Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 42
90
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983
HÖFUÐSMAÐURINN
FRÁ KÖPENICK
Sem skósmidur
Að breytast
Sem höfuðsmaður
Maðurinn sem gerði prússneska herinn að athlægi
Prússar hafa löngum verið þekktir fyrir mik-
inn hernaðaranda og öfgafulla dýrkun á titlum
og einkennisbúningum. Þessi þjóðareinkenni
biðu þó alvarlegan hnekki dag einn í október
árið 1906, þegar skósmiðurinn Wilhelm Voigt
gaf heiminum kærkomið tækifæri til að gera
grín að hinu mikla hernaðarveldi og vissulega
má til sanns vegar færa, að með verknaði sín-
um afhjúpaði skósmiðurinn þær fáránlegu öfg-
ar, sem tilbeiðsla einkennisbúningsins var
gengin út í meðal Prússa, þótt ekki hafi það
verið tilgangur hans í upphafi. Með tiltæki
sínu vakti Wilhelm Voigt athygli heimsins á
þeirri hættu sem slík tilbeiðsla getur haft í fór
með sér auk þess sem nafn hans sjálfs varð
táknrænt fyrir hvers konar hrekkjabrögð fyrr
og síðar. Þá vann Voigt einnig það afrek að
koma nafni prússneska smábæjarins Köpenick
í sviðsljós heimsfréttanna, enda verða hann og
bærinn ekki sundur skildir þegar menn minn-
ast hrekkjabragðs „höfuðsmannsins frá Köp-
enick“, eins og Voigt var jafnan kallaður eftir
þetta. Og líklega er „höfuðsmaðurinn frá Köp-
enick“ sá hrekkjalómur sem mesta frægð hef-
ur hlotið og hefur nafni hans verið haldið á loft
í bókmenntum, leikritum og jafnvel kvik-
myndum allar götur frá því atvikið átti sér
stað. Voigt hefur þó tæplega órað fyrir þeirri
frægð sem beið hans er hann skipulagði
verknað sinn og reyndar var hann þess eðlis,
að sjálfsagt hefur hinn prúséneski skósmiður
síst af öllu viljað að upp um hann kæmist. En
enginn veit sína ævina fyrr en öll er og f
eftirfarandi grein skulum við fylgjast með rás
viðburðanna í Köpenick þessa haustdaga árið
1906.
Lífið í Köpenick er fremur til-
breytingarlaust og þar hefur fátt
markvert gerst svo lengi sem elstu
menn muna. Þessi prússneski
smábaer, sem stendur skammt
suðaustur af Berlín, naut þó áður
talsverðrar virðingar er kjörfurst-
ar af Brandenburg höfðu þar að-
setur. Það er þó fátt sem minnir á
hina fornu frægð, nema ef vera
skyldi ráðhúsið, sem reist var á 17.
öld. Það er enn miðstöð stjórnsýsl-
unnar og aðsetur bæjaryfirvalda,
en bæði húsið sjálft og bæjar-
starfsmenn koma mjög við sögu í
þeirri frásögn sem hér fer á eftir.
Áður en lengra er haldið er þó rétt
að kynna örlítið nánar þann
mann, sem öllu fjaðrafokinu olli,
skósmiðinn Wilhelm Voigt.
, Wilhelm Voigt var tæplega sex-
tugur þegar hér var komið sögu,
en ungur hafði hann valið sér
starf skósmiðsins. Ekki er þess
getið hvort honum fórst það starf
vel eða illa úr hendi en hitt er víst
að hann átti það til að klúðra
mörgu er hann tók sér fyrir hend-
ur utan hins hefðbundna vinnu-
tíma. Starf skósmiðsins var illa
launað og til að drýgja tekjurnar
hafði Voigt lagt það í vana sinn,
að taka ófrjálsri hendi ýmislegt
sem hann vanhagaði um. Oftar en
ekki komst upp um þessa iðju
hans og var honum refsað eins og
lög gerðu ráð fyrir. Þótt hér væri
um smávægilegar yfirsjónir að
ræða átti hann nú að baki saman-
lagt nokkur ár í ýmsum fangelsum
og þegar saga okkar hefst var
hann nýsloppinn úr fangelsi, þar
sem hann hafði setið inni fyrir
fölsun vegabréfs. Honum hafði
tekist að fá vinnu í Potsdam, en í
þeirri borg -var hinn prússneski
hernaðarandi í hávegum hafður.
Það fór því ekki hjá því að hinn
fingralangi skósmiður tæki eftir
þeirri virðingu sem hermönnum
var sýnd á götum borgarinnar og
ekki örgrannt um að hann bæri
saman stöðu sína í þjóðfélaginu og
þessara manna, sem hann mætti
hvarvetna á götunum, gangandi
eða ríðandi, marsérandi og heils-
andi.
Einkennisbúningur
í búðarglugga
Morgun einn, þegar Wilhelm
Voigt var á leið til vinnu sinnar í
skóverksmiðjunni, varð honum
gengið fram hjá búðarglugga þar
sem einkennisbúningur höfuðs-
manns í prússneska hernum, hékk
á herðatré. Voigt rak í rogastans
og hann stóð lengi við gluggann og
virti fyrir sér einkennisbúninginn,
skínandi sverðið og ýmsa aðra
hluti sem tilheyrðu höfuðsmanni í
hinum keisaralega prússneska
her. Hann stóð lengi við gluggann
og virti fyrir sér þessa dýrlegu
sýn, tákn valds og virðingar og
honum dvaldist æ lengur við
gluggann, eftir því sem hann fór
þar oftar framhjá. Ekki vita menn
með vissu hvaða tilfinningar hafa
bærst í brjósti gamla mannsins né
hvort hann hafi þá strax hugleitt
brelluna, sem hann framkvæmdi
síðar og gerði hann heimsfrægan,
en seinna sagði hann sjálfur svo
frá, að það hafi verið eins og hulin
hönd sem leiddi hann að skran-
búðinni á hverjum morgni uppfrá
því hann sá búninginn þar fyrst.
Svo var það eitt sinn, þegar
Voigt hafði fengið mánaðarlaun
sín greidd, að hann fór rakleiðis í
búðina og bað um að fá að máta
einkennisbúninginn. Hann sagði
kaupmanninum að hann væri höf-
uðsmaður í varaliðinu og þyrfti að
mæta við opinbera athöfn. Þegar
hann var kominn í búninginn og
leit í spegil snarbrá honum. Hann
þekkti tæplega sjálfan sig. í stað
gamla, lotna skósmiðsins, sem
hafði gengið inn um dyr verslun-
arinnar skömmu áður, var kominn
gamalreyndur og virðulegur höf-
uðsmaður í hinum keisaralega
prússneska her. Hikandi dró Voigt
gamli upp mánaðarlaun sín og bað
kaupmanninn að búa um einkenn-
isbúninginn í pappaöskju. Síðan
laumaðist hann flóttalegur heim í
íbúð sína, þar sem hann bjó með
systur sinni. Á leiðinni gaut hann
augunum flóttalega á hermenn
sem hann mætti og það var ekki
laust við að honum fyndist hann
eiga talsvert sameiginlegt með
þessum mönnum. Það var eins og
hann hefði endurheimt brot af
sjálfstrausti sínu og það brosleg-
asta var, að hann hafði fundið það
í skranverslun.
Næstu daga varð Voigt tíðförult
til keisarahallarinnar í Potsdam
þar sem hann virti fyrir sér líf-
vörðinn og tilburði hans. Sérstak-
lega gaf hann gaum að því hvernig
yfirmenn höguðu sér, hvernig
göngulag þeirra var, hvernig þeir
heilsuðu og hann lagði á minnið
hróp þeirra og skipanir. Á heim-
leiðinni reyndi hann að líkja eftir
því sem hann hafði séð og honum
varð brátt ljóst, að það útheimti
mikla einbeitni að fylgja nýju
göngulagi langa leið, rétta úr
bognu bakinu og þenja út brjóst-
kassann. Þegar Voigt hafði æft sig
um hríð í hermennskunni vaknaði
hjá honum löngun til að reyna
hver viðbrögð manna yrðu ef hann
gengi um í búningnum á meðal
fólks og hann ákvað að fara til
Berlínar til að kanna þetta. Hann
hafði fataskipti á brautarstöðinni
og setti gömlu fötin sín í pappa-
öskjuna og kom henni í geymslu.
Síðan gekk hann út á götur stór-
borgarinnar.
Fyrsti hermaðurinn sem hann
mætti heilsaði honum eldsnöggt
að hermannasið og Voigt gamla
brá svo að hann var nærri búinn
að taka ofan fyrir hinum óbreytta
hermanni. Þegar hann mætti
næstu hermönnum gætti hann sín
betur og svaraði hermannakveðju
þeirra með því að bera snöggt og
kæruleysislega tvo bogna fingur
upp að húfuderinu. Smátt og
smátt fór hann að venjast þessu
og þennan dag heilsaði hann fleir-
um en hann hafði gert alla sína
ævi og aldrei hafði hann orðið
slíkrar virðingar aðnjótandi eins
og í Berlín þennan dag. Hann
reyndi einkennisbúninginn nokkr-
um sinnum aftur með góðum
árangri og hann fann, að í bún-
ingnum var hann allur annar
maður. Hann hegðaði sér og hugs-