinnu og vefnað stund- aði hún og hlaut lof fyrir myndarskap og reglusemi í búsýslu, líkn í veikindum og hneigð til hjúkrunar. Þau hjónin, Samúel og Marta, stóðu fyrir barna- kennslu og skólahaldi í Reykjavík. Um tíma var skóli þeirra til húsa að Laugavegi 24B og er myndin sem hér birt- ist tekin þar. Nemendur í skóla Samúels eru margir hverjir enn til frá- sagnar um kennslu er þeir urðu aðnjótandi í skóla þeirra hjóna. Einn gamall nemandi sagði um daginn: „Maður býr að þessu enn í dag. Kennsian var einstök. Maður lærði að skrautskrifa, hvað þá annað.“ Mikil og örlagarík saga hefir verið skráð síðan mynd þessi var tekin og kemur margt í hugann. Svo sem ártalið ofan dyra ber með sér er þetta fyrsta heimsstyrjaldarárið. Styrjöld geisar og siglingar teppast. Eimskipafélag Islands er stofnað árið 1914 og þegar skólaslit nálgast kemur „Gull- foss“, fyrsta skip félagsins „færandi varninginn heim“. Dýrtíð magnast og verkalýður býr sig til andófs. Verka- kvennafélagið Framsókn er stofnað um þessar mundir og Sjómannafélag Reykjavíkur. Konur sækja fram til aukinna stjórnarfarsréttinda. í tilefni þess að þær ná áfanga á mannréttindabraut með rýmk- un kosningaréttar kvenna 19. júní 1915 stofna konur „Land- spítalasjóð íslands". Hinn 6. júlí 1915 fylkja konur liði á þingsetningardaginn og fara í skrúðgöngu á Austurvöll. „Á undan fullorðna kven- fólkinu gengu mörg hundruð hvítklæddar smámeyjar, og báru flestar Blároðann hátt yf- ir höfði sér,“ segir í blaðafrá- sögn um atburðinn. Ef til vill hefir einhver í hópi þessara skólastúlkna tekið þátt í göng- unni. Þær horfa á myndinni, staðfastar á svip, til framtíðar en ekki er nú alveg öruggt að þær hafi verið að hugsa um kosningaréttinn. Hyggjum þá að myndinni er sýnir hjónin Samúel Eggerts- son og Mörtu E. Stefánsdóttur, konu hans, ásamt nemendum þeirra, þremur bekkjadeildum. I glugganum, næst skiltinu, sést móta fyrir stúlkuandliti. Það er dóttir þeirra hjóna, Jó- hanna Margrét, síðan kona Jóns Dalmannssonar gull- smiðs. Hún vill greinilega fylgjast með myndatökunni. Meðal barnanna eru þó nokkur sem þekkjast við fyrstu sýn. í efstu röð má greina Maríu Markan. Það sér ei nein þreytumerki á Maríu þótt hún eigi langa leið að sækja í skól- ann. Á þessum árum er faðir hennar, Einar Markússon, ráðsmaður Laugarnesspítal- ans. María verður því að ganga alla leið úr Laugarnesi dag hvern og svo heim aftur að loknum skólatíma. Klukku- tíma hvora leið. Auk þess sæk- ir hún píanótíma hjá frú Petersen, en svo var hún köll- uð, móðir dr. Helga Pjeturss, kona Péturs bæjargjaldkera. Kenndi hún fjölda bæjarbúa á píanó og lék auk þess á dans- leikjum. Maríu féll vel í tímum hjá henni, en segist hafa lært allar æfingarnar í Horneman- skólanum utanbókar og spilað þær eftir eyranu. Hafði hún því ekki hugmynd um hvað nóturnar hétu, en það vildi frú Petersen hafa allt á hreinu. Hver veit nema María sé að hugsa um nótnaheftin? Eitt er víst að hún átti eftir að læra heiti nótnanna, gildi þeirra og gott betur og syngja eins og fugl í skógi og bera hróður landsins víða. María sómir sér vel hið næsta skólastjórahjón- unum. Danslistin átti einnig full- trúa meðal nemenda. Eða er það ekki rétt munað að Ruth Hanson hafi sýnt dans í sam- komuhúsum bæjarins á sinni tíð? Systur hennar, Rigmor og Ása, tóku svo við þegar aldur leyfði. Allar voru þær dætur Hannesar Hansson kaup- manns, er verzlaði lengi við Laugaveg. Prýddu þær lengi götur bæjarins með svifléttum sporum. Ruth er á miðri mynd- inni. Skammt frá henni er Soffía Arinbjarnar, dóttir Ar- inbjarnar Sveinbjarnarsonar, bókbindara og útgefanda. Soffía dó aðeins 17 ára gömul. Bræður hennar voru kunnir menn, þeir Kristján læknir Arinbjarnar, Sveinbjörn bók- bindari og verzlunarmaður, Snorri listmálari og Sigurður bókari lögreglustjóra. List- fengur systkinahópur það. Önnur stúlka í neðri röð er Katrín Kjartansdóttir. Faðir Katrínar, Kjartan Ólafsson múrari, eða steinsmiður, eins og stundum var sagt, var kunnur maður í röðum reyk- vískra iðnaðarmanna. Þá tók hann einnig virkan þátt í mál- efnum verkalýðs- og alþýðu- samtaka og var fulltrúi þeirra. í kröfugöngunni árið 1923, hinni fyrstu er farin var, gekk Kjartan í fararbroddi og hóf hátt á loft fána samtakanna. Kjart^n var hverjum manni prúðari í framgöngu og snyrti- menni. Kvæðamaður var hann kunnur og stoð og stytta í hópi Iðunnar, kvæðamannafélags- ins. Katrín starfaði lengi hjá Alþýðubrauðgerðinni við Laugaveg og muna viðskipta- menn hlýtt viðmót hennar. Maður hennar var Tómas Jó- hannesson, skrifstofumaður brauðgerðarinnar. Ysta stúlkan í þessari röð er í hvítum kjól og með hárborða. Það er Jóhanna Lára Hafstein, dóttir Marinós Hafstein, lög- fræðings og starfsmanns í Stjórnarráðinu. Marinó var bróðir Hannesar Hafstein ráðherra. Lára Hafstein var þriðja í röð 8 systkina. Það var mannvænlegur systkinahópur. Bræður hennar voru Pétur bæjarfulltrúi, er fórst með Apríl á leið frá Englandi, og Eyjólfur stýrimaður. Ein systra Láru var um skeið blaðamaður við Morgunblaðið, Þórunn. Lára Hafstein starf- aði lengi hjá Landsíma ís- lands, vann þar við talsíma- afgreiðslu. Hún var fríð kona og geðþekk. í næstfremstu röð má þekkja kunnan iðnaðarmann af Njálsgötunni, Harald Ámundínusson. Það er Halli rakari, eins og hann kallaði sig. Allir sem áttu leið um Njálsgötuna um nær hálfrar aldar skeið muna eftir skilti Halla rakara á húsi hans nr. 11, þar raka nú Leifur og Kári. Annar þekktur handiðnað- armaður í hópi drengjanna á myndinni er Guðjón Runólfs- son, bókbindari, sonur Runólfs bókbindara í Safnahúsinu. Guðjón man þessi ár vel. Hann á mynd af nemendum Sam- úels. Var hún tekin ári áður en þessi. Þá voru í skóla með Guð- jóni m.a. Sverrir Kristjánsson, síðar sagnfræðingur, og Pétur Benediktsson, síðar banka- stjóri. Guðjón heldur enn góð- legum og rólegum svip sínum og unir enn við bókband sitt og iðnprýði. Guðjón var góður nágranni og María kona hans. Og vel dafnar björkin, lim- gerðið er við gróðursettum á lóðamörkum okkar í Meðal- holti fyrir 30 árum. I sömu röð og Guðjón má sjá Alfreð Gísla- son lækni, kunnan borgara. Al- freð sat lengi á Alþingi. Hefir ritað og rætt um heilbrigðis- mál og starfað í nefndum mörgum, setið á þingi SÞ og gegnt fjölda trúnaðarstarfa. I fjórðu röð t.v. er Guðmund- ur Runólfsson, bróðir Guðjóns. Hann er látinn fyrir allmörg- um árum. Að baki Guðmundar er lík- lega Tómas Vigfússon, síðar byggingarmeistari. Tómas var sonur Vigfúsar Grænlands- fara, þess er fór í leiðangur mikinn með Ársæli Árnasyni o.fl. til Grænlands. Tómas varð forvígismaður í Samtökum trésmiða og byggingarmanna. Fáir munu hafa átt þess kost að fylgjast jafn vel og Tómas með þróun húsnæðismála í Reykjavík. Á tíma þeim er líð- ur frá því myndin er tekin og allt fram til þess að verka- mannabústaðir rísa í Reykja- vík, má segja að húsnæðisekla og léleg og heilsuspillandi húsakynni hafi verið eitt helsta vandamál bæjarbúa. Með lögum um verkamannabú- staði var lyft Grettistaki í hús- næðismálum. Tómas mun hafa starfað frá upphafi við hlið Kornelíusar Sigmundssonar húsasmíðameistara að smíði verkamannabústaða, fyrst við Hringbraut, Bræðraborgarstíg og Ásvallagötu, en síðar í Holtum og Hlíðum. Tómas var hæglátur og geðþekkur í fram- göngu. Hann gegndi fjölda trúnaðarstarfa í samtökum hér í borg. Við hlið Tómasar er Ingólfur Einarsson, síðar símritari um áratuga skeið. Ingólfur var kunnur fyrir laxaflugur sínar er hann bjó til í tómstundum. Sonur Ingólfs, Gunnar, samdi lag við ljóð Davíðs Stefánsson- ar. Það er Útlaginn. Útlægur geng ég, einn og vegamóður. Ragnar Bjarnason hefir sungið það á plötu. í sömu röð og þeir Tómas og Ingólfur eru má sjá Gunnar Kaaber, síðar lyfjafræðing. Gunnar var sonur Ludvigs Kaaber, bankastjóra Lands- bankans. Kaaber var kunnur maður á sinni tíð. Hann var stofnandi heildsölufirmans 0. Johnson & Kaaber, en seldi síðar sinn hlut í því og gerðist bankastjóri. Séra Sigurður Einarsson sagði greinarhöfundi eitt sinn sögu um það með hvaða hætti hann hefði notið fyrirgreiðslu á ferð sinni um Finnland. Það var árið sem hann ferðaðist um land skóga og vatna og kvað eitt sitt þekktasta ljóð, Sordavala. Sigurður komst í einhver vandræði þar eystra. Hvers eðlis þau voru er nú gleymt, en trúlega tímabundinn skortur á skotsilfri og ferðagjaldeyri. Varð honum þá til happs að finnskur maður, er dvalist hafði í Kaupmannahöfn fyrr á árum, bauðst til að leysa vand- ræði hans. Var maður þessi Sigurði með engum hætti vandabundinn eða kunnugur. Sagðist honum svo frá að hann hefði ratað í vandræði í Kaup- mannahöfn er hann dvaldist þar. Naut hann þá drengilegr- ar fyrirgreiðslu Ludvigs Kaab- er. Spurði Finninn Kaaber með hvaða hætti hann gæti launað slíka greiðasemi þegar úr rættist. Kaaber svaraði: Ef þér hittið íslending sem er hjálp- arþurfi, þá látið hann njóta þess. Það var í þessari för er Sig- urður kvað: „Að sunnan kemur lestin mín/ til austurs liggur leið/ nú líður brátt að kveldi." Gunnar Kaaber starfaði um skeið í lyfjabúðum hér í borg en fluttist síðar til Danmerk- ur. Gunnar gekk að eiga Hildi Grímsdóttur, systur séra Gríms Grímssonar og þeirra systkina. Hildur var fyrst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.