Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 32
80 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNl 1983 * T Píll Sveinsson í áburðarfluginu á Reykjanesi. Undan búknum, aftan lendingahjólanna, streymir áburðurinn út úr flugvélinni, og í glugganum grillir í Eric Tómasson flugmann. LAIVDG RÆÐSLAIV MorgunblmAiA/KrÍNtján Kinarxnon. „Flugvélin heftir sál“ Páll Sveinsson reynist vel á fimmtugsaldri „Það er sál í flugvélinni og hefur verið frá upphafi," sagði Björn Guðmunds- son Flugleiðaflugstjóri að afloknu áburðarflugi á Páli Sveinssyni, flugvél Land- græðslunnar, á miðvikudag. Morgunblaðsmenn brugðu sér þá í flug með Birni og aðstoðarmanni hans, Eric Tómassyni Flugleiðaflugmanni, er þeir dreifðu áburði á Keilissvæðið á Reykjanesi á öðrum dreifingardegi Páls á þessu ári. í fluginu vildi það til að þrýsti- vökvarör sprakk með þeim afleið- ingum að vökvinn fór út um alla vél og í léttu spjalli að flugi loknu var því slegið fram að Páll Sveinsson þyldi ekki fréttamenn, hann vildi fá að vinna verk sitt í friði fyrir þeim. Rifjuð voru upp ýms atvik af þessu tagi sem hent höfðu er fjölmiðla- fólk var með í ferðinni, og reyndar ýms önnur, sem skjóta stoðum und- ir þá kenningu Björns og annarra, að sál sé í flugvélinni. „Við klárum á Reykjanesinu í dag eða morgun og förum síðan í Gunn- arsholt," sagði Stefán H. Sigfússon hjá Landgræðslunni eftir flugið. Stefán hefur haft yfirumsjón með áburðarfluginu á Páli Sveinssyni, sem hófst fyrir 10 árum. Stefán sagði góðan árangur hafa orðið af áburðardreifingu á Reykja- nesinu, nema á Keilissvæðinu. Þar væri áberandi lítill árangur, rétt vottaði fyrir nokkrum rákum. Gróðurinn næði sér líklega ekki upp af beitarálagi. Þarna væri afréttur Reyknesinga austan landgræðslu- girðingarinnar sem liggur úr Voga- víkinni yfir að Grindavík. Sauðfé væri hins vegar ekki á lausagangi vestan girðingarinnar og þar væri áberandi mikill árangur af áburð- ardreifingunni, á Stapanum, við Garð, í tveimur hólfum við Sand- gerði, við Hafnir og Grindavík. Að sögn Stefáns átti að þessu sinni að dreifa 84 tonnum af áburði og grasfræi á Reykjanesi, en í hverri ferð dreifir Páll Sveinsson fjórum tonnum. Flugmennirnir fljúga í 200 feta hæð yfir jörð til að dreifingin verði sem heppilegust og losunarbúnaðurinn er þannig stillt- ur að vélin tæmir sig á einni og hálfri mínútu, en að jafnaði þýðir það að áburðarlínan verður fimm til sex kílómetra löng. Flugið tók ekki nema um 25 mín- útur. Björn og Eric flugu út undir Grindavík og sneru þar við og opnuðu síðan lestarlúgurnar undir Fagradalsfjalli og dreifðu til norð- austurs í átt að Keili. Sveitarfélögin á Suðurnesjum bera hluta kostnað- ar við áburðarflugið á Reykjanesi, og Keflavíkurverktakar hafa lagt fé í áburðardreifingu á Keilissvæðinu að sögn Stefáns. Minna magn Að sögn Stefáns H. Sigfússonar mun Páll Sveinsson dreifa minna magni af áburði en áður. Meðan þjóðargjafarinnar naut við hefði hann dreift rúmlega 2.000 tonnum á ári, en undanfarin tvö ár hefði 1.200 tonnum verið dreift, og nú sæju þeir Landgræðslumenn fram á að fjármagn það sem skammtað væri í landgræðsluáætlun tvö dygði ekki nema til að dreifa um 900 tonnum. Hins vegar væri vonast til að hægt yrði að dreifa talsvert meira magni á næsta ári, þegar greidd yrði út verðtrygging þjóðargjafar tvö, sem Stefán svo nefndi, ef ekki yrðu áframhaldandi hækkanir á áburði. Framlag til Landgræðsl- unnar hækkaði um 40% milli ára meðan áburðurinn hækkaði um 70%, en hann er einna stærsti út- gjaldaliðurinn hjá Landgræðslunni. Að afloknu áburðarflugi á Reykjanesi, sem er m.a. notað til endurþjálfunar flugmanna og því nokkuð um aukahringi og lend- ingar, verður haldið til Gunnars- holts til dreifingar á landinu sunn- anverðu og í afréttum þar. Síðan verður skroppið norður í Aðaldal til dreifingar í Þingeyjarsýslum. Sál í Páli „Það hefur aldrei vantað flug- menn til að fljúga Páli, framlag Flugleiðamanna er alveg einstakt, en það er um 40 manna lið frá Flugleiðum sem stendur á bak við þessa dreifingu. Það er sérstaklega ánægjulegt að vinna með þessum mönnum. Þeir þekkja flugvélina og hún þá, og það er engin spurning að hún hefur sál og þarf stundum að sýna sig,“ sagði Stefán. Björn Guðmundsson þekkir Pál Sveinsson vel, hefur tekið þátt í áburðarfluginu frá upphafi, árinu 1973, og flaug flugvélinni áður hjá Flugfélagi íslands, þar sem hann byrjaði flugmannsstörf 1949, og því með fleiri þúsund flugtíma að baki á „þristum". Hann getur því nefnt margt er styrkir þá kenningu að sál sé í Páli. Eitt sumar var hann að dreifa við Þorlákshöfn, og á leiðinni frá Gunnarsholti flaug hann yfir hóp Lionsmanna, sem var að handdreifa áburði þar um slóðir. Þá gerði Páll sér lítið fyrir og opnaði lestina upp á gátt svo allt hlassið, fjögur tonn, datt niður í eina hrúgu við fæturna á Lionsmönnunum. Þá stóð eitt sinn til að dreifa á Páli á Geldinganesi, og flugið sér- staklega auglýst svo fólk gæti fylgst með. Þegar stundin rann upp hafði fjöldi fólks safnast saman á Geldinganesi, en í fyrstu atrennu var eins og Páli fyndist fátt um til- standið, því hann neitaði að opna áburðarlestina. Var því snúið til baka til að athuga hvað amaði að, og þegar flugvélin var að renna í hlað hjá Flugfélaginu, sem þá var, gerði Páll sér lítið fyrir og losaði hlassið á stæðið. Þeir Björn og Stefán kunnu einn- ig margar sögur þar sem eitthvað hafði farið úrskeiðis er fjölmiðla- fólk var með, og töldu því víst að Páll þyldi ekki fréttamenn. í flug- , inu á miðvikudag fór allt vel að lok- um, þeim Birni og Eric tókst að skjóta niður lendingarhjólunum áð- ur en allur vökvinn fór til spillis. Vængbörðin fóru hins vegar ekki niður í aðfluginu, en það virtist lítil áhrif hafa á Eric, sem lenti Páli vel þrátt fyrir það. Eric er ungur flug- maður og hóf störf hjá Flugleiðum fyrir tveimur árum. Flugvél á fimmtugsaldri „Hún sýnir engin ellimerki, er í toppstandi þótt komin sé á fimm- tugsaldur," sagði Björn Guð- mundsson um áburðarflugvélina. Flugvélin var smíðuð 1942 og er því 41 árs. Hún kom hingað til lands sem hervél Bandaríkjamanna, en síðan eignaðist Flugfélagið hana. Hún fór út af akbraut á Keflavíkur- flugvelli 1948 og laskaðist, var síðan dregin eftir gamla Keflavíkurvegin- um til Reykjavíkur, þar sem dundað var við að gera hana upp og flaug hún aftur 1954. Flugfélagið gaf hana síðan Landgræðslunni er Fokker-flugvélarnar leystu þrist- ana af hólmi á innanlandsleiðum. Og það segja fróðir menn, að þótt Páll Sveinsson sé nú kominn á fimmtugsaldur eigi hann eftir að duga lengi enn, þar sem á honum séu engin ellimerki. — ágás. Stefán H. Sigfússon útskýrir áburóar- dreifinguna á Reykjanesi. Er hann með kort af sværtinu fyrir framan sig, en kortirt er útatart í þrýstivökva, sem fór út um allt í flugvélinni er rör sprakk f fluginu. Páll Sveinsson lestartur áburrti og grasfræi fyrir næsta flug. í hverri ferrt dreifir flugvélin fjórum tonnum. Augljós árangur áburðarflugsins á Reykjanesi. Þessar rákir eru á Stapanum, mertfram Keflavíkurveginum, og sézt árangurinn hvað bezt úr lofti. Björn Gurtmundsson (t.v.) og Eric Tómasson fyrir fram- an Pál Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.