Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 40
88 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 ■ inc Uniwmi fnn Sindtcit._____________UL » Hém« stendur \po&! Ekk't mó. opna vyélino- mcíSan cí. v/irtdun sfcendur." Ást er ... ... að annast vorhrein- gemingamar saman. TM Reg U.S. Pat Ott -all rlghts resarved ®1983 Los ^ngetes Times Syndicate Þetta verður engin bió. Nýi lærl- ingurinn er svona að ná fílingunni á skærunum! X' l*að platar nú enginn mig upp í svona fyrirbrigði. HÖGNI HREKKVÍSI „r IMMTÍUOGSe.* Á KLAPPMÆUMM'" Þessir hringdu . . Kristindómsfræðsla inn á barnaheimilin 7279-0340 hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Er ekki hægt að koma á einhverri kristilegri uppfræðslu á barnaheimilum hér, t.d. í samvinnu við guðfræðideild Háskólans, þannig að nemendur deildarinnar færu til starfa út á meðal barnanna og fræddu þau um kristna trú, einu sinni í viku eða svo. Með breyttum þjóðfé- lagsháttum held ég að æ algeng- ara verði, að það farist fyrir að bðrnin sæki sunnudagaskóla, að það víki t.d. fyrir skíðaiðkunum. Þennan þátt vantar þá alveg hjá börnunum og það skapast ákveðið tóm, sem getur orðið afdrifaríkt fyrir þau seinna meir. Heyrst hafa háværar raddir, sem hafa nefnt það innrætingu að fræða bðrn um kristna trú, þau eigi að velja sjálf. En staðreyndin er hins vegar sú, að við erum búin að kjósa fyrir þau með skírninni og við erum að bregðast börnunum að mínu mati, ef við látum undir höfuð leggjast að fræða þau um trúna. Mig grun- ar að fóstrur almennt séu á móti því að taka að sér þetta starf o’g þess vegna beini ég því til mennta- málayfirvalda, hvort ekki sé hægt að fara fyrrnefnda leið að þessu marki. Börn hafa eftir því sem ég þekki til mikla þörf á þessu sviði. Þau eru oft á tíðum lokuð inni all- an daginn, koma þreytt heim á kvöldin og fá oft lítil eða engin tækifæri til að fræðast af foreldr- um sínum um eitt eða neitt. Og svo erum við undrandi, þegar börnin vaxa úr grasi og eru svona og svona og hugsa ekkert um þessa hluti. Annað í sambandi við börn. Mér leiðist ævinlega að heyra fram- burðinn „böddn“ þegar rætt er um börn í útvarpi og sjónvarpi. Ég fer aðeins fram á að r-inu sé leyft að fljóta með. Forsætisráðherra komi reglulega fram og skýri stöðu mála Sveinn Björnsson verkfræðingur hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Eg er með hugmynd, sem ég vildi koma á framfæri. Hún er ósköp einföld og felst í því, að for- sætisráðherra komi reglulega fram í sjónvarpi og/eða útvarpi og skýri stöðu þjóðarbúsins í það og það skiptið, án þess að þurfa að kljást við fréttamenn eða and- stæðinga. Þetta þekkir maður frá ýmsum löndum öðrum. Ég held að þörfin fyrir slíka hefð sé ekki minni hér hjá okkur, að „skipper- inn“ á skútunni fái tækifæri til að gera áhöfninni grein fyrir stöð- unni hverju sinni á málefnalegan hátt. Það gæti hann stuðst við skýringarmyndir og línurit (día- grömm) og útskýrt á myndrænan og aðgengilegan hátt fyrir al- menningi ástand og horfur, hvað áunnist hefði og að hverju væri stefnt af hálfu ríkisstjórnar hans. Það er nauðsynlegt hverri ríkis- stjórn, að almenningur fái skýra mynd af því sem er að gerast og skilji það. Að öðrum kosti er hætt við að starfsfriðurinn sé úti. Maður lifir sig inn í söguefnið Sigríður Sörensdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig hefur lengi langað að koma á framfæri sérstöku þakklæti til Kristínar Önnu Þórarinsdóttur, leikkonu, fyrir lestur síðdegissög- unnar, Gott land, eftir Pearl S. KÍ88 A stóran hóp aðdáenda hér á landi Þ.G. skrifar: „Kæri Velvakandi. I dálkum þínum 17. júní sl. skrifaði Bjarni Þór Jónsson um hljómsveitina Kiss og bar fram þá ósk, að hún yrði fengin hingað til lands til hljómleikahalds. Ég vil taka undir orð Bjarna, því að þessi ágæta rokkhljómsveit á sér stóran hóp aðdáenda hér á landi. Með vinsemd og virðingu." Ingvari finnst að fúna taki flokksins viður. Honum þykir það svo miður, að þjóðin telur Framsókn niður. Hákur GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þeir heyrðu til hvors annars. Rétt væri: Þeir heyrðu hvor til annars. Leiðréttum börn sem flaska á þessu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.