Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 59 Þórunn Ingvadóttir annars staðar. Það kom mér líka á óvart, kannski ekki síst vegna minnar eigin reynslu úr söngtím- um, hvað agavandamálin voru lítil. Það er bæði að viðhorfin til tón- menntakennslu hafa breyst og einnig vil ég þakka það góðum und- irbúningi úr tónmenntadeildinni, einkum hvað varðar kennslufræði- uppbyggingu. Maður verður líka að taka tillit til þess við kennsluna, hvaða tónlist skellur á eyrum barn- anna dags daglega og þar innan um má finna góða tónlist, ekki síður en annars staðar. Það er bæði til gott popp og slæmt popp, góður jass og slæmur jass, eins og góð og slæm klassísk músík. Tónlist er svo ríkur þáttur í lífi nútímamannsins, að allir hljóta að vilja kynnast henni betur, ef rétt er farið að því. Ég held það hljóti að vera ein- staklingsbundið hvernig hver og einn fer að við kennsluna. Mín að- ferð hefur verið sú að styðjast lauslega við námsefnið og reyna að kenna alla þá þætti sem þar er gert ráð fyrir. Það er tiltölulega nýtt í tónmenntakennslu að hafa ákveðið námsefni í höndum, að kenna fyrir hvern árgang. Ég hef reynt að koma þeim í kynni við ákveðna þætti tónlistarinnar með tónlist sem höfðar til þeirra. Börnin eiga kannski í erfiðleikum með tiltekið lag, sem maður kennir þeim, en svo heyrir maður þau fara með miklu erfiðari dægurlög, svo það er um að gera að finna réttu aðferðina sem heldur áhuga þeirra," sagði Þórunn að lokum. stöðu. Það mætti e.t.v. hugsa sér að öllum nemendum væri gefinn kost- ur á hljóðfæranámi í hóptímum, einstaka nemendur sem hefðu sér- staka hæfileika og áhuga fengju síðan einkatíma á sín hljóðfæri. Sums staðar úti á landi er samstarf á milli tónlistar- og grunnskóla, þar sem nemendur hafa leyfi úr kennslustundum í grunnskólanum til þess að sækja einkatíma í hljóðfæraleik, en þar eru skólarnir í nábýli. Það er stefnt að því í tónmennta- kennslu að nemendur séu virkir, þeir iðki tónlist og gefi um leið eitthvað af sjálfum sér, tjái tilfinn- ingar sínar. Með því að iðka tónlist, þ.e. syngja, leika á hljóðfæri, semja tónsmíðar og vera smám saman leidd inn í þá miklu nákvæmni í tónhæð, formi, hljóðfalli o.s.frv., sem góð tónlist byggist á, verður nemandinn líka dómbær á alla þá tónlist sem dynur yfir okkur stanslaust dag og nótt. Þeir læra að njóta þess sem vel er gert og hafna hinu,“ sagði Guðfinna Dóra að lok- um. f KAUPMENN- VERSLUNARSTJORAR AVEXTIR IKUKHAR Bananar Del Monte — Appelaínur Outspan — Appelsínur Maroc — Mandarínur Úruguay — Epli rauð USA — Epli rauö Argentína — Epli gul frönsk — Epli Granny Smith — Sítrónur Outspan — Graepe Autspan — Graepe Rube Red — Vatnsmel- ónur — Melónur gular Honey Dew — Vínber græn — Vínber blá — Perur — Plómur — EGGERT KRISTJANSSOIM HF Sundagörðum 4, sími 85300 ALÞJÓDLEG TÆKNI Skaftahlíð 24*105 Reykjavík « «KI UMC ,un«n«siui STJOeSUá IIIYT7 II LáUNMIIW III SttTTS ; Jtsnin i STJOWSllá H MULLSTILLISC TtLJfttt 1 luItSOl IIIYTT < ursnin t Tuaasiifi s STJOeSílSLU iiiytt 1S YHSIIAUMLISTAI 1S HiItUN LAUNA 23 tDALumutll lmjm 2t orr Vinsældir System/34 gera okkur mögulegt að bjóða viðskiptavinum okkar S/34 tölvur á betra verði en nokkru sinni fyrr. Verðið er nú allt að því 20% betra en áður, þökk sé frábærum móttökum hjá viðskiptavin- um okkar. Fáið upplýsingar hjá sölu- deild okkar um S/34 tölv- una og nýju frænku hennar S/36, sem m.a. stuðlar að nýrri skrifstofutækni. Briqhtness Line Check f > Intemal Check Contrast Normal \mm Nýtt gengi hjá IBM. System/34 tölvan á betra verði!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.