Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 28
76
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983
„Það er ekki nokkur vafi á, að með stofnun Nýlistasafnsins
varð veruleg breyting til batnaðar í samskiptum þorra mynd-
listarmanna. Þeir fylktu sér um ákveðna hugsjón, sem ber
m.a. í sér þá von, að hægt verði á skömmum tíma að brúa það
gap, sem orðið hefur í listaverkaeign þjóðarinnar. Þótt Ný-
listasafnið sé sjálfseignarstofnun rekin af Félagi Nýlista-
safnsins, er starfsemi þess engu að síður innlegg og framlag
til menningar landsins.
í Nýlistasafninu koma menn saman úr flestum ef ekki öilum
myndlistarfélögunum og það segir ekki svo lítið. Safnið hefur
verið miðstöð nýjustu strauma í íslenskri myndlist allt frá
stofnun þess og jafnframt vettvangur lifandi umræðna og
skoðanaskipta.
Það ætti því öllum að vera Ijóst, að Nýlistasafniö er ekki
aðsetur einangraðra hugmynda eða einstakra stefna, eða
aðferða í myndlist.
Hvað sem öllum vangaveltum líður, er það staðreynd, að
Nýlistasafnið hefur haslað sér völl, sem frumlegt og skapandi
fyrirtæki — hið eina og sanna nútímalistasafn á Islandi.“
Rabbað við
Níels Hafstein,
formann stjórnar
Félags Nýlista-
safnsins
Morgunblaðið/RAX
næðinu í það horf að hægt væri að
nota það undir safnið þvf það
hafði verið í algerri niðurníðslu
áður. Nú erum við að sverma fyrir
forráðamönnum bankans og biðja
um aukið pláss í húsinu."
— Er þá út í hött að álykta sem
svo, að húsnæðisskortur standi
bæði sýningum og geymslu lista-
verka og heimilda fyrir þrifum?
„Vissulega eru húsnæðismálin
ekki eins og best yrði á kosið, en
það kemur ekki niður á sýningun-
um. Það er miklu fremur að söfn-
unarstarfið hafi setið á hakanum
vegna geymsluskorts. Safnið hefur
t.d. ekki séð sér fært að taka á
móti verkum í langan tíma af
þessum sökum. Þá má ekki gleyma
vinnuaðstöðu fyrir þá, sem hafa
verkefni með höndum, það er bara
eitt skrifborð en síðan verða menn
að taka verkefnin með sér heim.“
Um leið og listin öðlast vin-
sældir missir hún byltingaraflið
Það er Níels Hafstein, formanni
í stjórn Félags Nýlistasafnsins,
sem svo farast orð. Rúm fimm ár
eru nú liðin frá því safnið tók til
starfa eftir langan aðdraganda.
Vart verður því í móti mælt, að
safnið hefur náð að setja mark sitt
á myndlist í landinu, þótt dulúð
hafi alla jafna leikið um nafnið og
starfsemina innan veggja þess í
augum almennings.
Blaðamaður Morgunblaðsins
hitti Níels að máli fyrir nokkru og
ræddi við hann um safnið og
starfsemi þess. Við hófum spjallið
á því, að ég lagði fyrir hann þá
spurningu fyrir hvað orðið nýlist
stæði í raun og hvernig það hefði í
öndverðu orðið tii.
„Á tiltölulega stuttum tíma
hafa komið fram margar stefnur
og aðferðir í myndlist. Menn lentu
fljótt í vandræðum þegar finna
átti eitthvert samheiti yfir allar
þessar nýjungar. Hugtakið nýlist
varð til innan veggja Myndlista-
og handíðaskóla Islands þegar
vantaði gott nafn yfir deild, sem
fram að þeim tíma hafði heitið
deild í mótun. Orðið þótti vísa til
frumlegrar tjáningar og tilrauna
og vera þjálla í meðferð en t.d.
nútímamyndlistartilraunadeild
eða eitthvað annað ámóta stofn-
anakennt nafn. Þegar svo var
ákveðið að stofna safn er hýsa
skyldi nýjungarnar þótti tilvalið
að nota nýlist sem forlið og nefna
það Nýlistasafnið. Hugtakið sjálft
þýðir framúrstefna."
— Hvar stendur nýlistin á ís-
landi samanborið við önnur lönd?
„Hugtakið er séríslenskt fyrir-
bæri og spannar þær hræringar,
sem fram spruttu t.d. í Japan,
Bandaríkjunum og víðar, þegar
Pop-listin var lögð á hilluna að
mestu. Hvort hún er hins vegar
vinsæl á meðal almennings, drott-
inn minn dýri! Um leið og listin
öðlast vinsældir fær hún mark-
aðsstimpilinn á sig og missir gildi
sitt sem byltingarafl. Um leið og
myndlistin er orðinn þáttur í aug-
lýsingaskruminu erum við komin
inn á allt annað svið. Kraftbirting
frumleikans er í fullu gildi hér-
lendis, en það eru bara svo fáir,
sem skilja og þora að taka þátt í
ævintýrinu."
— Nú er það algengt viðhorf
hjá almenningi, að flokka megi
margt innan nýlistarinnar undir
föndur, sem hver og einn sé í raun
fær um að leysa af hendi. Hvað er
það að þínu mati, sem skilur ný-
listamanninn frá hinum almenna
borgara?
„Eg held að mjög mikill mis-
skilningur marki þessa afstöðu
fólks. I rauninni er hann ósköp
eðlilegur, þar sem menntakerfið
gerir ekki ráð fyrir fræðslu í
myndlist. í sögubókunum eru bara
nefndir óiánsamir listamenn, að
maður tali nú ekki um ef þeir
verða svo frægir að skera af sér
eyrnasnepilinn eins og Van Gogh.
Þegar Pop-listin kom fram í Eng-
landi og Bandaríkjunum upp úr
1960 sögðu menn að allt væri list.
Magn sama og gæði, gæði sama
sem auglýsing. Þetta snerist al-
gerlega við þegar menn tóku upp
hófsemi í efni og útfærðu afmark-
aðar hugmyndir. Fólk gerir sér
kannski ekki grein fyrir því, að oft
á tíðum liggur margra vikna og
jafnvel mánaða vinna að baki
listaverki, sem fólki kann kannski
að virðst sáraeinfalt og auðvelt,
því baráttan að baki verkinu kem-
ur hvergi fram. Þrátt fyrir þetta
aðhyllist fólk frekar skrautleg
listaverk, ofhlæðið fremur en ein-
faldleikann. Það gátu allir málað
abstrakt á sínum tíma, en sárafáir
tóku eftir því að gluggatjöld, teppi
og fleira og fleira voru mynstruð í
þessum tiltekna stíl.“
— Hvað um nýja málverkið?
„Þeir, sem mála hvað mest og
fjörugast núna, byggja á taugab-
oðunum og ertingi í sálinni í stað
þeirrar heilastarfsemi, sem
grundvallast á kaldri rökhyggju.
Það má varpa því fram hvort mál-
ið snúist ekki um eins konar til-
finningalegt andsvar gegn teppa-
mynstrum og þjóðfélaginu, sem
byggir tilveru sína á þrælskipu-
lögðu kerfi. Við skulum vona að
nýja málverkið verði ekki ráðandi
afl í húsgagnaiðnaðinum."
— Ef við víkjum aftur að upp-
hafi Nýlistasafnsins. Hvað var
það öðru fremur, sem olli því að
farið var út í stofnun þessa safns?
„Hvatinn var tvímælalaust
óánægja með þá stöðu, sem
myndlistarmál þjóðarinnar voru
komin í. Komið hafði verið á lagg-
irnar öflugu samtryggingarkerfi;
klíku listamanna og gagnrýnenda,
sem réðu ferðinni. Þessir menn
höfðu mikil áhrif á úthlutun
listamannalauna og söfnun lista-
verka, svo eitthvað sé nefnt.
Okkur fannst líka ákveðin til-
hneiging vera ríkjandi, kannski
ómeðvituð, til að falsa listasögu
þjóðarinnar. Þegar Islendingar
höfðu bara eitt safn, sem heitir
Listasafn íslands, var það auðvit-
að skylda þess að gefa rétta mynd
af þróuninni í myndlist hverju
sinni. Menn ráku fljótt augun í þá
staðreynd, að 10—20 ára skeið
vantaði inn í listaverkaeignina.
Þetta skeið fannst okkur þurfa að
fylla upp í með einhverjum hætti
og það strax."
— Þú nefnir klíku listamanna
og gagnrýnenda. Hvaða fólk er
það nákvæmlega, sem þú ert að
vísa til?
„Það er SEPTEM-hópurinn
fyrst og fremst, sem ég á við.
Þetta var sprækt fólk á sínum
tíma og kom ýmsu góðu til leiðar,
en síðan virðist hafa orðið einhver
brotalöm í hugarfarinu og upp
kom valdafíkn sem leiddi til ein-
stefnu. Á skömmum tíma mynd-
aðist hringur, sem bókstaflega
stjórnaði öllu. Þetta fólk var svo
heppið að fá meðbyr blaðanna.
Gagnrýnendur voru ýmist vinir
þeirra eða þá svonefndir fagurker-
ar er áttu ítök í ráðuneytunum."
— En aftur að Nýlistasafninu
sjálfu. Hvaða markmið settuð þið
ykkur þegar þið fóruð af stað í
upphafi?
„Markmiðin tengjast öll söfnun,
varðveislu, kynningu, sýningu og
tilraunum í myndlist. Við lentum í
nokkrum þrengingum í upphafi
við að fylla upp í margnefnt ginn-
ungagap, sem hafði myndast hjá
Listasafni íslands, en vissum
nokkurn veginn hvað vantaði og
gátum gengið að ýmsum verkum.
Mörg eru illa farin, önnur eru
týnd og tröllum gefin því fátækir
og misskildir listamenn mála yfir
málverk sín og rífa sundur skúlpt-
úra til að gera aðra úr efninu."
— Hvar hóf Nýlistasafnið
starfsemi sína?
„Við leigðum geymslu í Mjöln-
isholti til að byrja með, en núver-
andi húsnæði fengum við í árs-
byrjun 1980 fyrir einstaka velvild
Stefáns Gunnarssonar, banka-
stjóra Alþýðubankans. Það tók
okkur níu mánuði að koma hús-
— Hvað heldurðu að safnið eigi
mörg verk í fórum sínum?
„Það er dálítið erfitt að svara
þessu. Þar kemur tvennt til; ann-
ars vegar sú staðreynd, að skrá-
setningu er ábótavant af óviðráð-
anlegum ástæðum og svo hitt, að
oft eru áhöld um hvort meta eigi
sum verkanna sem einstaka heild
eða röð, að maður tali nú ekki um
ef listamaðurinn er ekki innan
seilingar. Ég held ég megi þó
segja, að verk safnsins séu nú orð-
in hátt á annað þúsund talsins."
— Nú hefur Nýlistasafnið átt
samstarf við ýmsa aðila, jafnt er-
lenda sem innlenda, í tengslum við
sýningar og jafnvel tónleikahald.
Hvað geturðu sagt mér um þann
hluta starfseminnar?
„Nú væri gaman að telja upp
afreksverkin. Ég ætla að nefna
þrjú atriði, sem Árni Ingólfsson,
þáverandi sýningarstjóri, stóð
fyrir ásamt aðstoðarfólki sínu.
Þar er fyrst að nefna hátíð með
gjörningum í febrúar 1981, þar
sem mikill mannfjöldi kom fram
með spennandi atriði. Þessi hátíð
heppnaðist ákaflega vel og vakti
athygli um land allt. Orðið gjörn-
ingur féll inn í málið; yrði
mönnum gengið fram á skurð-
bakka til að spyrjast fyrir hvað
menn væru að bralla þar niðri var
svarið á þá leið að menn væru að
fremja gjörning. Þá má nefna
samvinnu við De Apple í Amster-
dam um kynningu á myndböndum
eftir myndlistamenn og síðan al-
þjóðlega kvikmyndaviku. Hvorir
tveggja voru þetta afbragðs við-
burðir."
— Þið eruð með eitthvað í
gangi, sem þið nefnið „stop-over-
programme". Geturðu sagt mér
eitthvað nánar frá því?
Bridge
Arnór Ragnarsson
Metþátttaka í
sumarbridge
Metþátttaka var í sumar-
bridge sl. fimmtudag í Domus.
Alls mættu 64 pör til leiks og var
spilað í 5 riðlum. Úrslit urðu
þessi:
A-riðill:
Steinunn Snorradóttir —
Þorgerður Eyjólfsd. 252
Valgerður Eiríksdóttir —
Hrafnhildur Jónsd. 247
Árni Magnússon —
Jón Stefánsson 238
Alda Hansen —
Stefán Guðmundsson 234
B-riðill:
Esther Jakobsdóttir —
Guðmundur Pétursson 194
Högni Torfason —
Steingrímur Jónasson 189
Jón Björnsson —
Ingólfur Lillendal 174
Þetta er unglingalandsliðið i bridge aem spilar þeaaa dagana á Norðurlandamðti unglinga aem fram fer í Þrándheimi í
Noregi. Talið frá vinstri: Stefán Pálsson, Bragi Hauksson, Hróðmar Sigurbjörnsson, Karl Logason, Sigurður Sverrisson
fyrirliði án spilamennsku, Aðalsteinn Jörgensen og Sigríður Sóley Kristjánsdóttir. Mótið stendur til 30. júní.
Bjarki Bragason —
Bragi Jónsson
C-riðill:
Ragnar Ragnarsson —
Stefán Oddsson
173
204
Jónatan Líndal —
Vilhjálmur Vilhjálmsson 189
Páll Valdimarsson --
Valgarð Blöndal
185
Jón Steinar Gunnlaugss. —
Guðjón Sigurðsson 167
D-riðill:
Hallgrímur Hallgrímsson —
Sigmundur Stefánss. 132
Hrólfur Hjaltason —
Jónas P. Erlingsson 122
Ragnar Magnússon —
Svavar Björnsson 121
E-riðill:
Friðrik Guðmundsson —
Hreinn Hreinsson 149
Jón Páll Sigurjónss. —
Sigfús ö. Árnason 132
Matthías Kjeld —
ólafur Jóhannesson 119
Meðalskor í A 210, í B og C 156
og í D og E 108.
Alls hafa nú 416 manns mætt
á spilakvöld í sumarbridge (4
kvöld) eða að meðaltali 52 pör á
kvöldi. Sigtryggur Sigurðsson er
enn efstur i sumarbridge, með
8,5 stig en síðan koma 9 spilarar
með 6 stig. Gefin eru 3 stig fyrir
efsta sætið í riðli á kvöldi, 2 stig
fyrir 2. sætið og 1 stig fyrir 3.
sætið (auk meistarastiga Bridge-
sambandsins).
Spilað verður að venju nk.
fimmtudag og hefst spila-
mennska í síðasta lagi kl. 19.30.
Allir velkomnir.