Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 75 Ljósm. Kristján Örn Klíasson. Sigfús Bjarnason. Þegar við gátum það ekki, vegna þess að það átti að fara að landa, gaf hann okkur nokkur pund hverjum og sagði okkur að fá okk- ur snafs í landi. Þar með var þetta ævintýri á enda.“ Hrundar brunarúst- ir á bádar hendur Urðuð þið mikið varir við hern- aðarátökin á þessum árum? „Nei, við urðum ekki beinlínis varir við þau — en afleiðingarnar sá maður. Það var algeng sjón að sjá lík á floti í sjónum og var ekk- ert um þau hirt. Það var strang- lega bannað að koma með þau til Fleetwood svo það var ekki um annað að gera en láta þau eiga sig. Það var ógurlegt að sjá hvernig stríðið hafði farið með fólk í Eng- landi. Þarna gekk maður upp langar götur þar sem ekkert var nema hrundar brunarústir á báð- ar hendur. Þá var heldur lágt risið á mannlífinu því hinn almenni borgari hafði ekki úr miklu að spila á stríðsárunum. Það var allt borið í herinn og hermennirnir höfðu það líka bærilegt. Annars hef ég alltaf kunnað vel við mig í Englandi og finnst ég hálfpartinn vera að koma heim þegar ég kem þar. Ég hef stundum sagt svo að þar hafi ég áreiðanlega verið í fyrra lífi.“ Heldurðu að það hafi verið eitthvert líf á undan þessu? „Þó ég sé nú orðinn svo gamall sem á grön má sjá er ég víst ekki nógu trúaður, því miður. En mér hefur alltaf fundist að ef um eitthvert líf er að ræða að þessu loknu, þá hljóti eitthvað að hafa verið áður. Ég hef verið hallur undir þessa endurfæðingarkenn- ingu sem þeir kalla, en ekki svo að skilja að ég þykist vita neitt um það hvernig þetta er. Það verður bara að ráðast eins og annað." Hvað varð til þess að þú tókst við skrifstofu Sjómannafélagsins? „Ég var bara fenginn til þess og var ekki hrifinn af starfinu fyrst í stað. Nokkrum sinnum ætlaði ég að hætta en þeir fengu mig alltaf til að vera áfram. Ég tók við henni í febrúar 1948 og hafði hana allt þar til fyrir þremur árurn." „Þar var hver höndin upp á móti annarri“ Það kom mér mjög á óvart hversu mikill ófriður var innan verkalýðshreyfingarinnar þegar ég byrjaði þarna. Það var hver höndin upp á móti annarri og menn kepptust við að rægja hvern annan i stað þess að vinna saman. Ég held að verkalýðshreyfingin hafi skaðast mikið á þessum inn- byrðis deilum og náð minni árangri vegna þess hvernig þetta var. Nú hefur dregið mikið úr þessu og þetta er held ég að hverfa — og það er vel. Svo voru alltaf þessar heitu helv ... kosningar á hverju ári hjá Sjómannafélaginu. Þær stóðu frá 20. nóv. til 20. jan. og var eilíft stríð og eldur allan tímann. Þá bar mikið á óvild út í þá menn sem voru að semja við okkur í kjara- samningum og var allt gert til að gera þá tortryggilega. Þessir menn störfuðu þó bara fyrir sína umbjóðendur, rétt eins og við störfuðum fyrir okkar. Ég taldi þetta óþarfa og tók aldrei þátt í að rægja þá við karlana. Þetta voru margir hverjir ágætir og stálheið- arlegir menn sem ég kynntist vel mörgum hverjum — ég get nefnt menn eins og Guðjón Einarsson ráðningarstjóra, Guðmund Vil- hjálmsson forstjóra hjá Eimskip, Hjört Hjartar framkvæmdastjóra og Óskar Einarsson ráðningar- stjóra hjá Sambandsskipunum. Eins var þetta á Alþýðusam- bandsþingum — þar voru alltaf tvær fylkingar sem tókust. á og var allt einn eldur á milli þeirra. Það hjálpaði okkur mikið í Sjómanna- félaginu að á þessum árum fór sjálfstæðismönnum fjölgandi inn- an verkalýðshreyfingarinnar og þeir stóðu alltaf með okkur sem vorum í Alþýðuflokknum." í hverju fólst starf þitt á skrifstofu Sjómannafélagsins helst? „Ég fékkst mikið við að setja niður deilur sem upp komu um túlkun kjarasamninga og það gekk oft mikið á. Skipstjórar áttu það til að brjóta samninga á skipverj- um og þá varð að grípa inní. Ég var vanur að segja við þá að þeir skyldu hlýða skipstjóranum í einu og öllu á siglingu — því að þá er hann æðsta vald — en kvarta svo þegar í land væri komið. Eg get sagt þér frá einu svona tilviki. Ég var þá nýbúinn að eign- ast bíl og ætlaði til Þingvalla á sunnudagsmorgni með konuna og krakkana. Þá er hringt og ég boðaður niður i skip sem var að koma af ströndinni. Þegar ég kem um borð standa karlarnir í einum hnapp á dekkinu og hafast ekki að. Þeir segja mér að stýrimaðurinn hafi skipað þeim að taka um borð lestarlúgur sem tilheyrðu skipinu. „Það drafaði eitthvað í honum með það“ Ég fer og hef tal af stýrimanni — spyr hann hvort hann viti ekki að mennirnir eigi allir frí á sunnu- dögum nema sá sem átti stoppi- törn. Hann kannast við það en segir að skipstjórinn hafi sagt sér að gefa þessa skipun — svona vís- uðu þeir alltaf hver á annan. Nú, ég fer að tala við skipstjóra, og bendi honum á að mennirnir eigi frí á sunnudögum. Það drafar eitthvað í honum með það, en ekki var hann fáanlegur til að aftur- kalla skipunina. Eg tek það undir vitni og varð fátt um kveðjur með okkur — það lá við að þeir spörk- uðu í rassgatið á mér þegar ég fór út úr brúnni. Ég fer rakleiðis niður á dekk og segi körlunum að fara frá borði nema þeim sem átti stoppitörn. Um kvöldið er svo aftur hringt í mig. Er það Guðjón Einarsson ráðningarstjóri hjá Eimskip. Hann tilkynnir mér að ég hafi ver- ið kærður af skipstjóra skipsins fyrir að skipta mér af störfum um borð og boðar mig á fund hjá for- stjóranum, Guðmundi Vilhjálms- syni. Þar eru mættir skipstjórinn og stýrimaðurinn heldur þungir á brún. Guðmundur spyr grannt um alla málavöxtu og greini ég glöggt frá öllu. Hann spyr skipstjóra og stýrimann hvort þetta sé nú rétt og jánka þeir því. Þá tekur Guð- mundur upp hjá sér penna, sem er einhver breiðasti og mesti lindar- penni sem ég hef um ævina séð, en með þessum penna var hann van- ur að undirrita kjarasamninga. Hann mundar nú pennann framan í þá skipstjóra og stýrimann og segir allhvass í máli: „Þið hafið ætlað að brjóta þá samninga sem ég hef gert — og ef þið ætlið að halda því áfram þá getið þið hreinlega tekið pokana ykkar og farið.“ Togaramennina gekk mér aldrei eins vel að eiga við og farmennina. Mér þótti gaman að vinna fyrir farmennina en við togaramennina hafði ég aldrei eins gott samband, þó ég væri úr þeirra hópi. Það var ansi erfitt fyrstu árin — gömlu félagar mínir hlógu að mér þegar ég var kominn með tösku, og urðu síst til að greiða fyrir mér.“ En hvað finnst þér um þessi mál núna? „Ég held að þetta gangi allt vel — það eru ágætir strákar sem hafa veg og vanda af þessu núna. Annars eru þessi mál þess eðlis að maður er fljótur að detta útúr þessu þegar maður starfar ekki lengur við það. Vertu ekki í vafa um hvar best er að versla HDSGAGNAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK « 91-81199 og 81410 Thermor VATNSHITAKÚTAR GETA OPPFYLLT ALLAR HITAyATNS ÞARFIR ÞINAR 15-450 lítra vatnshitakútar í ýmsum gerðum standa þér til boða, Thermor getur auðveld- lega séð fyrir þörfum þínum á heitu vatni. Komið með vandamálin til okkar við leysum þau. ■ ■ KJOLUR SF. Borgartún 33.105 Reykjavík. Símar 21490 - 21846 — bó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.